Vikublaðið


Vikublaðið - 20.08.1993, Síða 15

Vikublaðið - 20.08.1993, Síða 15
VIKUBLAÐIÐ 20. ÁGÚST 1993 15 Rithöndin Finnst óþolandi ef ekki má treysta fólki Skriítin þín sýnir perónu með allgóðan sjálfsaga og í góðu jafiwægi. Þú ert traust og áreiðanleg og það eru líka þeir eig- inleikar sem þú metur mest hjá öðrum. Þér finnst óþolandi ef ekki má treysta fólki. Hins vegar kann öðrum stundum að finnast þessi krafa til trausts og áreiðanleika að vera allt að því barnaleg, því við lif- um nú einu.sinni á óöld - eins og allir aðrir hafa gert á undan okkur. Þú ert hreinskilin og yfirleitt hrein og bein í öllum samskiptum. Líf þitt sýnist skiptast upp í afmarkaða kafla. Þú virðist ljúka við einn kafla, leggja hann svo til hliðar með öllu sem honum tilheyrir og byrja á öðrum. Þetta gæti átt við bæði störf og einkalíf. Þú virðist stundum finna fyrir svolítilli einmanakennd, það eru ekki mjög margir sein þú finnur skilning hjá af vinum þín- um. Þú hefur glögga og skarpa hugs- un, einnig gott ímyndunarafl. Ahættu hvers konar er þér illa við, en þú harkar af þér og tekur hana samt sem áður. Þetta gerir þér stundum erfitt fyrir. Þú ert nokkuð sterk persóna og lætur ekki auð- veldlega undan. Fjölskyldubönd eru sterk og þú virðist eiga vel- gengni að fagna í samskiptum við fólk. Líklega ertu alltaf með mörgu fólki, en þér félli betur að vinna á rólegum og kyrrlátum stað og þá við einhver rannsóknar eða vís- indastörf. Varast: Að reikna aðra út frá þínum eigin hugsunarhætti, vegna þess að hann er sérstakur og bara fyrir þig. Giiðnín Olga Clausen Czub nui Ðioiúu a OLUwnt Dagskráin Fíflin og slefberarnir á Aðalstöðinni Eg gerði þau mistök um daginn að láta gott af mér leiða í garðinum mínum, því ég var gripinn glóðvolgur af nágranna mínum og talaður inn á að skrifa þetta örstutta dagskrárrabb. Ég hlusta töluvert á útvarp og þykir gott að hafa einhverja tónlist í bak- grunninum þegar ég er að vinna. Ég hef nær aldrei lesið útgefha dagskrá hel- dur bara kveikt á útvarpinu og leitað uppi eitthvað áheyrilegt. Þetta sumarið hefúr útvarpið mitt verið hvað mest stillt á Rás tvö. En því miður hefur morgundagskráin þar milli 9 og 12 farið í hundana eða tvo þreytta. Þeir gera örug- glega sitt besta greyin, en þeirra besta fer því miður illiiega í taugarnar á mér. Hef ég því fundið mér aðra og mun betri rás til að hlus- ta á, nefnilega Aðalstöðina. Þar fara fi'flin og slefberarnir Davíð Þór og félagi á kost- um. Þeir eru ferskir og oft mjög fýndnir og hafa góðan tónlistarsmekk. Það er svo aftur Gesti Einari Jónssyni að þakka að ég skipti yfir á Rás tvö eftir hádegi og er gott að hann skuli vera kominn aftur með þátt. Einnig líkar mér vel það sem kemur ffá Andreu Jónsdóttur, Svavari Gests og fleirum á Rás tvö. Ef ég lít svo á dagskrá Sjón- varpsins þá er ég ánægður með að þættimir Sœkjast se'r um líkir og Já rdðberra skuli vera komnir aftur á skjáinn því mér hefur ávallt líkað allt það sem breskt er og mætti Sjónvarpið sýna meira af efni þaðan. Fleira gott má finna í dagskránni þessa vikuna en þar ber þó hæst Clint Eastwood-inyndina Ú.tlaginn (The Outlaw Josey Wales) sem sýnd verður á laugardagskvöldið og ætti enginn að missa af henni. Hvað varðar efni sem mætti missa sín nefni ég alltof góða fólkið í Leiðin til Avonlea. Vildi ég frekar að Sjónvarpið keypti næstu 150 þættina af brasilísku Yngismeynni! Ég inyndi heldur ekki gráta þættina Fólkið í forsælu og reyndar flesta þessa amerísku eða kanadísku framhaldsþætti sem eiga það flestir sameiginlegt að vera mjög yfir- borðskenndir, værnnir og óraun- verulegir. Þættir eins og Staupa- steinn og Roseanne eru þó undan- tekning ffá þeirri reglu. Ég á engan affuglara og hef engan áhuga á að eignast slíkt tæki. Hvað varðar dagskrá Stöðvar tvö þá mæli ég með því að menn leigi ffekar myndbandsspólur, amk meðan þær eru enn á leigjanlegu verði, en það þykir víst mjög lágt um þessar rnundir í höfuðborginni. En hafið samt ekki áhyggjur því góðir menn hafa bundist samtökum um að hækka það öllum til hagsbóta. Erlendur Þ. Guðbrandsson, tölvunarffæðingur 06 i tajtninjar: 8jarni Tllveran ogég Stundum held ég að fólk tald alvarlega þessar auglýsingar frá kortafyrirtækjunum. Þetta um að plastið sé „frelsi til að velja.“ Nú má ljóst vera að valffelsið stendur um það eitt hvort Einar S. og félagar geta fengið sér tvo eða þrjá nýja bíla fyrir jólin, en sumir virðast halda að valið sé um hvort maður borgar eða ekki. Þetta sést mjög greinilega í verslunum. Það bregst ekki ef maður lendir á effir kortahafa við afgreiðslukassann, hann verður alltaf jafn steinhissa þegar að því kemur að hann þarf að borga. Opinmynntur og skilnings- sljór starir hann á kassadömuna áður hann hefúr sig í að grafa eftir vesldnu og rótar þar í hálffíma áður hann loks kemur plastinu upp á yf- irborðið. Og ég er viss um að margt af þessu liði heldur að þegar kemur að skuldadögum þá geti það enn valið hvort það vill borga eða ekki. Sjálfsagt eiga frelsisauglýsing- arnar sinn stóra þátt í þessari vit- leysu. Ungt, sóldökkt par í bom- lausri neyslu tilkynnir kortaskrif- stofúnni að það ætli ekki að borga fyrst um sinn. „Dreifa greiðslunni" heitir það víst. Síðan er hægt að halda áfram að neyta á fullu. „Ég neyti, þessvegna er ég,“ eins og spekingurinn sagði. Drengurinn í þessari ffelsisaug- lýsingu ber það raunar með sér að hafa aldrei þurft að vinna á heiðar- legan hátt fyrir sínu daglega brauði. Er trúlega einn af þeim sem lifa af að braska með annarra manna fé en þeir virðast komast sæmilega af þessa dagana. Minnir reyndar grunsamlega á þessa gaura hjá Verslunarráðinu, sem nú vilja koma höndum yfir lífeyrisfé verkafólks til að geta braskað enn meira og velt byrðum elli og sjúkdóma yfir á rík- isvaldið. Þá er fylgikona drengsins ekki síðri og augljóst að hún hvorki get- ur né vill vinna fyrir sér. Mér hefur alltaf fundist þetta ákaflega sjar- merandi hvernig hún hangir á öxl- ununt á honum með aðdáun í augnaráðinu þegar hann tryggir þeim órofna neyslu með einu rösk- legu símtali. Hún minnir mig reyndar sérstaklega á hundana í sveitinni þegar þeir voru að hengja sig utan í lappirnar á manni ef eng- in tík var nálæg þegar sá gállinn var á þeim. Það gæti verið nógu áhuga- vert að sjá hvernig samskiptin hafa þróast eftir að búið var að slökkva á tökuvélunum. Sálfræðingur einn kunningi ntinn segir mér reyndar að öll þessi auglýsing sé uppfull af kynferðis- legum táknmyndum. Nefndi sér- staklega aðdáun gálunnar þegar uppinn hennar þrífur fram síinann og dregur út stöngina á honum til að komast í samband við kortafyrir- tækið sitt. Mun óþarfi að útlista hvert táknmálið vísar. Sálfræðing- urinn sagði mér í framhaldi af þessu að höfuðástæðan fyrir vinsældum þessara síma rneðal uppanna væri einmitt að þar sent þeir séu allajafúa getulausir af stressi og pilluáti þurfi þeir á þessari táknrænu athöfn að halda til viðhalds karlmennskuí- myndarinnar.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.