Eintak

Eksemplar

Eintak - 18.07.1994, Side 12

Eintak - 18.07.1994, Side 12
í Bandaríkjunum leita 30.000 konur á slysadeild árlega til að fá bót meina sinna eftir að hafa orð- ið fyrir ofbeldi í heimahúsum. Sé það miðað við ísland ættu 300 konur að leita á slysadeildir hér á landi í sömu erindagjörðum, en hið rétta er að þær eru á sjötta hundrað. Árið 1992 voru 564 kon- ur skráðar á slysavarðsstofunni með áverka af völdum annarra og árið áður kom 521 kona. Rétt er þó að geta þess að innan þessarar skilgreiningar rúmast einnig íþróttaáverkar, svo framarlega sem þeir eru af völdum annarra. Pálína Ásgeirsdóttir hjúkrun- arstjóri slysadeildar Borgarspítal- ans segir lítið brot þeirra kvenna, sem verður fyrir ofbeldi, leita á deildina. „Sumar þeirra láta vita af því að þær hafi orðið fyrir ofbeldi, en aðrar ekki og það er hægt að hljóta áverka af svo mörgu öðru,“ segir Pálína. Neyðarþjónusta Borgarspítal- ans fyrir fórnarlömb nauðgara starfar í tengslum við neyðarþjón- ustu í Osló, sem aðstoðar einnig þær sem orðið hafa fyrir slysum og ofbeldi. „Við berum okkur saman við þjónustuna i Osló,“ segir Pálína. „En slysadeildin er náttúrulega á Borgarspítalanum, en læknavakt- in á Barónstígnum. Starfsemi Neyðarvaktarinnar er enn á byrj- unarstigi, enda stutt síðan farið var að ræða ofbeldi á konum op- inberlega.“ Þáttur Kvennaat- hvarfsins Konum, sem leita til Kvennaat- hvarfsins, hefur fjölgað jafnt og þétt frá því það var stofnað 2. júní árið 1982. Það litur út fyrir að aldrei fleiri konur eigi eftir að leita þangað í ár. Þær eru þegar orðnar 185 talsins. í fyrra voru þær 375 talsins, 372 konur árið 1992, 217 konur árið 1991 og árið 1990 leit- uðu 178 konur í Kvennaathvarfið. „Við teljum að ofbeldi hafi ekki aukist, heldur að nú hafi Kvenna- athvarfið skipað sér sterkari sess og konur vita að þær geta treyst því. Umræðan er orðin mun opn- ari en hún var og því eru yngri konur farnar að koma hingað í auknum mæli. Við opnuðum ný- lega þjónustumiðstöð og síðan hafa enn fleiri konur skilað sér í viðtöl en áður,“ segir Þorbjörg Valdimarsdóttir starfskona Kvennaathvarfsins. Hún bendir á að allar konur geti orðið fyrir ofbeldi og skiptir þá engu á hvaða aldri eða í hvað stöðu þær eru. „I fyrstu fær konan sjokk því í ofbeldinu felast svo mikil svik. En svo iðrast hún. Svo kemur næsta högg og alltaf bíður konan eftir að ástandið breytist. Ofbeldið byrjar gjarnan á andlegri kúgun, konan tekur á sig alla ábyrgð á ástandinu og hættir loks að vita hver hún er. Manninum finnst hann oftast vera í fullum rétti,“ segir Þor- björg. „Mér finnst ekki að það eigi að vera í höndum konunnar að kæra manninn heldur samfélags- ins. Það hefur ekkert upp á sig að kæra manninn, því honum er strax hleypt út daginn eftir. Ég man bara eftir einum dómi yfir manni fyrir heimilisofbeldi og það var í fyrrasumar. Hann var dæmdur í fjársektir og stutt varð- hald.“ „...að slá konu sína utan undir“ Ofbeldi virðist síður en svo vera fordæmt hér á landi og í ofbeldis- könnun, sem Gallup gerði í maí kemur fram að helmingur ís- lenskra karla á aldrinum 15-24 ára geti fundið eitthvað sem réttlætir að eiginmenn slái konur sínar undan undir og 46,2% karla á aldrinum 25-34 ára gamalla. Þeir sem eru á aldrinum 55- 69 ára eru hins vegar andvígastir ofbeldinu. 1.200 manna úrtak var spurt. 27% kvenna geta hugsað sér ástæður, sem réttlæta að eigin- kona slái mann sinn utan undir og og 37,2% kvenna á aldrinum 15-24 Pálína Ásgeirsdóttir „Sumar þeirra láta vita af því að þær hafi orðið fyrir ofbeldi en aðrar ekki. “ ára eru færar um það. Islendingar virðast því sáttari við ofbeldi en Bandaríkjamenn, Guðrún Helgadóttir „Ástandið í þjóðfélaginu hefur náttúrulega áhrif á fólk og sam- iífþess." því þegar sams konar könnun var gerð í Bandaríkjunum fyrir skömmu kom í ljós að 14% karla Ragnhildur Vigfúsdóttir „Mér finnt að byrja mætti á því að setja á stofn neyðarlínu fyrir karlmenn og ekki úr vegi að Ki- wanis og Rotary tækju málið upp á sína arma. “ 12 MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ1994 -|

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.