Eintak - 18.07.1994, Page 18
Mánudagur
P O P P
Smuraparnir leika á mánudagsdjasskvöldinu
á Sólon íslandus.
Kynning á Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum á
Gauki á stöng. Meöal annars koma fram hljóm-
sveitirnar Kviksand Jesus og Upplyfting.
BAKGRUNNSTÓNLIST
Paula syngur á Café Romance og spilar á pí-
anó.
Trúbadorinn Jói Bald spilar á Fógetanum og
fólk tekur undir fullum hálsi.
F U N P I R
Dr. Robert L. Selman heldur fyrirlesturinn
.The Risky Business of Growing Up Social" í
stofu 101 í Odda kl. 17:15. Dr. Selman er
heimsþekktur sálfrædingur fyrir kenningar
sínarog rannsóknirá félagsþroska barna
og unglinga. Sem prófessor við Harvard
Medical School hefur hann veitt skóla for-
stöðu fyrir börn og unglinga sem eiga við
sérstaka tilfinningalega og félagslega erf-
iðleika að stríða.
í Þ R Ó T T 1 R
Fótbolti I kvöld fer fram heil umferð 1 annarri
deild karla í knattspyrnu. Þá leika Þróttur Nes-
kaupstað og Selfoss, HK og KA, ÍR og Víkingur,
Fylkir og Þróttur R. og Leiftur gegn Grindvíking-
um.
F E R Ð I R
Utivist - Hornstrandir Gengið milli Hornvík-
ur og Reykjafjarðar. Þetta ersjö daga
gönguferð fyrir hörkutól. Þátttakendur
þurfa að bera allar nauðsynjar á bakinu,
þar með talið húsnæði og mat. Erfið
gönguferð um fallegt svæði. Sennilega
svitans virði. Ferðalangar fara með Fagra-
nesinu frá ísafjarðarbryggju kl. átta, þann-
ig að það eru seinustu forvöð.
Útivist - Laugavegurinn Klassísk gönguleið
milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Fjög-
urra daga gönguferð og gist í skálum.
Lagt verðurafstað snemma í dag frá BSÍ
svo það er um að gera að drífa sig. Fallegt
landslag, mikil fjölbreytni og hæfilegar
dagleiðir gera þessa leið næstum full-
komna fyrir náttúruunnendur af öllum
stærðum.
SJÓNVARP
RIKISSJONVARPID 18.15 Táknmálsfréttir
18.25 Töfraglugginn Af einhverjum óskilj-
anlegum ástæðum þykir ástæða til að
endursýna þáttinn frá því á fimmtudaginn.
Pála pensill pirrandi að vanda. 18.55
Fréttaskeyti Bogi Ágústsson reynirað
breiða yfir að það er ekkert í fréttunum
klukkan átta. 19.00 Hvutti Þáttur um strák
íhundsliki 19.25 Undir Afrfkuhimni Þáttur
undir Afríkuhimni. Nú eru bara 22 þættir
eftir. 20.00 Fréttir og íþróttir 20.40 Veður
20.45 Gangur lífsins Bandarisk væmniaf
versta tagi. Stelpuálka og gleraugnaglám-
ur sýnir óþolandi tilburði við leik sinn líkt
og venjulega. 21.35 Sækjast sér um líkir
Meintur gamanþáttur sem er næg ástæða
út af fyrir sig til þess að vera á móti af-
notagjöldum RUV. 22.05 Tískan hennar Fil-
ippíu Sæt tískusýning í Kolaportinu. 22.30
Svarthvít og þögul sænsk- rússnensk gaman-
mynd. Þarfað segja eitthvað meira?23.00
Ellefufréttir og dagskrárlok. Martröð frétta-
mannsins: Halda úti tveimur fréttaþáttum
á dag í landi þar sem engin býr og ekkert
gerist.
STÖB 217.05 Nágrannar Vonlaus sögu-
þráðurog velgjukennd væmni. 17.30 Spé-
koppar 17.50 Andinn I flöskunni 18.15 Tán-
ingarnír í Hæðargarði Gelgjugums og graft-
arbólur. 18.45 Sjónvarpsmarkaöurinn 19.19
19:19 Elin Hirst gerir örvæntingarfulla til-
raun tilað sannfæra landslýð um að það
sé eitthvað nýtt í fréttum. Það mistekst
eins og venjulega 20.15 Neyðarlínan Allt í
iagi að horfa á þetta til þessað komast að
þvi hversu allt er vont utan íslands. Svo
má hlæja að öllum grenjuskjóðunum í
„Fólkið hérna er afskaplega vina-
legt og það kom okkur á óvart
hversu margir tala þýsku. Annars
gátum við alltaf bjargað okkur á
ensku.“ Hjónin Wolfgang og
Erika Schlor frá Austurríki, hafa
verið hér í tvær vikur og ferðast um
landið á bílaleigubíl. „Verðlagið
hérna er auðvitað fáránlegt en það
vissum við svo sem fýrir,“ segir
Erika. „Dóttir okkar ferðaðist hér
um landið með bakpokann sinn
fyrir nokkrum árum og hefur síðan
verið að sýna okkur myndir héðan
og þaðan af landinu. Þessar myndir
heilluðu okkur gjörsamlega og
náttúran hérna og landslagið hefur
ekki valdið okkur vonbrigðum.
Margir vinir okkar í Vín, þar sem
við búum, hafa einnig komið hing-
að og þeir hafa einnig verið að
hvetja okkur til að fara til íslands,"
bætir Wolfgang við.
Eins og í sögu
Þessi vinalegu austurrísku hjón
eru að koma út úr minjagripaversl-
un í miðbænum, þegar blaðamað-
ur og ljósmyndari EINTAKS taka
þau tali. Þau láta vel af dvölinni og
segja engin vandræði hafa komið
upp á, enda hafi þau aðeins hitt Is-
lendinga sem voru boðnir og búnir
til að aðstoða þau á alla lund. „Einu
vandræðin sem við lentum í voru
raunar á leiðinni hingað,“ segir
Wolfgang. „Við þurftum að bíða
eina nótt í Munchen, vegna þess að
bilun kom upp í flugvélinni okkar.
Annars hefur allt gengið eins og í
sögu.“
Erika segir að þau hafi keyrt
hringveginn og gist á Edduhótel-
unum. „Þar var vel að okkur búið
og mér fannst maturinn sérstaklega
góður. Við gerðum mikið af því að
komast á staði sem við höfðum séð
á myndum; komum í Skaftafell og
Þórsmörk og fórum þar í labbitúra
og urðum svo sannarlega ekki von-
svikin. Þið Islendingar búið í fal-
legu og hreinu landi og eigið að
passa vel upp á það,“ segir hún. Og
þar með kveðjum við. O
Hljómsveitin Marsipan kemur
fram á veitingahúsinu Tveimur
vinum á föstudagskvöldið og þreyt-
ir þá frumraun sína á hljómleika-
sviðinu. Marsipan hefur æft und-
anfarna tvo mánuði og leikur rokk-
að popp.
„Hljómsveitin varð þannig til að
ég var að taka upp lög eftir mig með
Óttari Proppé og Höskuldi Ól-
afssyni söngvara en hann hafði
verið í hljómsveitinn Wool,“ segir
Barði Jóhannsson gítarleikari.
„Okkur Höskuldi langaði til að
spila meira saman og fengum hina
til liðs við okkur en þeir eru flestir
líka úr Wool. Ég tók lögin bara upp
fyrir sjálfan mig. Þau verða bara
undir minni vörslu nema einhver
hringi og bjóðist til að gefa þau út.“
Þess skal þó getið að Wool er
ekki hætt. En auk Barða og Hösk-
uldar skipa Marsipan þeir Þórhall-
ur Bergmann pianóleikari, Björn
Agnarsson bassaleikari og Orri
Dýrason trommuleikari.
Að sögn Orra varð Marsipan-
nafnið fyrir valinu því það er al-
þjóðlegt, fer vel í munni og höfðar
til allra. O
Þossi
plötusnúður
Ofnæmið
mitt
hlé í bíó
Ameríku. 21.05 Gott á grillið íslenska fjalla-
lambið jarmar eymdarlega á grillinu hjá
eiturbrösurum stöðvarinnar. 21.40 Sein-
feld 22.05 Saga Troys Saga um strák sem
fær alnæmi. Þunglyndislegur þáttur og
böl alnæmis. 22.55 Börnin frá Liverpool
Breskur framhaldsþáttur. Það jákvæða við
hann er að hann er aðeins í tveimur hlut-
um. 00.35 Dagskrárlok
Þriðjudagur
P O P P
Stuðgrúppan Alvara spilar fyrir sprelli.
BAKGRUNNSTÓNUST
Trúbadorlnn Jói Bald úr Búðardal spilará
gitarinn sinn og syngur með sem og allir
gestir Fógetans.
K L A S S í K
I Listasafni Sigurjóns Olafssonar leika þau
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og David
Tutt píanóleikari kl. 20:30. Samstarf
þeirra hófst i Listaháskólanum í Banffþar
sem þau dvöldust eitt sinn bæði sem
styrkþegar. Þau léku síðast saman hér á
landisumarið 1991.
F U N P I R
Alvaro Siza talar um portúgalska stað-
hætti og eigin verk í Norræna húsinu kl.
20:00. Fyrirlesturinn erá vegum ISARK.
í Þ R Ó T T I R
Golf / dag heldur Golfklúbbur Dalvikur
GHD, opíð 18 holu kvennamót með og án
forgjafar.
F E R Ð I R
Ferðafélag Islands - Laugavegurinn Enn
og aftur. Nokkur pláss eru ófyllt Iþessari
ferð sem byrjar við BSÍ kl. 08.00. Gangan
byrjarí Landmannalaugum og endar, eins
og alltaf, í gróðurvininni í Þórmörk, fjór-
um dögum síðar. Ein vinsælasta göngu-
leið landsins. Fyrir áhugasama erbentá
möguleikann á þvíað halda áfram niður