Vikublaðið - 17.09.1993, Page 4
4
Dæffurmálin
VIKUBLAÐIÐ 17. SEPTEMBER 1993
Við lifum með sanni tíma
örra breytinga. Nýlega var
endir bundinn á eina
mestu samfélagstilraun sögunnar,
en þar á ég við rússnesku bylting-
una og afleiðingar hennar. Veit nú
enginn hvað við tekur í náinni
ffamtíð. Tækniffamfarir eru enn-
ffemur svo tíðar að nýjtrng sem
kynnt er að morgni úreldist þegar
líður að kveldi. Þá hefúr atvinnu-
leysið skotið rótum á Islandi og
hefði það talist til tíðinda fýrir
nokkrum misserum.
Þegar ég var strákur suður í
Keflavík gerðust þau undur eina
nóttína að ffystihúsið „Stóramilj-
ón“ brann. Fyrir unga drengi var
slíkur atburður álíka ffétmæmur
og Kennidymorð var í hugum fúll-
orðinna. Eg minnist þess að þegar
ég vaknaði morguninn effir ffétt-
um við bræðumir af eldsvoðanum.
Við flýttum okkur út til nágranna
okkar og vinar til að ræða þessi
stórtíðindi. Þegar mesti æsingur-
inn var liðinn hjá varð mér Ijóst að
faðir nágrannans vann í hinu
brunna frystihúsi. Þá kvað við ein-
læg spuming óreyndrar sálar:
„Hvað gerir pabbi þinn nú?“ Ég
gat ekki gert mér í hugarlund að
Kvikmyndir
er í heimi hverfult
pabbi hans yrði atvinnulaus því
iðjuleysi var óþekkt í heimi okkar í
þá daga og allir sem vettlingi gátu
valdið unnu, og unnu mikið. Þessi
minningarbrot endurspegla að
nokkm þann hug sem fólk í vinnu-
samfélagi eins og því íslenska ber
til atvinnuleysis. I þjóðfélagi okkar,
þar sem kynslóð eftir kynsóð elst
upp við eljusemi og vinnuþrældóm,
er fótunum kippt tmdan fólki þegar
það stendur andspænis atvinnu-
leysi. Það verður að gerbreyta öll-
um lífsvenjum sínum og öll viðmið
breytast. Fyrri vonir um betri
framtíð verða að engu og sjálfsmat
margra bíður hnekki, því þeim er
forboðið að afla tekna sem er und-
irstaða lífs í nútíma samfélagi.
Svipað þessu hefúr verið að ger-
ast í Austur-Evrópulöndum að
undanfömu, en í margfalt stækk-
aðri mynd. Leiðtogarnir, æsku-
xdeölin sem bömum var kennt af
skólum og fjölmiðlum að hylla, era
skyndilega felldir af stalli. Frama-
vonir innan Flokksins og Kerfisins
bregðast á eirmi nóttu, og fýrram
útsendarar djöfúlsins era fýrr en
varir orðnir að bandamönnum og
lærimeisturam. Það lætur að líkum
að rót kemur á hugi fólks við slíkar
aðstæður.
Franski félagsffæðingurinn Em-
ilé Durkheim hefur fært rök að því
að þróirn mannsins sé aðeins
möguleg í mannlegu samfélagi.
Þannig kemtu það í hlut samfélags-
ins að skilgreina markmiðin sem
keppa skuli að — ffamabrautir,
æslalega hegðum o.fl. Stafar það af
því að þarfir manna era ómettan-
legar og fólk myndi veslast upp í ó-
árán og eilífú kapphlaupi um auð,
völd og lystisemdir ef slík viðmið
væra ekki fýrir hendi. Af þessu
leiðir einnig að ójafúvægi í þjóðar-
búskapnum, þegar skyndilegar
breytingar eiga sér stað á samfé-
lagsmarkmiðum eins og t.d. á
kepputímum, hefur miður æskileg-
ar afleiðingar í för með sér fýrir
þjóðfélagsþegnana. Aföll af þessu
tagi nefúdi Durkheim anomie eða
siðrof. Líkt og nafúið bendir til vís-
ar það til þess að fýrri siðir og við-
mið rofna. Harm þróaði siðrofs-
hugtakið í tengslum við rannsókn
sína á sjálfsmorðum og taldi að þar
væra sterk tengsl á núlli. Ef það
reynist rétt er þess að vænta að
nokkur hluti þeirra einstaklinga,
sem alast upp í vinnusamfélagi og
verða fýrir atvinnumissi, sé hætt
við að svipta sig h'fi. Þess er eirrnig
að vænta um Austur-Evrópubúa
sem nú ganga í gegnum mjög erf-
iða umrótatíma. Því er við að bæta
að mannskepnan hefúr einstæða
eiginleika til að lifa af skipbrot,
semja sig að breyttum aðstæðum
og taka upp nýja siði. Er þar fúndin
skýring á því hversu margir halda
ótrauðir áfram göngunni miku.
Fyrir austan er múrinn fallinn og
leiðtogamir af stallinum. Og bér er
jafnvel bið heilaga íslenska vin-
nuhugarfar á undanhaldi, enda á
það ekki lengur við í þvt atvinnu-
leysi sem sumir spá að komið sé til að
vera. Leiða þessar breytingar til
siðrofi?
Raise the Red Lantem
****
Sýnd í Háskólabíó
Leikstjóri: Zhang Zimou
Aðalleikarar: Gong Li, Ma
Jingwu, He Cafei.
s
Iallflestum tilvikum er tilgangur
kvikmynda að skemmta fólki. En
til era frávik, eins og t.d. myndin
Raise the Red Lantern sem virðist
sérsniðin til þess að eyðileggja fýrir
manni daginn, og tekst hermi það
fullkomlega. Sá einstaklingur sem
gengur brosandi út af þessari mynd
er annað hvort sadisti eða á við
eitthvað annað andfélagslegt
vandamál að stríða.
Falleg myndataka og heillandi
rauðleit lýsing er umgjörðin um
dapurlega sögu konu sem er föst í
vítahring fjölskylduhefða sem virð-
ast fáranlegar í augum vesturlanda-
búa nú til dags en hafa eflaust þótt
eðlilegar í Kína á þeim tíma sem
myndin gerist (um 1920). Eins og
fýrri mynd leikstjórans, Ju Dou, fór
SIN FONIUHL JOMSVEITISLANDS
A VESTURLANDI
þessi mynd fýrir brjóstið á kín-
verskum stjómvöldum sem reyndu
árangurslaust að koma í veg fýrir
að hún yrði útnefnd til óskarsverð-
launa.
Astæðan ku vera sú að myndin sé
í raun myndhverfing af ástandinu í
Kína nú til dags. Um það vil ég
ekki dæma þar eð ég er helst til
grænn málefnum umheimsins, en
ef fótur er fýrir þessu, þá er kven-
fólki í Kína ekki gert hátt undir
höfði. Persónu aðalleikonunar
Gong Li ratast rétt orð á munn í
myndinni þegar hiin segir að hiín
og hinar eiginkonumar á heimilinu
séu eins og flflcur, húsbóndinn geti
fengið sér nýja þegar hann er orð-
inn leiður á þeim eldri. Astand sem
þetta tíðkast víst allvíða í austur-
löndum nú til dags og vonar mað-
ur, kvennana vegna, að því fari að
linna hvað úr hverju.
Aðumefnd aðalleikona stendur
upp úr hreint frábæram leikhóp,
hxin túlkar nokkur stig örvæntingar
á hrífandi hátt og rífur áhorfand-
ann að lokum með sér nið-
ur á stig algerrar örvilnun-
ar. Hún á stóran þátt í því
að þessi mynd er meira en
áhugaverð lýsing á fá-
breyttum venjum Kín-
verja, myndin er hvorki
meira né mirrna en tragískt
meistaraverk sem gleymist
seint í mínum huga.
The Crush 1/2
Sýnd t Regnboganum
Leikstjóri: Alan Shap-
iro
Aðalleikarar: Alicia
. Silverstone, Cary
Elwes, Jennifer Rubin.
Bandarískar spennu-
myndir hafa sumar
hverjar haft þá leiðinlegu
tilhneigingu að hjakka í
sama farinu undanfarin ár.
Nýjasta dæmi þess er
myndin Areimi sem inni-
heldur eintómar endur-
unnar og þvældar klisjur
Félagsheimilinu Ólafsvík
föstudaglnn 1 7. september kl. 21.00
Jöklakórlnn tekur þátt í tónlelkunum
Kirkjunni Slykkishólmi íþróttahúsinu Borgarne
laugardaginn 18. september, kl. 15:00 laugardaglnn 18. september, kl. 21:00
laugardaginn 18. seþtember
Jöklakórlnn tekurþátt I tónlelkunum
EFNISSKRÁ:
Beettioven: Fldelio, forleikur,
Grleg: Norsklr dansar, op. 35
Massenet: Medltatlon úr Ttials
Mendelssohn Konsert f. kkxrlnett og basselhorn
Bizet: Carmen svrta nr. 1
Borgflrskt söngfólk tekur þátt í tónlelkunum
Kórarnir flytja eftirtalin verk með hljómsveitinni:
Póll (sólfsson: Úr útsœ rísa (flutt ó öllum stöðum)
Verdi: Fangakórinn úr Nabucco (flutt á öllum stöður
Karl O. Runólfsson: l' fjarlœgð (flutt ó Ólafsvík og í Stykklshólml)
Verdl: Steð)akórinn úr II Trovatore (Flutt í Borgamesi)
Hljómsveitarstjórl: Örn Óskarsson
sem tönnlast hefúr verið á í færi-
bandamyndum sem þessari. For-
múlan hefði kannski verið þolanleg
ef handritið hefði ekki verið
götóttara en 780 kleinuhringir og
persónumar eins og einhver hafi
nýlega hirt þær upp úr Cheerios-
pakka.
Uppbygging spennu er eins
kltmnaleg og mögulegt er og at-
burðir og persónur hafa tilhneig-
ingu til að gufa upp. Ahorfandan-
um er gert að trúa því að persóna
Silverstone sé fram úr hófi gáfúð,
eins konar xmdrabarn, en því er
mjög erfitt að trúa eins og persón-
an er skrifuð. Hún hagar sér eins
og réttur og sléttur lofthaus, rétt
eins og aðrar persónur í myndinni.
Til hróss má nefna að leikhópnum
fer ekki illa að leika lofthausa.
Tom Cruise bíturfrá
sér
Allt ffá því John Travolta þótti
með stærstu stjörnum kvik-
myndaheimsins hafa verið gerðar
ítrekaðar tilraunir til að hefja fram-
leiðslu á kvikmyndaútgáfu hins
sígilda skáldverks, Interview with a
Vampire eftir Anne Rice. Fyrir
utan Travolta hafa hin ólíklegustu
nöfú komið til greina í hlutverk
vampírannar L'estat, þar á meðal
söngkonan Cher (?!?).
En þegar kvennagullið Tom
Craise lýsti yfir áhuga á hlutverk-
inu þurftu aðrir leikarar að snúa ffá
þrátt fýrir að Anne Rice sjálf hafi
sagt að ef Tom Craise hefði eitt-
hvert siðferði myndi hann ekki taka
að sér hlutverk vampírunnar, sem
er í raun algert kvikindi með lítirm
vott af drengskap og manngæsku.
Þetta markar ákveðin tímamót á
leikferli Craise því þetta verður þá
í fýrsta skipti sem hann leikur
svokallaða andhetju. Harðir aðdá-
endur bókarinnar era hræddir um
að persónan L'estat verði milduð
til að hæfa prýðisdrengsímynd
þeirri sem Craise hefúr skapað sér.
Sá ótti ætti þó að vera ástæðulaus
því að Anne Rice semur sjálf hand-
ritið ásamt leikstjóra myndarinnar
Neil Jordan. L'estat verður þá
vonandi eins óforskammaður og
hann á að vera samkvæmt bókinni.
Aðrir leikarar era t.d. spænski
leikarirm Antonio Banderas
(Matador, Mambo Kings), Brad
Pitt (A River Runs through it,
Johnny Suede), River Phoenix (My
own private Idaho, Stand by me)
og Stephen Rea sem lék bæði í
fýrstu mynd Neil Jordan (Danny
Boy) og nýjustu mynd hans (The
Crying Game).
Kvenhlutverk eru enn óskipuð
(kannske fær Cher hlutverk effir
allt). Förðvmarbrellur era í hönd-
um sjónhverfingamannsins Stan
Winston sem sá síðast um gerð
risamódelanna í myndinni Jurassic
Park.
Aætlað er að framsýna myndina í
Bandaríkjunum næsta sumar.Við
íslendingar þurfum vonandi ekki
að bíða lengur en ffam að þarnæstu
jólum.
Leiðrétting
f síðasta blaði kom sá leiði misskilningur ffam í myndatexta af
leikhópnum Pcrlurmi að hann var sagður skipaður vistmönnum
á Sólheimum í Grímsnesi. Þetta er rangt og biðjumst við
velvirðingar á því.
-Ritstj.