Eintak

Eksemplar

Eintak - 18.07.1994, Side 14

Eintak - 18.07.1994, Side 14
í blaða- og bókabúðum landsíns er að finna ótrúlegan 1]ölda alls kyns blaða og tímarita. Hér á árum áður voru menn heppnir ef þeir gátu fengið Se & her og Hjemmet, en nú er öldin önnur. Slegið hefur verið á að alls sé um 1.200 erfend tímarit að velja og á hverju ári bætast fieiri ný við en falla út. Rokkarnir eu ótelj- andi. Fyrir utan fréttatímarit almenns eðlis eins og Newsweek og Time eu á boðstólum sérfræðitímarit um allt milli himins og Jarðar. Allt frá stjörnufræði til stjörnuspeki. Blöð fyrir áhugafólk um megun og blöð fyrir áhugafólk um stór brjóst. Andrés Magnússon og Björn Malmquist fengu starfsfólk bókaverslunar Eymundsson í lið með sér og ffettu broti af því besta. .45 Firepower Þetta er byssublað, sem er ansi sérhæít. Eins og nafnið gefur til kynna er nefnilega aðeins fjallað um skammbyssur með hlaupvídd- inni .45, en slíkar byssur eru ein- ungis ætlaðar til þess að drepa fólk fljótt og auðveldlega. I blaðinu má lesa dóma um hinar aðskiljanlegu byssutegundir af þessarri hlaup- vídd, umfjöllun um skotfæri og svo framvegis. The Advocate hið elsta fyrir homm Bandaríkjunum. Það fjallar um allt milli himins og Jarðar, en ávallt frá sjónarhorni homma og iesbía. Það er hvass tónn í blaðinu, en það er ekki jafnöfgasinnað og mörg önnur blöð, sem sérstaklega eru ætluð lítt kynvísu fólki. Bloody best of Fang- oria Sumir fara í bíó til að sjá stjörn- urnar sínar. Sumir fara til að hitta fólk og enn aðrir af því þeir nenna ekki að vera heima hjá sér. En þeir eru einnig til sem fara í bíó til að láta hárin rísa og sjá bíóðið (tómat- sósuna) slettast. Síðastnefndi flokk- urinn les Fangoria, sem er eins konar fagtímarit áhugamanna um „splatter“ kvikmyndir. Þarf að segja meira? Business Traveller Nafn blaðsins skýrir efni þess nær fullkomlega, en í þvi er að finna alls kyns ráðleggingar til við- skiptaferðaíanga. Forsíðugreinin er um misháa flugvallarskatta, flugfé- lög fá einkunnir, ráðlagt er um bíla- ieigur, hótel, bari oa hvaðeina, sem gefa þarf gaum á ferðalögum um heiminn. Busty Þetta er ómissandi sérrit fyrir áhugamenn um stór brjóst. Blaðið er gefið út af hinu virta klámriti Hustler og fjallar í raun aðeins um þennan eina hluta kvenmannslík- amans. Hins vegar má draga í efa fegurðarskyn ritstjóranna, sem setja magn í beint samhengi við gæði. Diet & Exercise Greinilega kvennatímarit. Á for- síðunni pósar Cindy Crawford sem erkitýpa mjósleginna kvenna. Reyndar er forsíðan og baksíðan einu litsíðurnar í blaðinu; allt ann- að minnir einna helst á slúðurblöð- in; fréttir af fallegum og grönnum kvikmyndastjörnum, sem ijóstra því upp hvernig þær eru svona grannar og óteljandi leiðir til að missa aukakílóin. En blaðið fær þó plús fyrir að leggja áherslu á lík- amsrækt í staðinn fyrir galdrakúra. Hins vegar fær það mínus fyrir ótrúlega ljótt útlit. The Economist Þrátt fyrir nafnið fjallar blaðið ekki sérstaklega um hagfræðileg málefni, heldur er það einfaldlega langbesta vikulega fréttablað í heimi. Það er ekki myndaskreytt í líkingu við Newsweek og Time og það er með fremur óspennandi út- lit, en það er hundrað sinnum bet- ur og skemmtilegar skrifað en hin blöðin til samans. Það er líka evr- ópskara, enda breskt. Elegant Bride Þetta er eitt af fjölmörgum blöð- um, sem sinnir sérstaklega verð- andi brúðum. Blaðið ber vitaskuld merki þess að lesendurnir eru í flestum tilvikum að lesa blaðið í fýrsta og síðasta sinn og hefur ekki einu sinni fyrir því að auglýsa eftir áskrifendum. Blaðið fjallar um brúðarkjóla, ráðleggingar fyrir veisluna og svo framvegis. Hið eina sem vantar í blaðið eru auglýsingar frá skilnaðarlögfræðingum. Entrepreneur Eins og nafnið bendir til, er þetta fagtímarit þeirra sem reka lítil fyrir- tæki, eða hafa hug á að eignast eitt slíkt og vilja vera frumkvöðlar. Seinni hópurinn, að minnsta kosti þeir sem búá í Bandaríkjunum, fá væntanlega eitthvað fyrir snúð sinn, því í blaðinu eru skráð 650 fyrirtæki sem eru til sölu þar í landi. Nú er bara að hringja, þeir eru við símann — núna. Fly Fisherman Hafi maður meiri áhuga á fisk- um en fuglum, getur þetta blað ver- ið það rétta. En — augnablik. Ef lesandinn notar spún, getur hann gleymt þessu blaði, því það er að- eins fyrir þá eðlu fiskimenn, sem berja vatnið með svokölluðum flugum. Og hvað er svo að finna í blaðinu? Jú, lýsingar á veiðistöðum, leiðbeiningar um hvernig á að kasta og svo auðvitað auglýsingar fyrir flugur, stangir og allt annað sem

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.