Vikublaðið - 17.09.1993, Side 14
14
VIKUBLAÐIÐ 17. SEPTEMBER 1993
ÁfbeldEtgí
Það er ekki laust við að maður
sé farinn að vorkenna ríkis-
stjórninni eins og hverjum
öðrum sjúklingi sem hefúr orðið
1yrir barðinu á óskiljanlegum vírus.
Vástandið er orðið slíkt að ekki er
um neitt tímabundið skapvonsku-
kast að ræða, einhverja náttúrulega
niðursveiflu í bíórytmanum, held-
ur miklu ffemur langvinn veikindi
sem leggja hvert líffærakerfið á
fætur öðru í rúst í ríkisstjórn-
arkroppnum. Setjast vírusamir
ekki síst að í heilabúinu þar sem
þeir valda ýmsu rugli og hugsana-
brengli.
Sjúkdómsgreiningin hefur þó
látið á sér standa þangað til nýlega
•S6 læknisfróðir komust að þeirri
niðurstöðu að ríkisstjórnin þjáist af
gin- og klaufaveiki. Eins og al-
kunna er hefúr hún komist í nána
snertingu við ýmisskonar kjötmeti
af óheilnæmara tagi, en sú veiki
smitast einmitt eftir slíkum leiðum.
Fyrst ber að nefúa ósoðna smygl-
kjötið hennar Bryndísar sem ein-
mitt kom úr einu af höfðuvígjum
gin- og klaufaveikinnar á seinni
tírnum; Danmörku.
Þá helltist skinkumálið yfir.
Tffcmu fjandvinir vorir Danir enn
og aftur við sögu og hafa sjálfsagt
vansoðð kjötið til að hefna þess
harms sem þeim var liúinn er vér
mótmæltum allir. Og nú síðast vilja
þeir senda okkur það ofvaxna
fiðurfé sem kalkúnar nefnast og
inenn éta fyrir vestan um leið og
þeir þakka fyrir forn kynni.
A öllum þessum málum hefur
ríkisstjórnin tekið af eindæma
klaufaskap, enda hafa þeir með því
sannað það sem forfeður okkur
vissu af hyggindum og ekki síst
reynslu, að margur verði af kjöti
klaufi. Aar okkar höfðu nefnilega
nokkra reynslu af þeim sjúkdómum
sem illur matur og sýktur, hvort
sem það var ormétið mjöl eða úldið
kjöt, kveikti með þessari þjóð, ekki
síst ef maturinn kom frá Dönum.
En sjaldan er ein báran stök.
Klaufaveiki ríkisstjórnarinnar
væri nú alveg nógu slæm ein og sér
ef ekki bættist við ginveiki hennar
líka, en ýmsir ráðherrar hennar eru
illa haldnir af þeirri veiki eins og
alþjóð er kunnugt. Lýsir hún sér í
ásókn í vökva af ákveðinni tegund
sem hellt er niður um gin manna
og ber nafn af því. Afleiðingarnar
eru skelfilegar og einkum þær að
menn galopna á sér ginið hvenær
sem er og hvar sem er og út vellur
argasta þrugl og bullumsull,
áheyrnar líkt og óráðshjal sjúklings
eða eymdaröskur vitstola manns.
Og skiptir þá engu þó menn reyni
að finna sér sínar smugur þar sem
þeir geti áfram dundað sér við smá-
fiskadráp og aðrar ofsóknir gegn
lítilmögnum hverskonar; ekki er
■*;st að Eyjólfur hressist við það.
Eru konur líka menn?
Afyrstu árum rauðsokka-
hreyfingarinnar héldu kon-
ur mjög á lofti slagorðinu:
Konur eru líka menn! í þessu slag-
orði fólst krafa um aukið jafnrétti
til handa konum á öllum sviðum.
Hér var leikið með hina tvöföldu
merkingu sem felst í orðinu maður,
nefnilega annars vegar „mann-
eskja“ og hins vegar „karlmaður".
Konur eru manneskjur á sama hátt
og karlar og með því að velja orðið
maður en ekki marmeskja varð slag-
orðið mikiu sterkara og vakti meiri
athygli, einmitt vegna hinnar tvö-
földu merkingar orðsins.
A þessum tímum var lögð á-
hersla á það í kvennabaráttunni að
uppræta kyngreind starfsheiti.
Hjúkrunarkona varð því að hjúkr-
unarfrceðingi og kennslukona að
kennara o.s.frv. Hins vegar héldu
blaðamenn og þingmenn áfram að
vera blaðamenn og þingmenn hvort
sem átt var við karla eða konur og
var þá lögð til grundvallar hin hlut-
lausa og ókyngreinda merking
orðsins maður.
Með breyttum viðhorfúm í
kvennabarátmnni þar sem lögð var
áhersla á að draga fram konuna og
menningu hennar sættu konur sig
æ síður við að vera kallaðar menn
og bentu á því til stuðnings að
merking orðsins maður hefði
þrengst og inerkti í málvitund
flestra (a.m.k. kvenna) nú á dögum
fyrst og fremst „karlmaður“. Að
nota maður sem hlutlaust orð væri
því ótækt þar sem það skírskotaði
fyrst og fremst til karlmanna og
gerði konur því ósýnilegar og að
frávikum. Upp kom því krafan um
að í stað þess að nota starfsheiti á
borð við blaðamaður, hvort sem
karlar eða konur áttu í hlut, skyldi
nú nota blaðakona/blaðamaður eftir
því sem við ætti í hvert skipti.
Svarið við því hvort konur séu
líka menn er því engan veginn ótví-
rætt og hlýtur að byggja á þeim
skilningi sem hver og einn leggur í
orðið maður.
Starfíð
Sviðsljós
Gömlu hansahillurnar
renna út
Lífsgæðakapphlaup Islendinga hefur á undan-
förnum árum verið gengdarlaust og nú sýpur
þjóðin seiðið af þeirri yfirgengilegu eyðslu sem
viðgengist hefur. Margar sögur eru til af fólki sem
skiptir um innbú og hendir því gamla á haugana án
þess að blikna. Þetta sést lílca vel þegar stríðshrjáðar
þjóðir, s.s. Kúrdar, þurfa á fötum að halda. Þá sendir
þjóðin hundruði tonna af fötum í fjölda gáma til út-
landa, föt sem keypt hafa verið til landsins dýrum
dómum og sum aldrei nomð.
En það er líka til fólk í þessu landi sem vill nýta hlut-
ina, gera upp gamla muni og þar með spara gjaldeyri
þjóðarinnar. Einn þessara manna erjónas Halldórsson
verslunar- og innkaupastjóri í fornmunaverslun á
Hverfisgömnni.
Afhverju ertu íþessu starfi?
Eg hef alla tíð verið mikill bókagrúskari
og má ekki sjá gamla bók. Þá þarf ég helst að
eignast hana. Maður finnur það á Iyktinni
hvort bókin er prenmð í Kanada eða Kaup-
mannahöfn. Og mig langar ósköp að koma
upp fornbókasölu héma Iíka. Annars spratt
áhuginn á antik og sérstaklega gömlum ís-
lenskum munum upp fyrir tilviljun. Okkur
feðgunum bauðst þetta pláss fyrir tveimur
ámm og við slógum til. Eg hef óskaplega
gaman af því að garfa upp gamla hluti. Eg er
einskonar „míní Indiana Jones“. Um daginn
gróf ég upp tvö tjörguð náttborð uppá háa-
lofti í húsi einu hér í bæ og í ljós kom að þau
vom bæði úr gamalli eik, stórfalleg nátt-
borð. Eg hef í raun gaman af því að bjarga
fornmunum. Líklega hef ég verið fomleifa-
fræðingur í fyrra lífi.
En hvencer er antik antik?
Löggilding miðast við 70 ár. En ég miða
nú svolítið við það hvort hlutirnir em fágæt-
ir eða hvort þeir eigi sér einhverja sögu.
Mestan áhuga hef ég á því að grafa upp ís-
lenska sérsmíðaða hluti. Islendingar eiga
marga fallega hluti og þeir sem vit hafa á
vilja auðvitað ekki selja. En maður finnur
alltaf eitthvað. Þetta starf gengur líka út á að
vernda hlutina og maður þarf að bera virð-
ingu fyrir þessum munum. Það vanta svolít-
ið á það hjá þessarí þjóð. Þó vil ég nú segja
að áhugi unga fólksins fer vaxandi fyrir gömlu munum
og til okkar kemur margt ungt fólk sem fengið hefúr
yfir sig nóg af plasti og járni og vill hluti með sál og
sögu. Og það er nú svo merkilegt að gömlu hansahill-
urnar, sem vom hvað mest í tísku uppúr 1960, renna út
eins og heitar lummur. Sófasett frá þessum tíma em
líka eftirsótt.
Er hcegt að l<era að vera fommunasali?
Maður verður bara að hafa áhugann. Annars hefúr
Guðmundur Axelsson í Klausturhólum verið minn að-
alkennari. Maður lærir að aldursgreina kommóðu svo
dæmi sé tekið með því að banka aftan á bakið á þeim
og komi í ljós að bakið er úr krossviði þá er viðkom-
andi kommóða smíðuð eftir 1920. Þá kom nefnilega
krossviðurinn til sögunnar.
Það þatf varla að spyija að því hvort þetta sé skemmti-
legt starf?
Þetta er óhemju skemmtilegt og spennandi.
Jónasi Halldórssyni verslunar- og innkaupastjára líður vel innan
um fommunina í verslun sinni á Hverfisgötunni. Mynd: Ol.Þ.
Hannes Pétursson á
Kjarvalsstöðum
Laugardaginn 18. september
1993 kl. 14.00 opnar að
Kjarvalsstöðum sýning á
ljóðum eftir Hannes Pétursson.
Hannes Pétursson vakti fyrst
verolega athygli með skáldskap
sínum í Ljóðum ungra skálda 1954
og ári síðar kom út fyrsta ljóðabók
hans, Kvæðabók. Æ síðan hefúr
Hannes verið mikilvirkur höfund-
ur og ljóð hans notið almennrar
hylli. Frá honum hafa komið átta
ljóðabækur en auk þess hefur hann
samið smásögur, ferðabækur og
fjallað um þjóðleg fræði. Þá hefur
hann einnig þýtt sögur og Ijóð eftir
öndvegishöfunda. Hannes lauk
prófi í íslenskum fræðum frá Há-
skóla íslands 1959 og hefur ritað
mikið um íslenskar bókmenntir,
m.a. bækur um skáldskap Stein-
gríms Thorsteinssonar og Jónasar
Hallgrímssonar.
Yrkisefni Hannesar em flest
tengd íslenskri náttúm í marg-
breytilegum myndum. Ilann sækir
einnig yrkisefni í sagnaarf og
menningu fyrri alda. Landið og
sagan, ástir og þjóðlíf em megin-
efni ljóða hans og einnig hugleið-
ingar um hverfulleikann og önnur
rök tilvemnnar.
Ljóðstíll Hannesar einkennist af
fáguðu málfari og leiftrandi mynd-
hverfinguin. Form ljóða hans er
margbreytilegt, allt frá rímnahátt-
um til prósaljóða. Langoftast notar
hann Ijóðstafi en sjaldan rím í ljóð-
um sínuin. Ilugblærinn einkennist
af æðraleysi og nærfærinni nátt-
úmskynjun sem stundum er næsta
rómantísk.
Ljóðasýningar Kjarvalsstaða,
sem unnar eru í samvinnu við Rík-
isútvarpið Rás 1, hafa verið fastir
liðir á dagskrá safnsins síðan 1991
og vakið mikla athygli. Með þeim
hafa opnast nýir möguleikar fyrir
íslensk skáld í rými sem áður var
helgað myndlistinni en jafnframt
vekja sýningarnar spurningar um
stöðu Ijóðlistarinnar í dag.
Sýningin að Kjarvalsstöðum
stendur til sunnudagsins 17. októb-
er og er opin daglega frá kl. 10.00-
18.00.