Eintak - 18.07.1994, Síða 25
iiddist ii
:ram ogl
velli. Hé1
iiðsins yj
unnustaI
áhyggl
Valur - Fram
2:5
Eiður Smári Guðjohnsen 2. -
Ríkharður Daðason 2, Hólm-
steinn Jónasson, Kristinn Haf-
liðason, Helgi Sigurðsson.
= Lið Vals: Lárus Sigurðsson
’ - Bjarki Stefánsson, Guðni
Bergsson, Kristján Hall-
dórsson - Jón Grétar Jóns-
son, Atli Helgason, Ágúst Gylfason,
Hörður Már Magnússon, Sigurbjörn
Hreiðarson(Einar Birgisson) - Kristinn
Lárusson(Guðmundur Brynjólfsson),
Eiður Smári Guðjohnsen.
£^ft*|Lið Fram: Birkir Kristinsson
UHfcl - Helgi Björgvinsson, Pétur
Sf Marteinsson, Ágúst Ólafs-
son(Guðmundur Steins-
son), Gauti Laxdal (Anton Björn
Markússon) - Hólmsteinn Jónasson,
Valur Gíslason, Steinar Guðgeirsson,
Kristinn Hafiiðason - Ríkharður Daða-
son, Helgi Sigurðsson.
Áminnigar: Guðni Bergsson
Val - Valur Gíslason Fram
Dómari: Sæmundur Víglunds-
son dæmdi mjög vel.
Maður leiksins: Ríkharður
Daðason.
’GGJA
tinn Lárusson
í leik Vais og
ir borinn af
■tumrar læknir
Kristni og á
ans fylgist M
full meö.
m
Markaregn
'ó var skorað af falleg
mörkum í slag Reykjavíku
isanna Fram og KR á föstudags-
kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen
oraði tvö mörk fyrir Val og hér
hann íbaráttu við Frammarann
Pétur Marteinsson
Dramatísk umskipti á Hlíðarenda
Framarar unnu Valsmenn 5 - 2 í Mjólkurbikamum.
„Það skiptir ekki máli hvað við
fáum mörg mörk á okkur á meðan
við skorum fleiri en andstæðingur-
inn. Við fáum alltaf á okkur tvö til
þrjú mörk í leik, sama hversu stífan
varnarleik við leikum, svo við tók-
um bara mann úr vörninni, bætt-
um í framlínuna, og spiluðum
brjálaðan sóknarbolta,“ sagði Pét-
ur Marteinsson, aftasti maður
Framvarnarinnar, eftir 5-2 sigur
þeirra á Val í 16 liða úrslitum
Mjólkurbikarkeppninnar.
Leikur liðanna s.l. föstudags-
kvöld var mjög skemmtilegur á að
horfa enda litu sjö mörk dagsins
ljós, auk fjölda færa. Valsmenn
voru miklu sterkari í fyrri hálfleik,
skoruðu tvö mörk og óðu í færum.
Framarar voru hins vegar eins og
álfar út úr hól og það var engu lík-
ara en þeir væru eingöngu á staðn-
um til að vera viðstaddir eigin út-
för. I síðari hálfleik snerist dæmið
hins vegar við, en þá voru Framarar
í híutverki grafarans og jörðuðu
Valsmenn.
Fyrsta markið kom strax á 8.
mínútu. Kristinn Lárusson sendi þá
fallega fyrir markið, Eiður Smári
Guðjohnsen var á undan Ágústi
Ólafssyni, renndi sér boltann og
skoraði. Stuttu síðar jöfnuðu Fram-
arar. Hólmsteinn Jónasson tók
þá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig,
boltinn fór í varnarmann, breytti
um stefnu og hafnaði efst í mark-
horninu — Overjandi fyrir Lárus
Sigurðsson markvörð. Valsmenn
sóttu stíft og á 21. mínútu náðu þeir
forystunni. Sigurbjörn Hreiðars-
son átti þá fallega sendingu upp í
hornið, Jón Grétar Jónsson gaf
fyrir á Eið Smára, sem umkringdur
fjórum varnarmönnum setti bolt-
ann í netið. Framarar voru nálægt
því að jafna tveimur mínútum síð-
ar. Rikharður Daðason átti þá
gott skot að marki Valsmanna en
Lárus markvörður náði að slæma
fætinum í boltann og framhjá fór
hann. Það sem eftir liíði hálfleiksins
var um einstefnu Valsmanna að
ræða og þeir fengu mörg gullin
tækfæri til að bæta við mörkum.
Besta færið átti Hörður Már
Magnússon þcgar hann á óskiljan-
legan hátt skaut himinhátt yfir
markið.
Framarar fengu fyrsta færið í síð-
ari hálfleik en Gauti Laxdal beið of
lengi með að skjóta og það rann út í
sandinn. Á 60. mínútu skiptu
Framarar um leikmann. Guð-
mundur Steinsson kom þá inn á
fyrir Ágúst Ólafsson og hafði það
góð áhrif á leik liðsins. Framarar
jöfnuðu metin á 67. mín. Kristinn
Hafliðason hljóp þá með boltann
upp hálfan völlinn, lét skotið ríða af
við vítateiginn og skoraði. Ríkharð-
ur Daðason kom svo Fram 13-2
aðeins tveimur mínútum síðar eftir
sendingu frá Helga Sigurðssyni.
Og nú voru Framarar einráðir á
vellinum. Á 75. mínútu skoraði
Ríkharður annað mark sitt í leikn-
um. Guðmundur Steinsson snéri
þá laglega á einn varnarmanna Vals
við endalínu, renndi út á Hólm-
stein sem hitti boltann illa. Knött-
urinn barst til Ríkharðs, sem af-
greiddi hann í netið. Fimmta og
síðasta markið skoraði Helgi Sig-
urðsson og verður að skrifa það al-
farið á Lárus Sigurðsson markvörð.
Anton Björn Markússon, sem var
nýkominn inn á sem varamaður,
gaf þá háan bolta inn fyrir vörn
Vals. Lárus markvörður, sem var í
skógarferð rétt utan teigs, hikaði.
Helgi náði boltanum og var ekki í
vandræðum með að skora í autt
markið.
Eins og áður sagði voru hálfleik-
arnir hjá liðunum eins og svart og
hvítt. Valsmenn miklu betri í fyrri
hálfleik, en Framarar í þeim seinni.
Það vakti athygli að Kristinn
Björsson þjálfari Valsmanna gerði
engar ráðstafanir til að styrkja
vörnina þegar Marteinn Geirsson
skipti Guðmundi Steinssyni inn á
60. mínútu og fjölgaði þannig
framlínumönnunum úr tveimur í
þrjá.
Ríkharður Daðason var bestur í
liði Fram, skoraði tvö mörk og var
mjög ógnandi. Eins var Steinar
Guðgeirsson góður og Valur
Gislason spilaði mjög vel eftir að
hann var færður aftur í vörnina.
Hjá Valsmönnum stóð Eiður Smári
upp úr að vanda og eins var Krist-
inn Lárusson sterkur. 0
Þróttarar óheppniri
Eyjamenn unnu í framlengingu.
Markasúpa
á Víkingsvellinum!
Tíu mörk f einkennilegum leik.
Það leit lengi vel út fyrir að Vík-
ingar yrðu teknir í bakaríð í 16 liða
úrslitum Mjólkurbikarkeppninn-
ar. Þórsarar skoruðu fjögur mörk
í fyrri hálfleik og fengu auk þess
fjöldamörg dauðafæri sem ekki
nýttust. Það varð þó ekki raunin,
því Víkingar vöknuðu til lífsins í
síðari hálfleik og skorðu þá fjögur
mörk gegn tveimur mörkum
Þórsara.
Fyrsta markið kom strax á 6.
mínútu leiksins. Bjami Svein-
björnsson skoraði þá eftir lagleg-
an undirbúning Ormarrs Ör-
lygssonar. Bjarni skoraði aftur
stuttu síðar eftir laglega samvinnu
við Guðmund Benediktsson.
Lárus Orri Sigurðsson setti
þriðja markið og Bjarni Svein-
björnsson það fjórða.
Það var líkt og allt annað Vík-
ingslið hæfi síðari hálfleikinn en
þann fyrri. Strax á fyrstu mínút-
um hálfleiksins skoraði Óskar
Óskarsson fýrir Víkinga. Þórsar-
ar settu síðan næstu tvö mörk.
Fyrst Júlíus Tryggvason og síð-
an Guðmundur Benediktsson og
var mark Guðmundar sérlega
glæsilegt. Þarmeð voru Þórsarar
komnir í 6 - 1 og hættir. Víkingar
nýttu sér það, bættu þremur
mörkum við og björguðu andlit-
inu. Fyrst skoraði Óskar Óskars-
son, síðan Marteinn Guðgeirs-
son og loks Björn Bjartmarz - og
lokastaðan því 6-4.
Bestir í liði Þórs voru þeir
Bjarni Sveinbjörnsson og Ormarr
Örlygsson en Óskar Óskarsson
stóð upp úr í liði Víkinga. 0
Það var mikill taugatitringur í
Sæviðarsundinu þegar Þróttarar
tóku á móti Eyjamönnum í 16. liða
úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar
s.l. fimmtudag.
Eyjamenn byrjuðu betur og sóttu
grimmt, en áttu í vandræðum með
að koma knettinum framhjá hinum
kornunga markverði Þróttara,
Fjalari Þorgeirssyni. Smátt og
smátt sóttu Þróttarar í sig veðrið og
fóru að leika af eðlilegri getu. Á 36.
mínútu kom fýrsta mark leiksins
þegar Þórir Ólafsson skallaði
glæsilega í hornið fjær — óverjandi
fyrir Fjalar markvörð.
Þegar 5. mínúturnar voru liðnar
af seinni hálfleik jöfnuðu Þróttarar
og var Hreiðar Bjamason þar að
verki. Og aðeins 4. mínútum síðar
kom Haukur Magnússon Þrótti
yfir, 2-1. Varamaðurinn Friðrik
Sæbjörnsson jafnaði fyrir Eyja-
menn á 72. mínútu með fallegu
skallamarki. Liðin skiptust á að
sækja það sem eftir lifði leiks og
fengu mörg ágæt færi, en inn vildi
boltinn ekki. Og því varð að grípa
til framlengingar. Eyjamenn skorð-
uðu tvívegis í framlengingunni og
var Zoran Ljubicic að verki í bæði
skiptin. Nökkvi Sveinsson fékk
gullið tækifæri til að koma IBV í 5 -
2 þegar hann þrumaði í slánna úr
víti.
Zoran Ljubicic og Nökkvi
Sveinsson voru bestir Eyjamanna í
leiknum en hjá Þrótti bar mest á
Ágústi Haukssyni, Hauki Magn-
ússyni og Hreiðari Bjarnasyni. 0
Í8
úrslit.
iavík
Slógu FH-inga út
I vrfaspymuKeppni.
Það var magnþrungin spennan
þegar hinn ungi leikmaður Grind-
víkinga, Óli Flóventsson, gekk að
vítapunktinum í leik Grindavíkur
og FH síðastliðið föstudagskvöld.
Það var komið fram í bráðabana og
Haukur Bragason var nýbúinn að
verja frá Þórhalli Víkingssyni leik-
manni FH. Staðan var jöfn og Óli
gat komið Grindvíkingum áffarn.
Og það gerði hann með eftirminni-
legum hætti.
Grindvíkingar hófu leikinn af
krafti og skoruðu strax á n. mínútu.
Ólafur Ingólfsson fékk sendingu
inn fýrir vörn FH og skoraði ffarn-
hjá Stefáni Arnarssyni mark-
verði. Ólafur var aftur á ferðinni
skömmu síðar þegar hann skoraði
eftir að rangstöðugildra FH-inga
klikkaði.
Leikmenn FH mættu grimmir tii
leiks í síðari hálfleik og allt annað
var að sjá til liðsins en í þeim fyrri.
Sóknir þeirra þyngdust sífellt eftir
því sem lengra leið á hálfleikinn og
það var aðeins tímaspursmál hve-
nær þeir næðu að minnka muninn.
Á 83. mínútu skoraði síðan Jón Er-
ling Ragnarsson eftir sendingu frá
Herði Magnússyni. Jöfnunar-
markið kom síðan þegar tvær mín-
útur voru liðnar fram yfir venjuleg-
an leiktíma. Boltinn barst þá til
Harðar Magnússonar eftir mistök í
vörn Grindvíkinga og hann átti
ekki í vandræðum með að setja
boltann í netið. Framlenging.
Grindvíkingar voru öllu sterkari í
framlengingunni en náðu ekki að
skora. Og því kom til vítaspyrnu-
keppni og þar höfðu Grindvíkingar
betur, 5 - 4. ©
MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ1994
Sport
25