Eintak

Tölublað

Eintak - 09.06.1994, Blaðsíða 15

Eintak - 09.06.1994, Blaðsíða 15
Þórír Waagfjörð leikur stórt hlutverk í Kjartan Tale, víkingamyndinni sem bandaríski leikstjórin og kvikmyndatökumaðurinn Míchael Chapma hetur nýlokíð við að taka i Tútí Waagetjörd Extrablaðiö: Hver er Tóti Ég er tvítugur og var aö útskrifast sem stúd- ent frá Versló, ósköp venjulegur íslendingur. E:Hvernig fékkstu hlutverkið? Já, það er nú dálítil saga á bakviö það. Systir mln fór á casting fyrir myndina í Los Angeles og hún fréttir þar að þaö vanti hávaxinn og rauö- hæröan strák T myndina svona um það bil 18-20 ára I eitt af stærri hlutverkunum I myndinni. Og hún segir viö þá sem sáu um að ráða leikarana að hún eigi bróöur sem passi vel í hlutverkið og lætur þá fá símanúmerið mitt og segir þeim að tala viö mig. Síöan hringir hún I mig og segir að ég eigi von á símtali um að vera beöinn um að leika I einhverri bíómynd. Þeir hringdu og ég fór í prufu og var boöiö hlutverkiö í framhaldi af því. Og ég ákvaö aö slá bara til uppá gríniö. E:Hefurðu leikið eitthvað áöur? Nei, þaö er varla hægt að segja þaö. ég tók þátt í nem- endamótssýningu Versló I ár, Jesus Christ Superstar. Þar lék ég hermann og fékk að stinga Jesú á krossinum meö spjóti, þaö er nú allt og sumt. Þaö er dálítiö fyndið aö þegar var veriö aö taka upp myndina hitti ég Þorstein Bachman, sem er leikari og leikstýröi Verslósýningunni, ég spuröi hann hvað hann væri aö gera og hann sagðist vera að leika I myndinni. Viö hlógum síöan mikiö aö því þegar þaö kom í Ijós að mitt hlutverk var töluvert stærra en hans því hann var nýbúinn aö leikstýra mér. E: Hvernig var aö leika viö hliðina á atvinnuleikurum? Það var mjög gaman, maöur heyrði mikið af skemmtileg- um sögum og lærði mikið af þeim. E:Kom þér eitthvað sérstaklega á óvart geröina? Já, þaö er voðalega skrítiö að maöur hefur ekki hugmynd um hvernig myndin kemur til með að líta út þegar hún er tilbúinn. Annaö sem kom mér dálítið á óvart var hve mikill tími fór í biö. Ég var stundum mættur klukkan sex á morgnana og fór heim klukkan nlu um kvöldið en samtals yfir daginn vann maöur kannski ekki nema þrjá eða fjóra klukkutíma, hitt var allt biö. Þaö tók tíma að venja sig viö að hanga og gera ekki neitt. Fyrir vikið reykti maöur bara meira og lét sér leiðast. E:Stressaði þaö þig eitthvaö að leikstjórinn hefur áður unnið með leikurum eins og: Tom Cruise, Robert DeNiro, Harrison Ford og Tommy Lee Jones? Nei.nei, ég pældi ekkert I því. E: Hvor er stærri þú eða Ralph Muller? (sá sem leikur að- alhlutverkið, þýskur risi, fyrrverandi vaxtarræktarmeist- ari) Hann er mun stærri. Ætli hann sé ekki eitthvaö um tveir metrar og þvl sjö sentimetrum stærri en ég. Svo er hann örugglega tvisvar eöa þrisvar sinnum breiöari ég. En þú ert þó ekki lítill. Hvernig er að vera svona stór? Það er dálítið erfitt, maður sker sig úr. Svo er ég rauðhærður I þokka- bót, sem er skemmtileg blanda. E: Hvaö á að gera núna þegar tökur á myndinni eru búnar? Ég er aö fara í útskriftaferö til Portú- gals, þaö fer tvöhundruö manna hópur frá Versló svo það verður örugglega mik- ið fjör. Þegar ég kem heim aftur fer ég aö vinna I álverinu I Straumsvík. Einhvern tlmann næsta vetur ætla ég svo aö fara til Los Angeles og heimsækja systur mína og liðiö sem var með mér I myndinni. Annars hef ég ekkert planað neitt langt fram I tím- ann. E: Ertu ekkert farinn aö spá í hvað þig lang- ar til að veröa? Nei, mest litið. Ég veit ekki hvort kvikmyndaleik- urinn heillar. Framleiðandinn og leikstjórinn voru aö hvetja mig til að halda áfram og fara út I leik- list svo þaö sem ég var aö gera viröist virka fyrir framan myndavélina. Annars er þetta allt frekar óráöið. Mig langar að minnsta kosti til aö feröast og skoöa heiminn. E:Hvað er þaö hættulegasta sem þú hefur gert? Ætli maöur hefi ekki verið I mestum lífsháska þegar ég var útl Vestmannaeyjum og klifra I klettunum þar og var næstum dottin niöur. Þaö heföi veriö ansi hátt fall. E: Hverri af þessum þrem vildir þú helst lenda með á eyðieyju: Ingibjörgu Stefánsdóttur, Steinunni Ólinu eöa Ólöfu Rún Skúladóttur? Ingibjörgu. Hún er skemmtileg og góöur félagi. E: Hvað ætlar þú að vera búinn að gera áður en þú verð- ur þritugur? Hætta aö reykja og næla mér I kvenmann.

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.