Eintak

Tölublað

Eintak - 09.06.1994, Blaðsíða 28

Eintak - 09.06.1994, Blaðsíða 28
iM £f 4i ff Eddje Pjiier - Acid Jass gúrú! Eddie Piller er eigandi Acid Jazz plötuútgáfunn- ar. Fyrir stuttu vildi japanski fýrirtækjarisinn Sony kaupa af honum fjörtíu og níu prósent í út- gáfunni fyrir 3,3 miljónir punda sem er í kring- um 350 miljóniríslenskar krónur. Piller hafnaöi því. Hann vill sjálfur halda um alla þræöi í fyrir- tækinu og byggja þaö áfram upp aö eigin vild. Piller er meö margar hljómsveitir á sínum snærum og hann er maðurinn sem uppgötvaöi Jamiroquai og seldi hljómsveitina slðan til Sony. Útsendarar Extrablaösins hittu hann í London seint um laugardagskvöld á klúbbnum The Grand þegar hann tók sér stutta pásu frá störf- um sínum sem plötusnúöur þetta kvöld. Jón Kaldal: Hvernig finnst þér að nafn Acid Jazz útgáfunnar er núna notað sem samheiti fyrir ákveðna tegund tónlistar, sama hvort hún kemur frá þinni útgáfu eöa annars staðar? Eddie Piller: Nafniö á útgáfunni varö til á undan tónlistinni og þaö er ekkert sem viö getum gert í þessu. Blaðamönnum flnnst auöveldara aö vlsa til þessarar margbreytilegu tónlistar sem acid jazz og ég get ekkert gert I þvl. En þetta hjálpar okkur, við seljum meira af okkar plötum fyrir vikiö. JK: Hver er staða acid djassins I heiminum? EP: Það er mjög mikið að gerast um allan heim, líka I löndum sem eiga ekki arfleiö I djassi, r&b og soul tónlist, þetta á til dæmis viö um Paga Nýju Gíneu, Noreg, Sviþjóö og meira aö segja Sviss og Belgíu. Þannig að þaö er mjög spenn- andi að standa I þessu. Acid Jazz hefur gefiö út plötur I tuttugu og átta löndum og þó aðalskrifstofan okkar sé hér I London erum viö llka með skrifstofur I Sidney, Mílanó, Hamborg og Dublin. JK: Svo Acid Jazz fyrirtækið situr efst á öld- unni sem er að skella yfir heiminn? EP: Við ýttum þessu af stað, svo viö eigum það skilið JK: Þú ert lika plötusnúöur, er þaö af einskær- um áhuga? EP: Ég er fyrst og fremst plötusnúður af því aö mér finnst það skemmtilegt. Þaö er gaman að vita að maður er að spila tónlist fyrir fólk sem þaö fengi annars kannski ekki að heyra. Ég spila oft mikið af gömlum plötum og er því ef til vill dálltiö öðruvlsi en aðrir plötusnúðar á djasssviöinu. Þetta er mjög spennandi og ég hef verið að spila út um allan heim. Síðustu þrjá mánuði hef ég spilað á Ítalíu, I Þýska- landi, Ástrallu, Japan, Brasillu, Bandaríkj- unum og svo auðvitaö hér. JK: Þú ferö sem sagt eins og trúboði borg úr borg og landa á milli til þess að boða acid djassinn? EP: Já, akkúrat, þaö er þaö sem ég er, trúboði. JK: Hvenær kemur þú og spilar fyrir okk- ur á íslandi? EP: Það er fyndiö að þú skulir segja þetta. Ég og Jakob (Magnússon) höfum einmitt verið aö ræöa um að halda acid jazz hátíð á ís- landi. Við erum aö spá I aö fá fullt af tónlistar- mönnum og hljómsveitum til aö koma til ís- lands og spila. Ef af þessu verður á hátíðin standa yfir eina helgi. Þetta er bara hugmynd ennþá en mig langar mikiö til að láta veröa af þessu og ég hef heyrt aö island sé mjög skemmtilegt land, sérstaklega á sumrin þegar sólin skín allan sólarhringinn. JK: Hvaða pæling er á bakviö útgáfuna hjá þér? EP: Ég held að andrúmsloftið I þjóöfélaginu eins og það leggur sig sé þannig aö að fólk horfi aftur til nlunda áratugarins sem mjög slæms tíma. Ég held aö þetta eigi llka viö um tónlistina. Ég kann ekki við aðferðirnar sem voru notaðar á þessum árum. Menn notuöu samplerana og tölvurnar og það dót allt I óhófi viö aö búa til tónlist. Ég met meira al- vöru hljóöfæri og góða frammistöðu hljóð- færaleikara. Þegar ég er aö stjórna upptök- um tek ég upp á mjög frumstæðan hátt, svipað og var gert á áttunda áratugnum. Ég vil ekki sjá Dat tæki og nota frekar gamaldags spólutækni. Neil Young orðaö- ið þetta vel þegar hann sagöi aö þetta væri ekki hljómur heldur stafræn sögu- skráning og aö maður heyröi bara tölur og kubba. Tónlistin á að vera hlý og koma I bylgjum. Sumariö 1986 gaf útgáfu- fyrirtækið Smekkleysa s.m. út póstkort I tilefni heimsóknar þjóðhöföingja Bandaríkjanna og Sovétrikjanna. Þaö póstkort, sem prýtt var teikningu >af herrunum tveimur, seldist I óheyrilegu upplagi og varð, öllum aö óvörum, metsölupóstkort þess árs. Síðan þá hefur ekkert póstkort verið prentaö á íslandi sem vakiö hefur eins mikla athygli og náð inn á eins mörg heimili. Síöan þá eru líka liðin ein átta ár, Smekkleysa oröin átta ára og lýðveldi íslands - fyrir utan aö vera orðið miöaldra - hefur tekið mörgum umdeilan- legum breytingum. Hvort útgáfur Smekkleysu hafa breytt einhverju I maskínuverki lýðveldisins er umdeilanlegt, likt og lýöveldiö sjálft, en það er þó vlst aö þær eru orðnar ansi margar á þessum átta árum og á þessu ári er nokkuö öruggt að tala þeirra á eftir aö taka snaran kipp upp á við. Þaö er óhætt að segja aö tón- list hafi veriö helsta framleiöslu- vara útgáfunnar og ekki er útlit fyrir að breyting verði á þvl. Þó hefur bókaútgáfa skipaö traustan sess I starfseminni og nú þegar hafa komið út nokkrar bækur undir nafni Smekkleysu sem orönar eru hálf-klassískar. En auka bóka og tónlistarútgáfu hefur félagsskapurinn starfaö ötullega að skemmtana- og tónleikahaldi og skapað sér sterka sérstöðu á þeim sviðum. Slöasta ár reyndist Smekkleysu afar gjöfult, útgáfum hennar var einkar vel tekiö af neytendum, og því hefur verið ákveöið aö smyrja hjól hennar óspar- lega að þessu sinni og ræsa útgá- fuárið með miklum látum. Fyrst ber aö nefna póstkortaút- gáfu I tilefni af afmæli lýðveld- isins. Þaö hefur lengi verið augljóst að útgáfa af þvl tagi er afar bágborin hér á landi og fyrir löngu kominn tlmi til aö lyfta þeirri vanmetnu listgrein á hærra þlan. Þvl er fyrirhugað að framleiöa einar 16 tegundir korta svo íslendingar jafnt sem útlendingar þurfi ekki aö fara hjá sér þegar þeir senda ástv- inum kveðju á sumri komandi. I lok mai opnaöi Smekkleysa sýningu á Ijós- myndum spánverjans Eduardo Perez Baca i Galleri 11 á Skólavörðustíg. Það er fyrsta einkasýning hans og án nokkurs vafa fyrsta Ijós- myndasýning sinnar tegun- dar, án þess að hafa um hana fleiri orð. Eduardo hefur veriö búsettur hér á landi I ein sjö átta ár og hafa margar myndir hans birst I tlmaritum, bókakápum og plakötum. Hvorki meira né minna en tveir safndiskar munu llta dagsins Ijós á sjálfum afmælisdegi lýöveld- isins. Annars vegar er um að ræða rokk eða poppdisk meö sautján íslenskum hljómsvei- tum og hins vegar disk með hreinræktaðri Islenskri danstónlist. Margt á þessum diskum á eftir aö koma verule- ga á óvart og eins og sannaðist I fýrra með hinum tvöfalda safndiski Núll og nix, er Smekkleysa, nú sem fýrr.leiöandi afl I Islenskri tónlistarútgáfu og nauösyn- legt mótvægi gegn hinum íhaldssamari öflum sem öllu vilja ráða á Islenskum hljómplötumarkaði. Síðast en ekki slst ber að nefna heildarútgáfu á rlmna Sveinbjarnar Beinteinssonar á Eddukvæöum og öðrum klassískum kveðskap. Eins og kunnugt er lést Allsherjargoðinn á síðasta ári og þykir Smekkleysu tilhlýðilegt aö min- nast þess merka manns meö veglegri 2 diska útgáfu á ein- stökum upplestri hans. Eddukvæðin hafa áöur komið út á hljómplötu og diski en eru fyrir löngu uppseld. Eins og greinilegt má vera af þessari upþtalningu er sumarútgáfa Smekkleysu þetta árið nokkuö lituð af lýöveldisafmælinu enda er það félagsmönnum Smekkleysu gleöiefni aö lýðveldið hafi náö þessum aldri.

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.