Eintak

Tölublað

Eintak - 09.06.1994, Blaðsíða 16

Eintak - 09.06.1994, Blaðsíða 16
DIGABLE Digable Planets er ekki ein hip hop hljómsveit sem samplar upp úr gömlum djasslögum. Ishmael Butler, eða Butterfly eins og hann kallar sig, leiötogi Digable Planets ólst upp við að hlusta á plötur pabba slns með gömlum bebob djasshetjum eins og Max Roach, Dizzie Gillespie, Miles Davis og Charlie Parker. Þeg- ar hann komst á unglingsárin fór hann að hlusta á rapp og sá eins og fleiri að það var sterkt samband á milli djass og rapps. Bæði djassinn og rappið eru tónlistarstefnur sem eru sprottnar uppúr svörtum kúltúr en þessar stefnur eiga margt annað sameiginlegt. Djassinn var til dæmis ekki minni áhrifavaldur á fatatísku á sínum tíma en rappið varö seinna. Butterfly segir aö hann sé aö sýna djassinum virð- ingu með tónlist sinni þó hann hiki ekki við að nota þessa tónlist sem er frá annarri kynslóð eins og honum sýnist. Digable Planets varð þannig til að Butterfly og félagi hans Doodlebug voru nýbúnir að stofna hljómsveit en voru lítið annað búnir aö gera I þeim málum. Svo var þaö einu sinni sem þeir voru að skemmta sér aö þeir hittu stelpu sem Doodlebug kannaðist við. Kvöldið endaði með þvj að þeir skutluðu henni heim og á leiðinni í bílnum rappaðí hún fyrir þá. Þeir urðu svo hrifnir að þei buðu henni umsvifalaust aö ganga í Digable Planets. Stelpan heitir Mary Ann Vieria, Lady- bug er listamannanafnið hennar en vinir hennar kalla hana ., Mecca og hún var bara nítján ára þegar Ish og Doodlebug lnttu hana fyrir tveimur árum siöan. Þaö var síðan í fyrra sem þau í Digable Planets gáfu út sína fyrstu plötu: Reachin A New Refutation of Time and Space. Aöur en platan kom út sagði Mecca aö þau væru aö gera hluti sem væru svo frábrugðnir ööru sem var þá á seyöi aö annað hvort yröu þau að athlægi eöa slægju í gegn, Hún haföi rétt fyrir sér að hálfu leiti því platan náði gullsölu í Bnadaríkjunum og gagnrýnendur hófu til skýjanna. Eiður Snorri hitti Butterfly, Doodlebug og Ladybug einn sólrík- an dag í Los Angeles og smellti þá þessari mynd af þeim. ";aáá Planets

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.