Vikublaðið - 30.12.1992, Page 2

Vikublaðið - 30.12.1992, Page 2
VIKUBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. desember 1992 FORYSTUGREIN Slitin stjóm sem hefur misst áttír og sannfæringu Það gefur á íslensku þjóðar- skútuna og ljóst má vera að hún mun ekki sigla lygnan sjó næstu misserin. Margir óttast að hana kunni að bera í strand verði ekki haldið fast um stjórnvölinn og stýrt af lagni og áræðni. Hér á landi hefur þó sjaldnast tjóað að stýra skipum með óbilgirni og yf- irgangi. Þeim hefur dugað betur skipstjórum okkar að afla sér trúnaðartrausts með áreiðanleika, glöggskyggni og kunnáttu. Þegar þetta fer saman hjá skipstjórnar- mönnum þurfa þeir lítið að stjórna og valdsmennska þeirra liggur fremur í hinu ósagða heldur en sjálfum skipununum. Það hæfir vel að nota slitið lík- ingamál um jafn slitna stjórn og rík- isstjórn Davíðs Oddssonar sem þó hefur ekki staðið ýkja lengi við stjómvölinn. Ekki vantar að skipanir gjalli úr brúnni á íslensku þjóðar- skútunni um þessar mundir en áhöfnin á erfítt með að taka mark á óðagoti og misvísunum. Sannfær- ingin er horfin úr röddum ráðherr- anna. Þeir eru í þann veginn að missa áttir og vita ekki almennilega hvert skal stefnt. Forsætisráðherrann hugsar um það eitt að halda sjó. Kafteinshúfan í stjórn og flokki er honum dýrmætari en stefnan. Fjármálaráðherrann stendur í pusinu og hrópar upp í rok- ið að skattar séu ekki skattar, gjöld séu ekki gjöld og í rauninni hafi skattar lækkað þó að þeir hafi hækk- að. Sumir segja að hann hafi lesið yf- ir sig af Dagfara í DV en aðrir að hann sé að fara með atriði úr Lé kon- ungi. Utanríkisráðherrann er villtur í fjallaskörðum Sviss og óvíst hvort hann langar um borð í þjóðarskútuna yfirhöfuð, ef hann skyldi rata heim, þegar líkt er komið hans helsta keppikefli og álveri nafna hans sem aldrei kemur þó því sé stöðugt lofað að það komi nú senn. Iðnaðarráð- herra lætur sig dreyma um banka- stjórastöðu í Evrópubankanum enda helsta útflutningsvara Islendinga um þessar mundir útbrunnir kratar í embættismennsku á vegum EES og EB. Eini kratinn í stjóminni sem ekki er á útleið er heilbrigðisráðherr- ann sem nýtur valdsmennsku sinnar út í ystu æsar og notar leiftursókna- raðferðir til þess að brjóta niður mór- alinn í heilbrigðiskerfmu. Félags- málaráðherrann er svo illa farin af því að vera stöðugt á förum úr ríkis- stjóminnni að rödd hennar heyrist ei meir. Og helsta von óánægðra Sjálf- stæðismanna er ekki lengur Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra heldur Albert Guðmundsson sendi- herra í París sem sagður er hyggja á flokksstofnun. Það er vonsvikið og niðurbrotið lið sem stýrir þjóðarskútunni. Sú staðreynd verður ekki dulin með skipunum og köllum úr brúnni. Stjómarliðinu mistókst að byggja upp það trúnaðartraust sem nauðsyn- legt var til þess að halda samtökum og réttu áralagi í landinu svo komast mætti í gegnum brimgarðana án stóráfalla. Á einu og hálfu ári hefur stjóminni tekist að slíta sundur frið- inn og efna til ófriðar á vinnumark- aði vegna þess að samtök launafólks munu ekki láta óréttlátar skattaálög- ur hennar yftr sig ganga án þess að snúast til varnar. Enginn dregur í efa að það er erfitt verk að stýra í úfnum sjó þegar ekk- ert er framundan nema sigling inn í enn verra sjólag. En einmitt þá reynir á að hægt sé að samhæfa skipstjórn og áhöfn sem einn maður væri. Það skilur hver Islendingur að draga þarf úr einkaneyslu en leggja þess í stað áherslu á fjárfestingu í útflutnings- og framleiðslugreinum, þegar þjóð- artekjur staðna eða dragast saman ár frá ári. List stjómmálanna er að segja það á íslensku sem skilst og knýja það fram þannig að réttlætis- kennd almennings sé ekki ofboðið. Stjórnin sem ætlaði að breyta um stefnu og leggja sem flest í vald óvil- hallra og ópersónulegra markaðsafla er lent á bólakaf í sjóðasukk, skatta- hækkanir og hrossakaup um hafnar- mannvirki. Hinn mikli drekabani Davíð Oddsson, sem ætlaði að kála fortíðarskrímslinu með skuldahalann langa, er farinn að neyða óarðbæmm hafnarframkvæmdum upp á sveitar- tíii . félög í skuldabasli. Það er boðið upp á ramrna blöndu í brúnni á þjóðar- skútunni um þessar mundir. Efasemdirnar um að núverandi skipstjórnarmenn séu til þess fallnir að koma þjóðarskútunni í var og verja hana váboðunum sem fram- undan eru fara vaxandi. Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa lag á því að laða fram verstu eigindir hvors annars og við aðstæð- ur eins og ríkja nú koma þær sér einkar illa. Þjóðin þarf annarskonar forystu, nýtt fólk í brúna á næsta ári. Fólk sem getur skapað traust milli manna í stað átaka og óvissu, trú á framtíðina og vilja til framkvæmda í stað vonleysis og uppgjafar. Vikublaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum árs og friðar. VIKUBLAÐIÐ Útgefandi: Alþýðubandalagið Ábm: Einar Karl Haraldsson Ritstjóri: Hildur Jónsdóttir Blaðamaður og augl.: Ólafur Þórðarson Ritstjóm og afgreiðsla: Laugaveg- ur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjóm: (91) - 17 500. Fax: 17 5 99 Áskriftarsími: (91) - 17 500 Prentvinna: Prentsmiðjan Oddi hf. Áskriftarverð kr. 1000 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 250. UR SAMUELSBLOKK Eigum við að láta EB tvíplata okkur? Nú er um það spurt hvort það sé virkilega meiningin að samþykkja sjávarútvegssamninginn milli Islands og Evrópubandalagsins á Alþingi áður en ljóst er hver verða afdrif EES-samninganna. Sá möguleiki er vissulega fyrir hendi að ekkert verði úr EES-samningunum vegna þess að meiri hluti EFTA-ríkjanna telji ekki taka því að tjalda flóknu stofn- anakerfi Evrópska efnahagssvæðisins til eins eða tveggja'ára. ÖIl áhersl- an verði þess í stað lögð á að koma samningum um beina aðild Svía, Finna, Norðmanna og Austurríkismanna að Evrópubandalaginu sem lengst meðan Danir fara með formennsku í EB næsta hálfa árið. Sjávarútvegssamningurinn tekur til tíu ára og heimilar veiðar EB- skipa hér við land til jafnlengdar. Formlega séð er hann ótengdur EES- samningunum en þó hefur EB gert samþykkt hans að skilyrði fyrir full- gildingu EES samningsins. Ef sjáv- arútvegssamningurinn yrði gerður en ekkert yrði úr EES samningum sæt- um við uppi með EB-flota í íslenskri lögsögu í tíu ár án þess að tollalækk- anir kæmu á móti, en um þær er ein- göngu fjallað í EES-samningnum. Að sjálfsögðu er á þessari stundu ekki vitað hvernig EES muni reiða af. Athyglisvert er að framkvæmda- stjórn EB hefur ákveðið að hefja við- ræður við þau EFTA ríki sem æskt hafa inngöngu í EB, en hefur ekki fengið samningsumboð til þess að gera nauðsynlegar breytingar á EES- samningnum vegna synjunar Sviss- lendinga í þjóðaratkvæði. Fram- kvæmdastjórnin fær slíkt umboð í fyrsta lagi í febrúar og margir spá því að EES muni verða í þófi fram á árið 1994. Þeirri skoðun vex nú fylgi að sjáv- arútvegssamningurinn verði látinn bíða þar til skýrara liggur fyrir hvemig úr rætist með EES-samning- inn. íslendingar eru ekki taldir missa spón úr aski þó að sjávarútvegssamn- ingurinn verði ekki samþykktur strax vegna þess að „pappírsloðna EB“ muni í reynd verða veidd loðna hér á næsta ári. Allir tímafyrirvarar Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra í sambandi við samþykkt EES samn- ingsins og sjáVarútvegssamningsins á Alþingi hafa reynst fyrirsláttur og látalæti, enda gerði forysta Sjálf- stæðisflokksins ekkert með þá þegar á reyndi. Sjávarútvegssamningurinn er grundvallaratriði í EES-málinu. Fjölmargir forkólfar í sjávarútvegi eru sáróánægðir með hann og hafa verið beittir hörðum flokksaga til þess að keyra hann ekki í kaf. Þeir verja sig með því að skaðinn hafi raunverulega orðið í Oporto í fyrra vor og þeim hafi verið stillt frammi fyrir gerðum hlut. Þeirra hlutverk hafi síðan verið að draga sem mest úr skaðanum. Allt má þetta rétt vera. En er það rétt að hrapa að því strax eftir áramótin að veita Evrópu- bandalaginu tíu ára veiðiheimildir í íslenskri fiskveiðilögsögu í skiptum fyrir „pappírsloðnu"? Áður en frá því er gengið hvort íslenskur sjávar- útvegur mun njóta tollalækkana í samræmi við EES-samninginn? Það hefur að vísu ávallt verið bannorð á íslandi að tengja saman tollaívilnanir og veiðiheimildir þó að EB geri það leynt og ljóst. En getum við látið tvíplata okkur?

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.