Eintak - 18.07.1994, Page 10
Ragna Sæmundsdóttir
Svipjóð
Lilja Pálmadóttir
Bandaríkin
Heiðrún Anna Björns-
dóttir
Þjóðverjar
Steinunn Olína Þor-
steinsdóttir
Brasilía
Herdís Birna Arnar-
dóttir
Brasilía
Ragna Sæmundsdóttir
Redondo, Argentínu.
Lilja Pálmadóttir
Alexei Lalas,
Bandaríkjun um.
Heiðrún Anna Björns-
dóttir
Paolo Maldini, Italíu.
Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir
Romario, Brasilíu og
Maradona, Argentínu.
Herdís Birna
Arnardóttir:
Roberto Baggio, Italíu.
hOn seqir HANN SEQIR
Heimsmeistamr í klúðri HSÍ komi sér úr klípunni sjúlft
Upp á síðkastið hefur mikið verið rætt
um byggingu handboltahallar fyrir Heims-
meistarakeppnina 1995. Málið er nokkuð
dæmigert fyrir vinnubrögð og hugsunarhátt
okkar íslendinga. Það hefur verið ljóst um
nokkra tíð að keppnin eigi að fara fram hér á
Iandi, en nú 10 mánuðum fyrir keppnina
eru menn að fara á taugum og heimta nýja
handboltahöll.
Ef ég man rétt þá fékk HSI engar undir-
tektir hjá Davið Oddssyni þáverandi borg-
arstjóra þegar þeir fóru fram á að Reykjavík-
urborg reisti handboldahöll, sem átti að vera
skilyrði þess að íslendingar fengju að halda
keppnina. Þrátt fyrir þetta ákvað HSI að
leita allra leiða til að láta keppnina fara fram,
Laugardalshöllinni skyldi breytt og skilyrði
Alþjóðahandknattleikssambandsins upp-
fyllt. Nú eru menn hinsvegar að gera sér
grein fyrir því að uppfyfling lágmarksskil-
yrðanna er ekki nóg, til að íslendingar fái
miða á leikina, né til að sómi og meiri hagn-
aður verði af keppninni.
Það er auðvitað ákaflega dæmigert fyrir
það, hversu framsýn og skipuleg þjóð við er-
um, að skömmu fyrir keppnina er allt óljóst
um það hvert skuli stefna í húsnæðismálum
hennar. Það er líka í meira lagi hjákátlegt að
lesa bókun minnihluta Sjálfstæðismanna
um seinagang í afgreiðslu málsins, þegar
hugsað er til þess að þeir höfðu alla mögu-
leika sem ráðandi flokkur í borginni og rík-
isstjórnarflokkur, til að koma málinu far-
sællega í höfn, meðan enn var nægur tími til
stefnu.
Núverandi meirihluti í borgarstjórn hefur
tekið skynsamlega á málinu. Það er alveg
ljóst að það væri í meira lagi óábyrg stjórn
borgarinnar, sem ákvæði að redda málinu,
hver sem kostnaðurinn yrði. Tilboð borgar-
innar er í rausnarlegt og ríkisstjórnin ætti að
sjá sóma sinn í — ef einhver vilji er til að
bjarga keppninni — að taka tilboðinu. Hitt
er svo annað að staðan á ekki að koma HSÍ á
óvart. Þeir tóku að sér að halda keppnina
þrátt fyrir að ekki væri komið til móts við
kröfur þeirra og fyrir vikið eiga þeir auðvit-
að ekki heimtingu á því að aðrir komi þeim
til bjargar. Á hitt ber að líta að sá aðili sem
hagnast mest á keppninni er auðvitað ríkið
sjálft og því ekki óeðlilegt að ríkisstjórnin
komi að málinu á einhvern hátt.
Eftir stendur auðvitað að íslendingar
verða að læra í eitt skipti
fýrir öll að það gengur
ekki lengur að gera
endalaust út á Guð og
lukkuna, hvort sem
þeim er ætlað að sjá um
efnahagsmálin, umferð
til og frá Þingvöllum eða
handboltamót. Við
verðum að læra að horfa
fram í tímann og taka
skipulega á hverjum
þeim vanda og hverju
því verkefni sem við tök-
umst á við. Á það hefur
skort á. flestum hliðum
þjóðlífsins og á það hef-
ur skort við undirbúning þessarar keppni.
Núverandi borgarstjórn Reykjavíkur hefur
gengið þannig frá málinu af sinni hálfu, að
hvernig sem allt fer verður ekki við hana
sakast. Úr því sem komið er ættu menn að
reyna að taka höndum saman og koma í veg
fyrir að við verðum okkur til skammar.
Boltinn er hjá ríkisstjórninni. ©
Heimsmeistarakeppn-
in í fótbolta er búin, en í
sama mund er Heims-
meistarakeppnin í hand-
bolta að komast í ein-
daga. Sá vandræðagang-
ur allur hefur ekki verið
lítill fram að þessu, en ég
spái því að nú fyrst sé
vitleysan að byrja fyrir
alvöru.
Það væri reyndar full
ástæða til þess að rifja
þessa sorgarsögu alla
upp, en ég bara man
hana ekki alla og lái mér
hver sem vill. Handbolti
er vafalaust göfug íþrótt, að minnsta kosti
fyrir þá, sem iðka hana, en það segir sína
sögu um óvinsældir handboltans á heims-
vísu, að íslendingar geta talið sig framar-
lega í flokki jafningja í greininni.
En hvers vegna í ósköpunum er verið að
halda heimsmeistarakeppni hér þrátt fyrir
að öllum — alveg öllum — hafi verið
...
Ragnhildur
Vigfúsdóttir
Handboltahöll
hreint öldungis ljóst að tslendingar væru
engan veginn í stakk búnir til þess að halda
hana?
Ástæðan er einföld. Þessu olli mikil-
mennskubrjálæði örfárra einstaklinga í
framvarðasveit Handknattleikssambands
íslands (HSÍ), sem bitu það í sig að þeir
skyldu halda heimsmeistarakeppni á ts-
landi hvað sem það kostaði. Álveg sama
hvað það kostaði, því það stóð aldrei til að
þeir þyrftu að standa straurn að kostnaðin-
um sjálfír, enda sambandið á barmi gjald-
þrots.
Það var ekki ómerkilegasti þáttur þessa
samsæris, að það var keyrt í gegn að fá
hingað eitt stykki heimsmeistarakeppni og
hin og þessi stjórnvöld kúguð til þess að
spila með og borga brúsann. Finnst engum
neitt skrýtið að þessir karlar hjá HSt hafa
aldrei minnst á að þeir geri eitthvað til þess
að byggja sér hús eða gera aðrar þær ráð-
stafanir, sem tækar væru? Þeir hafa verið
eins og hrínandi dekurbörn og látið eins og
hver sá stjórnmálamaður, sem ekki vill taka
þátt í þessum darraðadansi, sé föðurlands-
svikari eða eitthvað þaðan af verra.
Á sama tíma hefur aldrei verið minnst á
annað en að tekjurnar af heimsmeistara-
keppninni skuli renna óskiptar í vasa HSÍ.
Þetta gengur náttúrulega ekki. Næst gæti
Frjálsíþróttasambandið boðið í Ólympíu-
leikana og hvar stæðu Reykjavíkurborg og
ríkið þá?
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri á lof skilið fýrir að hafa tekið í taum-
ana þrátt fyrir mikinn þrýsting. Mín vegna
mætti hún ganga enn lengra og segja þess-
um körlum að éta það sem úti frýs. Þeir
sóttu um og fengu keppnina og þá eiga þeir
líka að klára hana, án þess að grenja út pen-
inga úr vösum illa stæðra skattborgara.
Ég er almennt með miklar efasemdir um
opinberan fjáraustur til þess að niður-
greiða áhugamál fólks, burtséð frá því
hvort fólk hefur áhuga á sinfóníum, fall-
hlífastökki eða handbolta. Sjálfur hef ég
mikinn áhuga á fótbolta og ég borga líka
fýrir þann áhuga fullu verði. Ég skil hins
vegar þau rök sumra að borgaryfirvöld
skuli styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf, en
þá verður að verja því fé skynsamlega
þannig að það nýtist, sem flestum. Bygging
fokdýrra minnisvarða um snælduvitlausa
forystu HSt fellur ekki undir slíkt. 0
MÁNUDAGUR 18. JÚLl' 1994 J