Eintak - 18.07.1994, Síða 27
n
Búlgarir kaffærðir í fyrri hálfleik.
Gaman lýá Svíum
Hrepptu bmnsið eftir öruggan sigur á Búlgörum—40
Þeir Jan Larsson og Stefan
Schwarz höfðu ærna
ástæðu til þess að brosa út
af eyrum um leið og þeir
handfjatla bronsið. Síðast
þegar til fréttist stóðu deilur
í Svíþjóð um hvaða borg
fengi fyrst að fagna
þjóðhetjunum þegar heim
kemur, Stokkhólmur eða
Gautaborg.
Fyrri hálfleikur í leik Búlgara og
Svía um þriðja sætið á HM var nán-
ast eign Svía. Þeir yfirspiluðu Búlg-
ara og settu fjögur mörk í hálfleikn-
um, þar af þrjú á aðeins sjö mín-
útna kafla. Búlgarir sáu aldrei sól-
ina í þessum leik og vilja sjálfsagt
gleyma honum sem fyrst.
Svíar komu ákveðnir til leiks og
eftir tíu mínútna leik hafði Tomas
Brolin náð forystu fyrir þá með
góðu skallamarki. Eftir markið áttu
Búlgarir ágætis rispur en Ravelli í
marki Svíanna kom i veg fyrir jöfn-
unarmark. Svíar gerðu síðan út um
leikinn með þrem mörkum frá
þeim Hakan Mild, Henrik Lars-
son og Kennet Andersson.
Staðan í hálfleik var 4:0 og nánast
formsatriði fyrir Sviana að klára
leikinn. Hins vegar var spurning
hvort Búlgörum tækist að bjarga
andlitinu og halda hreinu í seinni
hálfleik. I.iður í þeirri áætlun var að
skipta um markvörð enda hafði
Borislav Mihaylov í marki þeirra
ekki staðið sig sem skyldi. Inn á
kom Plamen Nikolov og tókst
honum að halda hreinu í seinni
hálfleik og sýndi oft á tíðum snilld-
artilþrif.
Allt annað var að sjá til Búlgara í
seinni hálfleik og þeir voru klaufar
að setja ekki 1-2 mörk. Fyrir leikinn
var Hristo Stoitchkov marka-
hæstur í keppninni ásamt Rússan-
um Oleg Salenko með sex mörk
og átti hann möguleika á að því
sem næst tryggja sér markakóngs-
titilinn með því að skora. Það var
gaman að fylgjast með honum þar
sem hann var að dóla upp við víta-
teig Svíanna og dettandi í sífellu í
von um að dómari leiksins dæmdi
aukaspyrnu rétt utan teigs eða jafn-
vel vítaspyrnu. Vítaspyrnur fékk
hann ekki en tvær aukaspyrnur sem
hann var óheppinn að skora ekki
úr. Rétt fyrir leikslok fékk hann síð-
an dauðafæri einn á móti Ravelli en
tókst á ótrúlegan hátt að láta að
verja frá sér. Síðari hálfleikur var
því markalaus og langt í frá eins
skemmtilegur og sá fyrri.
Eins og tölurnar gefa til kynna
var sigur Svíanna fyllilega verð-
skuldaður og eru þeir vel að brons-
verðlaununum komnir. Erfitt er að
velja þeirra bestu menn í leiknum
því liðið spilaði eins og vel smurð
vél allan tímann. Þó er vert að geta
frammistöðu þeirra Ravellis og
Brolins en þeir voru hreint stór-
kostlegir í leiknum.
Eftir að Búlgarir komust í und-
anúrslitin var eins og þeir hreinlega
hættu og gerðu sig ánægða með
fjórða sætið. Allan baráttuviija
vantaði í liðið og það var eins og
þeir hreinlega nenntu ekki að klára
leikinn. Það var helst að þeir sýndu
viðleitni í að koma Stoitchkov á
blað í leiknum en hann, eins og
reyndar aðrir lykilmenn liðsins á
borð við Letshkov og Konstad-
inov, náði sér ekki á strik í leikn-
um. Balakov var einna skástur svo
og Nikolov markvörður sem kom
inn á í hálfleik.©
MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ1994
Heimslið
FIFA
3-4-3
©
O
O
1 Michel Preud’homme BEL
2 Jorginho BRA
3 Marcio Santos BRA
4 Paolo Maldini ITA
5 Thomas Brolin SVE
6 Dunga BRA
7 Gheorghe Hagi RUM
8 Krasimir Balakov BUL
9 Roberto Baggio ITA
10 Romario BRA
11 Hristo Stoichkov BUL
Heimslið
EINTAKS
3-4-3
1 Thomas Ravelli SVE
2 Paolo Maldini ITA
3 Marcio Santos BRA
4 Jorghinho BRA
5 Fernando Redondo ARG
6 Gheorghe Hagi RUM
7 Thomas Brolin SVE
8 Dunga BRA
9 Roberto Baggio ITA
10 Kennet Anderson SVE
11 Romario BRA
Stærstu sýningu
heims er lokið
Frábær
fótbolta
veisla!
Heimsmeistarakeppninni í
knattspyrnu er lokið og milljónir
knattspyrnuáhugamanna um all-
an heim hafa líklega fengið
nægju sina af knattspymu i bili
og antisportistar geta væntan-
lega tekið gleði sina á ný.
Eins og eftiralla íþróttaviðburði
skipast menn i flokka að leik
loknum. Annað hvort eru menn
hetjur eða skúrkar og liklega allt
þar á milli. Að lokinni keppni hef-
ur Aiþjóðaknattspyrnusamband-
ið, FIFA, valið opinbert úrvalslið
keppninnar og til samanburðar
hefur EINTAK fengið fjölmarga is-
lenska spekinga til að velja is-
lenskt úrvalslið heimsmeistara-
keppninnar 1994. Q
E
27
\port