Vikublaðið


Vikublaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 15

Vikublaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 15
VIKUBLAÐIÐ 10. MARS 1994 15 Álvktanir •/ Atvinnumál Atvinnuleysi héfur aldrei mælst jafn mikið og nú urn stundir og þúsundir karla og kvenna eru án atvinnu. Þrátt fýrir að alntennt launafólk krefjist raunhæfra úrlausna eru stjórnvöld al- gerlega ráðþrota og ósætti og úrræða- leysi á stjórnarheimilinu er slíkt að ríkisstjórnin er í raun óhæf til þess að takaSl á við vandann. Miðstjórnar- fundur Alþýoúb^pdalagsins haldinn 5.-6. mars 1994 ítrekar að poilfífka á- byrgðin á atvinnuleysinu liggur hjá ríkisstjórninni og mótmælir harðlega því stefiiu- og aðgerðarleysi sem ein- kennir störf hennar. I nýbirtri þjóðhagsspá kemur frarn að meginvandi íslensks efnahagslífs er mikið og langvarandi atvinnuleysi og lítill hagvöxtur. 1 spánni er jafnframt undirstrikað að flestytri skilyrði þjóð- arbúsins séu með þeim hættí að tölu- vert svigrúm sé til að taka fastar á þessum vanda en núverandi ríkis- stjórn hefur gert. Því krefst miðstjórn Alþýðubandalagsins að gripið verði nú þegar til róttækra aðgerða til að sporna við því atvinnuleysi sem nú er um allt land, m.a. á grundvelli þess samkomulags sem gert var við verka- lýðshreyfinguna á síðasta ári. Fjöldi arðbærra verkefna liggja fullhönnuð fýrir og ekkert vantar nema ákvörðun stjórnvalda um að hefja framkvæmdir. Það er ljóst að núverandi sjávarút- vegsstefna hefur ekki tryggt framgang þeirra þriggja meginmarkmiða sem stefht var að með kvótalögunum 1983, þ.e. að stuðla að hagkvæmari rekstri, að byggja upp þorskstofhinn og styrkja byggð uin land allt. Þvert á móti á sjávarútvegsstefnan beinlínis þátt í auknu atvinnuleysi og byggða- röskun. Gífurleg fjölgun frystítogara og útflutningur á óunnu hráefni hefur stórlega skert atvinnumöguleika í landi og sjómenn eru í vaxandi mæli þvingaðir til þess að taka þátt í kvóta- braski. Gagnvart þessurn afleiðingum kerfisins hafa sjórnvöld staðið alger- lega ráðalaus og fámennur hópur svo- kallaðra sægreifa hefur stjórnað um- fjöllun urn fiskveiðistefiiuna. 1 vand- ræðagangi stjórnvalda hafa tví- og þrí- höfðanefndir verið skipaðar til þess að búa tíl haldlitlar bætur á ónothæfa flík. Miðstjórnarfundurinn telur að taka verði upp nýja fiskveiðistefnu sem byggi á söntu markmiðum og nú- verandi kerfi hefur mistekist að ná. Hlutí af stefnuleysi stjórnvalda hef- ur m.a. kontið fram í algjöru afskipta- leysi af málefhum iðnaðarins. Sífellt fleiri iðngreinum er nú gert að keppa við undirboðstílboð og ríkisstyrkta starfsemi erlendis frá án þess að stjórnvöld hafi beitt þeim varnar- heimildum sem alþjóðasamningar veita okkur. Hrun skipaiðnaðarins blasir við, en öll stærri fýrirtæki í þess- ari grein eru annað hvort í greiðslu- stöðvun eða nauðasamningum, en ekkert bólar á aðgerðum af hálfu stjórnvalda. Innan skamms verður sama staða kornin upp í ýmsum öðr- um iðngreinum. Húshlutaframleiðsl- unni er gert að vinna eftir mjög ströngum byggingarreglugerðum sem innflutningsaðilar fá undanþágu frá án frekari athugasemda. Húsgagna- og innréttíngasmíðinni er gert að keppa við undirboðstilboð frá evr- ópskum framleiðendum án viðbragða af hálfu tollayfirvalda. Framleiðsla á yfirbyggingum sendi- og fólksflutn- ingabíla þarf að bera vörugjald af bæði innfluttu hráefni og útseldri vinnu á meðan innfluttar yfirbyggingar bera aðeins eitt vörugjald. Miklar viðsjár eru nú í landbúnaði og úrvinnslu- greinum hans. Á sama tíma og hrun blasir við í iðnaði líðst opinberum stofnunum að sniðganga innlenda ffamleiðendur, þrátt fýrir að þeir séu samkeppnisfærir bæði í verðum og gæðum. Svona mætti lengi telja. Miðstjórnarfundur Alþýðubanda- lagsins krefst þess að gripið verði nú þegar til varnaraðgerða út frá þeim miðstjórnarfundar Alþýðubandalagsins Miðstjóiiiaifélagmiih- Guðmitndur Þ. Jónsson fonnaður Iðju, félags verksmiðjufólks, Benedikt Davíðsson forseti ASI og Bjöni Grétar Sveinssou fonnaður Verkamannasambandsins fluttu sameigtiikgu tillögu að ályktun um atvinnumál. stjórn fiskveiða. Ríkisstjórnin ætladi að- keyra þessa stefnu sína í gegn á Alþingi þrátt fýrir að samtök sjómanna höfðu lýst yfir fullri andstöðu við frjálsu framsali veiðiheimilda vegna kvótabrasks og ó- eðlilegra viðskisptahátta sem við- gengst í skjóli kvótakerfisins. Fjölmörg byggðarlög eru nú að heimildum sem alþjóðasamningar veita. Jafnframt verði mótuð stefiia til lengri tíma um uppbyggingu al- mennrar iðnaðarffamleiðslu, þar sem m.a. verði tekið á sambúðarvanda iðn- aðar og sjávarútvegs. Það er ljóst að öflugur sjávarútvegur er og verður undirstaða og meginstoð ýmissa ann- arra atvinnugreina hér á landi og því er brýnt að huga að innbyrðis sam- skiptum milli þessara greina. Miðstjórnarfundur Alþýðubanda- lagsins mótmælir harðlega þeim hug- myndum sent fram hafa komið að at- vinnuleysisvandann megi fýrst og fremst rekja til hárra launa og skipu- lags vinnuntarkaðar hér á landi. í stað þess að halda því fi-am að launataxtar á bilinu 45-55 þús. kr. skapi vanda væri nær að líta á aðra þættí í rekstri fýrir- tækjanna en launin. Reynsla síðustu áratuga sýnir svo ekki er uin villst að sveigjanleikinn á íslenskum vinnu- markaði er með því sem rnest gerist, þannig að þar er vanda atvinnuleysis- ins ekki að finna. Ilugmyndir sem þessar eru nátengdar því úrræðaleysi sem ríkir hjá stjórnvöldum varðandi atvinnuleysisvandann. Miðstjórn Al- þýðubandalagsins mótmælir þessu úr- ræðaleysi harðlega og þeirri uppgjöf sem kemur fram í hinuin sífellda söng um að atvinnuleysið sé komið tíl að vera. íslenskt launafólk sættír sig ekki við ummæli sem þessi, enda þarf at- vinnuleysi ekki að vera til staðar hér á landi ef rétt er á málum haldið. Miðstjórnarfundur Alþýðubanda- lagsins telur nauðsynlegt að leitað verði eftir því að mynda breiða sam- stöðu inilli aðila vinnumarkaðar og stjórmálaflokka urn rnótun stefnu í at- vinnumálum til lengri tíma. Stefna verður að því að sameina og sam- tvinna steffiiu í menntamálum og starfsfræðslu, tækniþróun og nýsköp- un, markaðsmálum, fjárfestingarmál- urn einkaaðila og hins opinbera, á- herslu í byggðamálum og sjávarút- vegsstefnu þannig að þessir þættír styðji hver annan. Stjórnmálaástandið og ný stjórnarstefna Miðstjórn Alþýðubandalagsins tel- ur brýnt að ríkisstjórnin biðjist lausn- ar, effiit verði til alþingiskosninga og þjóðinni gefinn kostur á að velja nýja landstjórnarstefnu. Atvinnuleysið er orðið djúpstætt vandamál. 7000 íslendingar eru nú án atvinnu og sú tala fer hækkandi. Heil- ar atvinnugreinar eru að hrynja' og höfuðfýrirtæld margra byggðarlaga að stöðvast. Málefni sjávarútvegsins eru komin í algerar ógöngur, harðar deil- ur eru um stefnumótun í landbúnaði og hrikalegur samdráttur einkennir almennan iðnað. í stað þess að glíma við lausnir á vanda atvinnulífsins standa ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í linnulausum þrætum. Þjóðin hefur fýlgst með þrætubók þeirra uin sí- breytilegt orðalag á búvörulögum og strákslega keppni um hver sé hinn sterki. Sama dag og lausn er boðuð hefst síðan ný þræta. Aðrar deilur bætast við. Einn ráðherra vill kaupa þyrlu, annar neitar strax. 'Fillögur um Vestfirði vekja umsvifalaust upp á- greining og úlfúð. Flestar eðlilegar siðareglur unt starfshætti og samstarf ráðherra og stjórnarflokka eru þver- brotnar. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks er ekki lengur starfhæf. Stefnan hefur beðið sldpbrot. Sam- sldpti einkennast af fjandskap og átök- um. Á meðan Stjórnarraðið logar í innbyrðis ágreiningi magnast vanda- mál þjóðarinnar dag frá degi. Alþýðubandalagið áréttar nauðsyn þess að ný forysta með nýja stefnu að leiðarljósi taki við stjórn landsins. Á landsfundi Alþýðubandalagsins var fjallað uni ítarlegar tillögur flokks- ins og á þessum fundi miðstjórnar hefur verið gengið frá nýrri útgáfu Utflutningsleiðarinnar með hliðsjón af fjölmörgum viðbótum og ábend- ingum sent fram hafa kornið á undan- förnum mánuðum. Tillögugerð Alþýðubandalagsins - Útflutningsleiðin - felur í sér fjöl- þættar tillögur um aðgerðir gegn at- vinnuleysi, aðgerðir gegn kjaramis- rétti og aðgerðir gegn spillingu. Meg- inþættír tillögugerðarinnar eru þrír: 1. ATVINNA Endurreisn atvinnulífs. Kerfis- breytíngar. Hugmyndaendurnýjun. Nýsköpun. 2. JÖFNUÐUR Velferð. Réttlætí. Samhjálp. Heil- brigði og menntun. Fjölskyldan og börnin. 3. SIÐBÓT Leikreglur. Velsæmi. Heiðarleiki. Ábyrgð í atvinnulífi. Hæfileikar í stjórnkerfi. I fýrsta áfanga í framkvæmd hinnar nýju stefnu yrði leitast við að skapa 1400-2000 ný störf á næstu 12 mán- uðum. Markntið þeirra aðgerða væri að sýna strax í upphafi hvernig hægt væri að snúa vörn í sókn með því að skapa ný störf á mörgum sviðum. Störfin þurfa að vera arðbær og þau verður að skapa í tengslum við þau byggðarlög og atvinnugreinar þar sem atvinnuleysið er hvað mest og taka sérstakt tillit til starfsgreina þar sem konur eru hvað fjölmennastar. Á næsm mánuðunt munu fulltrúar Alþýðubandalagsins efna tíl viðræðu- funda um þessa tíllögugerð. Við bjóð- uin alla velkomna tíl þátttöku í þeirri umræðu. Islendingar þurfa nú að ná víðtækri samstöðu um nýja leið. Alþýðubanda- lagið hefur lagt ffiam viðamikinn skerf til þeirrar stefnumómnar. Endurskoðun fískveiðistefnunnar Miðstjórnarfundur Alþýðubanda- lagsins haldinn 5.-6. mars 1994 lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þess uggvænlega ástands sem ríkir í mál- efnum sjávarútvegsins. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hef- ur með vinnubrögðum sínum og með þeirri ákvörðun að gera stefnumörkun Tvíhöfðanefndar að sinni gersamlega klúðrað endurskoðun laganna urn komast í þrot vegna þess að þau njóta ekki í núverandi kerfi þeirrar nálægð- ar við gjöful fiskimið sem skapaði þeim lífsgrundvöll til að byggja af- komu íbúanna á. Alþýðubandalagið hefur lýst sig reiðubúið tíl að taka þátt í opinni um- ræðu og stefnumörkun á Alþingi og með öllum þeim aðilum sem láta sig málið varða. Afstaða Alþýðubanda- lagsins tíl grundvallaratariða þeirrar stefitumörkunar liggur fýrir í sam- þykkmm æðsm stofnana flokksins, það er iniðstjórnar og landsfundar- samþykkmin. Þar er krafan um afdráttarlausa tryggingu fýrir þjóðareign á auðlind- urn hafsins efst á blaði, en núverandi kerfi með frjálsu framsali aflaheimilda og sölu á óveiddum fiski í sjó samrým- ist ekki þeirri grundvallarreglu. Miðstjórnarafundurinn felur þing- flokki og framkvæmdastjórn að fýlgja fast frani þeirri stefnumörkun sem fýrir liggur í miðstjórnar- og lands- fundarsamþykkmm við þá endurskoð- un á lögunum urn stjórn fiskveiða sem nú virðist vera að hefjast. FLOKKSSTARFIÐ Eining Suðurlandi OPINN FUNDUR um atvinnumál verður haldinn sunnu- daginn 13. mars kl. 17 í húsi Verkalýðs- félagsins Þórs, Eyrarvegi 29, Selfossi. Frummælendur eru: Ögmundur Jónasson form. BSRB. Margrét Frímannsdóttir þingm. Árni Johnsen þingm. Þorsteinn S. Ásmundsson form. Atorku. Reynt verður að varpa Ijósi á stöðu atvinnumála í dag og skyggnast í framtíðina. Eining, féiag ungs félagshyggjufólks á Suðurlandi. Ogmundur Jónasson Utboð F.h. Vatnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í 1.400 m af 0 600 „ductile iron“ pípum ásamt „fittings". Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 8. mars, á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík,. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 6. apríl 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Utboð 62 m2 320 m2 31 stk. 350 m2 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboð- um í viðgerðir og viðhald á vesturálmu Breiðagerðisskóla. Helstu magntölur eru: Endursteypa: Hreinsun og múrhúðun: Viðhald veltiglugga: Málun útveggja: Verktími er frá 1. júní til 20. ágúst 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 22. mars 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.