Vikublaðið


Vikublaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 15

Vikublaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 15
VIKUBLAÐIÐ 28. JANUAR 1994 15 Rithöndin Frumleg Þú hefiir ákaflega hlýja og sam- úðarríka skapgerð. Uppreisn gegn öllu ranglæti er þér of- arlega í huga. Þú hefur þó tamið þér sjálfstjórn, líka þegar þig langar til að stökkva upp og berja niður hnefunum. Nú getur þú talað stilli- lega fyrir máli þínu þó svo þú sért fokvond. Þú ert frumleg í hugsun og sér á báti að mörgu ieyti. Smekkur þinn og með sérstakan smekk er sérstæður og lausnir þínar á hin- um ýmsu málum sem upp koma í daglegu lífi oft óvenjulegar. Þess vegna finnst vinum þínum þú skemmtileg og sjálf færðu margar ánægjusmndir vegna þíns sérstæða sjónarhorns. Að vísu líka smndum skilningsleysi viðmælenda. Þú virðíst eiga afar létt með nám og yfirleitt eru öll viðfongsefni þér létt. Nema þá helst að setja þig inn í og tala um hversdagslega hluti sem litlu máli skipta að þínum dómi. Þú gerir það samt ef aðstæð- urnar krefjast þess. Þú vinnur oftast hratt og létt ef þú vinnur með höndunum. Þú ert vinur dýra og barna. Einfaldir lífs- hættir og heimilishald er þér að skapi. En þér finnst gaman að búa til litlar veislur eða tyllidaga öðru hverju. Það er ósennilegt að erfiðleikar lífsbarámmnar vaxi þér yfir höfuð. Góða framtíð. RSE Lárajóna Þorsteinsdóttir, fóstra. Sviðsljós Vatnslitamyndir Ásgríms Jónssonar í Listasafni íslands Amorgun, laugardaginn 29. janúar, verður opnuð í Listasafni Islands sýn- ing á úrvali vamslitamynda Asgríms Jónssonar í eigu safnsins og Safhs Asgríms Jónssonar. Safh Asgríms Jónssonar var sameinað Listasafninu samkvæmt ákvæðum í erfðaskrá hans, þegar það flutti í eigið húsnæði árið 1988. Listasafnið vill minna á þessa fyrstu stórgjöf listamanns til safnsins, um leið og það hefur 110. starfsár sitt á fimmtíu ára af- mæli lýðveldisins. Asgrímur Jónsson hóf snemma að mála með vatnslitum og málaði allan sinn starfsferil jöfnum hönd- um með þeim og olíulimm. Hann náði undraverðum tökum á þess- um vandmeð- ferna miðli og er talinn fremsti vatnslitamálari þjóðarinnar. Ásgrímur Jóns- son var fyrsti ís- lenski listmálar- inn, sem gerði þá listgrein að ævistarfi sínu eingöngu. Hann er brautryðjandi nútímamynd- listar á Islandi og viðfengsefni hans eru aðal- lega náttúra íslands. A sýningunni verða myndir frá ýmsum skeiðum á starfsferli Ásgríms allt ffá fyrsm námsárum hans hér heima, m.a. úr ferðum hans í Skaftafellssýslur 1910 - 12, til síðustu áranna er hann málaði m.a. á Þingvöllum og Húsafelli. Sýningin stendur til 13. mars og verður opin daglega nema mánudaga frá kl. 12 - 18. Hægt er að panta leiðsögn um sýninguna fyr- ir hópa hjá safhkennara. Tvær sýningar opna í Nýlista- safninu um helgina Laugardaginn 29. janúar verða opnað- ar tvær sýningar í Nýlistasafhinu við Vamsstíg. I neðri sal safnsins opnar sýning á verkum Gunnars Arnasonar. Þetta er fyrsta einkasýning Gunnars, en áður hef- ur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum. A sýningunni em 10 lágmyndir unnar í ál og magnolíu. Gunnar Árnason smndaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, skúlptúrdeild, 1979 - 1983 og fram- haldsnám við listaskólann Aki í Hollandi á áranuin 1986 - 1989. A lofti Nýlistasafiisins opnar Anna Lín- dal sína fjórðu einkasýningu, en hún hefur einnig teldð þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Anna stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands 1981 - 1986 og framhaldsnám í Slade School of Fine Art í London 1987 - 1990. Viðfangs- efni Onnu á þessari sýningu er „Konan sem viðgerðarmaður“. Þar vinnur hún með þá hefð sem ósýnilegu ummönnunar- störfin era. Þau eru hornsteinn samfélags okkar mannanna. I gegnum aldirnar hafa verið saumuð saman andleg og veraldleg göt á hljóðlátan hátt. Anna segir nál og tvinna táknrænan fyr- ir þau þrekvirki sem hafa verið unnin í þessa vera. Hefðin hefur blindað þannig að vinnan við þessi störf sést elcki. Þau standa utan við hagkerfin okkar eins og stjörnurnar, en era okkur allt, segir Anna. „Til þess að fjalla um þetta finnst mér vel við hæfi að verkin séu eklci minnisvarðar úr bronsi, heldur falli inn í sitt fyrra hlutverk að sýningu lokinni" Báðar sýningarnar verða opnar alla daga kl. 14-18 ffam til 13. febrúar. Anna Líndal á lofti Nýlistasafnsitis. Mynd: Ol. Þórðarson. Rétt lausn myndagát- unnar í síðasta tölublaði Vikublaðsins er: „íhaldið í Reykjavík skelfnr nú afótta við að tapa völdum í vor. “ Enn er ég ekki kominn á þann aldur að þátttaka í jarðarföram sé vikulegt brauð. Þó fer þessum tilfellum heldur fjölgandi, mér til sárrar ar- mæðu. Eg veit fátt ömur- legra en jarðarfarir. Þó lenti ég í einni fyrir stuttu sem óneitanlega hafði sínar Ijósu hliðar. Höfuðpersónan hafði verið . kominn á þann aldur að gera mátti ráð fyrir einhverju í þessum dúr. Því var sorgin ef til vill dempaðri en annars. Að auki var þetta úti á landi þar sem jarðarfarir eru alltaf ákveðin upplyfting, sérstaklega í skammdeginu. Tengdasonur hins látna hafði starfað sem verkstjóri og var því fenginn til að skipuleggja og stjórna kistuburðinum. Hann tók fórnarlömbin á eintal þegar þau komu til kirkjunnar, gaf þeirn sopa úr pyttlu sem hann bar innanklæða og útskýrði hernaðaráætlun sína Nú vora þeir sex sem áttu að bera og komu hver í sínu lagi. Með þeirn öllum þurfti verkstjórinn að fá sér sopa og þar sem hann hafði fengið sér nokkra áður en lagt var stað til kirkjunnar varð áætlunin æ flóknari eftir því sem burðarmönn- unum fjölgaði. Og þar sem ég þekki inanninn veit ég að hún hef- ur aldrei verið einföld eða auðskil- in. Afleiðingin varð sú að þegar kom að framkvæmd þá röðuðu fimm burðarmenn sér vinstra meg- in við kismna en væskillinn í hópn- um var einn hægra megin. Flestum kirkjugesta var nú ljóst að hér var eitthvað ekki eins og það átti að vera. Verkstjóranum hafði hins vegar runnið í brjóst og því var ekki strax gripið í taumana. Kona hans, dóttir líksins, áttaði sig þó á endanum og keyrði olnbog- ann í bringspalir mannsins. Þegar hann aftur náði andanum skildi hann vandræðin á augabragði og stökk til að leiðrétta. Að því loknu vora fjórir burðarmannanna hægra rnegin við kismna en tveir ofan á henni. Það þurfti allnokkrar tilfær- ingar áður hlutirnir voru orðnir eins og vaninn er. Umrædd verkstjórafrú hafði keypt sér sérstakan sorgarhatt í til- efhi dagsins. Sá var svarmr og svo barðastór að minnti á öskumnnu- lok. Mig granaði reyndar að hún - hefði látið lita „sombrero-hatt“ sem hún hafði keypt á Majorka fyr- ir nokkram áram. Þó gat ég ekki kornið auga á þessar ansi skemmti- legu kúlur sem héngu neðan úr börðunum svo sjálfsagt era þéssar gransemdir ekki réttar. En stærðin og hönnunin var óneitanlega svip- uð. Þessi hattur vakti mikið ergelsi í kirkjunni því þeir sem sám í stækkandi radíus fyrir aftan hattinn sáu ekkert hvað ffam fór við altar- ið. Auk þess slógu blöðkurnar í tvfgang gleraugun af ekkjunni þeg- ar frúin sneri höfðinu til. I seinna skiptið brotnuðu þau og lá við að það ylli stórslysi þegar kom að þeim þætti athafnarinnar að ekkj- an átti að kasta blómum ofan í gröfina. Seinna um daginn missti svo verkstjórinn bílprófið en það er önnur saga þó svo hún tengist bæði pyttlunni og þeirri takmörk- un sjónsviðsins sem fylgdi því að vera í nágrenni við hattinn.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.