Vikublaðið


Vikublaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 1
Sósíalisminn aiiur Forsenda fyrir marktækri gagnrýni á kapítalismann er að við könnumst við þá staðreynd að sósíalisminn sé búinn að Bls. 12-13 Einkavæðing og ólétta konan Umræðan um einkavæðingu heldur áfram. Við segjum frá fjörugum fundi á Kornhlöðu- loftinu þar sem ólétt kona kprn við sögii^—- Bls. 4-5 B L A Ð S E M V I T E R Kúba í kreppu Kúba er í miðju heimsins. Hvergi væri hægt ag skerða jafh alrp.eíim 'hin efhislegu lífskjör án átaka og upplausnar, en samt er Castró enn óumdeildur. BIs 8-9 10. tbl. 3. árg. 10. mars 1994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. \ý landsstjórn og ný stefna Stjórnvöld ráðþrota í atvinnumálum. Málefni sjávarútvegsins í ógöngum. Linnulausar deilur lama ríkisstjórnina. Miðstjórn Alþýðubandalagsins telur brýnt að efna til þingkosninga til að þjóðinni gefist kostur á að velja nýja landsstjórnarstefnu. Atvinnumál, fiskveiðistefhan og ný útgáfa Utflutingsleið- arinnar voru helstu um- ræðuefnin á fundi miðstjórnar Al- þýðubandalagsins um síðustu helgi á Hótel Sögu í Reykjavík. Fundur- inn mótmælir úrræðaleysi stjórn- valda gagnvart atvinnuleysinu og krefst róttækra aðgerða til að vinna bug á því. Utflutningsleiðin er sóknarstefha gagnvart yfirstand- andi kreppu og gerir ráð fyrir að 1400-2000 ný störf yrðu tíl á næstu 12 mánuðum. Sjávarútvegsstefha Alþýðubandalagsins hafhar afdrátt- arlaust núverandi kvótakerfi þar sem það samrýmist ekki þeirri grundvallarreglu að auðlindir hafs- ins eru þjóðareign. Ályktun miðstjórnarinnar um at- vinnumál var borin upp af þrem trún- aðarmönnum verkalýðshreyfingar- innar, Benedikt Davíðssyni forseta Alþýðusambandsins, Birni Grétari Sveinssyni formanni Verkamanna- sambandsins og Guðmundi Þ. Jóns- syni formanni Iðju. I ályktuninni er ít- rekað að pólitísk ábyrgð á atvinnu- Ieysinu liggur hjá ríkisstjórninni og þess krafist að hún efni það samkómu- lag sem gert var við verkalýðshreyf- inguna á síðasta ári. „Miðstjórnarfundur Alþýðubanda- lagsins mótmselir harðlega þeim hug- myndum sem fram hafa komið að at- vinnuleysisvandann megi fyrst og frefnst rekja til hárra launa og skipu- lags vinnumarkaðar hér á landi. I stað þess að halda því fram að Iaunataxtar á bilinu 45-55 þús. kr. skapi vanda væri nær að líta á aðra þætti í rekstri fyrir- tækja en launin," segir í ályktun um atvinnumál. - Við vildum láta reyna á það hvort Alþýðubandalagið tæki undir verka- lýðspólitík okkar og flokkurinn gerði það með því að samþykkja tillögu okkar óbreytta, segir Björn Grétar Sveinsson formaður VMSI og bætir við að óskandi sé að fleiri stjórnmála- flokkar taki undir sjónarmið verka- lýðshreyfingarinnar. I stjórnmálaályktun fundarins segir að í stað þess að glíma við lausnir á vanda atvinnulífsins standi ráðherrar Sjálfstæðisflokks í linnulausum þræt- um þar sem flestar eðlilegar siðaregl- ur séu þverbrotnar. Samskiptin ein- kennast af fjandskap og átökum á meðan vandamál þjóðarinnar magnast dag frá degi. Brýn nauðsyn er að boð- að verði til alþingiskosninga til að ný forusta með nýja stefhu taki við lands- stjórninni. Miðstjórnin gekk frá nýrri útgáfu af Utflutningsleiðinni með hliðsjón af fjölmörgum viðbótum og ábending- um sem komið hafa fram frá því að Útflutningsleiðin var kynnt á lands- fundi flokksins í haust. Utflutningsleiðin gerir ráð fyrir að í fyrsta áfanga nýrrar stefnu nýrrar landsstjómar yrði gripið til aðgerða sem sköpuðu 1400-2000 ný störf. Markmið þeirra aðgerða væri að sýna strax í upphafi hvernig hægt væri að snúa vörn í sókn. Störfin þyftu að vera arðbær og þau þyrfti að skapa í tengsl- um við þau byggðarlög þar sem at- vinnuleysið er hvað mest og taka sér- stakt tillit til starfsgreina þar setn kon- ur eru fjölmcnnar. Sjá nánar ályktanir miðstjórnar Alþýðubandalagsins ábls. 15. Áhrifamikil ganga gegn kynferðis- legu ofbeldi Mikil þátttaka var í göngunni gegn kynferð- islegu ofbeldi á þriðju- dag 8. mars, alþjóðleg- um baráttudegi kvenna. Gengið var frá Hlemmi niður á Hlaðvarpa með viðkomu á nokkrum stofhunum réttarkerfis- ins, svo sem Lögreglu- stöðinni, dómsmálaráðu- neytinu og Hæstarétti þar sem göngufólk af- henti áskoranir um rétt- arbætur fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis. Forseti Hæstaréttar neitaði að taka við á- skoruninni. Fremst í flokki göngumanna fóru svartklæddar konur sem eru fórnarlömb kynferð- islegs ofbeldis. Öryæntingarfull leit að framboði Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja- vík leitar logandi ljósi að fram- bjóðendum til að fríkka upp á lista flokksins. Kjörnefhd flokksins hefur hug á að ryðja af listanum þeim borgarfulltrú- um sem fengu verstu útreiðina í próf- kjöri flokksins í janúar. Páll Gíslason, Anna K. Jónsdóttir, Júlíus Hafstein og Sveinn Andri Sveinsson fengu all- ir harkalega útreið og með því að fá annað fólk í sæti þeirra vonast sjálf- stæðismenn til að framboðið fái betri hijómgrunn. Skoðanakannanir sýna að fylgi flokksins er í sögulegu lág- marki og myndi aðeins skila flokkn- um fimm borgarfulltrúum en Reykjavíkurlistanum er spáð tíu. Þeir sem hugsanlega leysa föllnu borgarfulltrúana af hólmi eru Guð- mundur Gunnarsson formaður Raf- iðnaðarsambandsins og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir formaður Lands- sambands versluiiarmanna. Bændur kjósa um sameiningu Anýafstöðnu Búnaðarþingi var einróma samþykkt að leggja tiUögu um sameiningu Búnaðarfé- lags Islands og Stéttarsambands bænda undir atkvæði bænda. Er ráð fyrir því gert að atkvæðagreiðslan fari fram samhliða sveitarstjórnar- kosningunum í vor. Fram að því verður málið kynnt.á' vettvangi Búnaðarsambandanna og búgreinafélaganna og fram fer könn- un á fjárhagslegum ávinningi við sam- eininguna. Einnig á að hafa fullt sam- ráð við starfsmenn Búnaðarfélagsins og Stéttarsambandsins. Búnaðarþingið afgreiddi með þess- um hætti álit félagsmálanefhdar þingsins, en nefndina skipuðu þau. Þórólfur Sveinsson, Stefán Halldórs- son, Annabella Harðardóttir, Her- mann Sigurjónsson og Jón Gíslason. Nefndin taldi nauðsynlegt að auk kynningar verði á næsrunni fjallað frekar um skilgreininguna á því hver telst vera bóndi, á aðild að búgreinafé- lagi og á ákvæðum um kosningar.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.