Vikublaðið


Vikublaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 4
4 Atvinnuleysið VIKUBLAÐIÐ 28. JANLJAR 1994 Hvað gerir borgin? Forystumenn verkalýðsfélaganna sem boðuðu til fundar gegn at- vinnuleysi á Austurvelli í gær segja að það stefni í metatvinnuleysi á Reykjavíkursvæðinu. Fólk af öllum þjóðfélagsstigum sé að missa vinnu. Ástandið hafi aldrei verið verra og allt bendi til þess að það eigi enn eftir að versna. Hvert er hlutverk sveitarfélagsins við þessar aðstæður? Hvað gerir Reykjavíkurborg til þess að bregð- ast við þessum vágesti? Hvað er verið að gera, hvað væri hægt að gera? Samkvæmt lögum ber Reykja- vík eins og öðrum stærri sveitarfélögum að reka vinnu- miðlun og ráðningarstofu. Þessu hlutverki gegnir Ráðningarstofa Reykjavíkur. Hún er opinber og al- menn skráningarstofa atvinnu- lausra, bæði þeirra sem eiga rétt á bótum og hinna sem engan rétt eiga. Þeir sem verða atvinnulausir skrá sig á vinnumiðlunina, en eftir það þurfa menn að stimpla sig inn einu sinni í viku til þess að fá at- vinnuleysisbætur. Aukið atvinnu- leysi hefur haft mikil áhrif á starf- semi Ráðningarstofunnar. Um langan aldur vantaði ffekar fólk en vinnu og að sögn Gunnars Helga- sonar forstöðumanns Ráðningar- stofunnar þekkti starfsfólk hennar flesta sem voru á skrá. „Nú er fólk úr öllum stéttum á skrá hjá okkur, en þó hafa verkamenn og verslun- arstéttin átt bágast.“ Nýr forstöðumaður Ráðningarstofu ráðinn - réttjýrir kosningar Gunnar segir húsnæðið og starf- semina hafa miðast við fjölda at- vinnulausra á undanfömum árum; þrjú til sexhundrað og upp í eitt þúsund þegar mest var. Nú em að- stæður allt aðrar og Gunnar bendir á að nú þegar atvinnulausir em um 3500 þurfi að taka á móti 700 manns á dag. Til þess er húsnæðið allt of lítið. Af þessum sökum hafa verið ákveðnar ýmsar skipulags- breytingar á Ráðningarstofunni, starfsmannafjöldi hefur tvöfaldast, verið er að tölvuvæða hana og inn- an skamms mun hún flytja í nýtt húsnæði að Engjateig 7. Að vísu mun atvinnumiðlun fyr- ir öryrkja verða á sama stað að Borgartúni 3. I nýju húsi á vinnu- aðstaða öll að batna, meiri áhersla verður lögð á vinnumiðlun og ráð- gjöf og í því skyni verða þarna bæði félagsráðgjafi og atvinnuráðgjafar. Jóna Gróa Sigurðardóttir formað- ur atvinnumálanefhdar Reykjavík- urborgar, sem mál Ráðningarstof- unnar heyra undir, segir að með þessu verði gjörbylting á aðstöðu til vinnumiðlunar. Enn er ótalin sú breyting sem verður hjá Ráðning- arstofunni þegar Gunnar Helgason sem verið hefur forstöðumaður hennar í tuttugu ár lætur af störf- um fyrir aldurs sakir. Starf hans hefur þegar verið auglýst og verður nýr maður ráðinn fýrir kosningar í vor. Fulltrúar minnihlutaflokkanna í borgarstjóm hafa gagnrýnt þetta og segja Iýðræðislegra að bíða þar til kosningar hafa farið fram svo að sá meirihluti sem þá ræður ríkjum Að sameina nám Meðal þeirra átaksverk- efha sem borgin hefur sett af stað em verkefni sem tengjast lengdri viðvem í gmnnskólum. Kostnaður við þessi verkefni er greiddur af Reykjavík- urborg, Atvinnuleysistrygginga- sjóði og af því fé sem lagt var til efl- ingar atvinnu kvenna á vegum Fé- lagsmálaráðuneytisins. Aðeins er ráðið fólk af atvinnuleysiskrám. Hér er t.d. um að ræða fólk sem er ráðið vegna lengdrar viðvera í skólum, næringarátaks í gmnn- skólum borgarinnar og einnig til þess að vinna gegn einelti og hjálpa þeim sem af einhverjum ástæðum eiga erfitt félagslega. Þetta er skiptíverkefni, sem þýðir að konurnar em í hálfan dag í vinnu og hálfan dag í skóla að fræðast um efni sem tengjast starf- inu. Kennslan fer fram hjá Náms- flokkum Reykjavíkur. Guðrún Halldórsdóttír skóla- stjóri Námsflokkanna segir að nú eftir áramót hafi 50 konur hafið þáttöku í þessu verkefhi. „Þetta er að því leyti sérstakt að hér er fólk bæði í starfi og námi og fær laun fýrir allt sainan. Flestar kvennanna hafa verið mjög ánægðar.“ Þær konur sem hafa fengið vinnu í þessu verkefhi hafa allar verið með grannskólapróf. Gert er ráð fýrir að þær hafi einhverja AífíREimiA og starf mennmn umffarn það, hvort sem um er að ræða framhaldsskólanám eða námskeið í uppeldisffæðum, t.d. á veguin Sóknar og að þær hafi reynslu að uppeldisstörfum á vinnumarkaði eða á heimili. „Hugmyndin er að þær getí lok- ið prófum á framhaldsskólastigi, t.d. í uppeldisffæði og sálarffæði." Guðrún tekur fram að ekki sé ætl- unin að þetta fólk fari á neinn hátt inn á starfssvið kennara. Hún segir að lokum „Ég held að það sé hægt að gera úr þessu mjög góðan hlut, enda er það ffamtíðin að fólk sem vinni svona störf fái menntun.“ arinnar ættí að vera í formi aftur- kræfs láns eða hlutabréfa. Þetta hefur reyndar smám saman verið að komast á, t.d. verður þetta svona hjá Aflvaka." Á ffamangreindu sést að borgin hefur verið að taka við sér í at- vinnumálum, en er nóg að gert? Um það segir Hrannar Björn að það sem gert hafi verið, þó gott sé, sé því miður ekki nóg. „I rauninni hefur borgarstjóm ekki gert meira en fýrirsjáanlegt væri að þyrftí að gera. Við síðustu fjárhagsáætlun vom útgjöld til atvinnumála ákveð- in minni en ljóst var að þyrftí að vera. Þannig gat meirihlutínn lagt áherslu á hve mikið þau útgjöld hefðu verið aukin þó að vitað hefði verið ffá upphafi að þyrftí að auka þau.“ Jóna Gróa leggur áherslu á hve mikið borgin hafi lagt í að skapa atvinnu, t.d. hafi borgin skapað 7000 manns atvinnu á síð- asta ári. Inni í þeirri tölu er skóla- fólk sem fékk sumarvinnu á vegum borgarinnar. „Borgin lagði sig svo mikið ffam við að útvega fólki vinnu að í sumar var tvísett í mörg störf þannig að unnið var á vökt- um,“ segir hún. Frá blaðamannafiindi verkalýðshreyfingarinnar í vikunni þar sem útifundurinn á Austurvelli í g<er var kynntur. F.v.: Grétar Þorsteinsson formaður Trésmiðafélagsins, Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar og Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar í Hafiuirfirði. A borgin að „spýta pen- ingum“ út íatvinnulíf- ið? Allir viðmælendur Vikublaðsins em sammála um að borgin eigi að taka þátt í sköpun atvinnutækifæra við aðstæður eins og nú ríkja. I því sambandi er ekki úr vegi að minna á orð Guðmundar J. Guðmunds- sonar formanns Dagsbrúnar sem er einmitt í samstarfsnefnd um at- vinnumál ásamt Jónu Gróu og fleiram. Hann segir: „Þegar svona ástand ríkir þá verða bæði ríki og borg að spýta peningum út í at- vinnulífuð. Jóna Gróa tekur ekki eins djúpt í árinni en segir: „Það er mín skoðun að hið opinbera eigi að jafna út svona sveiflur og hins vegar að halda að sér höndum þegar þensla nkir. Samstarfið í atvinnumála- nefndinni um að vinna að þessum málum hefur verið mjög gott. Eg man nú bara ekki eftír ágreiningi. Hrannar Björn er sammála þessu, með fýrirvömm þó. „Sam- starfið hefur gengið ágætlega þó að upplýsingastreymið hafi ekki alltaf Atvinnuleysingjar í biðröð á Ráðningarskrifitofu Reykjavíkur. getí ráðið embættismann í þessa stofnun sem allt lítur út fýrir að muni gegna æ veigameira hlutverki á næsm ámm. Um þetta segir Jóna Gróa: „Gunnar Helgason óskaði sjálfur eftír að hætta og mun láta af störf- um 1. mars. Nú er verið að endur- skipuleggja Ráðningarstofuna svo að það er nauðsynlegt að nýr mað- ur verði inni í þeirri vinnu.“ Hrannar Björn Amarsson er fulltrúi Nýs Vettvangs í atvinnu- málanefnd. Hann segir breytíng- amar hafa verið á döfinni í allan vemr og eðlilegra hefði verið að ráða nýjan forstöðumann Ráðning- arstofunnar fýrr svo að hann gæti tekið þátt í þeim. ,Auðvitað er bara verið að sjá tíl þess að Sjálfstæðis- menn getí verið búnir að koma sín- um manni í embættíð fýrir kosn- ingar og hugsanlegar breytingar á meirihlutanum. Það skiptír ekki öllu máli hvort nýr forstöðumaður kemur til starfa í mars eða maí.“ Hins vegar líst Hrannari vel á þær breytingar sem verið er að gera á Ráðningarstofunni og bætir við: „Sjálfur hef ég haft mínar hug- myndir um Ráðningarstofuna og hafa sumar þeirra verið teknar inn í þessar nýju tíllögur núna.“ Atvinnuþróunarfélagið Aflvaki Reykjavíkurborg hefur ásamt öðmm opinbemm aðilum staðið fýrir átaksverkefnum og er sagt frá dæmum um þau hér tíl hliðar. rauninni er Aflvaki mjög merkilegt og þarft verkefni, en vegna and- stöðu innan Sjálfstæðisflokksins er hann ekki nærri eins kröftugur og hann hefði þurft að vera. I tillögu sem ég lagði fram áður en Aflvaki var stofnaður er gert ráð fýrir stofnun atvinnuþróunarfélags með öflugum áhættulánasjóði. Það sem við í minnihlutanum höfum fýrst og ffernst gagnrýnt í sambandi við hann er að of lítíð fé hafi verið lagt í hann og að við stofnun hans er verið að færa ráðstöfunarfé borgar- innar í atvinnumálum frá kjörnum fulltrúum borgarbúa yfir á sjálf- valda fulltrúa Sjálfstæðisflokksins," segir Hrannar Björn. Er nóg að gert? Meðal hlutverka atvinnumála- nefndar er að deila út styrkjum tíl fýrirtækja sem eru með nýsköpun. Styrkurinn kemur þá á síðustu stig- um framleiðslunnar og er fýrst og ffemst ætlað að standa straum af kynningarkostnaði. Neffidin hefur ekki mikla fjármuni til umráða en sækir um styrki tíl borgarráðs ef um stærri verkefni er að ræða. Hrannar Björn hefur gagnrýnt það að þessir styrkir skulu vera óendur- kræfir jaftível þó hagnaður verði af verkefnunum. „Þessi aðstoð borg- Einnig hefur borgin stofnað at- vinnuþróunarfýrirtæki í Reykjavík, Aflvaka Reykjavíkur hf. Stofnun þess er byggð á þeirri skoðun að stjómendur Reykjavíkur eigi að bregðast við þeirri atvinnuleysis- þróun sem hefur orðið. Það er m.a. rökstutt með tilvísun tíl mikils tekjutaps sem borgin hefur orðið fýrir vegna samdráttar í atvinnulíf- inu. Einnig er í greinargerð um stofnun Aflvaka bent á mikinn kostnað borgarsjóðs af ýmsum skammtímaverkefnum tíl þess að auka ffamboð sumarstarfa og þeirri spurningu varpað fram hvort ekki hefði verið rétt að nota hluta af því fé til þess að finna varanleg úrræði. Markmið Aflvaka er að styrkja at- vinnulíf í Reykjavík meðal annars með því að styrkja verkefni sem stuðla að nýsköpun. Jóna Gróa Sigurðardóttir segir að Aflvaki hafi alveg ákveðið verksvið sem skarist ekki við verksvið atvinnumála- nefhdar, þó að auðvitað séu tengsl þama á milli. Þessu em fulltrúar minnihlutans ekki sammála og t.d. segir Ingibjörg Hafstað fulltrúi Kvennalistans að Aflvaki sé búinn að taka yfir mikið af verksviði nefndarinnar. Hins vegar er sátt miili minnhluta og meirihluta um gildi stofhunar þróunarfélags. „I

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.