Vikublaðið - 17.09.1993, Page 9
VIKUBLAÐIÐ 17. SEPTEMBER 1993
hernum heim en af hálfu Bandaríkjamanna
og bandamanna þeirra var allt gert til þess
að loka þessari undankomuleið Saddams
frá Kúvæt og frainkalla aðstæður sem rétt-
lættu árásarstríð í Irak.“
Afleiðingarnar fyrir Palestínumenn
urðu þær að eftir Flóabardaga var skrúfað
fyrir stuðning við þá frá Olíuríkjunum svo-
kölluðu og að Palestínumönnum var ekld
líft í Kúvæt. Ofsóknir á hendur þeim urðu
svo grimmúðlegar að mannúðarstofnun-
um á borð við Amnesty International og
Rauða Krossinn þótti ástæða til að grípa í
taumana. Talið er að um 400.000 Palest-
ínumenn hafi verið í Kúvæt fyrir innrásina
og það má nefha að PLO var einmitt stofn-
að í Kúvæt árið 1959. En eftir því sem
Sveinn Rúnar best veit eru sárafáir Palest-
ínumenn í Kúvæt nú. Hann getur ekki
svarað því nákvæmlega hvert þeir fóru.
,Ja, hvert fóru þeir? Það er ómögulegt
að segja. Þeir hafa farið í flóttamannabúðir
í Jórdan og löndunum þar í kring. Annars
hafa þeir farið út um allan heim. Við feng-
um meira að segja einn þeirra hingað til Is-
lands.“
Siðferðilega sterkir enfjár-
hagslega veikir
„Þótt staða PLO sé fjárhagslega veik er
hún siðferðilega og pólitískt sterk. PLO
hefur þurft að loka skrifstofum út um allan
heim. M.a. skrifstofunni í Stokkhólmi sem
þjónaði Islandi. Sendifulltrúinn þar hefur
þurft að fara með starfið heim til sín. En
Palestínumenn hafa réttlætið sín megin.“
Nú hefur mikið verið talað unt það i jjöl-
miðlum að staða Arafats innan PLO vœri
veik. Ert þtí sammála því?
„Eg held að það sé nú bara að sýna sig að
svo er ekki. Þessir spádómar hafa oftast
verið óskhyggja, vegna þess að hann hefur
verið injög sterkur fulltrúi og mjög sterk
ímynd fyrir palestínsku þjóðina. Fram-
ganga hans hefur oft verið mjög glæsileg.
T.d. framganga hans í Iraksmálinu. Eða
þegar Sameinuðu þjóðirnar fluttu Allsherj-
arþingið til Genfar til þess að hann gæti
ávarpað það. Það sýndi að margir bera
traust til hans. Og samkomulagið nú ber
þess sama vott. Maður sem tekur þessa
ákvörðun og nær meirihluta fyrir henni
innan sinna samtaka er sterkur."
Friðarviðræður án PLO
Persaflóadeilan hafði líka jákvæðar af-
leiðingar fyrir Palestínumenn. Þegar Bak-
er, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, var að safha liði til stuðnings árásinni
á Irak, lofaði hann ráðamönnum Sovétríkj-
anna og stuðningmanna þeirra í Araba-
heiminum að þegar Persaflóadeilan væri
frá yrði gengið í að finna lausn á Palestínu-
málinu. „Og það mega þeir Bush og Baker
eiga að þeir stóðu við þetta loforð sitt“,
segir Sveinn.
En það var hægara sagt en gert að koma
friðarviðræðunum á. Sameinuðu þjóðirnar
höfðu gert ráð fyrir að viðræðurnar yrðu
með báðum aðilum deilunnar, Israels-
mönnum og PLO, auk Bandaríkjamanna,
Breta, Frakka o.fl, sem koma inn í mynd-
ina vegna sögulegra tengsla, eins og Sam-
einuðu þjóðirnar. Á þessari alþjóðlegu
friðarráðstefhu átti að ganga út frá öllum
ályktunum SÞ um málið. Þar á meðal
ályktun 138 frá 1947, sem gengur út frá
hinni svokölluðu tveggja ríkja tillögu. Þá
var land tekið frá Palestínumönnum og
Israelsríki stofnað á því, en jafnframt var
gert ráð fyrir ríki Palestínumanna.
Israelsmenn neituðu alfarið að ganga að
kostum Sameinuðu þjóðanna í friðarvið-
ræðunuin og Sveinn Rúnar telur það dæmi
uin sáttfysi Palestínumanna að þeir skildu
ganga að samningaborðinu í Madrid þrátt
fyrir þá móðgandi afstöðu að þeirra sam-
tök, PLO, væru ekki viðurkenndur aðili
við borðið og þrátt fyrir að ekki væri geng-
ið út frá ályktunum Sameinuðu þjóðanna.
Sveinn Rúnar bendir á að hvorki í samn-
ingaviðræðunum í Madrid né við undirrit-
un samningsins nú hafi það verið erfitt fyr-
ir Palestínumenn að viðurkenna tilvist
Israelsríkis. Þeir hafi viðurkennt tilvist þess
í raun árið 1988 þegar þeir lýstu yfir stofn-
un ríkisins Palestínu og samþykktu ályktun
SÞ númer 138. Þá voru þeir um leið að
samþykkja dlvist Israelsríkis.
„Menn hafa verið að hrópa húrra fyrir
gagnkvæmri viðurkenningu við undirritun
samningsins núna. Þar var nú ekki mikið
mál fyrir Palestínumenn. Þeir voru löngu
búnir að viðurkenna Israel, það var fyrir
allt of dýrt fyrir Ameríkana, í peningum.
Hemámið kostaði Bandaríkjamenn ekki
mannslíf en kannski var það að verða of
dýrt í mannslífum fyrir Israela. Þetta virtist
kannski ekki vera svo, en mannfallið var að
aukast.
Andófið gat heldur ekki haldið áfram á
þennan ójafha hátt, börn með grjót á móti
alvopnuðum mönnum. Annaðhvort hefði
það algjörlega koðnað niður, sem ég hef
enga trú á, eða þá að það þróaðist yfir í
stríð. Palestínumenn færu að vopnbúast, ef
ekki fyrir skipulegt stríð þá fyrir vopnaðar
skærur og dráp. Þetta hefur einmitt verið
að gerast að undanförnu.
Israel þarf líka á því að halda að bæta
samskipti sín við önnur lönd. Þeir voru í sí-
felldum deilum við Evrópulönd vegna
framferðis síns á herteknu svæðunum. Þeir
vom að missa áhrif sín og einangrast út um
allan heim. Móttökurnar sem Peres fékk
hér á landi um daginn vom dæmi um það.“
Oslóar-samkontulagið
Hvaða augum líturþú þetta samkomulag?
„Eg tel þetta mjög mikilvægt skref. Það
hefur verið okkar helsta baráttumál að Pal-
estína, PLO og gmndvallarréttindi Palest-
ínumanna sem þjóðar væm viðurkennd,
réttur til sjálfsákvörðunar og réttur flótta-
manna til þess að fá að snúa heim. Við eig-
Margrét
Einarsdóttir
fimm ámm, við stofnun Palestínu. Menn
hafa bara ekki tekið eftir því fyrr. Það sem
stóð eftir var að Israelsmenn viðurkenndu
Palestínu. Að viðurkenna að „Palestínu-
menn em líka menn“, eins og Símon Peres
þurfti að minna á f ræðu fyrir samlanda
sína fyrir stuttu. Þetta skref núna felst
kannski einmitt í því og það virðist vera
svona óskaplega stórt, a.m.k. fyrir Israels-
menn.“
Hversvegna tók Peres þetta stóra skref nú?
„Vegna þess að þetta stríð var orðið allt
og dýrt. Það var það sem hann sagði sínu
fólki og við fjölmiðla. Þetta var líka orðið
Pað er ekki bara
við veiðarnar sjálfar
sem íslendingar
gætu hjálpað
til heldur á öðrum
sviðum tengdum
sj ávarútvegsmálum
líka.
um eftir að sjá hvort þetta rætist.“
En útséð er með að allir geti snúið
„heim“. Þegar Palestínu var skipt árið
1947 var það nokkurn veginn til helminga.
Sveinn Rúnar telur það annað dæmi um
sáttfysi Palestínumanna að það er ekki
nerna 1/4 af þessu landsvæði sem verið er
að tala um nú.
„Samkomulagið markar annars vegar að
Israelsmenn eru að horfast í augu við veru-
leikann, þann veruleika að þcssi þjóð, Pal-
estínumenn, á sér einn lögmætan fulltrúa
sem er PLO. Hins vegar var verið að und-
irrita áætlun um sjálfstjórn, hvernig Palest-
ínumenn eigi að taka við stjórninni á her-
teknu svæðunum.
Þar er margt mjög uindeilanlegt og ég
skil vel að Palestínumenn séu af fenginni
reynslu, sviknum loforðum og slærnri
meðferð, ekki vissir um hvernig þetta muni
fara. Engu að síður samgleðst ég þeim þús-
undum, tugþúsundum, og jafnvel hundr-
uðum þúsunda sem í dag hafa glaðst yfir
þeim áfanga að ísraelski herinn skuli vera á
leið út úr herteknu svæðunum. En komi
palestínsk lögregla í staðinn er spurningin
hvort hún snúist gegn sínu eigin fólki.
Fólkið getur sjálft upplifað þetta jiannig að
lögreglan sé bara hinn langi armur ísra-
elska hersins. Eg óttast nokkuð að svo fari.
Það er mjög margt veikt í þessu sam-
komulagi. Eg skil í fyrsta lagi ekki hvers-
vegna ísraelski herinn þarf allan þennan
tíma til þess að koma sér á brott. Þeir ætla
ekki að hefja brottflutninginn fyrr en 15.
desember og honum á ekki að Ijúka fyrr en
kornið er undir vor. Þeir eru svo sannar-
lega fljótari að hernema löndin heldur en
að koma sér þaðan.
Það er líka annað. Af hverju er bara sam-
ið um Gaza og þessa smáborg Jeríkó nú?
Það er hægt að halda áfram að velta sér
svona upp úr efasemdunum en ég tel það
ekki vera aðalatriðið, heldur hitt að ég
treysti Palestínumönnum að gera þá sarnn-
inga hverju sinni sem eru þeim fyrir bestu.
Mikilvægt er að velta sér ekki upp úr því
hversu illa hlutirnir geti farið heldur reyna
að stuðla að því að þeir fari vel.“
Þróunasjóður handa Palest-
ínumönnum
Mönnum kom það spánskt fyrir sjónir
þegar fréttist af þvf að Símon Peres, for-
sætisráðherra Israels, væri að fá Norður-
löndin til þess að stofha sjóð sem ætti að
renna til uppbyggingar á sjálfsstjórnar-
svæðum Palestínumanna. Þær raddir
heyrðust að hér væri um enn eitt klækja-
bragð Israelsmanna að ræða. Við spurðum
Svein Rúnar hvaða augum hann liti á
þennan sjóð.
„Manni fannst það auðvitað skjóta
skökku við þegar Símon Peres var á ferð
hér um Norðurlöndin með betlibaukinn
fyrir Palestínumenn. En forystan hefur
verið að selja þennan samning meðal sinn-
ar herskáu þjóðar. Þeir hafa m.a. bent á að
hann verði til mikilla bóta fjárhagslega.
Eg held að efnahagsaðstoðin sé mjög
nauðsynleg. Það er óskapleg örbirgð
þarna. A Gaza-svæðinu er meira þéttbýli
heldur en annars staðar á jörðinni og þar
ríkir örbirgð og bjargarleysi. Til dæmis er
meira en helmingur manna atvinnulaus.
Hernámið er búið að leggja allt efiiahagslíf
í rúst. Skólunum hefur verið lokað, fólkið
lokað inni í húsum sínum, það fær ekki að
fara neitt með vörur sínar, fær ekki að
kaupa af öðrum, fær ekki að fara til læknis í
annarri borg. Síðustu mánuði hefur her-
námssvæðunum verið breytt í hreinar
fangabúðir. Suður- og norðurhlutum
Vesturbakkans var lokað af, Gaza-svæðið
var lokað af, það var ekki hægt að halda
uppi viðskiptum og atvinnulíf því ekkert.
Aður var lengi búið að gera Palestínu-
mönnum mjög erfitt fyrir. Vonlaust var að
stunda einhvern iðnað, ávaxtarækt eða
fiskveiðar. Að fiá fjármuni til þess að blása
lífi í atvinnulífið skiptir mjög miklu máli.
Menn eiga líka Palestínu skuld að gjalda.
Eg held að hugmyndin um eitt efna-
hagssvæði Palestínu, Jórdaníu og Israels,
sem verið er að tala um, sé mjög jákvæð.
Eg hef heyrt sömu hugmyndum fleygt hjá
vinurn mínum í Palestínu. Hin gamla Pal-
estína er svo lítið landsvæði að það er mjög
eðlilegt að hún sé eitt efnahagssvæði. Hins
vegar er ljóst að Israelsmenn ráða yfir fjár-
mununum en Palestínumenn hafa ekki úr
neinu að spila eins og er. Það er alveg eðli-
legt að hafa áhyggjur af því að Israelar
verði mjög ríkjandi í þessu efnahagsbanda-
lagi, a.m.k. til að byrja með. En ég trúi ekki
öðru en Palestínumenn vinni sig upp, þeir
hafa til þess vit, dugnað og þekkingu.
Það er ekki búið að ráðstafa þessum þró-
unarsjóð en það hefúr verið nefht hér á
landi að það mætti leggja fram jafngildi
þessara peninga á ýrnsan hátt. Þetta eru
engir stórkostlegir peningar sem eiga að
koma frá Islandi, 70 - 80 milljónir á fjórum
árum. Það mætti leggja þá fram í formi
einhverjar sérstakar aðstoðar. Svo ég nefni
eitthvað sem er mér nákomið þá hafa Pal-
estínumenn mjög brýna þörf fyrir lækna
með ákveðna sérfræðiþekkingu þótt þeir
búi vel hvað almenna lækna varðar. Það
vantar ekki síst fólk á sviði endurhæfingar
til þess að endurhæfa fórnarlömb hersins.
Þar eru mörg sár sem þarf að græða og
verk sem þarf að vinna.
Það er kannski lítið sem hægt væri að
gera í sjávarútvegsmálum fyrir þessa upp-
hæð en þar væri líka verk að vinna. Fisk-
veiðar voru hefðbundinn atvinnuvegur á
þessu svæði fyrir hernám en ísraelsmenn
hafa hindrað Palestínumenn í að stunda
sjóinn.
Þeir hafa ekki fengið annað en að vera í
sjávarmálinu á smákænum. Það þarf að
byggja fiskveiðarnar algjörlega upp að
nýju. Það er ekki bara við veiðarnar sjálfar
sem Islendingar gætu hjálpað til heldur á
öðrum sviðum tengdum sjávarútvegsmál-
um líka. Má þar nefna hafnargerð og
markaðsmálin," segir Sveinn Rúnar að
lokum.
Starfshópurinn við jarðhitaverkefnið. Einn Úganda-
rnannanna, jarðfrœðingur, er sá eini úr sínu þorpi sem
einhverja menntun hlaut.
um til að geta keypt sér nýja konu.
Eg ætla ekki að fjalla meir um
þennan vágest, en hugsa með mér
að alltaf tekur eitt við af öðru að
tortíma mannfólkinu.
Sumt að því sem ég les hér í
_ blöðurn er með ólíkindum: Ungur
maður ber sig illa af því að eigin-
konan hefúr farið frá honum.
Hann telur upp hvað hún tók með
sér, þ.e. húsgögn, peninga, lampa
og alls konar smádót, en lýkur
upptalningunni með því að nefna
stúlkubarn, nokkurra mánaða!
Onnur frétt sem ég læt flakka er
um fegurðarsamkeppni sem haldin
var hér í Kampala. Birt var mynd af
nokkrum stúlkum og þess getið að
þær hefðu átt að vera fleiri. Regn-
skúr eftirmiðdagsins hefði eyðilagt
hárgreiðsluna og andlitsförðunin
hefði runnið burt. Kjósa átti „Ung-
frú Ferðaiðnað, verndun villidýra
og umhverfis til eilífs samlyndis við
náttúruna“. Auk titlanna: „Ungfrú
ljósmyndafyrirsæta, ungfrú besti
persónuleiki, ungfrú fi'nust í safar-
íbúningi“ o.fl.... Ungfrú Ferðaiðn-
aður á að endurspegla hina nýju
geisla „Perlu Afríku““, eins og seg-
ir í blaðinu. Meiri áhersla er þó
lögð á greind og góða siði en and-
lits- og líkamsfcgurð.
Þróunaraðstoð hefur verið aukin
eftir að stn'ðinu lauk. Viðhorf fólks
til aðstoðarinnar virðist jákvæðara
hér en víða annars staðar, því að
Ugandamenn vilja fá aðstoð við að
byggja upp sjálfir, en telja ekki að
verið sé að greiða þeim einhverja
skuld vegna nýlendutímans, en
slíkt viðhorf gemr leitt til þess að
fólk sest með hendur í skaut og
bíður eftir endalausri aðstoð. Von-
andi er framtíðin björt og fögur í
þessu yndislega landi.
Erum á heitnleið og biðjum
að heilsa.