Vikublaðið


Vikublaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 16

Vikublaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 16
Munið áskriftarsímann 17500 Geislavirknistríð við Breta Hjörleifur Guttormsson: Svör Norrænu ráðherranefndarinnar um Sellafield og Dounreay mjög rýr. en gerir sér vonir um vilja íslenskra stjórnvalda til að fylgja málinu eftir. Höfiiðauðlind íslendinga, afurðum sjávar, stafar nú stórhætta af yfirvofandi mengun vegna geislavirks úrgangs firá endurvinnslustöðum Breta við Sellafield og Dounreay. Islending- ar berjast fyrir því að málið verði tekið upp með markvissum hætti á alþjóðavettvangi og má líkja beirri baráttu sem framundáh er við nýtt þorskasírið. Hjörleifur Guttorms- son þrýsti á yfirstandandi Norður- landaráðsþing og Norrænu ráð- herranefndina um að bregðast við þessari hættu, ekki síst eftir að málshöfðun gegn endurvinnslu- stöðvunum fór út um þúfur í Bret- landi. Hjörleifúr segir í samtali við Vikublaðið að mál þetta sé svo al- Hjörleiftir Giittoriiisson: Fáum lítinn stuðningfrá jrœndþjóðunum. varlegt, að ef diplómatískar leiðir dugi ekki á breta beri að taka sam- band ríkjanna til endurskoðunar. Hjörleifur spurðj Norrænu ráð- herranefiidiha hvaða hafi verið gert af nálfú ríkisstjórna Norðurlanda gagn- vart yfirvofandi geigvænlegum geisla- virkum úrgangi frá THORP-endur- vinnslustöðinni í Sellafield og Dounr- eay, hvort ráðherranefndin ráðgerði gerðardómsmál gegn Bretlandi sam- kvæmt ákvæðum Parísarsáttmálans um varnir gegn mengun sjávar með hliðsjón af afleiðingum endurvinnsl- unnar í Bretlandi og hvort ráðherra- nefndin telji þýðingarvert að taka málið upp á vettvangi EES-samnings- ins. Hjörleifúr segir svörin mjög rýr og valda vonbrigðum. „Afstaðan er ótrú- lega veik miðað við óskir og áherslur Is- lands. Þarna er bara vísað til fyrri bréfa- skrifta af hálfu ein- stakra landa og ráð- herranefndarinnar. Þarna er ekki tekið undir réttmæti þess að hlutast til um gerðar- dómsmál í ljósi París- arsamþykktarinnar, þar sem er að finna skýr gerðardómsá- kvæði. Þarna er heldur ekld talið fært að taka málið upp innan EES. I heildina litið er þetta afskaplega máttlaust. Kjartan Jóh. í Seðlabankann? s Oðum styttist í að Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráð- herra leggi tilnefningar sínar um tvo nýja Seðlabankastjóra fyrir bankaráð Seðlabankans. Fyrir utan umsóknir menntskælinga bárust 31 umsóknir urn stólana tvo, meðal annars frá Steingrími Hermanns- syni, sem allar Iíkur eru á að fái annan stólinn. Nýjasta nafinið varð- andi „kratastólinn" er Kjartan Jó- hannsson ffamkvæmdastjóri EFTA og fyrrum formaður Alþýðuflokks- ins. Sighvatur hefur hins vegar boðað að hann kunni að draga fleiri nöfn upp úr hatti sínum og telja heimildarmenn Vikublaðsins að hann vilji finna sterk- an krata í þann stól sem eyrnarmerkt- ur er Alþýðuflokknum. Nefnd hafa verið nöfn Þorvalds Gylfasonar, sem neitar að hafa áhuga á stólnum, A- gústs Einarssonar og Þrastar Ólafs- sonar. Því iná bæta við að Kristín Einars- dóítir kom með fyrirspurn um hvort Danmörk, Noregur eða Svíþjóð væru tilbúin til að taka undir kröfu Islands um aukafund Parísarnefhdarinnar vegna þessa rnáls, en til þess þarf að- eins þrjú aðildarríki. Tvö eru komin, Island og Irland. 1 svarinu við þessari fyrirspurn kemur engin stuðningur fram. Þarna er eitthvert ótrúlegt hik á ferðinni. Þá má nefna að í Norrænu umhverfisáætluninni sem hér er til umfjöllunar er ekkert bitastætt að finna um endurvinnslumálin. En ég geri mér vonir urn að það sé viss vilji hjá íslenskum stjórnvöldum að fylgja málinu fast eftir og hef þá í huga ræðu sem Davíð Oddsson flutti hér í eigin nafni," segir Hjörleifur. I ljörleifur segir að nú ættu viðvör- unarbjöllur að glymja fyrir hönd um- hverfisins á Norður-Atlantshafssvæð- inu. Reikna má með því að með starf- rækslu endurvinnslunnar í Sellafield muni falla til 1000% meira af geisla- virkum úrgangi í hafið og andrúms- loftið en verið hefur. Sem kunnugt er töpuðu Green- peace og héraðsstjórn Lancshire máli gegn THORP endurvinnslustöðinni, þar sem dómarinn féllst ekld á kröfúr aðilanna um afturköllun á starfsleyfi stöðvarinnar. Happdrætti Alþýðubandalagsins VINNINGAR Dregið hefur verið í Happdrætti Alþýðubandalagsins og hlutu eftirtalin númer vinning. 1. vinningur, Nissan Sunny, frá Ingvari Helgasyni, kom á miða nr. 20942 2. vinningur, Nissan Micra, frá Ingvari Helgasyni, kom á miða nr. 32040 Vinningar 3.-11, níu tölvuvinningar frá Örtölvutækni, hver að andvirði kr 110,000, komu á miða nr. 3972, 3404, 141, 32018, 24398, 6972, 11302, 8495, 17803 Vinningar 12-19, átta ferðavinningar frá Flugleiðum hf., komu á miða nr. 32743, 20559, 24824, 3392, 31130, 20397, 26834, 10356 Vinningar 20-50, þrjátíu bókavinningar frá Máli og menn- ingu, komu á miða nr. 13863, 2823, 120, 12454, 2948, 16899, 9746, 16417, 28936, 5209, 19186, 26373, 17266, 23300, 23819, 23021, 7479, 16643, 16965, 16890, 6768, 12891, 11515, 22720, 9438, 22138, 22968, 14142, 32231, 24600, 8844 Grunnskólanemar til náms í sveitinni Besta leiðin til að auka bömum skilning á Iandinu og Iífi og störfúm fólksins í dreifbýli er að þau dvelji um stund í sveitinni. A ámnum 1990-1991 var gerð tilraun með sveitadvöl 9-11 ára bama sem þótti heppnast ákaflega vel. Auður Sveinsdóttir varaþingmaður AI- þýðubandalagsins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra geri tillögur um nám tengt dvöl í sveit sem hluta af náttúmfræði- og umhverf- isffæðslu skólanna. Að tilstuðlan Landverndar og Stéttarsambands bænda með þátttöku landbúnaðarráðuneytis, menntamála- ráðuneytis og Kennarasambands Is- lands dvöldust 9-11 ára börn á sveita- heimilum ásamt kennara sínum í 7-10 daga vorið 1990 og 1991. Börnin tóku þátt í almennum sveitastörfum og kynntust verklagi og atvinnuháttum í landbúnaði. Heimafólk tók þátt í ffæðslunni sem leiðbeinendur. Að sögn Auðar, sem er formaður Landverndar og situr á þingi í fjarveru Svavars Gestssonar, var almenn á- nægja með námsferðina. - Foreldrar skrifuðu okkur bréf og sögðu að barnið þeirra hefði lært meira um landið og náttúruna þessa daga í sveitinni en það gerði í tveggja ára náttúrufræðinámi í skóla, segir Auður. Tæplega hundrað börn af suðvest- urhorninu nutu námsdvalarinnar en eftir 1991 varð ekki framhald á til- rauninni vegna þess að ekki tókst að fjármagna vettvangsnámið. Auður segir það viðurkennt að börn í þéttbýli þekki fæst til búskaparhátta í sveituin þar sem sá siður hefur að mestu lagst af að börn fari sumarlangt í sveit. Námsdvölin auki börnunum skilning á viðkvæmri náttúru landsins jafnframt því sem þau kynnast af eigin raun lífi og starfi í sveit. I þingsályktuninni er lagt til að skipaður verði starfshópur sem geri tillögur um nám í sveit. Skattframtal einstaklinga með sjálfstæðan atvinnurekstur Skilafrestur rennur út »ann 15. mars Síðasti skiladagur skattframtals einstaklinga sem höfðu með höndum sjálfstæðan atvinnurekstur á árinu 1993 er 15. mars. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi. RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.