Eintak

Tölublað

Eintak - 09.06.1994, Blaðsíða 10

Eintak - 09.06.1994, Blaðsíða 10
Opinberar yfirlýsingar Þossa Rapp tónlist er töluð frekar en sungin; textar, tón- dæmi og taktur. Rapp á því formi sem þaö er þekkt í dag kemur frá svertingjum í stórþorgum Bandaríkj- anna. Rætur þess liggja þó mikið aftar í sögunni því það hefur þróast frá afriskum hjarðsöngvum forfeðra stórþorgar-svertingjanna gegnum svarta götumállýsku ogfljótrim svartra útvarpsplötusnúöa. Götupartý i New York eiga stóran þátt í þróun rapps- ins. Þar tjáðu rapparar (kallaðir MC'S) sínar rimur, stunur og drauma um að dansa og skemmta sér, með- an d.j.-ar meö tvífóna sáu um undirspil með tóndæm- um sem yfirleitt voru instrumental lagabútar úr fönk, diskó, rokk og djass lögum. Þessi blöndun á lagapört- um (Grandmasters Flash On the Weels of Steel) fæddi af sér klóriö (schratch) og við það bættíst ákveðið slag- verk í tónlistina sem aftur skapaði nýjan takt í áður til- búnum lögum af gömlum plötum. Fyrsta platan sem kölluð hefur veriö rappplata kom út 1979 og heitir Rappers Delight og er meö Sugarhill Gang. Á þessarí plötu notaði hljómsveitin instrumental kafla úr hinu rómaða partýlagi „Chic, Good Times". Á þessum tíma var notast viö tónlistarmenn til að ná grúvinu úr lögunum sem rappað var yfir, en tónlistarmennirnir voru ekki lengi í paradís þvl fljótlega leystu þá af hólmi rafræn hljómborð og trommuheilar, og nokkrum árum síöar óvinur F.Í.H. númer eitt; samplerinn. Uppúr 1980 fór aö bera meira á pólitík og raun- sönnum lýsingum úr gettóum stórborganna af eit- urlyfjaneyslu og glæpum. Þetta má til dæmis heyra I lögunum „The Message" og „White Lies” frá 1982 með Grandmaster Flash & the Furios Fi- ve. Þetta sýndi fram á að rappiö gat verið meira en eingöngu partýtónlist. Árið 1986 uröu þáttaskil í rapptónlist þegar félag- arnir í Run DMC röppuðu ofan á Aerosmith slagarann „Walk This Way“. Þeir náðu að smella saman rokki og rappi og kom sú blanda rappinu með hvelli inn á markað milljóna hvítra rokkara. Það næsta sem gerðist markvert I rappinu átti sér stað á árunum 1987 og 1988 þegar Erik B & Rakim og D.J. E-2 Rock breyttu sándi á rappplötum á ævintýraleg- an hátt, þeir fyrrnefndu með laginu „I Know You Got So- ul“ og þeir slðarnefndu með „ItTakes Two”. Þetta gerðu þeir með þvl að nota samplera en þeir tóku aðallega rytma úr gömlum fönk standördum með tónlistarmönnum á borð viö James Brown, Lyn Collins og fleirum og fleirum. Kringum 1990 fór rappið slðan að klofna I nokkrar fylking- ar. Young MC, Tone-Loc og Jazzy Jeff & the Fresh Prince tóku rappið yfir til poppunnenda með grípandi og fyndnum textum og tilvisunum I tónlistardæmi úr poppsögunni. Þetta opnaði þvl miður leið fýrir hræðileg rappslys eins og MC Hammer og Vanilla lce. Báðir voru harðlega gagnrýnd- lllmatic. ■ . Above the rim. ir fyrir aö þynna rapptónlistina út á áður óþekktan hátt en þvl miður hindraði það ekki að fleiri miljónir eintaka seldust af þeirra vinsælustu plötum. Mitt á milli þessara tveggja fylkinga voru síðan bönd eins og Jungle Brothers, De La Soul og Digital Und- erground sem náðu að selja vel án þess aö taka rapp- ið I rassgatið. Þetta gerðu þeir með því að vekja á sér athygli með undarlegum klæðaburði og furðulegu hátta- lagi. Langan veg frá þessum flokkum er síðan pólitíska hern- aðarrappið meö aggreslvum textum og undirleik. Töffar- arapp banda einsog Puplic Enemy, N.W.A. og Disposable Heroes var flokkað undir sama hatt en textar þessara hljómsveita sögðu oft ofbeldis- og ýkjusögur af ríðingum og gengjallferni. ( dag höfum viö allar þessar tegundir af rappi og rappið hefur breiðs út um allan heim. Hver þjóð á sina rappara, M.C. Solar er I Frakklandi, Muru I Japan og á íslandi höf- um við Tennessy Trans. En fólki gengur misvel að fást viö þessa tegund tónlistar. Ef ég nefni eitt dæmi um rappslys númer eitt I dag er það K7. Millibilið er enn til staðar og dafnar vel eins og Diga- ble Planets sannar. Og I harða rappinu fer fremstur I flokki Snoop Doggy Dogg. Fyrir þá sem vilja kynna sér ferska vinda I rappinu eru hér dómar um nokkrar nýjar rappplötur. Rippling are about to night. NAS New York Rap meö sömplum úr gömlum djassi og R&B tónlist. Gangsteratextar útfærðir á skemmti- lega hátt. Aö minu mati besta rappplatan á árinu. Plata á sama kaliber og Doggystyle. YATZY Safn Safnplata sett saman af ekki ómerkari manni en Dr. Dre. Margir góðir punktar en full væmin á köflum. Ameríkanar missa sjálfsagt þvag og saur yfir R&B stöffinu á þessari plötu en gamli pönkarinn I mér lætur sér fátt um finnast um væmna ameríska aftur- sætatónlist. Rappið á plötunni er þó frábært. ÞRÍR EINS Sausege Frábær plata fyrir þá sem vilja fara I taugarnar á for- eldrum eða eiginkonum. Plata sem bassaleikararar rúnka sér yfir, þeir sem vilja vera ööruvísi dansa viö og hinn almenni borgari kallar hávaða. FJÓRIR EINS Natural selection. Playin f’oolz. Hoyoudoin. Safií Af safnplötu að vera er þessi bara nokkuð góö. Hún er mjög fjölbreytt en á henni er allt frá old school fönki lifir I reggl. Þarna er að finna allar hugsanlegar tegundir af rappi nema rokk rapp. Meirihluti laga er góður og nokkur einstæð gullkorn sem vont væri að vera án. FJÓRIR EINS Smokin Suckas Wit Locik Fönk rokk meö rapp ívafi. Að minu mati hefði þessi diskur mátt vera átta laga I staðinn fyrir sextán laga. Hann verður full mónótóníksur I heildina. Þetta er sambland af Rage Against the Machine pg House of Pain. Semsagt unglingaplata ársins spái ég. Hrós fá þeir félagar tyrir að gera Edie Brickel skemmtilega. ÞRÍR EINS Renagade Soundwave Besta danspoppplata siöan Stereo MC'S Connect- ed. Góö partýplata sem er lika hægt að hlusta á I hægindastól og nota sem þægilega umhverfistónlist I góðra vina hópi. YATZY My field trip to pianet Justin Wartfield L.A. rap meö súpu af sömplum úr öllum stefnum. Ef Sly Stone heföi veriö rappari heföi hann gefiö út þessa plötu. Ef fólk vill dilla sér viö rappplötu er þetta rétta platan til slíks athæfis. Partý plata sem hentar vel fýrir íslenskar aöstæöur. YATSY Swing batta swing. ’E' V* K-7 Algjört ógeð frá upphafi til enda. Hann heföi átt að skýra sig Vanilla Hammer. Ágætis tónlist fyrir Mið- Evrópubúa meö fótboltagreiðslu (sitt að aftan) og yf- irvararskegg. Stacked up. Senser Þetta er platan sem tjallin er búinn að bíöa eftir siöan I fyrra sumar. Senser átti söluhæstu smáskl- fu á bretlandseyjum I fyrra “ The Key” . Að mínu mati er þetta tlmamóta plata fyrir Breta & heiminn samb- land af rappi, fönki, metalrokki, trance og sýrutón- list. Sem sagt mjög gott fyrir þá sem fýla Stereo Mc's og Soundgarden. Þessi er að minu mati ein af tiu bestu á árinu. YATSY

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.