Vikublaðið


Vikublaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 10. MARS 1994 Viðhorf 3 Vil ég ritskoða? Meint ritskoðunarárátta formanns Sagnfræðingafélagsins Sagnfræðingafélag íslands stóð fyrir ráðstefnu um söguskoðun Islendinga 19. febrúar. Sjö fram- sögumenn fluttu erindi, tveir rithöf- undar og finnn sagnfrxðingar. Ríkis- útvarpið hljóðritaði erindin og um- ræðurnar og má búast við að á næst- unni verði hljóðvarpað hluta af því sem þar fór frarn. Sagnfrxðingafélag- ið mun beita sér fyrir að fá erindin birt í einhverju formi. Ráðstefnan var gríðarlega vel sótt. Helstu hvatar að henni voru annars vegar uinræðan í þjóðfélaginu í vetur um sögnskoðun íslendinga í kjölfar þáttaraðarinnar Þjóð í hlekkjum hugarfarsins og hins vegar 50 ára lýðveldisafmælið. Þó til- efnið hafi verið m.a. sjónvarpsþætt- irnir stóð ekki til að þeir yrðu sjálft uinræðuefni ráðstefnunnar. Mikil gróska hefur verið innan sagnfræð- innar á undanförnum misserum og er því ekki að undra að málefni sem þetta sé tekið fyrir. Páll Vilhjálntsson, blaðamaður hjá „Vikublaðinu sem vit er í“, skrifaði langa grein um ráðstefnuna í 9. tbl þess. Það er góðra gjalda vert. Vanga- veltur hans unt hvað hafi verið sagt á ráðstefhunni gefa þó ærið tilefni til at- hugasemda, jafnvel ekki vanþörf á endurskoðun á efnistökum blaða- mannsins, nema tilgangurinn hafi beinlínis verið að ögra til andsvara. Þegar ég las grein Páls af ráðstefn- unni hvarflaði að inér að hann hefði ékki verið viðstaddur hana, svo fjar- stæðukennd voru efnistökin. Hann gerir mig ábyrgan fyrir orðum sem ég sannanlega lét ekki frá mér falla í því fornti sem hann skrifar. Hannes Hólmsteinn fór eitt sinn í blaðagrein í Pressunni mannavillt og blandaði mér og einhverjum gomlum Stefán F. Hjartarson Ef sagnfrœðingar kœmu að þáttagerð sem ráð- gjafar væri það sem aflaga fœri á ábyrgð sagnfrœðingsins án þess að hann hafi haft stjórn á handritagerðinni. Því bœri að láta ábyrgð og valdfara. saman. skólafélaga sínum úr sagnfræðinni saman, en við Hannes vorum aldrei saman í sagnfræðinámi við Háskóla Islands, eins og hann staðhæfði. Þó svo að Hannes hafi gert aðför að mannorði mínu í grein sinni, yppti ég bara öxlum yfir axarskafti hans. Press- an dæmir sig sjálf. Oðru máli gegnir um orð Páls í Vikublaðinu. I lann ger- ir mig að sérstökum talsinanni rit- skoðunar á heimildarmyndum um sagnfræðileg efni og jafhar við afskijrti kínverskra kommúnista af heimildar- inynd um Maó-tse-Tung. Abyrgð og valdfari saman Páll segir að víða í þjóðfélaginu hafi komið ffam kröfur um að banna þætti Baldurs Hermannssonar og að berg- mál þeirrar umræðu hafi heyrst á ráð- stefnu Sagnfræðingafélagsins. Páll skýrir svo frá: „En þegar formaður fé- lagsins [Stefán F. Hjartarson] segir það upphátt að nauðsynlegt sé að sagnfræðingar fái vald yfir því sagn- fræðilega efhi sem tekið er til umfjöli- unar í sjónvarpi er komin fræðileg þyngd á bakvið kröfuna, það er ekki lengur nafnlaus almenningur sem hana gerir.“ Þetta er ekki 'rétt. Eg lét þau orð falla að vanda ætti undirbún- ing og rannsóknir við gerð heimilda- þátta. Ef sagnfræðingar kæmu að þáttagerð sem ráðgjafar væri það sem aflaga færi á ábyrgð sagnfræðingsins án þess að hann hafi haft stjórn á handritagerðinni. Því bæri að láta á- byrgð og vald fara santan. Páll sleppir algerlega að vitna til röksemda minna urn ábyrgðina. Að einhver hafi getað lesið úr orðum mínurn að ég vildi ger- ast boðberi ritskoðunar er svo fjar- stæðukennt að engu tali tekur. Þá má því við bæta að fullyrðing Páls um að ég hafi látið þau orð falla á ráðstefn- unni að þættirnir Þjóð í hlekkjum hugarfarsins væri sögufölsun er ó- sönn. Mál sagnfræðinga á ráðstefn- unni var einna helst að þættirnir hefðu verið sntekklausir og leiðinlcg- ir. Eg greindi frá því viðhorfi mínu að æskilegt væri að sagnfræðingar gegndu stærra hlutverki við gerð heimildarþátta og að meira fé þyrfti að leggja í rannsóknarvinnu við undir- búning þeirra. Þetta var stutt innskot af minni hálfu úr sal og ekki hluti af setningarræðu minni. Páll Vilhjálmsson er í grein sinni hrifinn af söguskoðunum sem cru af- dráttarlausar og útiloka aðrar. Sagn- fræðingar sem ríða á vaðið með nýjar skoðanir höfða til hans. En af frásögn hans að dæma á varfærni í ályktunum ekki upp á pallborðið hjá honutn. Sumar athugunarsemdir Páls eru sérkcnnilegri en aðrar. Hann upplýsir að Gunnar Karlsson prófessor hafi alist upp í sveit og að bróðir hans sé formaður Landssambands sauðfjár- bænda og ræður af þessum tengslum að fagiegt mat Gunnars á landbiinaði mótist af þeim! Þetta eru langsóttar skýringar. Það mætti gera athuga- semdir við margt fleira en ekki er á- stæða til á þessunt vettvangi að hafa þær fleiri. Hlutverk sagnfræðinga við rann- sóknir og miðlun þekkingar hefur orðið rneira áberandi en áður. Sagn- ffæðingar geta fagnað því að alntenn- ingúr hefur áhuga á starfi þeirra. Víða erlendis hafa bækur sagnfræðinga vakið mikla athygli og verið seldar í umtalsverðu magni. Við þurfum að vera vakandi fyrir sjálfstæði fagsins og megum ekki gerast taglhnýtingar ein- hverra hagsmunahópa í þjóðfélaginu sem stýra vilja rannsóknum sér í hag. Ráðstefna Sagnfræðingafélags íslands um söguskoðun íslendinga sýndi að rithöfundar og sagnfræðingar eru reiðubúnir að taka fyrir viðkvæm mál á gagnrýnan hátt og brjóta þau til mergjar. Sagnffæðingar vilja ekki fá einka- rétt á að tjá sig um söguleg efni og miðla þekkingu - til þess eru margir færir - en það liggur í hlutarins eðli að sagnfræðingar eru þjálfaðir í að vinna úr heimilduin og setja þekkinguna í fræðilegt samhengi og geta því ekki skotið sér undan siðferðislegri ábyrgð. Höfundur er formaður Sagnfræðingafélags Islands Krafa um Vestfjarðahjálp frá öðrum kjördæmum Utvegsmenn um allt land og aðrir fulltrúar kjördæma annarra en Vestfjarða þrýsta nú grimmt á ríkisstjórnina og einstaka þinginenn um að fleiri kjördæmi en Vestfirðir fái notið sértækra aðgerða. Ríkisstjórnin tók í síðustu viku þá á- kvörðun að leggja 300 til 500 milljón- ir króna til fyrirtækja og sveitarfélaga á Vestfjörðum ineð hliðsjón af at- vinnuástandinu eftir að hafa fengið tillögur þar um frá stjórn Byggða- stofnunar. Onnur kjördæmi telja sína stöðu að litlu eða engu leyti skárri. „Það er nú flest fokið af því sem rík- isstjórnin sagðist í upphafi hafa að leiðarljósi. Hvern man ekld hrokafull- ar og neikvæðar ræður Davíðs Odds- sonar um sértækar aðgerðir?“ segir Ólafur Ragnar Grímsson forinaður Alþýðubandalagsins um aðgerðir rík- isstjórnarinnar. „Hið nýja fagnaðarer- indi var að ekkert mætti gera nema með almennum aðgerðum. Nú hefur ríkisstjórnin hins vegar ákveðið sér- tækari aðgerðir en nokkur dæini eru um á síðari árum. Nú skal eingöngu sett tjármagn úr ríkissjóði til fyrir- Hvað er gert í bíla málum ríkisins? - spyr Margrét Frímannsdóttir Margrét Frímannsdóttir alþingis- kona hefur sent Ijármálaráð- herra fyrirspurn, þar sem Friðrik er inntur eftir úrbótum í bifreiðamálum ríkisins í samræini við skýrslu Ríkis- endurskoðunar frá 1992. Hún spyr sérstaklega hvort eitthvað hafi verið gert til að draga úr rekstrar- og við- haldskostnaði. SpurningarMargrétar eru í átta lið- um og vill hún m.a. fá upplýsingar um kostnað, heildarakstursþörf, kaup á vegurn Innkaupastofnunar ríldsins, aksturssamninga og bílaleigukostnað. Friðrik Qármálaráðherra „Fram kemur í skýrslu Ríkisendur- skoðunar að stofnunin telur ólíklegt að hagræði hljótist af einkavæðingu bifreiðaaksturs ríkisins. Þessum mál- um sé vel fyrir komið hjá stærstu stofnunum þess. Hins vegar megi margt bæta í bifreiðamálum annarra stofnana ríkisins sem verða megi til þess að skila lægri rekstrar- og við- haldskostnaði," segir Margrét og vill vita hvað gert hafi verið gert til að hrinda úrbótatillögum Ríkisendur- skoðunar í framkvæmd. tækja í einum landshluta og þó alls ekki til allra byggðarlaga í þeim lands- hluta. Og bara sumra fyrirtækja. Þessi nýjasta uppákoma í ríkisstjórninni, sem deilt er urn eins og annað, sýnir að ekki er lengur heilsteypt lína eða heil brú í Jiví sem ákveðið er við ríkis- stjórnárborðið. Eðlilega munu full- trúar byggðarlaga á Norðurlandi, Austfjörðum og ekki síst á Suðurnesj- um spyrja hvers vegna þau eru skilin eftir utangarðs og geta beitt nákvæm- lega sömu rökum og réttlæta nú að- gerðir vegna Vestfjarða," segir Ólafur Ragnar. Ragnar Arnalds og Steingrímur J. Sigfússon áttu sl. þriðjudag fund með útgerðármönnum af Norðurlandi. „Þeir spyrja eðlilega um hliðstæðar aðgerðir fyrir Norðurland," segir Ragnar. „Ég tók þátt í umfjöllun um þessi mál í Byggðastofnun,'en þar var gerð úttekt á stöðunni og þaðan koinu upprunalegar tillögur um þessar að- gerðir. Þar lagði ég áherslu á að aug- ljóslega yrði að skoða hliðstæð tilvik annars staðar á landinu og að það væri barnaskapur ef menn héldu að þeir kæmust upp með að einangra slíkar aðgerðir við Vestfirði. Það verður á hinn bóginn að viðurkennast að staða fyrirtækja á Vestfjörðum er óvenju erfið og því eðlilegt að byrja að líta á vandann þar, því mörg fyrirtæki sem halda uppi heilu byggðarlögunum þar eru á barrni gjaldþrots. Fyrirtæki sem standa rnjög illa má þó víðar finna og Ólafur Ragnar Grímsson: Þessi nýjasta nppákoma í ríkisstjórnimii sýnir að ekki er lengur hcil hní í því sem ákveð- ið er við ríkisstjómarhorðið. erfitt að segja að Vestfirðingar hafi farið verr út úr minnkun aflaheimilda en aðrir. Samdrátturinn er ahnennur, en það er eins og Vestfirðingar hafi einhvern veginn haldið verr á sínum spilum og ekki lagað sig að santdrætt- inum eins og gerst hefur víðast annars staðar,“ segir Ragnar. Hann nefnir einnig að á fundinum með útgerðarmönnunum að norðan hafi verið rætt um að það væri hættu- legt að aðstoða fyrirtæki sem kannski væri engin leið að bjarga, en gripu oft til þess ráðs að bjóða ntiklu hærri verð fyrir fisk en aðrir, án þess að geta stað- ið undir slíku. Lesendur skrífa Meira um umhverfismál Kæri ritstjóri I 7. tölublaði Vikublaðsins kem- ur fram sú skoðun Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur að vinstri menn hafi vanrækt umhverfismál. Þetta er hárrétt, en um ieið hafa jieir verið nánast þeir einu til að láta sig málið skipta þótt það hafi sem bet- ur fer breyst. Ég vildi gjarnan sjá tjallað unt umhverfismál í Vikublaðinu og þá helst með pólitísku ívafi, því málið er rnjög pólitískt. Að sinna um- hverfismálum af þeirri alvöru sem Jiau krefjast er raunar grundvöllur þess að nienn geti í framtíðinni rifist urn hægri og vinstri eða yfir- leitt nokkuð annað. Efnið býður uppá mjög fjöl- breytta umfjöllun, allt frá vatns- skorti í Mið-Austurlöndum til jiess hvernig við högum okkur í eldhúsinu; góð húsráð o.s.frv. Eini pytturinn sem umfjöllun um um- hverfismál getur dottið í er sá að draga upp skelfilega mynd með þeirn eftirmála að allt sé vonlaust. Annars fannst rriér urnrætt tölu- blað mjög skemmtilegt, ekki síst viðtalið við Jón Orm Halldórsson. Bændablaðið var hins vegar nokk- uð þungt; maður torgar því þá bara á lengri tírna. Hjörtur Hjartar Skyggnigáfa skáldsins Ileiðraða Vikublað íslenskur landbúnaður og þeir félagar Baldur Hermannsson og Hrafri Gunnlaugsson hefur verið vinsælt umræðuefni undanfarin misseri og ekki síst í Vikublaðinu. Þess vegna datt mér í hug að þið hefðuð áhuga á að vita að skáldið Stefán Hörður Grímsson sá fyrir hina alrætndu sjónvarpsþætti Baldurs, Þjóð í hlekkjum hugar- farsins, þegar árið 1989. Að minnsta kosti er hægur vandi að sjá slíka forspá í einu ljóða hans úr verðlaunabókinni Yfir heiðan morgun. Ljóðið heitir Mynd og hljóðar þannig: Sauðmeinlaus þjóð horfir á grimmd sína speglast í vœngjum fugls sem hún megnar ekki ad reyta Við lestur þess verður þeirn sem sáu títtnefridan þátt ósjálfrátt hugsað til hans. Er þá leikur einn að skilja ljóðið sem vörn fyrir þjóðina og bændur hennar sem skáldið kallar sauð-meinlausa (og sýknar þar með af þeirri illu með- ferð á fé sem sagt var frá í þættin- uin) en þeir sáu einmitt grimmd sína speglast á skjánum í Jiáttum Baldurs sein er.undir verndarvæng fugls (Hrafns) sem þjóðin (og Vikublaðið) getur ekki „reytt“ því að hann er bara skipaður í hærri stöðu ef það er reynt að reka hann. Ljóðið heitir þar að auki Mynd en Baldur var jú að gera (heimilda)- rnynd um griinind jijóðarinnar fyrr á öldum. Auðvitað er Jietta ekki eina túlk- unarleiðin á þessu fallega ljóði en óneitanlega á hún vel við og væri ekki í fyrsta skipti sem skáld hafa í ljóði lýst óorðnum hlutum með slíkri nákvæmni að kalla mætti skyggnigáfú. Með kveðju, Arniann Jakobsson stud. mag.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.