Vikublaðið


Vikublaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 10.03.1994, Blaðsíða 8
8 VIKUBLAÐIÐ 10. MARS 1994 Umheimurinn Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir fór til Kúbu til að kynna bækur fyrir bandaríska útgáfufyrirtækið Pathfinder sem sérhæfir sig í bylt- ingarsinnuðum ritum og sjá og heyra í almenningi á Kúbu. Pó krepp- an sverfi sárt að hefur Castró ekki glatað tiltrú al- mennings sem styður hann þrátt fyrir að eiga oft ekki málungi mat- ar. SoyAsi Po>'«uf N<> V WfAtofl ONd A 0105 1 u)Ef.o ornA se •'ft’s* iittuH ! . 4 : i i í kreppunni Það var vetrarveður í Havana S. febrúar, 25 stiga hiti, þurrt og vindur af hafi seinnipartinn. I fljótu bragði virtist mér ekki mikið breytt ffá því fyrir fimm árum. Nema auðvitað hjólin. Þegar Sovétríkin hrundu og verslun við þau gufaði upp á einni nóttu árið 1991 varð Kúba nær olíulaus. Til að mæta olíuskorti í sam- göngum er notuð líkamsorka. Eg kemst að því að í fyrra voru flutt inn milljón hjól. Eg kem tveimur dögum eftir að samstöðufundi fulltrúa frá allri Rómönsku Ameríku og Karíbahafinu lýkur. Þar hafa menn hvatt Fidel Castró til að taka til máls og lýsa skoð- unum sínum á ýmsum ágreiningsefn- um, en hann talar ekki fyrr en síðasta daginn og þá ganga suinir fulltrúar á dyr. Aðrir púa og gera skarkala. Flest- ir sitja og hlýða á mál hans. Ræðunni hefur verið útvarpað og sjónvarpað þegar ég mæti á staðinn og allir ekki á eitt sáttir. Þetta er það besta sem ég hef heyrt lengi, segir konan nokkur, - það verður léttara að fara heim og láta sér nægja fátæklega máltíð. Aðrir V'MHWii Allskyns vegginálverk af listrcenum eða pólitískum toga blasa við hvarvetna í Havana. Myndimar tók greinarböfundur. Taoistar hafa aldrei verið í vafa um að eining andstæðna sé eitt helsta grundvallarlögmál tilverunnar. Sérhvert fyrirbæri feli í sér eig- in andstæðu sem sé forsenda tilveru þess. Þetta er vafalaust mikilvæg ástæða fyrir því að Mao Zedong og aðrir kínverskir kommúnistar áttu auðvelt með að tileinka sér marxíska díalektík og ganga jafnvel lengra í díalektískri túlkun umheimsins en vestræn- ir lærifeður þeirra. Fyrir þeim eru barátta og eining andstæðna grundvallarsannindi sem engin ástæða er til að efast um. heilt er siður en svo orðin tóm. Það helst svo sannarlega heilt og allt kemst afttir í samt horf. Athugasemd þýðanda: I frumtexta er uppbygg- ing allra setninga í fyrstu efnisgrein eins. Hún sýnir óljós orsakatengsl sem má túlka mismunandi. Fyrstu setninguna má t.d. skilja sem svo að það sem sveigist, (svignar, kiknar eða beygist) verði heilt, það sem sveigist sé heilt, það sem sveigist haldist heilt, það sé til eitthvað sein sveigist og þess vegna sé til eitthvað sem sé heilt, o.s.frv. 22. brot úr Bókinni um Veginn Það sem sveigist helst heilt. Bogið helst beint. Tómið fyllist. Snjtíð verður nýtt. Lítið telst til tekna. Gmegð veldur óvisstt. Þvi cr það að spekingurinn umfaðmar eininguna og hefur hana fyrir vcfrétt um allt undir himninum. Hann sýnir sig ekki og er þess vegna auðsær. Hann 'er' ekki alltaf viss i simti sók og er þess vegna áherandi. Hann er ekki sjálfhælinn og er þess vegna lofaður. Hann er ekki þóttafullur og endist þess vegna lengi. Þar sem hann forðast togstreitu, þá er enginn undir himinum sem getur keppt við hann. Það sem sagt var til forna að það sem sveigist haldist Umritun þýðanda Ilið sveigjanlega helst heilt og óskaddað. Ef eitt- hvað beygist, þá er eitthvað beint. Það sem tæmist mun fyllast, það sem slitnar endurnýjast, smæð er forsenda aukningar, ofgnótt veldur óstöðugleika. Þess vegna einbeitir spekingurinn sér að því sem er sameiginlegt með öllu (tao) og beitir því til að öðlast skilning á veröldinni. Hann lætur lítið á sér bera og þess vegna er tekið eftir honum. Hann þyk- ist ekki alltaf hafa rétt fyrir sér og þess vegna vex hann í áliti. Hann er ekki montinn og þess vegna er honum hrósað. Hann er laus við stærilæti og lifir þess vegna vel og lengi. Hann forðast átök svo enginn í öllu rík- inu á í illdeilum við hann. Gamla orðtakið að hið sveigjanlega haldist heilt og óskadd- að er því svo sannarlega rétt. Allt varðveit- ist og hverfur aftur til uppruna síns. Þýðandi: Ragnar Baldursson. segja: Þetta er bara orðaskak, það hef- ur enga merkingu, enda' sagði hann ekkert um hvernig eigi að taka á öllum erfiðleikunum hér á Kúbu. Fólk ruglaðist viðfall Sovétríkjanna Eitt megintemað í ræðu Castrós var að alþýðufólk, smábændur sem hafa hrakist úr sveitum, soltnir hirðingjar, índíánar á vonarvöl og venjulegt verkafólk sýni af sér mikla andstöðu við að byrðum hratt vaxandi kreppu sé varpað á þeirra herðar. Hann útskýrði á einfaldan hátt hvers vegna kapítal- isminn á enga ffamtíð fyrir sér og hef- ur ekkert að bjóða mannkyninu. A há- tindi efhahagslegs, stjórnmálalegs og hernaðarlegs valds hafa þeir ekkert sem bætir tilveruna. Ekki aðeins gildir það um 80% mannkyns sem býr við megna fátækt, heldur heiminn allan. Fólk á vinstri vængnum ruglaðist svolítið við fall Sovétríkjanna, sagði Castró, en það er nú liðin tíð. Við getum virt fyrir okk- ur annað ástand núna, auknar vonir og baráttu sem brýst út víðsvegar. Við áttum okkur betur á því að hver svo sem vandamálin og verkefnin eru hjá okkur, eru það kapítalistaveldin sem eru í kreppu, sem takast á, þar sem erfiðleikarnir magnast dag frá degi, verða alvarlegri og hættulegri og mæta meiri andspyrnu. Framtíðin ber með sér aukin átök, það verður ekki boðin „gleðileg öld“ um aldamótin heldur „hasta la victoria siempre“ og „venceremos" (við munum sigra - og berjumst). Ræða Castrós var bullandi árás á hugmyndir margra þátttakenda á samstöðufúndinum sem voru inni á að semja við ofureflið, - kapítalisminn sé kannski gallaður en nothæfur, sjáið bara hvernig efnahagsástandið er á Kúbu í dag að ekki sé talað um Aust- ur-Evrópu. En afstaða Castrós var ó- sveigjanleg: Það er ekki hægt, við verðum að setja hér endahnútinn á. Sósíalismi er framtíðin. Skömmtun á vörum sem ekki eru til Næstu daga þegar ég ræði við fólk á förnum vegi og heimsæki kunningja fæ ég staðfest margt af því sein ég hef heyrt og lesið. Það er ekki nægur mat- ur. Skömmtunarbókin á að tryggja öllum nauðþurftir og er alls ekki óvin- sæl hjá alþýðufólki. Samkvæmt henni fæst ein sápa á mánuði fyrir venjulegt heimili, þriggja vikna hrísgrjónaforði, ein fiskmáltíð, og kjúklingur á þriggja mánaða fresti ef börn eru á heimilinu eða veikt gamalmenni. Nú bregður svo við að maður fer í búðina á tilsett- um degi til að kaupa fisk, en þá er eng- inn fiskur og ekki annað að gera en bíða eftir því að röðin komi að manni aftur. Heima hjá Marcelino blaðamanni á Juventud Rebelde er ekki til sápuarða því sápa hefur ekki sést í búðinni það sem af er árinu. Þau hjónin lýsa því hversu misvel menn búa, allt eftir því hversu góðan aðgang þeir hafa að dollurum og geta aflað sér varnings á svarta markaðnum. Konan er frönsk og kennir stærðfræði á grunnskóla- stigi. Hún segir að allir skólar séu í gangi en tímar falli stundum niður. Það vantar kennslubækur, pappír og blýanta. Venjuleg höfuðverkjalyf, og raunar allt sem þarf að flytja inn og greiða með gjaldeyri, skortir. Svarti markaðurinn sem Kúbverjar kalla svo er alls staðar. A horninu skammt frá þar sem ég bý var einn daginn verið að selja kálhöfuð fyrir pesósa. Annars er algengast að gjald- miðillinn séu dollarar. Viðgangur þessa markaðar vitnar um aukna mis- skiptingu gæðanna. I fyrra varð doll- araeign einkaaðila lögleg. Fólk sem starfar við vaxandi túrisma eignast með ýmsum hætti dollara og má nú nota þá.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.