Vikublaðið


Vikublaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 27.05.1994, Blaðsíða 5
VIKUBLAÐIÐ 27. MAI 1994 Lrtil um uppnaf Saga Reykjavíkurlistans er stutt en hún á sér langan aðdraganda. Þegar saga list- ans verður skrifuðu munu sagnfræðing- ar þurfa að meta þátt ungs fólks í atvikaröð- inni sem leiddi til þess að fjórir stjómmála- flokkar í höfúðborginni sameinuðust um eitt framboð í borgarstjómarkosningunum 1994. Hér verður vikið að upphafi stuttu sögunnar en Iangi aðdragandinn verður að bíða betri tíma. Hrannar B. Arnarson er flokksvilltur á vinstri kantinum í íslenskum stjórnmálum. Hann hefur ekki fundið sig í flokkakerflnu vegna þess, eins og hann sjálfúr segir, að hér vantar stóran og sterkan félagshyggjuflokk með einhver völd. - Það var um tvennt að ræða fyrir mig, að hætta í pólitík eða taka þátt í því að búa til nýtt stjórnmálaafl. Undanfarin ár hefur Hrannar starfað í Nýjum vettvangi en þetta framboð frá síðustu kosning- um hefur ekki náð að verða það afl sem vonir stóðu til. Það verk var óunnið; að búa til öfluga viðspymu félagshyggjufólks gegn ofurvaldi Sjálfstæðisflokksins. Hrannar vildi ekki draga sig í hlé, enda korn- ungur og mikill áhugamaður um stjórnmál. Viðræðurnar sem urðu ekki Það er gömul saga að þegar líð- ur að kosningavetri í Reykjavík fara menn og konur að ræða um sameiginlegt framboð gegn Sjálf- stæðisflokknum. Arangurinn hefur jafnan verið rýr en það hefur ekki aftrað félagshyggjufólki að reyna aftur og aftur. Samstarf minni- hlutaflokkanna í borgarstjórn hef- ur verið með þeim hætti að fólk hefur átt æ erfiðara með að skilja það hvers vegna framboðin era svona mörg þegar listarnir eru ein- róma í andófinu gegn Sjálfstæðis- flokknum. Fyrir hálfu öðru ári skrifaði Nýr vettvangur öðrum minnihluta- flokkum í Reykjavík bréf með til- lögu um að flokkarnir ræddu sam- eiginlegt framboð sín á milli. Við- brögð við bréfinu voru dræm og viðbárurnar af margvíslegum toga. Enginn flokkanna gekk þó svo langt að hafna alfarið viðræðum. Aðrar hugmyndir voru ræddar, til að mynda sú að ef ekki tækist að búa til sameiginlegt framboð gætu minnilhlutaflokkarnir komið sér saman um áherslur í kosningabaráttunni. Óforinlegar tillögur vöru um að flokkarnir byðu fram hver í sínu lagi en tilnefhdu fyrir kosning- arnar sameiginlegt borgarstjóraefni. Eða að hafa þann háttinn á að tilkynna það fyrirfram að oddamaður þess minnihlutaflokks sem hlyti flest atkvæði yrði borgarstjóri ef meirihluti sjálfstæð- ismanna félli. (Sem var þá býsna fjarlægur draumur). Umræður um þessi atriði voru ekki komnar á alvarlegt stig áður en sumarið gekk í garð og um sinn lagðist pólitískt starf í dvala. Hópurinn á Hótel Borg Flokkarnir fóru á liðnu hausti að búa sig und- ir kosningarnar í vor, hver í sínu lagi. Sem fyrr hafði enginn minnihlutaflokkanna lýst því yfir að sameiginlegt ffamboð kæmi ekki til greina. En að Nýjum vettvangi frátöldum voru tals- menn flokkanna ekkert ýkja áfjáðir í viðræður. í óformlegu spjalli höfðu menn kannað landið og það virtist liggja þannig að Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur voru til í að athuga málið, að uppfylltum skilyrðum, en Framsóknarflokkur og Kvennalisti voru síður tilkippilegir. Margt vann gegn sameiginlegu framboði, Sagan (með stóru essi), ríkisstjórnarþátttaka Alþýðuflokksins og vonbrigði með árangur sameiginlegra ffamboða í öðrum sveitarfélöguin við síðustu kosningar. Hrannar B. Arnarson fylgdist með þróuninni hjá minnihlutaflokkunum. Um haustið fór ungt félagshyggjufólk að hittast á laugardögum á Hótel Borg til að ræða framboðsmál. Ilrannar var í þessum hópi og félagi hans Helgi Hjörvar. Þá vora þarna Ingvar Sverrisson, Kjartan Jóns- son og Magnús Arni Magnússon auk annarra. Einstaklingar úr þessurn hópi ræddu við for- ystufólk í minnihlutaflokkunum í þeirri von að hreyfing kæmist á umræður um sameiginlegt framboð. Samtölin fóru gjarnan fram á kaffihús- um borgarinnar. Á þessu stigi málsins voru menn ekki bjartsýnni en svo þeir töldu raunhæft markmið að fækka framboðum ininnihlutaflokk- anna niður í tvö til þrjú. Tölfræðilega verður UNGT FÓLK ' ið næstu borgafstjómark tfmans ■*e„eUikl Íí . , r' T°rm. Tél. r,Vi„ !., ,ri- OýrlefF I)- iNír l<tl,r^tlrsso,i, I'v SP* MR 0g pv «• O..KK Bjarnaaínfr"" Np,> "'• ' h HSrÓ‘£ neSuVííV01-? nuit“ m- Bí**> hS^,> :Jö^sss^rio"n^5^,, 'v,'vi*1 11,,- B A *<f örleif „’, il!I;!'r'' f v- IVTav s*j 7"V*V;ms"y*‘'ne,nk v' ROskv Hrann Kfariiín IimlY si ’’ ‘a!sn,í‘ður CiVSíÍ”1* NFö- »Vl*„ iCíar’AT"í“ MHÍ, f NTS. , , Soni;. , - •*r"hrfmVsoVVn; f"JT*n- nfb. 'onPoson v'"“ -— ««. ^run,, Hópurinn sem hittist á Hótel Borg birti þessa auglýsingu í október þegar lítil hreyfing var á framboðsmálum. í símanum og freistuðu þess að sannfæra fram- sóknarmenn og kvennalistakonur að senda full- trúa sína á fúndinn. Það tókst ekki og frá minni- hlutaflokkunum í borgarstjórn mættu aðeins þau Arni Þór Sigurðsson fyrir Al- þýðubandalag og Guðrún Jónsdóttir frá Nýjum vett- vangi. Alþýðuflokksmaðurinn Sigurður Pétursson var einnig frummælandi, Kjartan Jónsson talaði fyrir Grænt framboð og Rristín Sævarsdóttir fyrir Flokk mansins. Fántennið og fjarvera full- trúa tveggja minnihlutaflokka se'tti mark sitt á fundinn. Frummælendur voru varkárir og höfðu uppi góð orð án þess að vart yrði við mikla bjart- sýni. Helgi Hjörvar skammaði minnihlutaflokkana fyrir á- hugaleysið og sagði meiri fé- lagslegan styrk í saumaklúbb móður sinnar en í heilu og hálfu stjórnmálahreyfingunum á vinstri kantinum. ■ /wíi/sMWm ;> r v; ífmlili'f/wtfi Hrannar B. Arnarson: Það var um tvennt að ræða fyrir mig, að hætta í pólitík eða taka þátt í því að búa til nýtt stjórnmálaafl. auðveldara fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda meirihlutanum eftir því sem framboðum fjölgar. Ungt fólk boðar fund Þegar þrjár vikur voru liðnar af október birtist heilsíðuauglýsing í Alþýðublaðinu og Vikublað- inu undir fyrirsögninni Ungt fólk krefst árang- urs. Rúmlega 50 einstaklingar skrifuðu undir á- skorun um að efnt yrði til kröftugs, sameiginlegs framboðs félagshyggjufólks við borgarstjórnar- kosningarnar. Hér var hópurinn frá Hótel Borg kominn og hann lét ekki þar við sitja heldur boð- aði til opins fundar um ffamboðsmál í borginni. Fundurinn var haldinn á Kornhlöðuloftinu þann 4. nóvember og hann var ekld fjölmennur. Hrannar var fundarstjóri og það dróst að setja fundinn vegna þess að hann og félagar hans lágu Vilji fólksins skráður og staðfestur Daginn eftir fundinn á Kornhlöðuloftinu sló Viku- blaðið því upp að minnihluta- flokkarnir hefðu blásið af sam- eiginlegt framboð. Blaðamað- urinn sem ber mesta ábyrgð á uppslættínum er hinn sami og skrifar þessa grein. Hann hefur ekki áður á prenti beðist afsökunar á þessari ó- tímabæru ályktun í nóvember og vill gera það hér með. Unga fólkið sem hélt hugmyndinni um sam- eiginlegt ffamboð lifandi þegar flestir aðrir voru vantrúaðir var sannfært um að vilji almennings stæði til sameiginlegs framboðs félagshyggju- flokkanna. Næsta skref var að fá þennan al- mannavilja skráðan og staðfestan. Hrannar B. Arnarson pantaði skoðanakönnun hjá Félagsvís- indastofnun Háskóla Islands. Könnunin var gerð í fyrstu og annari viku nóvembermánaðar og niðurstöður kynntar fáum dögum síðar. Hún sýndi svo ekki varð um villst að meirihluti kjósenda í Reykjavík var fylgjandi sameiginlegu framboði minnihlutaflokkana og myndi gefa því atkvæði sitt í kosningum. Skriðan fer af stað Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar braut ísinn. Þeir vantrúuðu endurskoðuðu hug sinn og hinir sannfærðu færðust allir í aukana. Aftur fór fólk að tala saman þvert á flokksbönd og sameig- inlegt framboð komst efst á dagskrá hjá mörgum sem töldu að tækifærið væri runnið minnihluta- flokkunum úr greipum. Um áramótin náðu flokkarnir saman um að hefja formlegar viðræður og hálfum mánuði síð- ar samþykktu flokksfélög Kvennalista, Alþýðu- bandalags, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks samstarfsyfirlýsingu. Á þeim grundvelli varð Reykjavíkurlistinn til. Árni Þór Sigurðsson, formaður kjör.dæmaráðs Alþýðubandalagsins, sagði að það hefðu fyrst og fremst verið heilindi og hreinskilni milli flokka sem hefðu ráðið úrslitum. Og bæði hann og aðr- ir hafa bent á að breiður hópur fólks úr öllum flokkum hefði komið að viðræðunum og það hefði verið mikilvæg forsenda fyrir því að santan gekk með flokkunum fjórum. Hrannar B. Arnarson vekur athygli á þætti Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem hélt því opnu að taka þátt í þessari tilraun þótt um tírna hafi útlitið ekki verið bjart. Ingibjörg Sólrún hefur farið fyrir þeim Kvennalistakonum sem vilja með opnum huga kanna samstarfsmöguleika félagshyggjufólks. Skömmu eftir að sameiginlegt framboð var á- kveðið mætti hún á fund hjá Verðandi, félagi ungs alþýðubandalagsfólks, og kynnti ungu fólki hugmyndir sínar. - Við eigum að hugsa upphátt og ekki vera hrædd við að setja fram nýjar hugmyndir. Oft hefúr verið stutt í svikabrigsl og ritskoðunartil- hneigingar vegna þess að vinstrimenn „megi ekki” hugsa þetta eða hitt. Við þurfum að leggja af þennan hugsunarhátt, sagði Ingibjörg Sólrún og það er einmitt það sem Reykjavíkurlistinn hefur gert. Eftirá að hyggja hljóta flestir þeir sem unnu að því að gera draum félagshyggjufólks í Reykjavík að veruleika að spyrja sig þessarar spurningar: Hvers vegna í ósköpunum gerðum við þetta ekki fyrr? Og þar erum við komin að langa aðdrag- andanum sem verður skrifaður seinna. Páll Vilhjálmsson

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.