Vikublaðið - 06.05.1994, Síða 7
VIKUBLAÐIÐ 6. MAI 1994
15
FLOKKSSTARFIÐ
Sellurnar - Sellurnar - Sellurnar
Sellufundur
Konur! Sellur á höfuðborgarsvæðinu boða til op-
ins fundar í kosningamiðstöð R-listans að Lauga-
vegi 31, Reykjavík, laugardaginn 7. maí kl. 10:00
til 12:00
Á fundinum munu konur f framboði til sveitar-
stjórnarkosninga fyrir Alþýðubandalagið ræða
stöðuna. Fjölmennum allar.
Sellur á höfuðborgarsvæðinu.
Alþýðubandalagið á Akranesi
Opið í Rein öll mánudagskvöld kl. 20:30 - 22:00
Kosningaskrifstofa í Rein opin í maímánuði alla
virka daga frá kl. 16:30 - 18:30 og laugardaga frá
kl. 14:00 - 16:00 - Lítið inn. - Kaffi á könnunni.
Alþýðubandalagið Garðabæ
Opið á kosningaskrifstofunni að Kirkjulundi 13.
Opið verður frá kl. 17:00 - 22:00 mánudaga til
föstudaga og frá kl. 10:00 - 12:00 laugardaga og
sunnudaga.
Heitt kaffi á könnunni.
Símar: 656056 - 656142 - 656143 og 656134
Alþýðubandaiagið Höfnum,
Keflavík, Njarðvík
Kosningaskrifstofan er opin fyrst um sinn alla
virka daga á milli kl. 17:00 og 19:00 Minnum á
fasta fundartíma öll miðvikudagskvöld og laugar-
dagskaffi milli kl. 10:00 og 12:00. Kynnið ykkur
leið G-listans í bæjarstjórn, en upplýsingar um
hana er að finna í Ásbergi, félagsheimili Alþýðu-
bandalagsins í Keflavík, Höfnum, Njarðvík, að
Hverfisgötu 26 Keflavík. Síminn er 11366.
Utankjörstaðakosning er hafin!
Stuðningsmenn gefið upplýsingar.
Alþýðubandalagið Neskaupstað
Alþýðubandalagið í Neskaupstað hefur opnað
kosningaskrifstofu að Hafnarbraut 4. Skrifstofan
verður opin alla virka daga frá kl. 14:00 -18:00 og
frá kl. 20:00 - 22:00. Um helgar verður opið frá kl.
15:00- 19:00.
Frambjóðendur ABN verða daglega á kosninga-
skrifstofunni til skrafs og ráðagerða.
Kosningastjóri er Petrún Björg Jónsdóttir, en hún
skipar 6. sætið á lista flokksins í komandi bæjar-
stjórnarkosningum. Umboðsmenn listans auk
kosningastjóra eru Svanbjörn Stefánsson, Stein-
unn L. Aðalsteinsdóttir og Elma Guðmundsdóttir.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Kaffi- og umræðufundir á laugardögum
Einn af þeim þáttum í félagsstarfi ABR sem fitjað
verður uþp á næstu vikurnar eru umræðu- og
kaffifundir á laugardagsmorgnum. Stefnt er að því
að halda slíka fundi reglulega og þá um ákveðið
málefni hverju sinni. Fenginn verður einhver með
staðgóða þekkingu á viðkomandi málefni til að
hefja umræður, sem síðan verða látnar þróast í ó-
formlegu spjalli.
Fyrsti morgunfundurinn verður haldinn 14. maí.
nk. að Laugavegi 31, í kosningamiðstöð Reykja-
víkurlistans og hefst kl. 10:00. Efstu menn listans
mæta þar og spjalla við fundarmenn. Þeir sem á-
huga hafa ættu að merkja við daginn á dagatalinu
og taka morguninn frá. Nánari tilhögun verður
auglýst síðar í fréttabréfi ABR og í Vikublaðinu.
Guðrún Ágústsdóttir er fastur gestgjafi á laugar-
dögum í kosningamiðstöð Reykjavíkurlistans og
eru ABR félagar hvattir til að líta inn í kaffi og með-
læti. Fjölbreytt dagskrá er hjá Reykjavíkurlistan-
um alla laugardaga.
Frá kosningamiðstöð R-listans
Alþýðubandalagið á Akranesi
Ný stjórn ABR á fyrsta stjórnarfundi. F.v. Soffía Sigurðardóttir,
Guðlaug Richter, Garðar Mýrdal, Nanna Rögnvaldsdóttir og
Haukur Már Haraldsson.
Aðalfundur ABR - Garðar Mýrdal kosinn for-
maður
Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík var
haldinn fimmtudaginn 28. apríl sl. Á sjötta tug
manna sótti fundinn og voru umræður líflegar og
skemmtilegar.
Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður og vara-
formaður Alþýðubandalagsins var gestur fundar-
ins. Hann ræddi stjórnmálaviðhorfið og þá m.a. þá
spurningu, hvort líkindi væru á kosningum í haust,
eins og vangaveltur hafa heyrst um.
Ný stjórn ABR var kjörin á fundinum og var Garð-
ar Mýrdal kosinn formaður en með honum í stjórn
eru Soffía Sigurðardóttir, Nanna Rögnvaldsdóttir,
Guðlaug Richter, Matthías Matthíasson, Einar
Gunnarsson og Haukur Már Haraldsson.
Á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund skipti stjórnin
með sér verkum; Haukur Már er varaformaður,
Nanna ritari og Einar gjaldkeri.
Gönguferð um Elliðaárdalinn í fylgd Guðrúnar
Ágústsdóttur
Nýkjörin stjórn ABR lagði á
fyrsta fundi sínum drög að starf-
inu næstu vikurnar. M.a. var á-
kveðið að hefja sumarstarfið
með gönguferð um Elliðaárdal-
inn á sunnudaginn kemur.
Hér er um að ræða fjölskyldu-
ferð undir leiðsögn Guðrúnar
Ágústsdóttur, sem skipar annað
sætið á Reykjavíkurlistanum.
Guðrún er alin upp við Elliðaárnar og þekkir því
fagurt umhverfi þeirra betur en flestir aðrir. Yfir-
ferðin um dalinn verður við allra hæfi, þar sem um
fjölskylduferð er að ræða. Gönguferðin hefst með
því að safnast verður saman við gömlu rafstöðina
kl. 11 að morgni og gengið þaðan. Gert er ráð fyr-
ir að gangan taki um tvær klukkustundir. Þátttak-
endur eru hvattir til að klæðast eftir veðri og mæta
stundvíslega. Þeir sem ekki eru á eigin bíl eða
gangandi geta tekið strætisvagn nr. 10 að rafstöð-
inni.
Alþýöubandalagið í Kópavogi
Kosningaskrifstofa G-listans í Kópavogi er í Þing-
hól, Hamraborg 11,3. hæð. Þar er opið frá kl.
10:00 - 18:00 hvern virkan dag og frá'kl. 10:00 -
16:00 á laugardögum. Síminn á kosningaskrifstof-
unni er 41746 - 644290 og 644292.
Á laugardögum er hið sívinsæla morgunkaffi ABK
frákl. 10:00- 12:00
Reykjavíkurlistinn
Frambjóðendur Reykjavíkurlistans verða til
viðtals í kosningamiðstöðinni að Laugavegi
31 alla virka daga frá kl. 16:00 -18:00
Föstudaginn 6. mai
Árni Þór Sigurðsson og
Birna Kr. Svavarsdóttir
Mánudaginn 9. maí
Alfreð Þorsteinsson og
Bryndís Kristinsdóttir
Þriðjudaginn 10. maí
Steinunn Valdís Óskarsdóttir og
Jónas Engilbertsson
Miðvikudaginn 11. mai
Gunnar Levy Gissurarson og
Margrét Sæmundsdóttir
Fimmtudaginn 12. maí
Guðrún Jónsdóttir og Óskar D. Ólafsson
Föstudaginn 13. maí
Helgi Pétursson og Guðrún Kr. Óladóttir
Mánudaginn 16. maí
Árni Þór Sigurðsson og
Sigrún Magnúsdóttir
Þessir skipa fimm efstu sæti listans: F.v. I'.gir Sigurðsson 5. sæti, Hulda Ólafsdóttir
S. sæti, Jóhann Geirdal 1. sæti, Sólveig Þórðardóttir 2. sæti ogjón Páll Eyjólfsson 3.
sæti.
Listi Alþýðubandalagsmanna og annarra jaínaðar- og félagshyggju-
manna í Höfnum, Keflavík og Njarðvík fyrir sveitarstjómar-
kosningamar 28. maí n.k. hefur verið ákveðinn.
Kjörorð Iistans em: Atvinna - Jöfhuður - Siðgæði.
Listann skipa:
Jóhann Geirdai formaður
Verslunarmannafélags Suðurnesja
Sólveig Þórðardóttir deildarstjóri og
bæjarfulltrúi
Jón Páll Eyjólfsson verkamaður
Hulda Ólafsdóttir leikhúsfræðingur
og fóstra
Ægir Sigurðsson aðstoðarskólameis-
tari Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Eygló Breiðfjörð Einarsdóttir
bifreiðastjóri
Hólmar Tryggvason húsasmiður
Inga Stefánsdóttir bankamaður
Þórarinn Þórarinsson sagnfræðineini
Lára Jóna Helgadóttir verkakona
Guðmundur Hermannsson kennari
Ragnhildur Guðmundsdóttir
húsmóðir
Brynjar Harðarson verkamaður
Sigrún Gunnarsdóttir fiskverkandi
Hildur Ellertsdóttir kennari
Arnar Sigurbjörnsson verkamaður
Bjarni Már Jónsson vélstjóri
Alda Jensdóttir kermari
Gestur Auðunsson verkamaður
Einar Ingimundarson ffíhafnarstarfs-
maður
Karl G. Sigurbergsson skipstjóri
Oddbergur Eiríksson skipasmiður
Aiþýðubandalagið á Skagaströnd hefur gengið frá lista sínum fyrir
sveitarstjómarkosningarnar 28. maí nk.
Listann skipa:
Jón Ingvar Valdimarsson
aðstoðarskólastjóri
Björgvin Karlsson vélstjóri
Anna Sjöfh Jónasdóttir sjómaður
Sigrún Guðmundsdóttir verkakona
Þór Arason verkamaður
Ingunn G. Björnsdóttir skrifstofu-
maður
Súsanna Þórhallsdóttir
húsmóðir
Agúst F. Jónsson
verslunarmaður
Ingibjörg Kristinsdóttir
skrifstofumaður
Elínborgjónsdóttir
fyrrv. kennari
Utboö
F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í „Endur-
nýjun stofnlagna 1,1994“.
Um er að ræða endurnýjun 1.120 m af stofnlögnum hitaveitunnar
við Elliðaárbrú, Borgartún og Hringbraut.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja-
vík, frá og með miðvikudeginum 4. maí 1994, gegn kr. 15.000.-
skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 18. maí 1994,
kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Síml 25800
Utboð
F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík, er óskað eftir tilboðum í
„gerð malbikaðra gangstíga ásamt ræktun víðs vegar um
borgina".
Verkið nefnist: Gangstígar 1994.
Heildarmagn gangstíga er u.þ.b. 11.700 m2
Heildarmagn ræktunar er u.þ.b. 8.800 m2
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja-
vík, frá og með þriðjudeginum 3. maí n.k., gegn kr. 10.000.-
skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 11. maí 1994,
kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800