Vikublaðið


Vikublaðið - 20.08.1993, Qupperneq 8

Vikublaðið - 20.08.1993, Qupperneq 8
8 VIKUBLAÐIÐ 20 AGUST 1993 Dálítið í heiminum Sextíu nýbúaböm frá um fimmtán þjóðlöndum hafa í ágúst verið í sumarskóla í Miðskólanum, húsi gamla miðbæjarbamaskólans við Frí- kirkjuveg. Þetta námskeið er haldið á vegum Reykjavíkur- borgar og menntamálaráðu- neytisins. A sama tíma em mæð- ur bamanna á námskeiði í mat- reiðslu á íslensku hráefni og saumanámskeiði, auk þess að læra íslensku. Markmiðið er meðal annars að bömin og mæðumar Iæri íslensku, kynnist innbyrðis og viti að þau em ekki einu aðfluttu manneskjumar á Islandi. „Hugmyndin var fengin á full- orðinsfræðsluþingi í sem ég og Asta Kristjánsdóttir fórum á í vet- ur,“ segir Ingibjörg Hafstað, en hún er verkefnisstjóri í málefnum nýbúabarna á íslandi og starfar á vegum menntamálaráðuneytisins. „Við skoðuðum verkstæði sem norskar konur höfðu skipulagt í Osló íyrir pakistanskar konur. Þetta var skipulagt svipað og hjá okkur, annars vegar verklegt námskeið og hins vegar tungu- málakennsla. Þannig náðu norsku konurnar til kvennanna en þær eru afskaplega einangraðar, jafnvel enn einangr- aðri en konur hér. Þarna var unnin alls kyns handavinna og boðin barnapössun. Þannig kviknaði hugmyndin. Guðrún Halldórs- dóttir hjá Námsflokkunum þróaði hana svo áfram og nú eru áttatíu mömmur á námskeiðinu." Ómetanleg vináttu- tengsl Ingibjörg segir Islendinga gera sömu mistök gagnvart nýbúum og Skandinavar hafi gert á árum áður og að Islendingar sæki ekki nægj- anlega í reynslu þeirra sem hana hafa. Börnunum hefur verið dreift til að auðvelda þeim að aðlagast en Igibjörg telur þá stefhu vera ranga. Þau sjónarmið að börn læri svo hratt og að aðlögunin gangi bara að sjálfu sér hafa að hennar mati verið ríkjandi. Ingibjörg segir að Tælendingur verði ekki íslending- ur af því einu að vera í bekk með ís- lendingum ef börnin hafi ekki nægilegt vald á íslenskri tungu. „Það sem okkur finnst einna merkilegast af því sem komið hefur í ljós á námskeiðinu er að uppgötva hvað það gefur börnunum mikið að kynnast hvert öðru. Þau eru kannski eitt og tvö nýbúabörnin í tilteknum skólum, kannski ein í bekknum og eru dálítið ein í heim- inum. Svo þegar þau koma hingað sjá þau að það er fjölmennur hópur sem á við nákvæmlega sömu vandamál að stríða. Þá myndast vináttutengsl sem eru ómetanleg og eiga áreiðanlega eftir að haldast Tanja Veselinovic: Krakkamir voru svo góðir að ég trúði því varla. Mílena Delgado-Aponte jrá Kólembíu: Islenska er mjög erjitt tungumál. í vetur. Við vonum að þetta nám- skeið verði árlegur viðburður en kennarar segja að krakkarnir tapi niður íslenskunni á sumrin þegar þau hafa verið þrjá mánuði í sínu málumhverfi án þess að tala ís- lensku svo nokkru nemi.“ Móttökukennarar sjá umfélagslegu hliðina Menntamálaráðherra lýsti því nýverið yfir að von væri á aukafjár- veitingu til málefha nýbúa og í kjölfar þess verður skipulag þeirra mála endurskoðað. Ætlunin er að sett verði á fót tilraunaverkefni fram að jólum. „Tveir eða þrír skólar í Reykjavík munu taka á móti nýjum börnum. Þau verða saman og fara bara í þá tíma sem nýtast þeim. Að öðru leyti verða þau með móttökukennara sem sér um félagslegu hliðina, hefur sam- band við foreldra, kynnir krökkun- um félagsmiðstöðvarnar og hvað er að gerast í skólunum. Það er mjög ánægjulegt að nú er gefið tækifæri til að nýta þá þekkingu og reynslu sem við höfum byggt upp og þróa móttöku nýbúabarna." íslendingar taka á móti fáum flóttamönnum miðað við rnörg önnur lönd. Flóttamenn hafa rétt- indi samkvæmt alþjóðasáttmálum og gagnvart þeim hefur móttöku- þjóðin skyldur. Flestir útlendingar sem hingað flytja koma til landsins á öðrum forsendum. Þar má nefna fjölda kvenna sem giftist íslending- um en einnig hefur fólki frá Aust- ur-Evrópu fjölgað hér á Iandi og eru það aðallega íþróttamenn sem koma í gegnum íþróttahreyfing- una. Þetta fólk hefur í raun engin lagaleg réttindi og ekki er gert ráð fyrir börnunum í kennsluskrám skólanna. Þess vegna eiga þau ekki rétt á nauðsynlegri mngumála- kennslu. Á þessu kann að verða breyting með breyttu skipulagi á móttöku nýbúa og auknum skiln- ingi á málefhum þeirra. Margir halda kannski að nýbúar séu bara frá Asíu, t.d. Víemamar og Tælendingar, og vandamálin sem fylgja því að flytjast til íslands tengist aðeins því að vera af öðrum kynþætti. Staðreyndin er hins veg- ar sú að nýbúar koma úr öllum átt- um og hafa jafhmargar ástæður fyr- ir komu sinni eins og þeir eru margir. Alekcej Rechetov: Meira gaman í vinnunni en í skólanum. Það var skrítið að koma hingað, allir úti og engar sprengingar Tanja Veselinovic er frá Bosníu og kann ágætlega við Island, Ég sakna Kólumbíu mjög mikið Mílena Delgado-Aponte ffá Kólumbíu hefur verið í tíu mánuði á Islandi. Hún segir það vera allt í lagi, systkini hennar og pabbi eru hér en hingað kom hún tneð föðurbróður sínum. „I Kó- lembíu er mjög heitt, en á íslandi sá ég snjó í fyrsta skipti og það fannst mér gaman. Mér finnst erf- itt hvað það er kalt hérna.“ Mflena segir einnig að sér finnist leiðinlegt að hér búi fjölskyldan bara í íbúð en í Kólumbíu vom þau í stóm húsi og þar hafði hún stórt herbergi. Hvað var erfiðast við að koma til Islands? „Eg byrjaði í skólanum f janúar og fyrst skildi ég ekki neitt því íslenskan er mjög erfitt mál. Það var líka erfitt að vera ný stelpa í bekknum, krakkarnir vom feimnir. Stelpurnar hjálpuðu mér samt en strákarnir tala ekki við mig. I sum- ar var ég í vinnuskólanum og besta vinkona mín hjálpaði mér að skilja og hún hefur sagt mér hvernig á að tala rétt.“ Mílena segist líta svo á að hún sé bæði íslensk og kólumbísk. Pabbi hennar er með íslenskan ríkisborg- ararétt og hún á von á að hún búi á íslandi í framtíðinni. „Eg sakna Kólumbíu mjög mik- ið. Þar er mamma og önnur systir mín, afi og vinkonur mínar. A Is- landi byrjaði ég nýtt líf og líklega fer ég bara í frí í framtíðinni til Kó- lumbíu," segir Mílena. 3. bréf frá Uganda s g hefi áður minnst á þær hörmungar sem hafa dunið yfir menn og málleysingja í þessu landi eftir að Uganda varð sjálfstætt ríki. Þegar draumurinn, sem rættist varð að martröð. Flokkadrættir og valdabarátta ein- kenndu stjómarhætti og grófú undan öryggi fólksins. Ein afleið- ing þessa ástands er alltof mildl byssueign almennra borgara. Við vöknum oft við byssuskothvelli á næturnar, og í nótt þegar gólandi hundur hélt vöku fyrir okkur varð mér á að hugsa að etv. yrði hann skotinn fyrir að vekja svo mikla at- hygli. Af tilviljun kvað við skot- hvellur í þeirri andrá, en lengra í burtu. Vopnaði næturvörðurinn hér í garðinum færir smndum tíðindi af atburðum næturinnar. Dæmi: „Þetta var allt í lagi, þetta var bara lögregluþjónn að skjóta samstarfs- mann sinn.“ Allir anda léttar, eða hvað? Lögreglumenn eru vopnað- ir, en em byssurnar þeirra alltaf hlaðnar? Það gerðist hér í miðborginni um hábjartan dag að tveir náungar sáu mann fara í bíl með mikla pen- ingafúlgu (kem síðar að þessu með peningana). Eltu þeir hann og þeg- ar maðurinn fór út úr bílnum og hljóp, skutu þeir hann til bana. Vitni sá vopnaðan lögreglumann forða sér, en sagðist hafa kallað á hann til að fá byssuna hans, en tókst ekki. Var byssan hlaðin? Vitnið sagðist hefðu skotið skúrk- ana með köldu blóði. Það er þetta með peningana. Menn bera þá hér í plastpokum. Verðmesti seðillinn 1000 UgshiII- ingar jafngildir 50 kr. íslenskum. Fyrsta morguninn sem við vomm hér snæddum við morgunverð á hóteli og ég hnaut heldur betur um verðið, 2600 Ugsh. á mann. Fannst okkur þetta okur. Verðminnsti seðillinn er 5 sh. Það getur hver sagt sér það sjálfur hvílíkan tíma tekur að telja peningana, og svo sjást þeir svo vel, sem er gífurlegur ókostur eins og dæmin sanna. Ný- búið er að skjóta ófríska konu sem sást með peningastafla í höndun- um. Mynt er ekki notuð, enda grát- broslegt að sjá aumingja stöðumæl- ana í bænum sem fá ekki neitt. Þeir em flestir mölbromir hvort sem er. Hér er heldur ekki ofhlaðið af umferðarljósum, ljós á tveimur stöðum í miðborginni. Menn troð- ast bara áfram í þess orðs fyllstu merkingu, litlir „sjensar" gefnir. Af þessu má sjá að kostur er að um- ferðin gengur hægt og stundum myndast hnútar, sem virðast óleys- anlegir. Bílumfjölgar hér með auk- inni velmegun eins og eðlilegt er. Hellingur er af gangandi fólki á gömnurn auk hjólreiðamanna. Mig langar að reyna að ná mynd af ein- um slíkum með 6-8 rúmdýnur á hjólinu, jafnmarga borðstofustóla og endalaus bananaknippi. Aum- ingja hjólin. Eg glcymdi að telja vamsbrús- ana, en hér fer fólk oft langan veg eftir vami. Sárast finnst mér að sjá börn með þungar byrðar. Konur bera mikið á höfðinu og eru býsna tígulegar í fallegum kjólum eða með kanga í öllum regnbogans lit- um vafið um sig. Eina sá ég um

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.