Vikublaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 13
VIKUBLAÐIÐ 10. MAJR.S 1994
Httgmptdafræftin
13
eignarhaldi - mótar með lymskum
hætti svar vinstrimanna við hruninu
sem blasir við.
A þessum vettvangi er ómögulegt
að fara út í umræðuna um hvaða sam-
bland innri og ytri aðstæðna orsökuðu
hrunið. I öllu falli leiddi hvorki vinstri
leið byltingarinnar né hægri leið
frjálsra kosninga til þess að sósíalism-
inn stæðist samkeppnina við kapítal-
isniann og kont margt til. Slæm tíma-
setning, stríð, hugvit og kraftur og
framleiðni kapítalismans og hernað-
arlegur og diplómatískur þrýstingur
og óþverrabrögð - allt þetta átti hlut
að máli. Einnig er augljóst að mögu-
leikar sósíalista í kosningunt snar-
ininnkuðu vegna þróunarinnar í sós-
íalískum ríkjum. En þegar öll kurl eru
komin til grafar er staðreyndin sú að
stór efnahagskerfi sem hönnuð eru
með það yfirlýsta markmið að tryggja
jafnrétti til efnislegra gæða með opin-
beru stjórnkerfi höfðu ekld roð við
kraftmiklum kapítaiisma. Hvort-
tveggja kapítalismi og sósíalismi eru
hrjáðir af mótsögnum og kannski
gerðist það eitt að ntótsagnirnar kné-
settu sósíalismann á undan kapítal-
ismanum.
Mótsagnir sósíalismans eru raun-
verulegar og óvægar og hafa komið
upp á yfirborðið hvort sem sósíalism-
inn hefur tekið sér bólfestu í heims-
veldi, þjóðríki, í lokuðu kerfi, í fýrir-
tæki eða alþjóðlegu samfélagi - frá
Comecon til Brook Farm. Jafnvel í í-
mynduðum sósíalisma er hægt að sjá
fyrir þessar mótsagnir. I tímans rás
eru tvær tilhneigingar óhjákvæmileg-
ar í sósíalismanum. Sú fyrri er upp-
lausn sósíalismans gagnvart þrjóskri
uppvakningu á einkaeignarforminu.
Seinni er að búa til kostnaðarsantt
kerfi til að halda í skefjum fyrri til-
hneigingunni. Það er til ógrynni af
fræðibókmenntum um hagkvæmni
sósíalismans eftir efasemdarmenn og
meinlegur klassíker er bók eftir Janos
Kornai, The Socialist System.
Sósíalísku tilrauninni er lokið og
kapítaiisminn þýtur áffam í átt til ör-
laga sinna. I fyrsta skipti í 150 ár eru
listamenn, rithöfundar og skáld og
aðrir, sem ásamt stjórnvaldsstéttunum
móta opinbera dagskrá, innlyksa í
kerfi sem enginn alvöru valkostur er
vnð. Fyrir hinn framsækna hluta
menntamanna er þetta átakafull
stund. Hefðbundin trúarleg gagnrýni
á misrétti hefur fyrir löngu misst mátt
sinn í augum veraldarsinnaðra
menntamanna vegna þess að hún á
upptök sín í ósönnum, en myndræn-
um að vísu, hugmyndum um stjórnar-
skrá mannkyns (systkinahugur undir
Guði föður), en einnig vegna þess að
svar trúarinnar við misrétti er jafnan
góðgerðarstarfsemi sem er ófullnægj-
andi. Sósíalisminn bauð upp á mögu-
lega og blessunarlega veraldlega leið
til að láta í ljós ástríðu sína fyrir fé-
lagslegu réttlæti. A sama tíma bauð
sósíalisminn samfélag, tilgang og jafn-
vel nokkurs konar ódauðleika fyrir þá
sem höfðu staðið sig vel í hreyfing-
unni. Þrátt fyrir það sem úr Sovét-
skipulaginu varð þá litu rnargir á það
sem geymslustað fyrir sannan sósíal-
isma. Og brjálæðið hélt áffam með
viðvarandi og auknu iiiisrétti.
Ejiir hrunið
Eftir hrunið vakna ákveðnar sið-
ferðilegar spurningar sem eru menn-
ingarlegir eftirskjálftar. llér er sýnis-
horn af þeim áhugaverðustu.
Opinber stjórhmálaumrœða, eitis og
btin er. Vinstrið hefur yfirgefið sviðið,
miðjan færist til hægri og hægristefn-
an geggjast. í þessu landi [Bandaríkj-
unum] várðast hægrimenn virkilega
hafa þurft á vinstrinu að halda til að
sldlgreina sjálfa sig, svo mikið að þeir
bjuggu til vinstrimennsku úr afkáran-
legu frjálslyndu miðjumoði. Afliökuð
orð og hugtök úr þessari moðsuðu eru
á vörum hægrisinnaðra forseta síðustu
ára og notuð í hægrisinnuðum
rabbþáttuin í útvarpi. Hinir fátæku
eru skilgrcindir upp á nýtt sem sér-
hagsmunahópur. Miðjan er óskipu-
lögð og á undanhaldi vegna þeirra
undarlegu ásakana sem á hana eru
bornar. Enginn möguleiki er á að
rnynda bandalag við vinstri hópa sem
standa undir nafni og því reynir miðj-
an að koma til móts við þá sem of-
sækja hana. Vinstrisinnuðum tillögum
fækkar og þær verða efnisrýrari og
meira að segja þegar vinstrið fær víð-
tækan stuðning eins og við ein-
greiðslu í heilbrigðiskerfinu [sbr. til-
lögur Clintons] og í andstöðunni við
NAFTA og GATT þá farnast því illa.
Þegar vinstra framlagið er svona efn-
islítið verður minna framboð af
stefnumótandi tillögum og stjórnvöld
haga sér í samræmi við það.
Listamenn ogfyrirmyndir. Mikilvægi
sósíalískrar fyrirmyndar fyrir forystu-
sveit listamanna og rithöfunda hefur
verið ótvírætt. Rimbaud skrifaði
stjórnarskrá fyrir sósíalískt ríki; Virg-
inía Woolf færði fundargerðir fyrir
svæðisfélag Verkamannaflókksins;
Robert Bly skrifar í Z Magazine árið
1992 „Eg verð áfrarn vinstrimaður." 1
sama anda spyr Allan Gurganus
áhorfendur sína, „Getið þið nefnt mér
einn meiriháttar rithöfund sem er
skráður Repúblíkani?"
Leynt og ljóst hefur trúin á sið-
ferðiiega réttan samfélagslegan val-
kost réttlætt að menn helguðu sig
framúrstefiiu í listum. Listaverk fram-
úrstefnunnar gerði fólk meðvitað um
hvers væri hægt að krefjast af sósíal-
ismanum. Fyrir listamanninn bætti
hugsjónin upp fátæktina sem gjarnan
var fylgifiskur framúrstefnunnar og
gaf samfélagsgagnrýni listarinnar auk-
inn kraft.
Hlutirnir hafa verið að breytast á
vettvangi listarinnar síðustu árin og
sumar þessar breytingar stafa af
hnignun sósíalískra viðmiða. Eftir
hrunið má búast við að aukinnar til-
heigingar gæti í þá átt að pakka trúar-
leguin áróðri í fagurbókmenntir, eft-
irlíkingar verða áberandi, myndlist
verður skrautlegri skrautsins vegna,
metorðastrcð eykst og sömuleiðis eft-
irsókn eftir „ffelsun" þar sem blandast
list, ofbeldi og siðblinda.
Siðferðileg undirbygging. Menn og
konur sein trúðu á sósíalismann eru
mikilvægir höfundar að siðferðilegri
undirbyggingu hins kapítalíska samfé-
lags. Ahrifa þeirra gæti víða; í verka-
lýðsfélögum, lánsfélögum, átta stunda
vinnudeginum, lögum sem banna
barnaþrælkun, réttinuin til að neita
herskyldu af samviskuástæðum, lög-
um um borgaraleg réttindi, almanna-
tryggingum og í löglegum getnaðar-
vörnum. Stór hluti af þessari siðferði-
legu undirbyggingu samfélagsins
liggur nú undir ágjöf. Hver mun ó-
rnaka sig við að korna henni til bjarg-
ar? Llvaða öfl?
„Sósíalisminn er nn'n ástríða,“ skrif-
aði Tolstoj og hafði rétt fyrir sér.
Vegna þess að skilyrðin eru svo sértæk
fyrir því að sósíalisminn gæti hugsan-
lega náð fram að ganga er hann ekki
marktækur. Sósíalisminn er von, ekki
markmið. Maður sem segist verá sósí-
alisti er bara að segja það að honurn er
ekki saina. Þetta viðhorf er ekki
hættulegt nema að það komi í staðinn
fyrir ítarlega skoðun á því hvernig
hægt er að koma orðum að umbóta-
stefnu og hvaða hlutverki hún hefur
að gegna í umhverfi hins algjöra og
alltumlykjandi kapítalisma.
Ný gagmýni nauðsynleg
Eftir-sósíalísk gagnrýni á kapítal-
ismann verður erfitt verk. Hægri-
stefnan í stjórnmálum og trúmálum
agnúast út í hvaðeina sem ögrar ríkj-
andi ástandi og hefur tekist að loka á
umræður utn mikilvæg svið. Utlend-
ingahatarar úr röðum öfgafúllra
hægrimanna með ofbeldissinnað bull
á sinni stefiiuskrá ryðjast inn á sviðið í
efnahagskreppunni í Evrópu og ekki
aðeins þar. Þórðargleði, eða afneitun,
mun draga úr vilja margra hugsuða
sósíalismans til að taka þátt. En slík
gagnrýni er bráðnauðsynleg gagnvart
útþenslu kapítalismans sem hefur inn-
byggða hneigð til að koma sér undan
eftirliti.
Ný hagnýt og siðferðileg gagnrýni
á á kapítalismann verður sinárn saman
til. Ilún verður sniðin að þörfinni
hverju sinni, tekur á málum þegar þau
konia upp og leitar víða fanga. Gagn-
rýnin mun ekki byggja á altæku niark-
rniði. Hún mun ekki vera endurnýjun
á frjálslyndisstefnunni en sú kenning
er urn það bil að gefa ffá sér síðustu
einkenni andófs.
Gagnrýnin verður klunnnaleg og
mun fela í sér andstæðar og óaðlað-
andi fullyrðingar. Hún er ekki frum-
leg sú spá mín að nýja gagnrýnin mun
mótast af ótta við umhverfisskaðann
sem óbeffur kapítalismi veldur og vax-
andi vilja til að andæfa honum. Gagn-
rýnin verður borin fram af fólki sem
bregst við áreiti síðkapítalismans þeg-
ar hann mótar heiminn eftir sínu
höfði. A vinstri vængnum var það í
eina tíð uppnefni að vera kallaður um-
bótasinni svo að það kann að hafa ein-
hverja kosti að sósíalisminn missir
gildi sitt sem viðinið.
Sósíalisminn var eklci beint hjálp-
legur þegar konr að því að ræða fólks-
fjöldatakmarkanir og sósísalísk þjóð-
félagsgreining eyddi óhóflegum tíma í
það að sanna fyrir hinum trúuðu að
sjálfseyðing kapítalismans væri á
næsta leyti. Engu að síður munu
frunrherjar nýju gagnrýninnar líða
fyrir það að vera án viðlíka sjálfbirg-
ingslegs grundvallar og sósíalismmn
einu sinni var. (Viðvarandi þrætur
milli helstu hópa umhverfissinna er
vísbending uni það hversu erfitt er að
ná samstöðu um þessi mál.) Einu skil-
yrði verða þeir að lúta sem vilja mæta
mótsögnum kapítalismans án þess að
vera með bundnar hendur. Þeir verða
að gleyrna sósíalismanum. Landslagið
sem sósíalistar þvældust um verður
mjög póst-módcrnískt. -pv
Sagl með ínynd
Höfundar: Hjörtur Gunnarsson og Þuríður Hjartardóttir
Laúsn myndagátunnar í síðasta blaði cr: „Frakkar bcita bellibrögðum til að tálma sölu á íslenskum fiski.“