Eintak

Útgáva

Eintak - 18.07.1994, Síða 4

Eintak - 18.07.1994, Síða 4
Enn óvissa um byggingu HM-hallar Óvenju mikið var af fólki úti á næturlífinu á laugardagskvöldinu. Langar biðraðir mynduðust fyrir framan nánast alla skemmtistaði borgarinnar. Að sögn Guðmundar Einarssonar aðalvarðstjóra var þó ekki meira um óhöpp en vanalega en erilsamt að vanda. Ástæðu þessa mikla mannfjölda má fyrst og fremst rekja til veðurs- ins á föstudag. Kalt var og rigning- ardrulla í þokkabót. Er því talið að menn hafi húkað heima á föstu- dagskvöld en hugsað sér gott til glóðarinnar á laugardaginn en þá var bærilegasta veður. © Skipasmíðastöðin Þorgeir og Ellert hf. á Akranesi Boltinn já ríkinu“ segir Ingibjörg Sólrún. Enn hafa engar ákvarðanir verið teknar í HM-málinu svokallaða, en á föstudag tilkynnti Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri að hugmyndir um bráðabirgðahús væru úr sögunni vegna of mikils kostnaðar. Ingibjörg segir að lend- ingin í þessu máli verði að vera sameiginlegt átak allra málsaðila, það er borgarinnar, ríkis og aðila tengdri ferðaþjónustu. Tilboð ýmissa verktaka um bygg- ingu fjölnota íþróttahúss fyrir heimsmeistarakeppnina í hand- knattleik hafa vakið deilur að und- anförnu. Forráðamenn handknatt- leikshreyfingarinnar telja að nauð- synlegt sé að reisa stórt hús til að halda keppnina sómasamlega en tíminn er orðinn naumur og borg- aryfirvöld telja að kostnaður við byggingu bráðabirgðahúss sé of mikill þar sem fast að tvö hundruð milljónum króna myndu ekki nýt- ast nema í kringum keppnina. Ingibjörg segir nauðsynlegt að forráðamenn handknattleikssam- bandsins átti sig á því að samið hef- ur verið um notkun breyttrar Laug- ardalshallar og erfitt sé því að krefj- Fullur miðbær á laugardags- nótt ast kostnaðarsamra aðgerða með stuttum fyrirvara. „Það er alveg ljóst að borgin fer ekki út í fram- kvæmdir upp á 5-600 milljónir króna ein og sér. Það er einfaldlega ekki verjandi, sérstaklega þar sem margir aðilar hafa beinan ávinning af þessu máli, „ segir Ingibjörg Sól- rún. „Boltinn er því hjá stjórnvöld- um, ég hef ekki náð í fjármálaráð- herra um helgina og því mun ekk- ert gerast í málinu fyrr en á mánu- dag. Mér dettur til dæmis í hug hreinn virðisaukaskattur af fram- kvæmdinni upp á yfir hundrað milljónir króna og það mætti skoða niðurfellingu þessa,“ segir Ingi- björg ennfremur. Áætlað hefur verið að hreinn fórnarkostnaður vegna keppninnar ef bráðabirgðahús yrði fyrir valinu væri um 170 milljónir króna. Ingi- björg segir því að að öllu óbreyttu muni keppnin verða haldin í breyttri Laugardalshöll en borgin sé opin fyrir öllum hugmyndum og frekari möguleikar verði ræddir gaumgæfilega eftir helgi. © Fjölnota íþróttahús eins og hugmyndir eru uppi um að relsa við austurenda Laugardalshallarinnar. Samþykkt í kjölfarið á því að nýtt hlutafélag hótaði að hætta við að taka þátt í rekstri. Hræðilegt vinnuslys hiá SR-mjoliá Siglunrði Starfsmaðurinn kominn úrlrfshættu. Þegar EINTAK fór í prentun var starfsmaður SR-mjöls, er lenti í sviplegu vinnuslysi um helgina kominn úr lífshættu. Hann er þó enn meðvitundarlaus og í öndun- arvél að sögn Ingiríðar Sigurðar- dóttur, læknis á fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Slysið bar til þegar maðurinn var að störfum í hráefnisþró verk- smiðjunnar þar sem geymd er loðna til bræðslu. Myndast hafði eitrað loft í þrónni svo maðurinn hné niður meðvitundarlaus. Þegar komið var að manninum var hann orðinn blár. Tveir starfs- félagar brugðust snarlega við og lögðu sig í lífshættu við að ná hon- um upp úr þrónni. Þaðan var hann fluttur rakleiðis á fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri.Vinnueft- irlitið segir að öryggi í verksmiðj- unni hafi verið verulega ábóta- vant. 0 Yfirlýsing sem fulltrúar starfs- manna skipasmíðastöðvarinnar Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi höfðu skrifað undir ásamt nýju hlutafélagi um rekstur fyrirtækis- ins var bæði felld og samþykkt á sunnudaginn. Aðdragandi málsins er sá að miklir rekstrarörðugleikar hafa hrjáð skipasmíðastöðina og var hún úrskurðuð gjaldþrota á föstudaginn. I kjölfar þess var stofnað nýtt hlutafélag sem bauðst til að leigja reksturinn. Fulltrúar þessa nýja hlutafélags, sem er undir forystu Þorgeirs Jósepssonar, settust á fund með fulltrúum starfsmanna á föstudagskvöldið. Farið var fram á 20 prósenta kjaraskerðingu en að sögn Valdimars Þorvalds- sonar, formanns Sveinafélags málmiðnaðarmanna á Akranesi, var því hafnað. Á laugardaginn var hins vegar komist að sam- komulagi um yfirlýsingu sem fól í sér afnám greiðslu 29 mínútna óunninnar yfirvinnu og kaffihlés. Sá fyrirvari var þó settur á að starfsmenn þyrftu að samþykkja yfirlýsinguna. Nei og /á Boðað var til starfsmannafund- ar klukkan 10.30 á sunnudaginn. Á hann mættu 30 manns og kol- felldu tillöguna. Umboðsmenn starfsmanna voru sendir á fund hins nýja hlutafélags með þau skilaboð að starfmennirnir vildu óbreytt kjör. Á þetta vildu eignd- ur hins nýja hlutafélags ekki fall- ast og lýsti Þorgeir Jósepsson því yfir við bæjarstjórn Akraness að ekkert yrði af þátttöku þeirra ef starfsmenn breyttu ekki af- stöðu sinni. 1 kjölfarið fór nær öll bæjarstjórn Akraness og skipta- stjórinn, Þorsteinn Einarsson, á fund förkólfa samstarfmanna og gerði þeim grein fyrir að ekk- ert yrði af frekari rekstri ef þeir samþykktu ekki yfirlýsinguna. Starfsmenn gáfu eftir og héldu annan fund klukkan fjögur sama dag. Þar voru samankomnir nær helmingi fleiri starfsmenn en um morguninn og var yfirlýsingin samþykkt með yfirburðum í þetta sinn. Að sögn Valdimars er það hræðslan við atvinnuleysið sem mest réði um þessa niðurstöðu en hún jafngildi fimm prósenta kjararýrnun. Hann tók þó skýrt fram að yfirlýsing þessi tæki að- eins til þriggja og hálfs mánaðar og í millitíðinni stæði til að semja upp á nýtt og þá kæmi ekkert annað til greina en að fara fram á sömu kjör. Vonir glæðast Fleiri stórfréttir gerðust á vett- vangi skipasmíðaiðnaðarins í gær. Samkomulag náðist meðal helstu landa er stunda skipasmíð- ar um að hætta öllum ríkisstyrkj- um í greininni. Þorgeir Jósepsson segir að þetta séu góð tíðindi en þorði þó ekki að tjá sig mikið um málið fyrr en hann hefði kynnt sér það nánar. Þessi samningur tekur þó líkast til ekki strax gildi því Frakkar munu verða mjög á móti því en um þetta var samið af Evrópusambandinu fyrir hönd Frakka. Þá er sá galli á gjöf Njarð- ar að Pólverjar, Kínverjar og Rússar eru ekki meðal þeirra sem skrifuðu undir samninginn. Það gerðu hins vegar Norðmenn sem hafa verið í fararbroddi við að ausa ríkisfé í skipasmíðastöðvar, íslenskum skipamíðastöðvum til mikils skaða. Norðmenn hafa verið helstir keppinauta Islend- inga á þessu sviði og virðist þetta því ætla að koma skipasmíðaiðn- aðinum á Islandi mjög til góða þegar til lengri tíma er litið. © 4 MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ1994 H

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.