Vikublaðið


Vikublaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 2
2 Viðhorf . . ______ V VIKUBLAÐIÐ 10.MARS 1994 BLAÐ SEM V I T ER í Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Ilildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Pór Guðmundsson og Ólafur Pórðarson Auglýsingar: Grétar Steindórsson/Pjóðráð hf. Auglýsingasími: (9U-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls ijölmiðlun hf. Stefna nýrrar ríkisstjórnar Alþýðubandalagið hefur nú lokið öðrum áfanga í þeirri um- fangsmiklu vinnu sem felst í mótun Utflutningsleiðarinnar - nýjum grundvelli að breyttri stefnu við stjórn landsins. Þetta viðamikla rit sýnir á tvennan hátt skýra sérstöðu Alþýðu- bandalagsins í íslenskum stjórnmálum. I fyrsta lagi þá felur Utflutningsleiðin í sér víðtækan stefnu- grundvöll heils stjórnmálaflokks þar sem tekið er á öllum brýnustu úrlausnarefnum íslenska þjóðfélagsins og vörðuð leið að endurreisn atvinnulífsins og nútímavæðingu þess, jöfn- un á lífskjörum og mótun nýrra siðareglna bæði í opinberu lífi og í atvinnulífinu. I öðru lagi þá sýnir Utflutningsleiðin glöggt þá sérstöðu Al- þýðubandalagsins að það eitt íslenskra stjórnmálaflokka hefur þrótt til opinnar, djúptækrar og lýðræðislegrar umræðu urn þann stefnugrundvöll sem flokkurinn hyggst færa fram í kom- andi kosningum og í framhaldi af því grundvalla ríkisstjórnar- þátttöku sína á. I þessum vinnubrögðum birtist sá skilningur á lýðræði og hlutverki almennra flokksmanna að stefnan sé mótuð af fólk- inu sjálfu og alþjóð gefinn kostur á að kynna sér til hlítar þá valkosti sem flokkurinn vill færa fram. A undanförnum árum hefur sú tilhneiging farið vaxandi að kjósendur telja sig illa geta greint raunverulega stefnu flokkanna, enda hefur hún iðulega fýrst komið á daginn þegar innantómum kosninga- ræðunum sleppir og ríkisstjórn hefur verið mynduð. Þá hefur oft á einni nóttu breyst svo hljóðið í ríkisstjórnarflokkunum að kjósendur sem gáfu þeirn umboð sitt kannast lítt við þá stefnu sem fram er færð. Þetta gildir einkum og sér í lagi um þá rík- isstjórn sem nú situr. Hún var ekki kosin til að skerða lífskjör og hún var ekki kosin til að brjóta niður innlendan iðnað og innlenda matvælaframleiðslu. Þvert á móti þá vill allur al- menningur að staðinn sé vörður um íslenskt atvinnulíf og að hinu ógnvænlega atvinnuleysi verði rutt úr vegi. Þessum verk- eínum hefur núverandi ríkisstjórn ekki tekist að vinna að af heilindum og stefha hennar hefur reynst fullkomlega ónýt. A næstu mánuðum munu fulltrúar Alþýðubandalagsins efna til viðræðufunda um Utflutningsleiðina. Almenningi er boðið til þátttöku í þeirri umræðu, enda telur Alþýðubandalagið það eitt brýnasta verkefhi íslenskra stjórnmála um þessar mundir að ná víðtækri samstöðu meðal þjóðarinnar um grundvöll nýrrar og þróttmikillar landsstjórnar. Konur í sókn Þess sjást mörg gleðileg merki að kvennabaráttan á Islandi sé í öflugri sókn um þessar mundir. Vikublaðið fagnar þeirri glæsilegu þátttöku sem varð í göngu gegn kynferðislegu of- beldi á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. inars sl. Það er afar brýnt að samfélagið hætti að fjalla um málefni þolenda kyn- ferðisglæpa sem öfgafull minnihlutasjónarmið, heldur taki á því verkefni að tryggja bestu hugsanlegu meðferð þessara mála í réttarkerfinu og í því félagslega neti samhjálpar sem hefur það hlutverk að aðstoða þolendur við að ná fullri heilsu á ný. Þá er það líka fagnaðarefni að ungliðar stjórnmálaflokkanna og framhaldsskólanemar hafa gengið til liðs við jafnréttisbar- áttuna með jafn myndarlegum hætti og varð um síðustu helgi með jafnréttisráðstefhu þeirra í Reykjavík. Þá óskar Vikublaðið Alþýðubandalagskonum og öðrum rót- tækum jafnaðarkonum til hamingju með nýstofhaða hreyfingu þeirra sem hefur hlotið nafnið Sellurnar. Hreyfingin hefur lykilhlutverki að gegna bæði innan Alþýðubandalagsins og úti í samfélaginu við að efla stjórnmálaþátttöku kvenna og auka á- hrif þeirra á stefnumótun í samfélaginu. An slíkrar þátttöku og áhrifa.ríkir ekki lýðræði í þeirri mynd sem við kjósum. Sjónarhorn Aðild eða utanstaða EFTA-ríkja. Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær, eins og þeir segja í Skand- inavíu. Þeir fiska sem róa, segjum við. Forysta íslendinga Islendingar eru nú að taka forystu í Norrænu ráðherraneíndinni og innan Norðurlandaráðs eru íslendingar í for- ystu tveggja flokkahópa, auk þess sem þrír íslenskir stjórnmálamenn sitja í forsætisnefnd ráðsins um þessar mund- ir. Þetta gerist á sama tíma og norrænt samstarf snýst fyrst og ffemst um að- lögun að væntanlegri aðild Finna, Svía og Norðmanna að ESB. Hér er um sambland af tilviljunum og góðri ffammistöðu að ræða. Það má túlka þessa íslensku forystu á norrænum vett- vangi þannig að ffændur okkar vilji hafa íslendinga með á Evrópuleiðinni eins langt og kostur er. Bölsýnismenn gætu á hinn bóginn átt það til að leggja þetta út sem tákn um dvínandi þýðingu nor- ræns samstarfs. Sannleikurinn er hinsvegar sá að samstarf norrænu ríkjanna hefur líklega aldrei verið nánara en hin síðustu miss- erin. Lok kalda stríðsins og uppfylling áforma um norrænan heimamarkað innan ramma EES hafa fært löndin nær hvert öðru og það er færra sem greinir þau að en áður. Þing, ríkisstjórnir og al- mannasamtök hafa haft náið samráð um Evrópuþróunina og samhæft stefnu sína í alþjóðasamskiptum og utanríkis- málum. Við Islendingar höfum notið góðs af þessu samráði í okkar EES-ferli. Það heyrist sú skoðun að leggja eigi niður Norðurlandaráð og hafa norræn samskipti aðeins á óformlegu plani milli ríldsstjórna og samtaka. Aðrir vilja þrengja svið ráðsins og láta það einung- is ná til samskipta í menningarmálum. Bæði þessi sjónarmið bera vott um mikla skammsýni. Menn eru sammála um að samráð ríkisstjóma á Norður- löndum verði enn mildlvægara á næstu árum heldur en það hefur verið til þessa. Af þeirri ástæðu einni er eðlilegt að til sé vettvangur fyrir norrænt sam- ráð þingmanna þar sem hægt verði að reifa nýjar hugmyndir og veita norræn- um ríkisstjórnum aðhald. Og þing- menn eiga eldd að láta svipta sig réttin- um til þess að taka upp hvaðeina sem efct er á baugi hverju sinni innan Norð- urlandaráðs. Höfundur er framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins. Blaða- og stjórnmálamenn spyrja Islendinga á Norðurlandaráðs- þingi í Stokkhólmi eftirfarandi spurningar með samblandi af um- hyggju og yfirlæti í röddinni: Og hvað verður nú um ísland, þegar öll önnur norræn ríld eru gengin í ESB? - Við göngum í NAFTA, er ágætt svar til þess að lækka rostann í viðmæl- endum og benda þeim á að til séu fleiri áttir á kortinu en suðlægar. Einhverjar þreifingar hafa að vísu átt sér stað í þessa veru af hálfu íslenska ut- anríldsráðuneytisins, en óneitanlega er það að verða Ijóst að við höfum valið okkur þann kost að vera utanvið. Frí- verslunarbandalag Evrópu og Evrópska efhahagssvæðið verða innlimuð í Evr- ópusambandið nema aðildarsamningar að ESB verði felldir í þjóðaratkvæða- greiðslum. Og áhuginn innan ESB og NAFTA á að fá Island með sein aðild- arland mun ekki vera yfirþyrmandi. EES styrkir ekki samn- ingsstoðuna Eitt af því sein er athyglisvert í þróun rnála á sl. vikum er að nú stíga ffain EES-embættismenn eins og Bjöm Friðfinnsson fyrrum ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu og halda því ffarn að samningsstaða okkar við ESB um tvíhliða viðskiptasamning sem taki við af EES sé hreint ekkert sterk. Við höf- um ekki lengur stuðning af samferðinni með öðrum EFTA-ríkjum og ekkert reki á eftir ESB að semja við okkur. Það vom þó eindregin rök stuðningsmanna EES að EES-aðildin mundi gera stöðu okkar gagnvart Evrópusambandinu til muna betri þegar að því drægi að önn- ur EFTA-ríki fæm inn í ESB. Þar er þá enn einni röksemd Jóns Baldvins Hannibalssonar fýrir sæluríldnu EES hent á öskuhaug sögunnar. Vilji Alþingis er skýr Strax í júní 1992 bentu þingflokkur og ffamkvæmdastjórn Alþýðubanda- lagsins á það í sérstakri greinargerð að umsókn flestra EFTA-ríkja um aðild að ESB væri staðfesting á því að Evrópska efhahagssvæðið yrði aðeins við lýði fá- ein ár. „Vegabréfið inn í 21. öldina“, kynni að renna út strax 1995. „Onnur EFTA-ríki hafa dregið þá ályktun að full aðild að JiB sé óhjákvæmilegt og rökrétt ffamhald af samningnum urn EES.“ Af þessu ályktaði Alþýðubandalagið: Einar Karl Haraldsson „Þar eð EES-samningurinn er ekki lausn á framtíðarskipan samsldpta ís- lands og Evrópubandalagsins er rétti tíminn nú að hefja samninga við EB um varanlegt form þeirra samskipta. I raun em valkostirnir um ffaintíðarsldpan samskipta Islands og Evrópubandalags- ins aðeins tveir: Aðild að EB eða sjálf- stæður viðskiptasamningur milli Is- lands og EB. Alþýðubandalagið hafhar fyrri kostinum, aðild íslands að EB. Sjálfstæður tvíhliða viðskiptasamningur er því hin raunhæfa leið og eina úr- lausnin sem dugað getur íslandi í ffam- tíðinni.“ Framsóknarmenn tóku rnálið upp á þessum nótum í nóvember og 5. maí 1993 samþykktu allir flokkar á Alþingi ályktun þar sem segir: „Alþingi ályktar að í framhaldi af gerð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið skuli teknar upp viðræður við Evrópubandalagið um tvíhliða samsldpti þess og Islands, einkum með hliðsjón af því að Austur- ríki, Finnland, Noregur og Svíþjóð hafa sótt um aðild að bandalaginu. Því felur Alþingi ríkisstjórninni að undir- búa slíkar viðræður um hugsanlegan tvíhliða samning og tilkynna ffam- kvæmdastjórn Evrópubandalagsins um þennan vilja Alþingis." Ríkisstjómin viljalaus Vilji Alþingis liggur fyrir en ekki hef- ur orðið vart við það að utanríkisráð- herra hafi farið að þeim vilja. Þvert á móti eru ráðherrar í ríldsstjóminni famir að gæla við gamla hugmynd Dav- íðs Oddssonar um að máta ESB-fötin. Og stjórnin felur Háskólanum að gera þrígreinda ffæðilega úttekt á kostum og göllum aðildar eða utanstöðu. Vandinn er semsagt ennþá sá þrátt fýrir að vilji Alþingis sé ótvíræður að ís- ienska ríldsstjómin veit ekki hvað hún vill eða að hverju hún á að stefna. Auð- vitað hefðum við átt að styrkja stöðu Is- lendinga með því að krefjast úrlausna á okkar samskiptum við ESB samhliða afgreiðslu á aðildaramsóknum annarra

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.