Eintak

Eksemplar

Eintak - 18.07.1994, Side 5

Eintak - 18.07.1994, Side 5
Óhugur ríkir meðal Siglfirðinga vegnajnnbrots smástráka í hús eldri konu Hefmeðaumkun meo þessu fólki segir húseigandinn og ætlar ekki að leggja fram kæru. Þrír tíu ára drengir hafa viður- kennt að hafa brotist inn í hús eldri konu á Siglufírði og hreinlega lagt hana í rúst. Atburðurinn átti sér stað á föstudagskvöld og var að- koman slík að ótrúlegt þykir að svo ungir krakkar hafi staðið að skemmdarverkunum. Eigandi hússins, Elín Jónsdóttir, var er- lendis þegar verknaðurinn átti sér stað. Hún segist ekki ætla að leggja fram kæru gegn drengjunum þar sem hún hafi of mikla meðaumk- un með þeim og aðstandendum þeirra. Að sögn Elínar var mikið af innbúi hússins ónýtt; búið var að rústa sjónvarpi og útvarpi, teppi og veggir voru ataðir málningu og sömuleiðis sauri. Persónulegir munir, svo sem styttur og vasar, voru brotnir sem og flest annað sem brotnað gat. Þau húsgögn sem ekki voru brotin og brömluð var búið að eyðileggja með því að hella einhvers konar sýruvökva yf- ir þau. Elín segir að allir í bænum séu orðlausir af óhug vegna þessa at- burðar. Hún kveðst rétt kannast við þá drengi sem hér um ræðir en segir ekkert það hafa komið upp á í samskiptum sínum við þá sem tilefni gæti gefið til þessa gjörn- ings. Aðspurð hvort foreldrar drengj- anna hafi haft samband við hana svarar Elín neitandi. Faðir eins þeirra kom þó við þegar hún var ekki heima til að skila hlutum sem sonur hans hafði stolið. Hann ræddi þá lítillega við dóttur Elínar. „Þetta fólk á alla mína samúð, því hlýtur að líða ákaflega illa og eiga mjög bágt.“ Elín segir það ekki hafa neitt upp á sig að leggja fram kæru þar sem slíkt myndi ekkert bæta auk þess sem drengirnir séu ekki sakhæfir. Hún hefur mestar áhyggjur af því að fá ekki trygginga- bætur þar sem einvörðungu innbú- ið var tryggt en fasteignin sjálf að- eins brunatryggð. Elín segist ætla að reyna að láta koma öllu í stand á ný sem fyrst en þangað til býr hún hjá vandalaus- um vinum í bænum. Siglfirðingar hafa ýmsir hverjir sýnt henni sam- hug og boðist til að hjálpa henni til að hreinsa út úr húsinu. 62 62-62 Bjóðum ollt aó 20% afslótt af notuóum bílum í eigu Globus fram ab verslunarmannahelgi. Veðrið þ essa dagana er betra en elstu menn muna og jDjóðarskútan er að rétta úr kútnum. Auk þess býður Bílahöllin allt að 20% afslótt af notuðum Globusbílum fram að verslunarmannahelgi. Er lífið ekki yndislegt? Tryggðu þér notaðan bíl í eigu Globus meó 20% afslætti fyrir verslunarmannahelgi. Veðrió er gott - veróió er enn betra. SÍMI: 674949 ÞAÐ ER OPIÐ HJÁ OKKUR: Mónudaga til föstudaga kl. 9.00 - 18.30 laugardaga kl. 10.30 - 17.00 MÁNUDAGUR 11.JÚLÍ 1994 5

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.