Vikublaðið - 20.08.1993, Síða 9
VIKUBLAÐIÐ 20 AGUST 1993
Samfélaglð
9
sérstaklega þegar veðrið er
gott. Hún kom til landsins
fyrir átta mánuðum vegna
stríðsins í fyrrum lýðveldum
Júgóslavíu. Fjölskyldan flutti
á Akranes og tóku bæjaryfir-
völd vel á móti þeim sem olli
því að skólinn sem Tanja fór í
var undir það búinn að taka á
móti nýjum nemanda sem
ekki kunni íslensku.
„Krakkarnir voru svo góðir
að ég trúði því varla. Þau tóku
í hendina á mér og sögðust
vera vinir mínir. Fyrst talaði
ég ensku en krakkarnir sögðu
mér að tala íslensku, en það
er mjög erfitt að læra málið.
Eg hef eignast marga vini á
Islandi og þeir hafa hjálpað
mér að læra íslensku.“
Tanja er þó ekki alltaf
ánægð með veðrið á Islandi sem er
töluvert kaldara en í Bosníu. „Bær-
inn minn heitir Bosanski Brod og
þar er um 35 stiga hiti á sumrin.
Þar eru engin fjöll og mikið af
trjám.“
Tanja segir stríðið í Bosníu vera
ógeðslegt. Hún hafi oft verið
hrædd þar. Enginn úr hennar en í
móðurætt á hún marga ættingja
sem hafa fallið. Fjölskyldan hafði
þó nógan mat, til dæmis áttu þau
ávexti, grænmeti og súkkulaði.
„Við fórum lítið út því það var
hættulegt og það er þreytandi að
hlusta á sprengingar allan daginn.
Það var skrítið að koma hingað,
allir voru úti og engar sprenging-
ar.“
Tanja er ánægð með sumarskól-
ann, hún hefur eignast fleiri vini
sem er ánægjulegt að hafa sam-
skipti við.
Finnst þérþií vera oróin Islendmg-
ur?
,Já svolítið. Ég fermdist hér og
tala íslensku við vini mína og á
heima hér. ísland er landið mitt og
hér ætla ég að búa. Ég sakna samt
Bosníu, þar eru vinir mínir og hús-
ið mitt,“ segir Tanja Veselinovic.
Ég kunni bara dálítið í
ensku
Alexi Rechetov kom til íslands
vegna þess að pabbi hans er
sendiherra Rússlands á íslandi.
Hann hefur nákvæma tímasetn-
ingu á því hvenær hann kom og
segist hafa verið hér í eitt ár, tvo
mánuði og sjö daga. Hann segist
kunna ágætlega við sig hérna en
pabbi hans starfaði í sendiráði Sov-
étríkjanna á íslandi fyrir þrjátfu og
tveimur árum. Hann talar þess
vegna íslensku og var búinn að
kynna land og þjóð fyrir Alexi svo
það var auðveldara að koma hing-
að. Alexi bjó áður í Moskvu og
fannst Reykjavík eins og þorp þeg-
Tefany Fatalla: Miklu kaldara hér en á Filipseyjum.
ar hann kom fyrst til landsins.
Hvernig var að koma til Islands?
„Fyrst var það ógeðslega erfitt,
ég kunni bara dálítið í ensku og það
var ekki gott að vera í skólanum.
Fyrst skiptu krakkarnir sér ekkert
af mér en það er betra núna því ég
er búinn að læra meiri íslensku. Ég
á einn vin hérna og vinn hjá Stál-
smiðjunni á lager og þar er mjög
gott fólk. Mér finnst meira gaman
að vinna þar en vera í skólanum.“
Alexi segist eiga eftir að vera á
íslandi í að minnsta kosti eitt ár í
viðbót en hann veit ekki hvert leið-
in liggur næst.
Það er miklu betra í
Artúnsskóla því þar á
ég marga vini
Guinevere Moyle hefur búið í
tvö ár á Islandi. Hún er firá
Bandaríkjunum og verður héma
næstu þrjú árin. Mamma hennar er
fornleifafræðingur og er að skrifa
doktorsritgerð. Guinevere segir að
hún hafi komið hingað vegna þess
að það sé gott að grafa á Islandi út
af víkingunum sem hér voru. Áður
bjuggu þær í Massachusettsfylki og
þar er bæði heitara á sumrin og
kaldara á vetrum en hér. Þar er líka
mikið af háum trjám sem gaman er
að klifra í og leika sér.
„Erfiðast var að læra málið. Ég
fór í skóla tveimur mánuðum eftir
að ég kom hingað. Surnir í skólan-
unt voru duglegir að hjálpa mér en
aðrir hjálpuðu ekki mikið. Það var
leiðinlegt í Melaskóla en svo flutti
ég og það er miklu betra í Ártúns-
skóla því þar á ég marga vini.
Fyrsta setningin í íslensku sem ég
lærði var „ég tala bara ensku“. Ein
stelpa úr gamla skólanum er enn
vinkona mín og hún talaði ensku
við mig.“
Guinevere segist frekar líta á sig
sem bandaríska en íslenska en að
það geti breyst þegar hún verður
búin að vera hér í fimm ár. Hún
vildi geta farið oftar til Bandaríkj-
anna því pabbi hennar er þar og
hann hefur aldrei komið til íslands.
„Við höfum bara farið til hans
um jólin og ég sakna hans. Ef hann
kæmi til íslands væri allt gott. Það
væri líka mjög gott að fá lítinn kött
eða marga.“
Mérfinnst stundum
leiðinlegt og stundum
ekki
Frá Filipseyjum er Tefany Fat-
alla sem kom til íslands fyrir
sautján mánuðum. Mamma hennar
kom til íslands á undan og var að
vinna hérna. Hún giftist svo á ís-
landi og saknaði barna sinna sem
voru eftir á Filipseyjum.
Tefany og tvær systur hennar
komu til íslands en bræður þeirra
tveir vildu ekki koma.
„Það er mjög erfitt að læra ís-
lensku. Það er líka miklu kaldara
hér en á Filipseyjum. Þar er hita-
beltisloffslag. Ég fór í skóla nokkr-
um mánuðum eftir að ég kom.
Krakkarnir í skólanum hjálpuðu
mér að læra málið en sumir stríddu
mér. Mér finnst stundum leiðin-
legt en stundum ekki.“
Tefany segist stundum vilja fara
aftur til Filipseyja en hún ætlar að
búa á íslandi. Hún saknar þess
helst frá Filipseyjum að hafa ekki
ömmu sína, bræður og frænkur, en
þau eru öll á Filipseyjum.
Stundum hugsa ég á
íslensku
Mér fannst erfitt í skólanum að
geta ekki talað við neinn, en
ég fór svo í málaskóla Mímis til að
læra íslensku,“ segir Dyian Kinclla
sem kom til íslands fyrir einu og
hálfu ári. Mamma hans er íslensk
en hann hafði ekki lært íslensku áð-
ur en þau fluttu til landsins nema
einföldustu hluti eins og já, nei og
góðan dag. Hann segist stundum
hafa gaman af kalda veðrinu hér,
því á Englandi sé næstum aldrei
snjór. Helst finnst honum leiðin-
legt á íslandi þegar ekkert er að
gera.
„Sumir voru duglegir að hjálpa
mér í skólanum, aðrir ekki. Ég veit
ekki hvort ég er orðinn íslendingur
en stundum hugsa ég á íslensku.
Það gerði ég ekki fyrst. Ég hugsa
að það sé erfiðara að koma til Is-
lands fyrir þá sem tala rnjög óskyld
tungumál. Margir tala ágæta ensku
hér.“
Dylan segist vera mun ánægðari
í Lækjarskóla í Hafnarfirði þar sem
hann er núna en í Garðaskóla í
Garðabæ þar sem hann var fyrst.
Þar voru móttökurnar ekki eins
góðar, fannst honum, og krakkarn-
ir reyndu stundum að stríða hon-
um.
Myndir: Olafur Þórðarson
Dylan Kinolla: Kunni bara já og nei og góðan dag er ég kom til
landsins.
Bækur
Sjálfsævisaga Sakharovs
Andrei Sakharov: Memoirs
775 bls. Vintage Books 1992.
Verð 1.995.-
Fæst hjá Máli og menningu
Meginhugmyndir perestroika
(umbóta) og glasnost (opn-
unar) voru rækilega kynntar al-
menningi á árinu 1968, tutmgu
árum áður en Gorbatjof skipaði
þeim í öndvegi sovéskra stjórn-
mála. Því áorkaði Andrei Sakharov,
en bók hans, Um firamfarir, frið-
samlega sambúð og frelsi andans (á
ensku: Reflections on Progress,
Peaceful Coexistence and In-
tellectual Freedom), seldist í 18
milljónum eintaka á innan við
tveim árum og tryggði honum þar
með heimsfirægð.
Það ruglaði marga í ríminu að
sjá þennan föður kjarnorku-
sprengjunnar skyndilega í hlut-
verki baráttumanns fyrir friði og
þar næst pólitísks andófsmanns, í
kjölfarið á því að hann ásamt þrern-
ur öðrum stofnaði á árinu 1970
fyrstu mannréttindanefndina í
sögu Rússlands. Arið 1975 hlaut
Sakharov ffiðarverðlaun Nóbels og
varð eftir það Brésnef-stjórninni
stöðugur fleinn í holdi. Harkaleg
fordæming Sakharovs á sovéskri
yfirráðastefnu, sem hann leit á sem
helstu ógnun heinsfriðarins, og
mótmæli hans gegn íhlutun Rauða
hersins í Afghanistan, leiddu til út-
legðar hans í Gorki (1980-86).
Þessari bók Sakharovs lýkur í
desember 1986 þegar Mikhael
Gorbatjof heimilaði honum að
snúa aftur til Moskvu. Þá var hann
þegar orðinn lifandi goðsögn í
heimalandi sínu.
Líf Andrei Sakharovs (1921-
1989) nær yfir þann umbrotatíma
mannskynssögunnar þegar sovésk-
ur kommúnismi reis og hneig.
Sjálfsævisaga hans, sem Salmon
Rushdie kallar „minnisvarða um
sigur mannsandans yfir andskotum
sínum,“ geymir mörg lýsandi dæmi
um óttann og doðann sem ríkir í
alræðisríki en einnig hugrekki fólks
og viðnám gegn lygamaskínu og
mannréttindabrotum.
I bókinni sést glöggt hvernig
saman fléttast í Sakharov einlægni,
staðfesta og innra jafrivægi. Aðeins
einu sinni rnissir hann stjóm á
skapi sínu og það er þegar hug-
myndafræðingur hatursherferðar
gegn Sakharov og fjölskyldu hans
sem KGB gekkst fyrir í fjölmiðlum
gerir sér lítið fyrir og heimsækir
þennan ffæga andófsmann á heim-
ili hans (bls. 588-591).
Nítjándi kafli þessarar sjálfsævi-
sögu Sakharovs er kannski sá at-
hyglisverðasti því þar lýsir hann því
hvernig hálffimmtugur maður sem
tilheyrði einum helsta forréttinda-
hópi Nomenklatúrunnar (hinna
ráðandi afla) snerist til andstöu við
kerfið á áronum 1965-67. Líf Sak-
harovs skiptist í tvo meginhluta,
fyrir og eftir þetta uppgjör, og
stenst það á við hjónabönd hans
tvö. Fyrri eiginkona hans, Klava
Vikhireva, sem hann eignaðist þrjú
böm með, lést 1969 og þremur
árum síðar giftist hann Elenu
Bonner (Lúsía sem bókin er til-
einkuð).
Hún er önnur mikilvægasta per-
sóna þessarar bókar sem segir ffá
tugum einstaklinga úr öllum geir-
um þjóðfélagsins. Samband þeirra
ber öll einkenni djúpstæðra and-
legra tengsla. Bæði helga þau sig
göfugu markmiði; kjarnorku-
vopnalausum heimi, heimi án póli-
tískra fanga, án pyndinga og jafnvel
án dauðarefsingar. Þau snúast líka
til varnar fyrir minnihlutahópa eins
og krímverska Tatara (sem tengist
umræðuefnum dagsins í ljósi þjóð-
arhreinsananna í ríkjum fyrrum
Júgóslavíu) og taka upp málstað
umhverfisverndar. Eftír kjarnorku-
slysið í Tsjernobyl 1986 lagði Sak-
harov t.d. til að allir kjarnakljúfar
yrðu grafnir í jörðu af öryggisá-
stæðum.
Flestir lesendur bókarinnar
munu væntanlega fletta ffamhjá
hugleiðingum hans um fræðilega
eðlisfræði (bls 121-156), tæknileg-
ar hliðar kjarnorkutilrauna og
stöðu alheimsins (bls. 241-263).
Fjörmiklar lýsingar hans á lífi og
viðhorfum andófsmanna munu
hinsvegar ná óskertri athygli. Til
dæmis fjallar hann um erfiðleika
sína í samskiptunum við Solsjenit-
sín. Þá segir hann ffá því þegar
hótað var að loka hann inni á geð-
veikrahæli einmitt um sama leyti
og hann beitti sér hvað mest gegn
misnotkun geðlæknisffæðinnar
gegn pólitískum andófsmönnum.
Margir þessara andófsinanna
gengu svo langt að fórna lífinu
sjálfu, eins og t.d. Marchenko, sem
lést í fangelsi 48 ára gainall eftir
langt hungurverkfall. Þegar Sak-
harov lést vottuðu þúsundir venju-
legra Sovétmanna honum virðingu
sína með því að ganga ffamhjá lík-
börunum.
Hérþarfekki miklar fjárfestingar í verslunarhúsnœði til
að koma upp mörkuðum sem myndast næstum eins og af
sjálfii sér á opnum svæðum kringum kofaskriflin.
daginn með barnið sitt bundið á
bakinu, hænu í annarri hendinni og
bananaknippi á höfðinu. Hún hef-
ur verið að kaupa í kvöldmatinn.
Fínustu kjólarnir eru skósíðir og
eins og með spjót upp úr öxlunum
(púffermar) og breiðum mittis-
linda. Ekki veit ég hvort þessi tíska
á sér einhverja sögu.
Aðdrættir okkar mzungu (sem
hvítir menn hér kallast), eru nokk-
uð flóknir. Fara þurffi á fimm staði
til að ná saman hráefni í fisksúpu. A
markaði innfæddra hér í nágrenn-
inu fæst ótrúlega margt, hræódýrt,
en moldin, skíturinn og umgengn-
in er svona og svona.
Tómar gosflöskur eru dýrgripir
hér, ef þú átt eina slíka hefur þú
höndlað heiminn. Hér á bæ þurffi
innfæddan ráðsinann með til að
hlutast til um kaup á goskassa ineð
glerjum. Svo fer maður og skiptir
fyrir glerin. Til þess að komast að
sölustaðnum þarf að ganga á
planka yfir skurð með goskassann
báðar leiðir. Þessu dettur engurn í
hug að breyta. Þetta með gosflösk-
urnar minnir mig á þegar íslensk
börn hirtu tómu glerin og seldu.
Hvenær var það nú aftur?
Ég ininntist á mzungu. Ég hefi
löngum haft áhuga á að lesa og
heyra um mzungu, sem sest hafa að
í Afríku og hefi nú einmitt rekist á
viðtöl við nokkra, sem settust að í
Kenya af ýmsum ástæðum, og læt
hér flakka það sem einn lét hafa
eftir sér.
Aðspurður sagðist hann engan
áhuga hafa á náttúrunni eða dýra-
lífinu. Við hefðum komist af án
risaeðlanna og trúlega gerðum við
það líka án fi'lanna, ef því væri að
skipta. Líkti hann þessum safari-
ferðum og dýraglápi við það að
horfa á „Nágranna" f sjónvarpinu.
Maðurinn var „businessmaður“.
Það gefur lífinu lit hve skoðanir
fólks eru ólíkar.
Með hlýjum kvedjum
til Islands.