Eintak

Tölublað

Eintak - 09.06.1994, Blaðsíða 9

Eintak - 09.06.1994, Blaðsíða 9
d Jón Kaldal: Tveir meö öllu og Górilla, hver er munurinn? Górilludrengir: Munurinn I fyrra var svona um þaö bil nlu- hundruö þúsund krónur á mánuði, við erum aö vona aö hann fari minnkandi. En Jón og Gulli eru okkar menn. JK: Er sumariö eini tíminn fyrir svona þætti? G: Þaö er bjart inní manni á sumrin en dimmt á veturna, Þaö veröur llka miklu meira úr deginum ef maður vaknar snemma, og viö viljum að þaö verði meira úr deginum á sumrin. Þess vegna nennum viö ekki aö vinna fyrir há- degi á veturna. JK: Hvaö geriö þiö eftir hádegi, þegar þátturinn er bú- inn? G:Þá vinnum viö eins og skepnur. Að baki hverjum klukkutíma af þættinum sem fer í loftiö liggur aö minnsta kosti eins og hálf tíma undirbúningsvinna. Þannig aö þetta er eiginlega vinna frá níu til fimm. JK: Hvernig munduö þiö lýsa Górillunni í þremur lýsing- aroröum og einum lit? G: Svört, daunill og grimm en góö (inn viö beiniö). JK: Hverjir voru ykkar helstu áhrifavaldar viö gerö þátt- arins? G: Jón og Gulli. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því á meðan Górillan var í fýrra. En þegar við geröum uþþ sum- ariö áttuðum viö okkur á því hvaö mikið var komiö beint frá þeim. Þeir eiga einfaldlega konseptið aö þættinum, sem er tveir menn aö djóka. Þaö útskýrir síöan aftur launamuninn, þeir eiga konseptiö en viö erum bara ri- poff. Þeir geta þess vegna farið í mál viö okkur. Þeir gera þaö ekki því þeir eru svo góöir gæjar og svo stendur þeim engin ógn af okkur. JK: En fyrirmyndir í lífinu? Jakob Bjarnar Á svona dögum (sunnudagur eftir erfitt laugardagskvöld) er þaö Keith, engin spurning. Davlö Þór: Eftir aö hafa setiö á skólabekki I þrjú ár og stúderað fræöi Jesú Krists er ekki hægt að segja annað en aö hann sé áhrifavaldur i lífi manns. En um leið og maöur segir þetta er maöur settur undir sama hatt og geösjúklingar sem halda hinu sama fram. JB: Og ekki viltu láta stinga þér inn karlinn. DÞ: Svona geösjúklingum er aidrei stungiö inn, þeir _ stofna söfnuði í bílskúrum í Kópavogi. JK: Eruö þiö búnir aö selja sponsorum þáttarins sál ykkar? G: Já, það tókst loksins. Þaö var alltaf stefnan og í fýrra háöi þaö þættinum aö viö vorum ekki búnir aö þvi. Oft á tíðum vissum við ekkert hvað viö áttum aö tala um svo viö bulluðum bara einhverja vitleysu. Núna höfum viö alltaf umræðuefni I hverjum þætti. Auglýsendur eru farnir aö kauþa sig inní þáttinn sem umræöuefni og léttir þaö okkur óneitanlega lífið því þá þurfum við ekki aö hugsa lengur. Við erum auö- keyptir. JK: Davíö, þú ert búinn aö vera mjög áberandi síö- asta áriö í fjölmiölum og annars staöar, ertu ekk- ert hræddur um aö fólk fái óverdós af þér? DÞ: Jú, ég er farinn aö hafa áhyggjur aö því. Þegar DR. Gunni er farinn að sþyrja annan ekki minni snilling aö því I Pressunni hvort Radlusbræöur séu enn þá fýndir er kominn tlmi til aö hugsa sinn gang. Ég er mér fýllilega meðvitaður um þaö aö þegar maöur er áberandi I sinni vinnu getur þaö veriö hættulegt fyrir áframhaldandi vinnu aö sökkva sé ofan I vinnu eins og ég hef veriö aö gera I vetur. Ég dreg mig I hlé I haust og fer aft- ur I guöfræöina. JK: Hvenær veröur þaö þreytandi aö vera þekkt andlit? G: Þaö er fýrst og fremst I skemmtanalífinu. Þaö gerist mjög oft að bláókunnugt fólk labbar upp aö manni kynnir sig og vill spjalla um þaö sem maður er að gera. Þetta getur veriö mjög gaman ef þetta er skynsamt og vel máli fariö fólk og segir manni eitthvaö sem maður græö- ir á. Þetta getur líka verið mjög þreytandi þegar hreinlega er verið aö trufla mann þegar maöur vill vera I friöi meö sinum félögum. JK: Hvaö geriö þiö þegar þiö mætiö í útsend- ingu og eruð illa upplagöir, eftir til dæmis kvöld eins og mér sýnist á ykkur aö kvöldið í gær hafi veriö? G: Þá fáum við okkur alkaseltzer I boði Kaffibars- ins og deginum er bjargað. JK: Hvaöa popplag, sem er í spilun þessa dag- ana, fær ykkur til aö langa til aö stökkva ofan af tíundu hæö? G: Þaö er þetta lag meö Vinum vors og blóma, þaö er alveg ægilega vont. JK: Hvaö er þaö vandræöalegasta sem hefur kom- iö fyrir ykkur í útsendingu? G: Við viljum helst ekki segja frá því, en viö uröum aö fara I felur. Slökktu aðeins á tækinu. Hér teygir Davíö Þör sig í segulbandstækiö og slekkur á því. Síöan segja þeir félagar sögu sem þlaöamaöur er sammála um aö ekki sé viö hæfi aö komist é vitorö almennings en sagan inniheldur meöal annars nafn landsþekkts manns og hótanir virtar lögfræöistofu hér I bæ um málsókn útaf meiö- yröum. G: Næsta Sþurning. JK: Ætlið þiö aö tala illa um fólk í sumar? G:Nei,í sumar ætlum viö bara aö tala vel um fólk og þaö má koma fram aö fjársterkir aðilar geta keyþt sér vænt umtal hjá okkur. JK: Davíö, sumir skilja hommabrandara Radíus- bræöra sem hommafóbíu. DÞ: Nei, nei.nei, nei alls ekki, þvert á móti. Þaö er ein aöferð til aö rjúfa þagnarmúrinn um eitt og annað aö gera þaö á gamansaman hátt. Þeir sem sjá einhverja hommafóbíu I þessu eru hommahatarar sjálfir og lesa sínar eigin tilfinningar inní þaö aö heyra sagðan hommabrandara. JK: En Davíð ef þú yröir aö ríöa karlmanni hver yröi fyr- ir valinu? DÞ: Ef ég yrði að riða karlmanni? Richard Scobie, ég hef séö á honum baksviþinn og ég tók feil á honum og konu. JK:Hvaö hræöir ykkur? JB:Ef ég á að segja alveg eins og er óttast ég mest af öllu þessa dagana hann Þormóð (framkvæmdastjóri Aö- alstöövarinnar og X-ins). DÞ:Ég óttast ekkert nema óttann sjálfan. Ég er líka meö aöra útgáfu af þessum frasa sem ég heyröi einu sinni I kúrekamynd þegar ungur drengur sþuröi aöalhetjuna hvort hann væri ekki hræddur viö aö oeyja, hetjan svar- aöi:"Nei, en ég er hræddur viö aö deyja hræddur. JK: Jakob, þú segist óttast Þormóö, hafiö þiö fengið ávítur frá forráöamönnum útvarpsstöðvarinnar fyrir eitt- hvaö sem þiö hafiö gert af ykkur í útsendingu? JB:Já, þeir voru mjög taugaveiklaðir I fyrra, án þess aö, minu mati að hafa nokkra ástæöu til þess. JK:Hvar dragiö þiö mörkin, hvaö gerið þiö ekki í útvarp- inu? G:Viö sýnum ekki á okkur typpin. Við eru alveg til í nekt- arsenur en “no dick”. Nektin veröur líka aö gegna ein- hverju hlutverki. Nekt er ekki sniöug bara nektarinnar vegna, hún verður aö vera eðlileg I framvindu þess sem er aö gerast. JK: Þiö hafið veriö óhræddir viö aö setja út á menn og málefni, hver eru stærstu vandamál islensks þjóöfélags frá sjónarhól Górillunnar? G: Viö höfum áhyggjur af stööu skólamála á íslandi, hallarekstri rlkissjóös, vaxandi mengun, heilbrigöiskerf- inu, atvinnuleysinu, okkur finnst llka mjög brýnt aö geng- iö sé I kvótamálin og þeim kippt I lag og síöast en ekki síst mætti staða fjölskyldunnar I íslensku samfélagi vera betri. Og viö viljum fá að undirstrika aö Górillan er hlynnt aöskilnaöi rikis og kirkju og lögleiðingu kannabisefna.

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.