Vikublaðið


Vikublaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 9
VIKUBLAÐIÐ 28. JANÚAR 1994 llmheimurimi 9 ræna sviðsetningu sé að ræða. Það fer þó ekki á milli mála að götulífið hefur tekið miklum breytingum á síðustu fjórum árum. Á mann hrópar aukin velsæld annars vegar og örbyrgð hins vegar — sá dúett getur aldrei raddast svo vel sé. Ef til vill er þá rétt að það sem fyrri stjórnvöldum tóks í efhahagsmál- um hafi verið að jafha út skortin- um. Launamál og einka- vœðing ríkisjyrirtækja Á stjórnarárum kommúnista voru launamál nokkuð á skjön við það sem tíðkast hefur vestantjalds og þótt spilling væri mikil var launamunur ekki nema brot af því sem hann er í dag. Verkamenn í þungaiðnaði og námum höfðu til dæmis margföld laun á við lækna og verkffæðinga. Ljóst er að þró- unin í átt til markaðshagkerfis mun snúa þessurn lilutföllum við. Það virðist því einkennilegt að bylting- in sem verkalýðssamtökin Sam- staða bar uppi muni leiða til þess að koma á vestrænum launahlut- föllum þar sem verkafólk rekur lestina. Þegar ég spurði Leszek Jankowski talsmann Samstöðu að þessu síðastliðið sumar svaraði hann því til að Samstaða væri ekki eiginleg verkalýðssamtök heldur launþegahreyfing sem tæki mið af heildarhagsmunum en ekki hags- munum einstakra hópa. Að hans mati þurfa kjarabætur launþega að vera í samhljómi við umbætur í Póllandi og byggja á þjóðfélagskenningum kaþólsku kirkjunnar, m.a. um hvernig eigi að skipta gróða og veita fólki tæki- færi. Samstaða hefur stutt viðleitni stjórnvalda til að koma á einhvers- konar markaðsbúskap, en sá stuðn- ingur hefur ekki verið skilyrðis- laus. Einkavæðingartilraunir stjórnvalda og aðferðir þeirra við að slá á hið gríðarlega atvinnuleysi eru mál sem hafa vakið háværar deilur í Póllandi að undanförnu. I þeim málaflokkum báðum hefur skorist mjög í odda með Samstöðu og stjórnvöldum. Eg spurði Jacek Kuron, félags- og atvinnumálaráð- herra og Leszek Jankowski tals- mann Samstöðu um þessi áform og þær tilraunir sem þegar hafa verið gerðar. Jacek Kuron var fyrrum í ung- liðasveit Kommúnistaflokksins en yfirgaf flokkinn og var í mörg ár einn orðhvatasti andstæðingur stjórnvalda. Gagnrýni hans var jafnan hörð og lét svo illa í eyrum ráðamanna að hann þurfti að sitja fjölda ára í fangelsum. Nú er Kuron orðinn ráðherra. Hann er í for- ystusveit Lýðræðis- flokksins og sá stjórn- málamaður sem nýtur langmestra vinsælda. Þegar ég talaði við hann á skrifstofu hans var hann klæddur í nankins- buxur og skyrtu sem var óhneppt í hálsinn. í sjón var hann í ljósárafjar- lægð ffá teprulegum ráðherraímyndum í jakkafötum, með bindi eða slaufu. Með viskítár í tánni og glampa í augum talaði hann eins og hann vildi frelsa heiminn. Kuron kvað einkavæðingu og at- vinnuleysi vera tvö aðskilin mál. „Ef okkur tekst hins vegar að koma hugmyndum okkar um einkavæð- ingu ríkisfyrirtækja í framkvæmd mun það minnka atvinnuleysi." Hinsvegar taldi hann þá þeirri spurningu ósvarað hver yrði hlutur launþega. Samkvæint opinberum tölum er atvinnuleysi á Iandsvísu um 14 prósent og fer sumstaðar í 30. Hins vegar taldi hann atvinnu- leysi ekki jafn skelfilegt og and- stæðingar stjórnarinnar fullyrtu. Hann þenti á að lögum samkvæmt gæti fók hætt að vinna og farið á at- vinnuleysisskrá ef það væri búið að vinna í hálft ár hjá sama atvinnu- rekanda. Það héldi þá stórum hluta launa sinna og gæti hugsanlega unnið svart. Að mati Kurons hafði nokkuð borið á því að fólk veidi þennan kost, sérstaklega þar sem laun voru svo lág fyrir að lítill munur var á atvinnuleysisbótum og launum. Slík dæmi þekkjast víð- ar og flokkast af sumum undir sjálfsbjargarviðleitni. „Eg tel þó að fúllyrða megi að atvinnuleysi sé um þriðjungi ininna en opinberar tölur gefa til kynna.“ Jankowski talsmaður Samstöðu kvað samtök sín vera algjörlega andsnúin stjórnvöldum hvað varð- ar einkavæðingu og aðgerðir þeirra í atvinnuleysismálum væru ómark- vissar og fálmkenndar. Til marks um hvernig einkavæðingartilraunir stjórnvalda hefðu oft leitt til auk- innar spillingar nefhdi hann dæmi urn postulínsverksmiðju í Vábrych. Hún var seld efnamönnum með því skilyrði að fyrst í stað yrði öll- um hagnaði veitt í að endurnýja tækjabúnað og auka gæði og fram- leiðni. „Eigendurnir byrjuðu á því að greiða sér 500 milljónir zlotisa í mánaðarkaup (tæpar tvær milljónir króna), en greiða verkamönnum 3 milljónir á mánuði sem samsvarar ríflega ellefu þúsund íslenskum krónum. Nú stendur yfir verkfall vegna þessara svika og spillingar. Þetta er þó aðeins eitt dæmi af ótal mörgum, slíkt gerist í hverjum mánuði. Það hefur kornið í ljós að oft þegar fyrirtæki eru seld þá gleymist starfsfólkið og tii undan- tekningar heyrir ef haft er samband við verkalýðsfélög í því sambandi. Samstaða er að undurbúa að safna slíkum dæmum í „hvíta bók“ og það verður þykk bók.“ Það hefur komið í ljós að fáir Pólverjar eru svo fjársterkir að þeir geti keypt litla verksmiðju, hvað þá stóra. Af þeim sökuin hefur mjög verið biðlað til erlendra auðfyrir- tækja um að þau leggi fram fjár- magn í fyrirtækjarekstur í Póllandi. Fyrirtæki eru falboðin á útsölu- verði og kostakjörum. Þær raddir gerast nú æ háværari að hér verði stjórnvöld að gá að sér. 1 flestum tilvikum hafa erlendir aðilar verið að hugsa um fyrirtæki sem bera sig, enda markaðslögmál að hætti strákanna ffá Chicago hvorki í fjötrum mannúðar- né byggðar- sjónarmiða. Hins vegar er lítill þjóðhagslegur hagnaður af slíkum sölum. Hin fyrirtækin sem bera sig síður sitja eftir, enginn vill kaupa en þó geta þau verið þjóðhagslega hagkvæm og haldið heiluin bæ eða borg á floti. Lech Walesa Þegar ég ræddi við Piotr Novina Konopka fyrir tæpum fimm árurn taldi hann að sú leið sem Samstaða ætlaði að feta ffá tilskipunarkerfinu í átt til markaðskerfis yrði erfið og þyrnum stráð. Hann taldi þá að umbæmr ætti að ffamkvæma án snöggrar byltingar og reyna effir megni að sneiða hjá sársaukafullum aðgerðum. Fyrir fjórum áruin síð- an var Piotr Novina Konopka tals- maður Samstöðu og hægri hönd Lechs Walesa. Nú er hann geng- inn úr Samstöðu eins og reyndar fleiri af fyrrum forystumönnum samtakanna. Ilann hefur einnig gengið úr vistinni hjá Walesa og er, eins og margir fyrri félaga hans, ákaflega gagnrýninn á forsetann. Gagnrýnin hefur m.a. beinst að einræðistilhneigingum hans og fyririnyndir hans eru sagðar Pivsudski marskálkur sein var ein- ræðisherra í Póllandi á millistríðs- Mynd: ÓI.Þ. Mynd: ÓI.Þ. ámnum og Benito Mussolíni, II Duche. Pivsudski-líkingin er sögð sótt til Walesa sjálfs sem hefur op- inberlega lýst yfir hrifhingu sinni á marskálknum sem lét árið 1920 heri sína ráðast inn í Rússland sem þá var flakandi í sámm vegna borg- arastríðs. Árangurinn varð sá að Pólland bætti við sig landi í Ukra- ínu, Hvíta-Rússlandi og Litháen. Ef til vill dreymir Walesa einnig stórpólska drauma eins og Pivsudski. Mussolíni-líkingin er heldur ekki gripin úr lausu lofti því eitt helsta áhugamál Walesa frarn að kosningum í haust var að koma á fót umbótafylkingu - BBWR - sem átti að vera borin uppi af helstu atvinnurekendunt, verka- lýðsleiðtogum, embættismönnum og stjórnmálamönnum. Markmið- ið var að draga úr spennu á milli ó- líkra þjóðfélagsafla en þess í stað láta þau vinna sarnan að umbótum. - Á Italíu var þessari hugmynd valið nafnið korporativismi eða starfs- greinaskipan og fólst í því að koma á stjórnkerfi sem grundvallaðist á samtökum atvinnugreina og draga sem mest úr vægi stjómmálaflokka. Það virðist hálf kaldhæðislegt að manninum sem sagði þegar hann stóð á þröskuldi valdanna í júní 1989 að umfram alltyrði að forðast að ein tegund einræðis breyttist í aðra, sé nú ýmist líkt við Pivsduski eða Mussólíni. Spilling Þess sjást greinileg merki að er- lend stórfyrirtæki hafa þegar hafist handa við að byggja upp rekstur í Póllandi, erlendar fjármagnsstofh- anir eru að reisa sér hallir, pizzu- og hamborgarakeðjur em mættar á staðinn og ýmis stórfyrirtæki önn- ur líta hým auga til hins ódýra vinnuafls sem Pólland býður uppá um þessar mundir. Á síðustu fjómm árum rúmum hafa gríðarlegar breytingar átt sér stað í Póllandi og víst er að allar hafa þær ekki fallið að drauinum þess fólks sem stóð að Samstöðu- byltingunni 1989. Bilið á milli— ríkra og fátækra hefur aukist, glæp- um fjölgað og mikill fjöldi fólks flæðir inn í landið án þess að hafa atvinnuleyfi eða von um atvinnu. Að nokkru leyti blasir við kunnug- leg mynd fyrir íslending. Til dæm- is hefur færst mjög í vöxt að fólk taki stór lán og lendi í vanskilum. Eftir langan feril í dómskerfinu kemur loks í ljós að ekkert er að hafa af skuldaranum, sem hefur sitt á hreinu með því að eiga ekkert en njóta þó lífsins gæða. Gagnkvæmir vinagreiðar athafnamanna af þessu tagi og stjómmálamanna em jafn hversdagslegir Póllandi og á ís- landi. Það virðist kaldhæðnislegt að nú þegar Samstaða, samtökin sem ýttu þróun af stað sem breytti allri Austur-Evrópu, hefur fleytt sínum mönnum á topp valdapír- amídans séu þeir hinir sömu ásak- aðir um að gleyma loforðum sín- um, maka krókinn og skilja Sam- stöðu eftir í stjórnarandstöðu. Lech Walesa hefúr fjallað um spillinguna í pólsku samfélagi og talar smndum í hring eins og stjórnmálamanna er hátmr. I öðm orðinu heitir hann aðgerðum til að uppræta spillingu, en dregur jafn- harðan í land með því að geta þess að vafasamt sé hvort aðgerðir muni duga. Einhvernveginn virðist bar- áttan gegn spillingu, sem flestdr em sammála um að sé annað og meira en orð, vera föst í sjálfheldu - sjálf- heldu orða. Ef til vill er um að kenna virðingu fyrir ffelsi, því að baráttan fyrir frelsi á undanförnum áramgum hafi haft það í för nteð sér að þeir sem Samstaða fleytti til valda hafi gleymt að það er bæði til frelsi til og ffelsi frá. Sic transit gloria mundi!

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.