Vikublaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 14
14
Félagsstarflð
VIKUBLAÐIÐ 10. MARS 1994
Vönduð 60 W hljómtækjasamstæSa, meö geislaspilara, tvöföldu kassettutæki, ótvarpi, góöum ■
hótölurum, fullkominni fjarstýringu og innbyggóum vekjara 6 fróbæru verói - Goldstar FFH-333L
Aðeins 44,900,- kr.
eða 39.900.- stgr.
SKIPHOLTI 19
SÍMI 91-29800
Útboð
F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í iagningu
hitaveitulagna í Hafnarfirði.
Verkið felst í að leggja aðfærsluæð frá Hvaleyrarholti meðfram
Reykjanesbraut að Hellnahrauni og dreifikerfi í hluta hverfisins.
Helstu magntölur eru:
Lengd aðfærsluæðar 0100 mm, er um 1.100 m
Aðrar lagnir eru alls 600 m.
Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 8. mars, á
skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 23. mars 1994,
kl. 14.00.
iNNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa, sem ætluð er til
dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkurborg, menntamála-
ráðuneytið og Seðlabanki íslands lögðu fram fé til þess að koma
upp slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg með samningi við stofnun,
sem nefnist Cité Internationale des Arts, og var samningurinn
gerður á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg Parísar, skammt
frá Notre Dame dómkirkjunni.
Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvalsstofu, og gerir
hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Inter-
nationale des Arts, er tekur endanlega ákvörðun um málið.
Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir, en lengst er heimilt að veita
listamanni afnot af Kjarvalsstofu í 1 ár. Vegna fjölda umsókna
undanfarin ár hefur dvalartími að jafnaði verið 2 mánuðir.
Þeir, sem dvelja í Kjarvalsstofu, greiða dvalargjöld, sem ákveðin
eru af stjórn Cité Internationale des Arts og miðast við kostnað
af rekstri hennar og þess búnaðar, sem þeir þarfnast. Þessi
gjöld eru lægri en almenn leiga í Parísarborg og er nú Fr. frankar
1400 á mánuði. Dvalargestir skuldbinda sig til þess að hlíta
reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot af húsnæði
og vinnuaðstöðu.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu, en
stjórnin mun á fundi sínum í mars fjalla um afnot listamanna af
stofunni tímabilið 1. ágúst 1994 til 31. júlí 1995. Skal stíla
umsóknir til stjórnarnefndar Kjarvalsstofu. Tekið er á móti um-
sóknum til stjórnarnefndarinnar í skjalasafni borgarskrifstofanna
í Ráðhúsinu, en þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð og
afrit af þeim reglum, sem gilda um afnot Kjarvalsstofu.
Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma til greina við
þessa úthlutun.
Umsóknum skal skila í síðasta lagi 28. mars 1994.
Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu.
Fundarkonur sknlafyrir Scllunum, hrey fmgu Alþýðubandalagskvenna og annarra róttcekra jafnaðarkvenna. Myndir: Ól. P.
Sellurnar taka til starfa
Elsa S. Þorkelsdóttir kjörin formaður kvennahreyfmgarinnar
að var eftirvænting í Iofti á
Hótel Lind í Reykjavík síð-
asta föstudagskvöld, en
þangað var Alþýðubandalagskon-
um og öðrum róttækum jafnaðar-
konum steföt í þeim tilgangi að
ganga formlega frá stoföun
kvennahreyfingar. Akvörðunin var
tekin í nóvember síðastliðnum og
lauk þar með margra ára tímabili
þar sem konur innan Alþýðu-
bandalagsins og í tengslum við Jiað
hafa velt vöngum yfir hvort form-
leg hreyfing væri æskileg og þá á
hvaða grundvclli. I nóvember var
kosin undirbúningsneföd til að
vinna að stoföuninni og skilaði hún
af sér á föstudag tillögum að lögum
hreyfingarinnar, naföi og starfs-
áherslum á fyrsta kjörtímabili
stjómar hreyfingarinnar sem einn-
ig var kosin á fundinum.
I lögum hreyfingarinnar kemur
ffam meginmarkmið hennar, en það
er að auka völd og áhrif kvenna og
stuðla þannig að samfélagi jafnréttis,
lýðræðis og félagslegs réttlætis. Til að
ná því markmiði vill hreyfingin sty'ðja
konur sem vinna að þeiin málefiium
kvenna sem samrýmast tilgangi hreyf-
ingarinnar; efla umræðu meðal
kvenna bæði innan og utan Alþýðú-
bandalagsins og á þann hátt auka völd
og áhrif kvenna á stefnumörkun
flokksins; styðja og styrkja þær konur
sem valist hafa til trúnaðarstarfa á
vegum Alþýðubandalagsins og auka
völd og áhrif kvenna innan stofaana
flokksins og í trúnaðarstörfum á hans
vegurn, svo sem við framboð til sveit-
arstjórna og Alþingis.
Tillaga Guðrúnar Helgadótnir al-
Elsa S. Þorkelsdóttir formaður.
Dagný Kristjánsdóttir flutti spennandi
tölu um mynd Þóru í Þórubókunum.
þingsmanns að nafni fyrir hreyfing-
una var samþykkt með þorra atkvæða,
en það er Sellurnar, hreyfing Alþýðu-
bandalagskvenna og annarra róttæki-a
jafnaðarkvenna. Hreyfingin er opin
öllum konum sem vilja vinna að
markmiðum hennar og eru annað-
hvort félagar í Alþýðuhandalaginu eða
óflokksbundnar. Seliurnar eiga ekki
beina aðild að Alþýðubandalaginu.
Á stofnfundinu voru samþykkt
meginverkefni lýrsta starfsárs, sem
eru kynning og uppbygging hreyfing-
arinnar, upplýsingaöflun um stöðu
kvenna innan Aljiýöubandalagsins,
framboð til Alþingiskosninga og
tengslanet Alþýðubandalagskvenna í
sveitarstjórnum.
I skipulagi hreyfingarinnar er gert
ráð fyrir stjórn sem ber ábyrgð á að
hrinda meginverkefaum í framkvæmd
en einnig gera lögin ráð fyrir að konur
geti stofnað hópa að eigin vild í nafni
hreyfingarinnar, svo framarlega að
þeir samrýmist markmiðum hennar.
Þessir hópar geta bæði verið svæðis-
bundnir eða um afmörkuð málefni.
Þetta tvíþætta skipulag er hugsað
þannig að það geti sameinað kosti
grasrótarstarfs annars vegar og hins-
vegar samfellu og skilvirkni.
I stjórn voru kosnar Elsa S. Þor-
kelsdóttir sem jafnframt var kosin for-
maður, Stefanía Traustadóttir, Hildur
Jónsdóttir, Svanfríður Jónasdóttir og
Ragnheiður Jónasdóttir og varamenn
Þuríður Pétursdóttir og Guðrún
Ágústsdóttir.
Skrá yfir stofnfélaga liggur frammi
á skrifstofu Alþýðuhandalagsins og
geta konur skráð sig sem stofafélaga
framt til 15. apríl næstkomandi.
Auglýsing um framlagningu skattskrár 1993 og
virðisaukaskattsskrá fyrir rekstrarárið 1992
í samræmi við 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt er hér með
auglýst að álagningu skatta og kærumeðferð er lokið á alla aðila sem skattskyldir eru skv.
framangreindum lögum, sbr. 1. kafla laga nr. 75/1981.
I samræmi við 46. gr. laga nr. 50/1988, með síðari breytingum, um virðisaukaskatt, er hér
með auglýst að virðisaukaskattur fyrir rekstrarárið 1992, liggur frammi en í henni er til-
greindur ákvarðaður virðisaukaskattur eða endurgreiddur virðisaukaskattur hvers skatt-
skylds aðila.
Skattskrár og virðisaukaskattsskrár verða lagðar fram í öllum skattumdæmum miðviku-
daginn 9. mars 1994 og liggja frammi hjá skattstjórum í hverju umdæmi og hjá umboðs-
mönnum skattstjóra í hveiju sveitarfélagi dagana 9. mars til 22. mars að báðum dögum
meðtöldum.
9. mars 1994
Skattstjórinn í Reykjavík. Gestur Steinþórsson.
Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi. Stefán Skjaldarson.
Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi. Elín Arnadóttir.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi Vestra. Bogi Sigurbjörnsson.
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi Eystra. Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi. Karl Lauritzson.
Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi. Hreinn Sveinsson.
Skattstjórinn í Vestmannaeyjum. Ingi T. Björnsson.
Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. Sigmundur Stefánsson.