Eintak

Tölublað

Eintak - 09.06.1994, Blaðsíða 18

Eintak - 09.06.1994, Blaðsíða 18
ghettobaster Hvernig er aö búa í borg þar sem vatnið sem kemur úr krönunum hefur fariö sjö feröir í gegnum mannslíkam- ann? Ég kaupi nú allt mitt drykkjarvatn, en ég fór í gegnum svona sjokk þegar ég kom hingaö fyrst þegar ég var sex- tán ára. Þetta er náttúrulega ekki neitt Island, þetta er eig- inlega andstæöan viö ísland. Maöur verður aö sætta sig viö þaö á meöan maöur býr i þessari borg aö þaö er eins og aö vera alltaf inni, maður fær ekkert úti-kikk. Ég kom hingaö til aö vinna fyrst og fremst, ekki til aö njóta útsýn- isins eöa borgarinnar sem slíkrar. Hérna er frábær vinnu- aðstaöa á allan hátt, þannig að ég bara vinn og sef og fer síöan eitthvað annaö ef ég vil slappa af. Áttu þér eitthvern uppáhaldshluta af London? Ég er mjög ánægö meö hverfiö sem ég bý í, þaö heitir Little Venice, en þaö er dálítiö eins og Amsterdam, mikiö um síki og aöeins evrópskara en aörir hlutar af London. Svo er ég líka voðalega hrifin af Southall en það er hverfi þar sem búa mjög margir Indverjar og það er dálitiö eins og aö koma til Bombai aö fara þangaö. Hvernig tilfinning er þaö aö standa á sviöi meö mörg þús- und áhorfendur fyrir framan sig? Veistu hvað, þaö er alveg eins og aö syngja fyrir tíu eöa fimm, þaö skiptir engu máli. Aöal munurinn á þessu er upp á hljóminn aö gera. Maður þarf aö vera meö góöan hljóö- mann sem getur dílaö viö svona stórt dæmi svo maöur heyri rétt í hljóðfærunum og svoleiöis. Þetta er mest tæknilegur munur. Er þaö þetta sem þig hefur alltaf dreymt um aö gera? Aö búa til tónlist, já. Mig hefur alltaf, frá því aö ég var pínku pons, dreymt um aö semja hiö fullkomna lag og geta spilaö það með frábærasta tónlistarfólki f heimi, þaö hef- ur alltaf verið minn draumur. En allt sem fylgir þvf þegar gengur vel, viötöl, tónleikar og allt hitt dótiö, ég hef ekki hugsaö útí það... jú, jú, þetta er bara fínt. Hvaö dreymir þig um núna? Bara þaö sama, búa til tónlist og geta unnið meö frábær- asta fólki í heimi. Hvaö er þaö versta viö frægöina? Ætli það sé ekki vinnuálagiö. Ég hef gert ýmislegt um æv- ina, unnið í frystihúsi sextán tima á dag og veriö f sveit og verið f alls konar erfiöum vinnum en þetta er tíu sinnum erfiöara. En þetta er rosalega lær- dómsrfkt. Sfðasta ár hjá mér jafngildir örugglega átta ára námi f viöskiptafræöi f Háskólanum, og ég er búin aö læra heilmikiö um Ijósmyndun og alls kyns aðra mismundandi hluti. Svo er ég búin aö ferð- ast svo mikiö aö ég gæti sktifað tuttugu og níu feröa- handbækur. Þetta er búiö aö vera mjög fjölbreytt. Hvernig slakar þú á? Ég hef reynt aö synda en þaö er náttúrulega engin Vesturbæjarlaug hér. Svo reyni ég aö fara mikið f bió. Þaö er einn af kostunum viö að búa f heimsborg að maöur getur séö fullt af myndum sem sumar eru kannski aldrei sýndar á íslandi. Eftir öll þessi ferölög hjá mér sföasta ár, og áöur meö Sykurmolunum, þar sem maður kemur kannski til nýrrar borgar á hverjum degi, er ég oröinn sérfræöingur I aö hvfla mig hvar sem er. A ein- um staönum kemst maöur f sauna, á næsta finnur maö- ur strönd og á þar næsta kannski garö. Það er bara aö finna sér einhvern staö og kýla á þaö aö slappa aðeins af. Hvaö ertu aö gera þessa dagana? Ég spila á tveimur þremur tónleikum í mánuði og svo er ég Ifka aö semja fyrir næstu plötu. Hvenær á hún aö koma út? Einhvern tfmann í byrjun næsta árs. Eigum viö von á einhverjum áheyrslubreytingum í tónlist- Inni? Nei, hún veröur bara betri held ég. Hvernig er aö vera aö semja á sama tíma og þú ert aö spila á tónleikum og aö auki sinna öllum þeim viötölum sem þú ert beðin um? Þaö koma þær stundir sem maöur heldur aö fimmtíu manns séu aö reyna aö slfta mann f sundur, hver f sfna átt. En þetta er Ifka bara fyndiö. Svo lærir maöur á þetta. Veistu, þaö er svo skrítiö aö þaö er hægt aö læra allt, maöur getur þess vegna lært aö skrifa með tánum og gera alls konar hluti sem maöur haföi ekki einu sinni dottið f hug áöur. Hefur þú lent í einhverju fáránlegu i sambandi viö aðdá- endur þína, einhver skrítin bréf til dæmis? Fyrir þaö fyrsta finnst mér þaö fáránlegt að ég skuli fá bréf frá fólki sem ég þekki ekki neitt. En það sem stendur í þeim er yfirleitt eitthvað persónulegt sem maður vill ekki vera aö flagga. Þaö hafa engir rugludaliar verið aö angra þig? Þaö er nú svo afstætt hverjir eru rugludallar og hverjir ekki. Oft finnst mér blaðamennirnir vera miklu meiri rugludallar en aödáendurnir. Þetta er ekkert persónulegt. Nei, nei ég verö ekkert sár. Aðdáendurnir eru yfirleitt mjög einlægir og blátt áfram í þvf sem þeir vilja segja mér en blaöamenn eru aftur á móti oft með einhverjar óhollar heilaflækjur í gangi. Hvaöa hlutur sem þú átt lýsir besti þinum innri manni? Ég reyni alltaf aö eiga ekki hluti, en þaö er dálitið erfitt fyr- ir mig aö vera án ghettóblastersins, þaö er soldið miki- vægt. Er einhver upprennandi tónlistarmaður sem þér finnst aö viö eigum aö sperra eyrun yfir? Þetta er náttúrulega smekksatriöi en ég er mjög hrifin af söngkonu sem heitir Nicolette og ég hef aöeins veriö aö hanga meö á klúbbum undanfarið. Það kom síöast plata frá henni fyrir tveimur árum en bráöum kemur út ný sem er rosalega góö. Hvaöa klúbba feröu á í London? Satt aö segja hef ég ekki mikinn tima og fer þvf ekki mjög oft á klúbba. Þetta þróast svo fljótt hérna aö ein- hver klúbbur er kannski rosa góöur f tvær vikur og síö- an tekur annar viö. Ég er svo heppin aö ég umgengst mikið af fólki sem hefur puttann á þvf sem er aö ger- ast svo ég get látiö eftir mér aö fara einu sinni á ein- hvern stað sem er ofsalega góöur, og beðiö síöan kannski f tvo mánuöi og þá farið einu sinn á ein- hvern annan staö sem Ifka er ofsalega góöur. Aö lokum ætla ég aö biöja þig um aö klára þessar setningar: Ef ég væri ekki tónlistarmaður vildi ég vera... húsmóöir. Þaö sem ég met mest í lífinu er... strákurinn minn.

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.