Eintak

Tölublað

Eintak - 09.06.1994, Blaðsíða 22

Eintak - 09.06.1994, Blaðsíða 22
-Meöan við bíðum er tilvalið að rifja upp sögu Saint Etienne. Það var árið 1990 sem Pete Wiggs og Bob Stanley ákváðu að setja saman hljómsveit. Þeir voru frá byrjun staðráðnir I því aö gera bara þaö sem þeir höfðu gaman af og fyrsta smásklfulag hljómsveitarinnar, gamli Neil Young slagarinn „Only Love Can Break Yo- ur Heart" í poppútsetningu er ágætis dæmi um það. Þetta lag féll I ágætis jarö- veg og strákarnir héldu aftur í hljóðver og tðku upp næsta smáskífulag sem var „Kiss and Make Up“. Á þessum tíma var Sara Cracknell ekki komin til sögunnar heldur höföu aörar söngkonur liösinnt Bob og Pete á tveimur fyrstu plötum. Sara söng hins vegar á þriöju smáskífu Saint Etienne, „Nothing Can Stop Us Now" sem var svo sannarlega réttnefni því hljóm- sveitin sló I gegn i Bretlandi meö þessu lagi og Sara varö fastur meölimur í Saint Etienne. Áriö 1991 sendi hljómsveitin frá sér stóra plötu, Foxbase Alpha, og gagn- rýnendur tóku aö keppast viö aö hlaða Sa- int Etienne lofi. Síöan þá hafa komiö út tvær breiðskífur með hljómsveit- inni: So Tough sem kom út í fyrra og Tiger Bay sem er nýkomin út. Saint Etienne varð fljótt eftirlæti bresku tónlistarpressunnar sem á sinn yfirlýsingaglaða hátt kallaöi hljómsveitina poppband tíunda áratug- arins.- Þegar síðustu tónar „Like a Motorway", nýjasta smáskífulags Saint Etienne, eru að deyja út birtist Bob í salnum, og Sara og Pete stíga niður af sviöinu og koma til okkar. Veöriö er svo gott aö viö ákveöum aö spjalla saman úti. Viö röltum út fyrir og komum okkur vel fyrir í sólinni ð bökkum síkis sem liggur steinsnar frá salnum. Saint Etienne er búin aö vera á miklu tónleikaferöalagi um meginland Evrópu og Bob, Sara og Pete eru hálf þreytu- leg. „Þaö er eins og við höfum veriö mörg ár á feröalagi þótt þetta séu bara rúmlega tvær vikur," segir Pete og Sara bætir viö: „Viö erum farin aö halda aö viö komumst aldrei heim, en sem betur fer eru bara tveir dagar eftir af feröinni." Þaö hefur verið stlf keyrsla á bandinu, þau hafa fariö til sex landa á átj- án dögum og haldið fimmtán tónleika. Hvernig lif er þetta? „Maöur gleymir því hvernig lífiö gengur fyrir sig heima," segir Sara, „þetta er hálf óraun- verulegt líferni, maður sefur lítið og þaö fer allt úr skorðum. Það sem er þó skritnast af öllu er að eiga heima í bll," bætir hún viö og bendir á tveggja hæöa risastóra rútu sem er lagt fyrir utan tónleikasalinn. Var þaö draumur ykkar þegar þið voruð litil að vera í hljómsveit? „Á hverjum degi," segir Bob og hin eru hon- um mjög sammála. Hvernig er þetta núna þegar draumur- inn hefur ræst? „Þetta er helmingi skemmtilegra en ég bjóst viö. Þegar ég var lítil vissi ég ekki af öllu þessu skemmtilega sem fylgir því að vera í hljómsveit fyrir utan aö spila tónlist. Hið villta líf og allt þaö," segir Sara. „Hún er að tala um áhættuþáttinn viö aö vera I hljómsveit," segir Pete. „Þegar ég var lítill langaöi mig annaöhvort aö vera í hljómsveit eöa aö vera fótbolta- maður. Ef ég hefði fariö I fótboltann væri ég sjálfsagt meö ónýt hné núna og bæklaður fyrir lifstíö. I staöinn er ég sjálfsagt aö eyöi- leggja lifrina í mér fyrir lífstíö meö bjór- drykkju," segir Bob. Nú er mikið bjórþamb á ykkur? „Bara þegar viö erum á tónleikaferö," segir Boþ. „Þegar viö erum heima snertum viö það ekki," segir Sara og heldur áfram: Þetta er bara hluti af því að lifa í svona óraunverulegum heimi. Þegar heimili manns er í rútu fer maður aö gera alls kyns hluti sem maöur er ekki vanur að gera." Hafið þið farið i margar tónleika- feröir? Pete svarar þessari spurningu: „Þetta er í fyrsta skipti sem viö förum i tón- leikaferð utan Bretlands. Viö höfum farið einu sinni til Japans og spiluö- um þá nokkrum sinnum þar en HlfllM:

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.