Vikublaðið


Vikublaðið - 27.05.1994, Qupperneq 12

Vikublaðið - 27.05.1994, Qupperneq 12
12 IJmhehnuriiin VIKUBLAÐIÐ 27. MAI 1994 Norðurlöndin og Evrópusambandið Erindi Steingríms J. Sigfússonar alþingismanns og fyrrv. ráðherra á fundi ráðsins um Evrópustefnu (Rádet for Europæisk politik) í Kaupmannahöfn 9. 5. 1994 / g vil í upphafi þakka fyrir boðið um að koma hingað á þennan fund og gera grein fyrir mínum sjónarmiðum og stöðu Is- lands í samhenginu Norðurlönd og Evrópusam- bandið. Eg inun reyna að gera grein fyrir við- horfum í íslenskum stjórnmálum ög stöðu mála með eins hlutlausum hætti og mér er unnt, en mínar persónulegu skoðanir og stefna míns flokks hafa að sjálfsögðu nokkur áhrif á það hvernig ég met stöðuna. Ég vil ennfremur undirstrika að ég fagna því að mér sem fulltrúa íslands er boðin þátttaka á þessum fundi til að útskýra okkar sjónarmið og með því árétta að norrænt samstarf heldur sínu striki gegnum m.a. skoðanaskipti af þessu tagi, þó það skiljist að einhverju leyti leiðir í utanrík- ispólitískum ákvörðunum. Stutt sögulegt yfirlit Ég tel rétt að gera í byrjun mjög stuttlega grein fyrir stöðu íslands og sögu íslenskra utan- ríkismála og er þá rét't að minna á að ísland með sína 265 þús. íbúa og sitt einhæfa atvinnulíf þar sem 80% útflutningstekna þjóðarinnar koma frá sjávarútvegi, hefur mikla sérstöðu. Ur stjórnmálasögunni er rétt að rifja upp að íslendingar fagna á þessu ári 50 ára afmæli lýð- veldisins og meðvitundin um endurheimt sjálf- stæði er því fersk í vitund þjóðarinnar. Island varð ffjálst og fullvalda ríki 1918 í konungssam- bandi við Danmörku. Lýðveldi var stofnað á Þingvöllum 17. júní 1944 og verður 50 ára af- mælis þess fagnað innan skamms, eins og áður sagði. íslendingar hafa frá upphafi haft nánust tengsl við hin Norðurlöndin, við Noreg og síð- an auðvitað Danmörku um margra alda skeið og síðan öll Norðurlönd, sérstaklega á eftirstríðs- tímanum. ísland gekk í Gatt 1968 og EFI A árið 1970, eða 10 árum eftir að samtökin voru stofnuð og gerði í framhaldinu fríverslunarsamning við Evrópubandalagið eins og önnur EFTA-ríki. Svonefnd bókun 6 gaf íslendingum strax frá því snemma á áttunda áratugnum góð viðskiptakjör með sjávarafurðir inn á markað Evrópubanda- lagsins og verulegar tollalækkanir eða niðurfell- ingar. Munaði þar mestu um nær algert tollfrelsi fyrir frystar sjávarafúrðir. Samkeppnisstaða ís- lands var því allgóð á Evrópumarkaði og á köfl- um betri en t.a.m. keppnauta okkar á þeim markaði, Norðmanna. Innan EFTA hafa íslend- ingar síðan barist fyrir höfuðstefnumáli sínu ímilliríkjaviðskiptum, þ.e. tolifrjálsum viðskipt- um með sjávarafurðir og náðist það fram fyrir nokkrum árum. íslendingar hafa til viðbótar þessu átt náin efnahagsleg og stjórnmálaleg samskipti við Bandaríkin og verður vikið að því síðar. ísland tók ákvörðun um það í Osló snemma árs 1989, ásamt öðrum EFTA-ríkjum að hefja könnunarviðræður við Evrópubandalagið um gerð EES-samningsins. Samningur um Evrópskt efna- hagssvæði Viðræðurnar við Evrópubandalagið um EES hratt af stað mikilli umræðu á íslandi um tengsl okkar við ríki Evrópubandalagsins, nú Evrópu- sambandsins. Viðhorf íslensku þjóðarinnar og íslensku stjórnmálaflokkanna voru og eru al- mennt þau að aðild að Evrópubandalaginu sé ekki á dagskrá. Umræðan snérist um það hversu náin tengsl okkar skyldu vera og hvers eðlis. All- ir viðkenna þörf okkar fyrir góðan viðskipta- samning en deildari meiningar eru um hversu langt skuli ganga í því að undirgangast yfirþjóð- legt vald á erlendri grund. Afgreiðsla samnings- ins tók Iangan tíma á íslandi og urðu langar um- ræður á Alþingi íslendinga frægar út um lönd og álfur. A hinu foma íslenska Alþingi hefur ríkt og ríkir að mestu leyti óbreytt sú hefð að ræðutími í meiriháttar málum og við afgreiðslu lagafrum- Steingrímur J. Sigfússon er bjartsýnn fram- tíð norræns samstarfs þó að einstakar Norðurlandaþjóðir velji sér mismunandi leiðir í samskiptum sínum við Evrópu. varpa er ekki takmarkaður. Að endingu fór það svo að þrír af fimm flokkum sem fulltrúa eiga á- Aljtingi klofnuðu í afstöðu sinni til málsins. Al- þýðuflokkurinn studdi málið í heild sinni, minn flokkur, Alþýðubandalagið, lagðist sameiginlega gegn samningnum, en Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Kvennalistinn klofn- uðu. Oruggur meirihluti varð fyrir afgreiðslu samningsins en mjótt varð á munum í atkvæða- greiðslu um tillögu um að hann skyldi borinn undir þjóðaratkvæði. Skoðanakannanir bentu til að afstaða þjóðarinnar skiptist nokkurn veginn í tvennt, með og á móti samningnum. Nú þegar samningurinn hefur loks gengið í gildi eru þegar uppi umræður um framtíð hans og hversu lengi Evrópska efnahagssvæði sem slíkt komi til með að verða til. Leiðir það af sjálfu, þar sem öll önnur aðildarríki en ísland ffá EFTA-hliðinni hafa nú sótt um inngöngu í Evr- ópusambandið. Skipta iná möguleikunum upp í tvennt, þ.e. annars vegar ef Island kemur til með að standa eftir eitt EFTA-ríkjanna sem aðili EES. Sá möguleiki er augljóslega fyrir hendi þar sem Sviss felldi aðild í Jrjóðaratkvæðagreiðslu og Lichtenstein hefur ekki fullgilt sína aðild. Hinn möguleikinn er svo að aðildarsamningar falli í þjóðaratkvæðagreiðslu t.d. í Noregi og e.t.v. fleiri löndum. Rétt er að hafa í huga að verði Island eitt Norðurlandanna utan Evrópusambandsins mun það óneitanlega hafa talsverð áhrif á samvinnu íslands við Finnland, Svíþjóð og Noreg. Við höfum ýmiss samningsbundin réttindi gagnvarf þessum ríkjum. það skýrist hvernig þau réttindi breytast við væntanlega aðild hinna Norður- landaþjóðanna þriggja að Evrópusambandinu. Það er ljóst að við aðild að Evrópusambandinu munu þessi ríki fá sameiginlega tolla gagnvart ríkjum utan sambandsins og sambandið gerir viðskipta- og tollasamninga við þriðju ríki sam- kvæmt 113. gr. Rómarsamningsins. Sú sérkennilega staða kann því að koma upp að það geti reynst nokkuð erfitt fyrir íslendinga að halda hagstæðum viðskiptakjörum gagnvart þessum grannþjóðum, sem við höfúm öðlast, í gegnum aðild að EFTA og ýmsa norræna samn- inga og tvíhliða samninga og jafnvel einfaldlega óskrifað fyrirkomulag sem tíðkast hefur í sam- skiptum vinaþjóðanna áNorðurlöndum. Hér er einkum um að ræða markaðsaðgang fyrir þær sjávarafurðir sem ekki njóta að fullu tollfrelsis samkv'æmt EES-samningi. Þetta á við t.d. um síld, en eins og áður hefúr komið fram er full frí- verslun með fisk og fiskafurðir milli EFTA-ríkj- anna. Sama staða getur komið upp í sambandi við innflutning Islendinga á lambakjöti til hinna Norðurlandanna, en þar höfum við haft tiltekna innflutningskvóta sem óvíst er að haldist. Neína má dæmi um enn annarskonar útfluming eins og t.d. útflutning íslendinga áþangmjöli og þara- mjöli til Finnlands. A því er nú enginn tollur en sambærilegar vörur eru í 15 % tolli ef þær eru fluttar til Evrópusambandsins. Reiðhestar hafa verið fluttir frá Islandi til Finnlands, Noregs og Svíþjóðar á lágum eða engum tolli, en við inn- flutning þeirra til Evrópusambandsríkjanna er tollurinn hinsvegar 18%. Hins vegar er það svo að allflestir norrænir samstarfssamningar sem ísland er aðili að og tvíhliðasamningar við þessi þrjú ríki eru þess eðlis að ekki þarf að hafa á- hyggjur af því að þeir haldi ekki velli þrátt fyrir aðild þeirra að Evrópusambandinu ef til kemur. Það má minna á að við inngöngu Danmerkur í Evrópusambandið hélst aðild Danmerkur að Norðurlandasamningum óbreytt, og hefur ekki verið amast við þeim yfirleitt fyrr en þá í seinni tíð. Danmörk hefúr einnig gerst aðili að ýmsum Norðurlandasamningum og breytingum á þeim effir að Danmörk gerðist aðili að Evrópusam- bandinu. A hitt er að líta að svigrúm aðildarríkja Evrópusambandsins hefur minnkað á undan- förnum árum við það að mikill íjöldi ESB-reglna hefur verið að koma til sögunnar á ýmsum svið- um. Þegar EES-samningurinn var gerður þá þótti ástæða til að árétta að sá samningur útilokaði ekki norræna samvinnu samkvæmt 121. gr. hans og ég leyfi mér að minna á að Svíar óskuðu eftir því að þátttaka í norrænu samstarfi yrði við- kennd með viðeigandi hætti íupphafi samninga- viðræðnanna við ESB. Felli á hinn bóginn Norðmenn að gerast aðil- ar, að ekki sé nú talað um e.t.v. fleiri Norður- lönd, þá er staðan talsvert breytt. Þá yrðu auð- vitað gjörbreyttar forsendur fyrir því að halda EES-samningnum áfram um lcið og ríkin væru orðin tvö eða fleiri sem gætu staðið sameiginlega að framkvæmd hans, starfrækslu stofnana o.s.frv. Þó ekki sé ólíklegt að eftir sem áður kæmu til á- lita einhverjar breytingar og einfaldanir á samn- ingnurn við það að það fækkaði í hópi þeirra ríkja sem að honum stæðu. Sambærilegar spurningar hafa auðvitað vakn- að, um framtíð EFTA ef Norðurlöndin þrjú ganga inn í Evrópusambandið og eftir yrðu að- eins ísland, Sviss og Lichtenstein, þegar Norð- urlöndin þrjú og Austurríki yrðu gengin í ESB. Það breytir auðvitað miklu fyrir framtíð EFTA hvort eitthvað af Norðurlöndunum önnur en Is- land halda þar áfram. Umræður hafa einnig vaknað um hvort EFTA gæti orðið notadrjúgt sem einhverskonar hlið fyrir Mið- og Austur- Evrópuríki, sem miða öll sín ffamtíðaráform við að geta sem fyrst orðið fúllgildir meðlimir í hinni evrópsku fjölskyldu. Ályktun Alþingis um tvíhliða sam- skipti við Evrópusambandið I ljósi þeirrar stöðu sem upp var komin í kjöl- far aðildarumsókna hinna Norðurlandanna þriggja að Evrópusambandinu, afgreiddi Alþingi einróma þann 5. maí 1993 ályktun um að taka skyldi upp viðræður um samskipti Islands og Evrópusambandsins í ljósi breyttra aðstæðna. Hugmyndir manna ganga yfirleitt í grófúm dráttum út á það að stefnt verði á að breyta EES- samningnum yfir í tvíhliða samning Islands við Evrópusambandið, þar sem viðskiptaþáttum og viðskiptakjörum EES-samningsins verði haldið í grófúm dráttum, en stefnt verði að því að ein- falda samninginn, einkum og sér í lagi stofnana- þáttinn, þannig að hann verði viðráðanlegur og við hæfi í samskiptum þessara aðila. Reiknað hefur verið með að slíkar viðræður geti hafist síðsumars eða í haust og hefur formleg ósk ís- lendinga þar um verið send Evrópusambandinu. Aðild eða ekki aðild að Evrópusambandinu Síðustu mánuði hefur sem að líkum lætur, orðið mikil urnræða á íslandi um framtíðarþró- un á þessu sviði og tengsl okkar við Evrópusam- bandið. Ekki síst nú í kjölfar þess að hin Norð- urlöndin og síðast Noregur hafa lokið samn- ingaviðræðum sínum um inngöngu. Margar spurningar hafa vaknað sem tengjast því hvernig þróun Evrópusambandsins verði, hver verði staða smáríkja innan þess, hvernig tengslum Evrópusambandsins við ríki Mið- og Austur- Evrópu verði háttað í framtíðini og hver áhrif fjölgun ríkja í sambandinu komi til með að hafa á lýðræði, ákvarðanatöku og uppbyggingu sam- bandsins. Skoðanakannanir hafa sýnt nokkuð skarpa sveiflu í þá átt að mun fleiri íslendingar en fyrr og reyndar talsverður meirihluti telja nú skynsamlegt að látið verði á það reyna að hvaða kjörum íslendingar gætu komist í samningavið- ræðum við Evrópusambandið. Afstaða íslensku stjórnmála- flokkanna I gegnum alla þá Evrópuumræðu sem farið hefur fram á íslandi undanfarin ár og allt fram til þessa dags, hefur hin formlega afstaða íslensku flokkanna verið sú að enginn þeirra hefur haft aðild að Evrópusainbandinu á sinni stefnuskrá. Hafa menn gjarnan vísað til þess að að óbreytt- um ákvæðum Rómar-sáttmálans um sameigin- leg yfirráð yfir auðlindum, þ.m.t. auðlindum hafsins upp að innstu landhelgismörkum, þá sé slíkt óhugsandi fyrir Islendinga. Algengur frasi gegnum allt viðræðuferlið í EES-samningavið- ræðunum var að segja sem svo að aðild að Evr- ópusambandinu væri ekki á dagskrá. Auðvitað hefur mátt greina mismunandi áherslur í ís- lensku stjórnmálaflokkunum og má segja að þær hafi að nokkru leyti endurspeglast í afstöðu flokkanna til EES-samningsins við lokaaf- greiðslu hans á þingi, sem áður var gerð grein fyrir. Umræðan um þessi mál hefur verið talsvert lífleg síðustu vikurnar og hefúr að ýmsu leyti dregið til tíðinda í þeirn, eins og nú verður rak- ið: Alþýðuflokkurinn hefur ákveðið að flýta sín- um landsfundi og halda hann nú aðra helgi júní- mánaðar í staðinn fyrir í haust. Hafa þær rök- semdir m.a. heyrst að búast megi við alþingis- kosningum í haust í stað apríl 1995 sem er hinn reglulegi kjördagur. En einnig liggur fyrir að vænta megi tillögu um breytta stefnu Alþýðu- flokksins í Evrópumálunum. Hefur jafnvel heyrst að formaður flokksins, núverandi utanrík- isráðherra Jón Baldvin Hannibalsson, muni með einum eða öðrum hætti gera aðild eða aðildar- umsókn að stefnumáli hjá Alþýðuflokknuin fyrir næstu alþingiskosningar. Framsóknarflokkurinn fékk nýjan formann nú um sl. mánaðarmót og tók varformaður flokksins Halldór Asgrímsson við formennsku í kjölfar þess að Steingrímur Herinannsson ffá- farandi formaður og fyrrv. forsætisráðherra gerðist einn af þremurn bankastjórum Seðla- bankans. Það kvað við nýjan tón hjá hinum nýja formanni Framsóknarflokksins og velti hann m.a. upp í stefnuræðu sinni á flokksþinginu möguleikunum á einhverskonar áheyrnaraðild eða aukaaðild íslendinga að mikilvægustu nefndum og ráðum Evrópusambandsins. Hann taldi að vísu eftir sem áður að full aðild væri ekki fysilegur kostur og rökstuddi Halldór, sem er fyrrv. sjávarútvegsráðherra, það m.a. með því að

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.