Vikublaðið


Vikublaðið - 27.05.1994, Síða 16

Vikublaðið - 27.05.1994, Síða 16
Munið áskriftarsímann 17500 Árni sveik loforðin við aldraða ✓ Aþví kjörtímabili sem nú er að ljúka ætlaði Sjálfstæðis- flokkurinn að tillögu Ama Sigfússonar og Páls Gíslasonar að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldr- aða um 160 til 170 á tímabilinu 1991 til 1993. Efndimar urðu þær að hjúkmnarrýmum fjölgað um 80 eða helmingi minna en Ami og Páll lofuðu. Þá ætluðu Ami og félagar að kaupa árlega 15 til 20 leiguíbúð- ir fyrir aldraða 1991 til 1993 eða samtals 45 til 60. Efindimar urðu þær að 10 leiguíbíðir vom keyptar eða um fimmtungur af því sem til stóð. A þessar staðreyndir bendir Kristín A. Olafsdóttir borgarfulltrúi. Fyrir lok síðasta kjörtímabils var lögð fram skýrsla starfshóps sem unnið hafði í málefhum aldraðra allt kjörtímabilið. Formaður starfshópsins var Arni Sig- fússon og með honum í starfshópnum voru samflokksmaðurinn Páll Gísla- son og minnihlutafúlltrúarnir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir og Kristín A. Olafsdóttir. Nefndarmenn voru sam- mála um brýna nauðsyn þess að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Arni og Páll töldu nóg að fjölga rýmunum um 160 til 170 á næstu þremur árum. Efndirnar urðu um 80. Um leiguíbúð- ir sögðu Arni og Páll: „Með uppbygg- ingu leigu- og hlutdeildaríbúða við Lindargötu og áffamhaldandi kaup- um Reykjavíkurborgar á 15-20 íbúð- um árlega, næstu 3-4 ár, til údeigu öldruðum, verður jafnan unnt að svara metinni þörf fyrir félagslegar í- búðir fyrir aldraða." Sem fyrr segir urðu efnirnar á þessu loforði 10 leigu- íbúðir í stað 45 til 60. Ingibjörg Sólrún og Kristín töldu að of skammt væri gengið í tillögun- um og vildu mun markvissari upp- byggingu, en Arni og Páll töldu nóg að gert - og stóðu ekki við nema lítinn hluta af því sem lofað var. Stöð 2 sttur á sorpfrétt Fréttastofa Stöðvar 2 birtir ekki ffétt um mistök meiri- hluta Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum í sorpmálum. Fréttaritari Stöðvar 2 í Vestmanna- eyjum segir fréttina ekki tilbúna en hann hóf að virma hana fyrir meira en hálfúm mánuði. Meirihluti sjálfstæðismanna í Vestamanneyjum keypti sorpeyðing- arstöð fyrir tveim árum sem fór langt fram úr kostnaðaráætlunum og er meingölluð. Meira magn sorps er nú urðað í Vestamannaeyjum en raun var á áður en sorpeyðingarstöðin tók til starfa. Bæjarstjórinn í Vestamannaeyjum og ffambjóðandi sjálfstæðismanna, Guðjón Hjörleifsson, fór fyrir þriggja manna nefnd sem ákvað að kaupa sorpeyðingarstöðina. Stöðin átti upp- haflega að kosta tæpar 100 milljónir króna en hún mun kosta bæjarfélagið 160 milljónir króna. Gísli Oskarsson, fréttamaður Stöðvar 2 í Vestamannaeyjum, hóf að vinna frétt um sorpeyðingarstöðina fyrir hálfum mánuði og tók meðal annars viðtal við Einar Val Ingimund- arson umhverfisverkfræðing. Sjálf- stæðismenn vildu hins vegar ekki ræða málefni sorpey^ingarstöðvarinnar og ekki heldur embættismenn bæjarfé- lagsins. Gfsli segist ekki vera búin að vinna fféttina og hann veit ekki hvort hon- um tekst að ljúka henni fyrir kosning- ar. Hann segir pólitík komna í málið og það geri honum erfitt fyrir. Löggunni sigað á Reykj avíkur listafólk Lögreglunni var síðastliðinn þriðjudag sigað á stuðnings- menn Reykjavíkurlistans þar sem þeir óku um í strætisvagni og notuðu gjallarhom til að kynna úti- fund listans á Ingólfstorgi. Allar líkur benda til þess að kærandi hafi verið kosningaskrifstofa Sjálfstæð- isflokksins að Grensásvegi 3, en þar á bæ var þessu neitað. Samkvæmt ströngustu umferðar- regluin er ekki leyfilegt að auglýsa viðburði með þessum hætti, en yfir- völd hafa ekki amast við því að t.d. í- þróttafélög hafi gert slíkt, einkum er það er á „kristilegum tfma”. I þessu tilviki hættu stuðningsmenn Reykja- víkurlistans þessari iðju sinni kl. 21 um kvöldið og voru þá fyrir utan kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins og skömmu síðar svifu lögreglu- menn að og tóku skýrslu. Frambjóðetidur G-listans í Kópavogi hafa gengið í öll hús í bænum tneð íslenska birkið og hvarvetna fengiðgóðar móttökur. Hér eru efrtu menn listans að búa sig til birkigöngu, frá v. Valþór Hlöðversson, Bima Bjamadóttir og Flosi Eirtksson. Frambjóðendum G-lista vel tekið með G-tréð Birki „fyrir bæinn okkar!“ s tólf bæjarfélögum á landinu, þar sem Alþýðubandalagið býður ffam G-lista, hafa ffam- bjóðendur fært bæjarbúum birki- plöntur að gjöf. I nokkrum bæjum var gengið í hvert hús en annars- staðar var þessu tákni um gróanda og gott mannlíf komið á framfæri við verslanir og á mannamótum. „Islenska birldð er táknrænt fyrir það sem þarf til þess að takast á við erfiðar ytri aðstæður, þeas lífskraft og þolgæði, " segir Einar Karl Haralds- son ffamkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins. „Enda þótt G-listarnir séu í mjög mismunandi stöðu effir stærð bæja og hvort þeir hafa átt aðild að meirihlutasamtarfi eða ekki, er við sömu vandamál að etja um allt land. Atvinna og jöfnuður eru aðalkröfúrnar allsstaðar. Þessvegna vildi Alþýðubandalagið vera með eitt sameinandi tákn fyrir G-listana. Með því er einnig verið að leggja áherslu á nauðsyn þess að hlú að vaxtarbrodd- um þjóðlífsins, börnum, ungviði, náttúru og nýjungum í atvinnulífi og stj órnarháttum. “ Frambjóðendum G-listans hefur hvarvetna verið vel tekið er þeir hafa komið G-trénu á ffamfæri. Á urnbúð- ir er skráður eftirfarandi texti: Gjöf til þín frá G-listanum. Fyrir bæinn okk- ar! Vísur hafa verið kveða af þessu til- efni og skal ein tilfærð hér, ættuð af Sauðárkróki: BANDALA GSINS BIRKITRÉ BRÁTTMUN VAXA OG DAFNA. OG ÉG VONA AÐ ÞAÐ SÉ ATKVÆÐUMAÐ SAFNA. Borgin skuldar nær 10 milljarða Heildarskuldir borgarsjóðs voru 9,5 milljarðar króna um síðustu áramót, en það svarar til þess að hver íbúi borgarinnar sé skrifaður fyrir 93 þúsund króna skuld eða hver fjögurra maxma fjölskylda fyrir 375 þúsund krónum. Heildarskuldir borgarsjóðs hafa á núverandi verðlagi aukist um 5,3 milljarða eða 126 prósent á kjörtímabilinu. Súluritið sýnir þróunina í milljónum kr. á verðlagi í janúar 1994. 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.