Vikublaðið


Vikublaðið - 05.11.1993, Side 9

Vikublaðið - 05.11.1993, Side 9
VIKUBLAÐIÐ 5. NOVEMBER 1993 Heiiiiurlnn 9 Idag ríkja miklir óvissutímar. Með endalokum kaldastríðsins hvarf sú vissa, ef ekki öryggi, sem ógnarjaínvægi eftírstríðsár- anna veitti. 140 ár héldu stórveldin Evrópuríkjum í járngreipum sín- um, þannig að engar breytingar urðu, eða gám orðið á ríkjaskipan álfunnar. En í sömu mund og þíð- an brast á var sem langur Þymirós- arsvefn væri á enda; líkt og í ævin- týrinu tóku menn við sömu iðju og áður en þeir féllu í svetninn langa, hefðbundnir óvinir í suð-austur- hluta álfunnar vöknuðu af dvala, grófa upp stríðsöxina og hófa að drepa hvern annan í nafai heilagra þjóðréttinda. I sjálfa sér þurftu þjóðernisdeil- ur á Balkanskaga ekki að koma neinum á óvart. Bæði markast saga þessa svæðis allt ffá síðari hluta f9. aldar til loka síðari heimsstyrjaldar af innbyrðis deilum þjóðarbrota, og einnig er hugtakið „þjóðar- hreinsun“ í raun skilgetið afkvæmi þeirrar kynþátta-þjóðemisstefau sem sett hefar svip sinn á stjórn- málahugsun álfannar allrar í um tvær aldir. Þar, ef ekki um allan lieim, hefar sú skoðun verið við- tekin að þjóðir skuli eiga sér sitt eigið heimili, eigi tilkall tíl að lúta engum öðmm þjóðum og að þær eigi rétt til þess að krefjast yfirráða yfir landssvæðum í krafd slíkra þjóðréttinda. Islendingar em engin undantekning frá þessari reglu; á síðustu öld höfauðum við vin- gjarnlegu boði Dana að gerast meðlimir í dönsku þjóðríki og stofauðum okkar eigið, með þá hugmynd að vopni að glæst fortíð og sérstakt tungumál bæði réttlætti kröfar um sjálfstæði og neyddi okkur til að krefjast þessa réttar. I hugmyndaheimi hinnar „ras- ísku“ þjóðerniskenndar hefar hug- takið þjóð öðlast nánast guðlegan sess. Skyldan við þjóðina er öllum öðmm skyldum æðri — landráð er versta tegund svika, að tala „ó- hreina“ tungu em svik við okkar innsm náttúm. Þjóðemi er eitt- hvað sem við fæðumst með, og rit- arar þjóðarsögunnar leita róta þjóðernisins í myrkustu fornöldum — til þess tíma er engum datt í hug að hann eða hún væri fremur af einu þjóðerni en öðm. I raun er hugtakið þjóð sem póli- tískt hugtak samt tiltölulega nýtt af nálinni og tæpast neina rúmlega 200 ára gamalt. Það er tilkomið í ffönsku stjórnarbyltingunni sem andsvar við falli einvelda; þegar þegnar Lúðvfks 16. höfðu höggvið af honum höfaðið og skorið þar með á tengslin við guð almáttugan þörfauðust þeir nýrrar skilgrein- ingar á uppsprettu fallveldisins í franska ríkinu. Samkvæmt kenn- ingum inanna á borð við Jean- Jacques Rousseaus var ríkisvaldið tilkomið með sáttmála einstaklinga og lögin áttu ekki að vera annað en tjáning almannaviljans, þ.e. fall- veldið býr í einstaklingum sem lúta sömu stjórn og sömu lögum. Vandamálið við hugmyndina var að ákvarða hvernig skipuleggja átti samfélagið á gmnni þessa skilnings á fallveldinu — hvar á að draga mörk á milli eins ríkis og annars? Ef hver og einn á að búa við óskert fallveldi hlýtur hver einstaklingur að vera sérstakt ríki útaf fyrir sig. Slíkt getur tæpast talist hagkvæmt, ekki síst í samfélögum nútíinans þar sem verkasldpting er efnahags- leg nauðsyn. Rousseau var samt mjög tortrygginn í garð allra stofa- ana sem virtust takmarka fallveldi einstaklinga og að hans mati hlutu ríki að vera smá ef þegnarnir áttu að njóta fallra réttinda. Aðeins í sináum ríkjum getur hver einstak- lingur tckið beinan þátt í stjóm ríkjanna og tjáð vilja sinn með beinurn hætti. Er þjóðríkið feigt? Erindi haldið á ráðstefnu um íslenska utanríkisstefnu sem félagið Verð- andi stóð fyrir hinn 16. október 1993. Byltingarmennirnir ffönsku tóku annan pól í hæðina. Frekar en að hluta Frakkland í sundur í ótal veikburða borgríki, völdu þeir að halda óbreyttu því landi sem þeir erfðu ffá einveldinu. Þessi ákvörð- un byggði á sögulegum gmnni — ríkið Frakkland var til og þarfaað- ist þess vegna ekki sérstakrar upp- götvunar — en einnig virtist fram- kvæmanlegt að halda slíku ríki saman. Það skal tekið ffam til að fyrirbyggja misskilning að sú þjóð sem fæddist í ffönsku byltingunni átti sér engar menningarlegar for- sendur; stórir hlutar ríkisins vom tiltölulega nýjar viðbætur við hið ffanska ríki og þjóðin talaði fjölda ólíkra tungna. Enn síður var Frakkland landffæðileg eining, þar sem landamæri þess í austri áttu sér enga sérstaka stoð í landslagi. Eg rek þessa sögu einungis til að minna á að upphaf þjóðríkisins var hálfgerð tilviljun. I kenningum byltingarmanna var það alls ekki þjóðin sem var fallvalda, heldur áttu allir þegnar ríkisins hlut í fall- veldinu, sem einstaklingar, eða sem þátttakendur í bræðralagi þegn- anna. A síðustu öld jókst þeirri skoðun hins vegar fylgi meðal íbúa Evrópu að fólki með svipaðan menningarbakgrunn bæri að sam- einast og mynda sérstök ríki. Hug- myndin var sú að menningin, og þá sérstaklega tungumálið, yrði til fyrir einhvers konar samspil manns og náttúm, þannig að aðstæður á hverjum stað mómðu sálarlíf og hugsunarhátt einstaklinga, kynslóð effir kynslóð. Þess vegna bæri fólki að varðveita menningu sína, af því að annað væri svik við uppmna þess, gengnar kynslóðir og kyn- slóðir framtíðarinnar. Fljótlega varð vart við tilhneigingar til kyn- þáttafordóma hjá áhangendum þessara hugmynda, þ.e.a.s. þá hug- dettu að surnar menningarheildir væm æðri öðrum og að þær hefðu þar með rétt til að drottna á grund- velli yfirburða sinna. Guðmundur Hálfdanarson Þessi nýi straumur þjóðernis- hyggju átti lítið skylt við þær lýð- ræðishugmyndir sem komu fram í ffönsku byltingunni og í raun varð hann til sem andsvar við skynsem- is- og einstaklingshyggju í anda upplýsingarinnar. En þegar til kom reyndist erfitt að halda þessum tveimur pólitísku straumum að- greindum. Miðað við þær aðstæður sem ríktu á 19. öld mynduðu „þjóðir" hentugar ríkjaeiningar um leið og þær reyndust vel til affnörkunar á þeim hópum sem áttu fallveldið í sameiningu. Slík afmörkun hafði ekki valdið neinum verulegum heilabrotum á tíma ein-veldanna, þar sem einvaldir konungar höfðu meiri áhuga á að þenja ríki sín út en að samræma réttindi og lög í öllum homum þeirra. I lýðræðisríkjum eiga þegnamir hins vegar allir að lúta sömu lögum hvar sem þeir búa og hvaða stétt sem þeir tilheyra, eða svo segir kenningin a.m.k., og því er nauðsynlegt að samræmdar reglur gildi í ríkinu öllu. A síðustu öld vom mjög verulegar takmark- anir fyrir því hversu stór slík ríki gám orðið vegna þess hve sam- göngur yfir langan veg vom erfið- ar. Ef við lítum á ríkjamyndun á þeim tíma kemur því í ljós mjög á- kveðið mynsmr: smá ríkjabrot renna saman í tiltölulega stórar einingar og mynda rfki eins og Þýskaland og Italíu, ósamstæð heimsveldi með vanþróaða mið- stjórn eins og Ausmrríki leysast upp á meðan skilgreining og upp- bygging ríkisvalds í öflugum kon- ungsríkjum eins og því franska og breska breytist, án þess að landa- mæri þeirra hafí færst vemlega til. Nú er rétt að hverfa ffá þessum vangavelmm sagnfræðingsins yfir í það sem ég ætlaði að fjalla um, þ.e. heilbrigði þjóðríkja í nútímanum. Hvert stefair þetta ríkisform sem varð svona allsráðandi á öldinni sem leið? I raun er erfitt að svara þessari spurningu á óyggjandi hátt, í og með af því sagnfræðingar hafa lært af bimrri reynslu að þeir em slakir spámenn, en einnig vegna þess að þróunin virðist ganga í tvær gagn- stæðar áttir. A meðan ffændur ber- ast á banaspjót í Júgóslavíu sálugu og Sovétríkin leysast upp í ótelj- andi ffumparta, virðast þjóðríki Vesmr-Evrópu á leið í eina sæng, þó svo að leiðin til sameiningar virðist smndum vera grýttari en bjartsýnusm sameiningarsinnar vonuðust til. En sá lærdómur sent við gemm dregið af þróun síðustu ára er hins vegar ótvíræður, þ.e. sá gmndvöll- ur sem þjóðríkið var byggt á í fyrstu er löngu brostinn. Það sem gerst hefar er nefnilega það að gleymst hefar að þjóðríkið er í eðli sínu ekkert annað en skipulags- form sem á sér sögulegar forsendur en er fjarri því að vera einhvers konar guðleg smíð. Það varð til fyrir daga flugvéla, síma, útvarps, sjónvarps, faxtækja og tölvupósts, og ef söguleg þróun fengi að ganga sinn gang ætti það að deyja með þeim aðstæðum sem skópu það. A tímurn þegar æ fleiri hindrun- um er rutt úr vegi samskipta yfir langan veg og þegar sífellt meiri þörf er á skynsamlegri og ábyrgri stjóm í málefnum sem þekkja eng- in landamæri, s.s. í málefnum sem snerta umhverfi og nýtingu nátt- úruauðlinda, þá verður huginyndin um þjóðríkið til sífellt meiri trafala. Það sem rneira er, í skjóli þjóðern- isstefhu og hins svonefnda heilaga réttar þjóðemis em drýgð grimmdarverk og kúgun sem taka öllu ffam sem áður hefar þekkst. Nú drepa menn ekki lengur ná- ungann í leit að fé og ffama, heldur vegna þess að það er heilög skylda þjóðrækinna manna. Ég ætla mér þó ekki þá dul að spá fyrir um þróun heimsmála, allra síst um endanlegt hran þjóð- ríkja á næstu áram. Þjóðerni og þjóðemisvitund höfða til kennda sem ná mun dýpra en efaahagsleg skynsemi eða rökhugsun. A rnarg- an hátt hafa þjóðemi og þjóðernis- vitund leyst trúarbrögð og kirkju af hólnti. I henni leita menn að sam- kennd, „ídentíteti", og þörf fyrir slíka tilfinningu hefar fylgt mann- inum frá upphafi. Þjóðríkin hafa líka fest sjálf sig rækilega í sessi með skipulegu uppeldi þegnanna. 1 skólum er börnum kennt að virða allt það sem þjóðlegt er, þjóðleg tákn njóta virðingar eins og tákn trúarinnar áður, þjóðhetjur sömu tilfinningar og dýrlingar kaþólskunnar og undarlegur fiðr- ingur fer unt menn þegar þjóð- söngur þeirra er leikinn þó svo þeir geti ekki fyrir sitt litla líf lagt á minnið nema línu eða tvær af text- anum. Allt ber þetta vott um djúpa sjálfheldu. Það ríkisform sem gerði sköpun nútímasamfélagsins mögu- lega tefar nú fyrir ffekari þróun þess. Enginn getur efast um að hlutverk Evrópubandalagsins er í eðli sínu mjög göfagt, þar sem með stofaun þess rafa þjóðir Vesmr- Evrópu þann vítahring hefada og gagnhefada sem kynt hafði undir tvær heimsstyrjaldir. En um leið er greinilegt að íbúar Evrópu eiga erfitt með að stíga skrefið til falls, þ.e. að leggja niður ríkisstjórnir og þjóðþing einstakra landa og renna saman í eitt stórt allsherjarríki. Með því glömm við fallveldinu segja menn, en hafa menn minna fallveldi ef þeir búa í stóra rfki en smáu? Er fallveldi Frakkans minna en Islendingsins, einungis vegna þess að tíl era fleiri Frakkar en Is- lendingar? Þá koma Þjóðverjar til með að ráða öllu í Evrópu, segja aðrir, og tekst þar með það sem þeim mistókst í heimsstyrjöldun- um tveimur. Þeir sem halda slíku fram gleyma því að markmiðið er að það verði engir Þjóðverjar, heldur að- eins Evrópubúar, og reyndar gemr Evrópubandalagið aldrei orðið neftt meira en það er nú þegar, þ.e. skrifræðisskrýmsli, án slíkrar hug- arfarsbreytingar. Pólitísk orðræða nútímans ber þess ótvíræðan vott að við hugsurn og skynjum okkur fyrst og fremst sem hluta af þjóðum og við hvorki gemm né erum reiðubúin til, <ið gefa þessa vimnd upp á bátinn hversu nauðsynlegt sem það. væri fyrir samfélagsþróun í heiminum. Ilver þróunin verður næsm ára- mgina veit ég ekki, en lýk máli mínu á að umorða fleyg ummæli Marks Twains: Fréttir af dauða þjóðríkisins era stórlega ýktar. Höfundur er sagnfiræðingur Kosning ungs fólks í fram- kvæmdastjórn og miðstjórn- Alþýðubandalagsins Kjörgengi og kosningarétt eiga allir flokksbundnir Al- þýðubandalagsmenn sem eru yngri en 30 ára 26. nóvember. Kosinn er einn fulltrúi í framkvæmda- stjórn og sjö í miðstjórn. Kjörskrá Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Alþýðubanda- lagsins. Frestur til að gera athugasemdir er til kl. 17.00, mánudaginn 15. nóvember n.k. Framboðsfrestur Frestur til að skila framboðum er einnig til kl. 17.00, mánudaginn 15. nóvember n.k. Sérhver flokksmaður undir þrítugu er kjörgengur.”^' Flokksmenn undir þrítugu geta einnig tilnefnt einstakling í framboð að fengnu skriflegu samþykki hans. Athugasemdir við kjörskrá og tilkynningar um fram- boð eiga að berast Skrifsfofu Alþýðubandalagsins Laugavegi 3, 101 Reykjavík Sími 91-17500 - Símbréf 91-17599 Kjörstjórn

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.