Vikublaðið


Vikublaðið - 17.09.1993, Qupperneq 2

Vikublaðið - 17.09.1993, Qupperneq 2
2 VIKUBLAÐIÐ 17. SEPTEMBER 1993 BLAÐ SEM V I T E R í Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingar: Ólafur Þórðarson Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinna: Prentsmiðjan Oddi hf. Stjórnarliðar í stríði Stjórnarflokkarnir, Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn, hafa nú opnað svo margar víglínur í tog- streitu sinni innbyrðis að vopnahlé virðist útilokað á næstunni. Engar ffiðarviðræður virðast geta stöðvað pólitískar blóðsúthellingar á vígvelli stjórnarliða næstu vikurnar. Sjálfstæðisflokkurinn valtaði yfir Alþýðuflokkinn þegar gengifellingin og ráðstafanir í skuldamálum sjávarútvegs- ins voru á döfinni í vor. Formaður Alþýðuflokksins lýsti því yfir að hann og Alþýðuflokkurinn hefðu lent í minni- hluta í ríkisstjórninni eins og það sé hægt í tveggja flokka stjórn. Auðvitað er það ekki hægt eins og best sést á því að Al- þýðuflokksmenn gera nú hverja stórskotaliðsárásina á fætur aðra á Sjálfstæðisflokkinn þar sem hann er veikast- ur fyrir og mest misræmið milli frjálsræðiskenninga hans og verndar fyrir tiltekinn hagsmunahahóp. Hér er opnuð víglína í landbúnaðarmálum þar sem Sjálfstæðismenn og Alþýðuflokksmenn munu slíta sig í sundur nema annar aðilinn gefist upp. Ekki er fjármálaráðherra fyrr búinn að setja fjárlaga- frumvarpið í prentun fyrr en formaður Alþýðuflokksins segir á fundi að það sé ómark. Hallatala þess upp á 9.8 milljarða þýði í raun halla upp á 13 til 16 milljarða króna. Alþýðuflokkurinn vill að sögn formannsins halda raun- verulegum halla innan við 10 milljarða með því að skera útgjöld ríkisins niður um marga milljarða til viðbótar og auka tekjur þess um 2.5 milljarða með skatti á eignatekj- ur. Hér er semsagt verið að opinbera fyrir alþjóð að fjár- lagafrumvarpið sé grín, allt laust og óbundið milli stjórn- arflokkanna um afgreiðslu þess, og hæði hnífar og svipur hafðar á loft til þess að bregða upp mynd af því hvað gera þurfi. Það er að sjálfsögðu uppgjöf að sitja uppi með skatta- kóng og hallakóng í embætti fjármálaráðherra, skulda- súpu þjóðarbúsins sem nálgast 70 % af landsframleiðslu og óuppgerða stefhu í sjávarútvegsmálum. Það er ekki nema von að krötunum líði illa. Enn verra er þó að ríkis- stjórnin virðist hvorki hafa vit né þor til þess að taka á málum. Hér átti að sitja að völdum samstæð stjórn tveggja flokka, sem væri sterk út á við og leysti ágrein- ingsmál sín í kyrrþey innávið. Nú eru ráðherrarnir hætt- ir að talast við nema í gegnum lögffæðinga, eins og Hall- dór Blöndal klagaði yfir á fundi á Akureyri í vikunni. I hverju málinu á fætur öðru, gengisfellingardellunni, „Smugumálinu", Peresarheimsókninni, skinkumálinu og í ríkisfjármálunum, hefur komið í ljós að forsætisráðherra og utanríkisráðherra, oddvitar stjórnarflokkanna, sem einir mynduðu núverandi stjórn, eru hættir að talast við, hvað þá að tala sama tungumálið. Og nú er að bætast við „kalkúnamál“ ofan á skinkuna eins og sérpantað ffá utan- ríkisráðherra í stríðinu við Sjálfstæðisflokkinn og „bann- stefhu“ hans í innflutningsmálum. Það er ljóst að Alþýðuflokkurinn er að undirbúa upp- gjör við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn og búa sér til kosningastöðu með „billegum atkvæðaveiðum“ eins og fjármálaráðherra orðar það. Það er spurning hvað Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur mikið langlundargeð til þess að þola skæruhernað Jóns Baldvins Hannibalssonar án andsvara. Það á hvort sem er að kjósa 20. nóvember næstkomandi. Ríkisstjórnin er óstarfhæf og því fyrr sem ábyrgðaraðilar hennar horfast í augu við það þeim mun betra. Alþingiskosningar í nóvember væru það besta sem gæti komið fyrir þjóðarbúið. Sjónarhorn Náttúrusýn og siðfræði náttúrunnar Afstaða manna til náttúrunn- ar verður ekki til af sjálfu sér. Menn líta hana ólíkum augum sem á rætur að rekja til ým- issa sögulegra og menningarlegra þátta. Þessa þætti þarf að skoða og íhuga með gagnrýnu hugarfari ef færa á samskipti manns og náttúru í betra horf. Þar skiptir e.t.v. mestu að móta afstöðu á siðferðilegum grunni hliðstæðum þeim sem gild- ir um samskipti manna á meðal. Mótun slíkrar afstöðu og afstaða manna til náttúrann^r almennt eru viðfangsefni ráðstefnu sem Sið- ffæðistofnun H.í. efnir til 18.-19. september í Háskólabíói. Ráð- stefnan ber heitið: Náttúrusýn, ráðstefiia um siðffæði náttúr- unnar. Fluttverða um tutmgu 15- 20 mínúma löng erindi sem deilast á fjóra málaflokka: náttúra og siö- ferði, náttúra og listir, náttúra og vís- indi og náttiira og tní, auk sameigin- legra umræðna um efni þessara er- inda. Náttúra og siðferði A laugardaginn hefst dagskráin með erindi Páls Skúlasonar prófess- ors, „Maðurinn í spegli náttúrunn- ar“. Þar reifar Páll þá kenningu að hugmyndir mannsins um sjálfan sig séu léiddar af hugmyndum hans um náttúruna og færir rök fyrir því að inynd mansins af sjálfum sér sé að breytast og afstaðan til náttúr- unnar því einnig. Sigrún Helgadótt- ir líffræðingur flytur næst erindið „Kvenlæg vistfræði", um ólíka af- stöðu karla og kvenna til náttúr- unnar og nauðsyn nýrrar heims- myndar út ffá kvenlægum forsend- um. Þorsteinn llilmarsson heim- spekingur fjallar um siðferðilegar skyldur í erindinu „Þekking og sið- ferði í umgengni við náttúruna“. Þorsteinn telur að eiginleikar nátt- úrunnar feli ekki í sér kvöð uin sið- ferðilega ábyrgð inanna og jafn- framt að siðferðileg gagnrýni sé varhugaverð ef hún heftir viðleimi til að skilja og nýta náttúruna. Jór- unn Sörensen félagsfræðingur ræðir um viðhorf til villtra dýra og með- ferð á þeim í erindi sínu „Dýrin - hluti lifandi náttúru íslands". Nið- urstaða hennar er sú að meðferð dýra taki meira mið af geðþótta en siðferði. Stefáti Bergmann lektor talar næst um „Umhverfismennmn og siðfræði í skólum“. Þá ræðir Bjöm Guðbrandur Jónsson utnhverf- isffæðingur um nauðsyn þess að auka vægi umhverfismála í stjórn- sýslu í erindi sínu „Umhverfismál sem meginatriði ákvarðanatöku í lýðræðissamfélagi“. Náttúra og listir Eftir hádegishlé hefst dagskrá að nýju með erindi Guðrúnar Nordal bókmenntafræðings, „Náttúran í skáldskapnum“. Þar ræðir Guðrún um mismunandi náttúruskynjun eins og hún birtist í íslenskum bók- mennmm. Því næst flytur Gunnar J. Amason listfræðingur erindið, „Heimurinn án mannsins. Náttúra í myndlist og myndlist í náttúr- unni“. Gunnar ber náttúrusýn samtímans saman við þá sýn sem við lýði var um aldamótin með hliðsjón af verkunt fjögurra mynd- listarmanna. OlafitrJ. Engilbertsson myndlistarmaður fjallar um náttúr- una í myndlist Bólu-Hjálmars, Sölva Ilelgasonar, ísleifs Konráðs- sonar og Olafar Grimeu Þorláks- dótmr (Grímu) í erindi sínu „Eilíf- legu, andlegu spekiblómin and- anna“. Ingólfitr Asgeir Jóhannesson sagnffæðingur tekur næstur til máls í erindi sem nefnist „Innra eðli náttúmnnar - hvað er nú það? Gagnrýni á rómantískar hugmynd- ir um náttúm og útivist“. Þar ræðir Ingólfur um náttúmhyggju sem orðræðu á vettvangi þar sem tekist er á um hugmyndir og hegðun. Olafur Halldórsson líffræðingur ræðir næst „Umhverfishyggju og mannhyggju - tvenns konar nátt- úmsýn“. Þar fjallar Olafur um and- stæða náttúmsýn þeirra sem setja manninn sem viðmiðun alls og þeirra sem æda náttúmnni jrann sess. Að lokum tekur Þorvarður Amason kvikmyndagerðarmaður til rnáls í erindi sem neffiist „Kvika - um lifandi og lífvana náttúru". Þorvarður ræðir þar um náttúru- upplifanir sem skynræn fyrirbæri og um merkingu þeirra fyrir manninn sem vitsmunavem. Náttúra og vísindi Á sunnudag hefst dagskráin með erindi Amþórs Garðarssonar pró- fessors, „Mannskcpnan og náttúr- an“. Þar ræðir Arnþór um inann- inn sem dýr og þau áhrif sem sú staðreynd hefur á samskipti hans við náttúmna. Guðmundur E. Sig- valdason jarðfræðingur ræðir því næst uin „Náttúrasýn jarðfræð- ings“ og fjallar um þá náttúmsýn sem mótast af því kynnast og túlka verksummerki stórvirkra náttúm- afla. Skúli Skúlason dýrafræðingur gerir tengsl vísindamanns og við- fangsefhis að umtalsefni í erindi sínu „Vemleiki í mótun“. Skúli ræðir um uppbyggingu þessara tengsla sem forsendu þess að vís- indin dafhi. Ari Trausti Guðtmmds- son jarðfræðingur tekur því næst til máls í erindi sem nefhist „Náttúru- vísindi og almenningur". Þar ræðir Ari Trausti um siðferðilega ábyrgð náttúruvísindamanna á rannsókn- um sínum og áhrifum þeirra á nátt- úmna og samfélagið. Skiíli Sigurðs- son sagnfræðingur flytur síðasta er- indið í þcssum málaflokki, „Hlið- stæður, samlíkingar og myndhvörf náttúrunnar" um þá síbreytilegu náttúmsýn sem lesa rná af spjöld- um vísinda- og tæknisögunnar. Náttúra og trú Eftir hádegi flytur séra MaríaA- gústsdóttir guðfræðingur erindið, „Hyggið að liljuin vallarins - af skynjun manns í sköpun Guðs“. María fjallar um tengsl nútíma- mannsins við náttúru og trú, eink- um með hliðsjón af jiví hvort hægt sé að skynja Guð í náttúmnni. Þá tekur séra Bolli Gústavsson vígslu- biskup til rnáls í erindi sem hann nefnir „Er trúin á ógæfuna íslensk þjóðtrú?“. Bolli gerir forlagatrúna að umtalsefni, m.a. með hliðsjón af því hvernig hin h'fseiga trú á forlög og ógæfu hafa mótað jrjóðarvit- undina. Séra Sigurður Ámi Þórðar- son, guðfræðingur, fjallar því næst urn guðfræðilega náttúmtúlkun og þær breytingar sem hafa orðið á henni síðustu aldirnar í erindi sínu „Allt eins og blómstrið eina“. Mik- ael Karlsson, dósent, ræðir hug- myndina um náttúmna sem sköp- un og tengsl hennar við kenninga- heim róttækrar umhverfishyggju (Deep Ecology) í erindi sínu „Náttúran sem skepna". Bjöm Bjömsson, prófessor, flytur því næst erindi sem hann nefnir „Maðurinn í gagnvirkum tengslum við náttúr- una“. Þar ræðir Björn um ábyrgð og siðferðilegar skyldur manna í uingengni þeirra við náttúmna. Að því búnu mun forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, flytja lokaorð. Þorvarður Árnason

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.