Vikublaðið


Vikublaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 2
2 VIKUBLAÐIÐ 4. NÓVEMBER 1994 Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Pór Guðmundsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja hf. Hin helgu vé helm- ingaskiptanna Kaup Islenskra sjávarafurða hf. á um 30% hlut í Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum, eins stærsta íiskvinnslufyrirtækis landsins og tryggum viðskiptavini SH, hefur að því er virðist skekið stoðir viðskiptalífins harkalega. Helst er á sumum for- ystumönnum hins frjálsa framtaks að heyra að hér hafi gömlu Sambandsfyrirtækin verið að ráðast á hin helgu vé viðskipta- hagsmunanna. Og ekki bara það, heldur ætli þau einnig í framhaldinu að sölsa undir sig meirihluta í SIF, sölusambandi íslenskra fiskútflytjenda. Viðbrögin hafa heldur ekki látið á sér standa. Stríðshansk- anum er kastað heyrist úr herbúðum SH^ Málsvörn Friðriks Pálssonar í viðtölum undanfarið er sú að IS hafi með þessum gerningi rofið óskráð heiðursmannasamkomulag helminga- skiptareglunnar. Ekki hljómar það nú sérstaklega vel að þessir tveir risar ffeðfiskútflutningsins hafi bróðurlega hlutað mark- aðinum á milli sín í eitt skipti fyrir öll. Allra síst úr munni þeirra forystumanna einkaframtaks og frjálsrar verslunar sem eru nú á tímum helstu talsmenn inngöngu íslands í ES. Nú er það mála sannast að sölusamtök fiskiðnaðarins hafa unnið mikið stórvirki í tímans rás. Styrkur íslensks sjávarút- vegs felst ekki síst í því hversu vel þessum stóru samtökum hefur tekist að laga sig að breyttum markaðsaðstæðum á hverjum tíma, fylgst náið með gengisþróun og tekið nýja tækni og þekkingu í sína þágu. Hitt er svo annað mál að það hlýtur að vera fiskframleiðendum og þjóðinni allri til hags- bóta að söluaðilarnir keppi sín á milli bæði um viðsldptavini og á markaði. Og það sem mestu máli skiptir í þessu sambandi er að svo virðist sem Vinnslustöðin sé með fjárhagslegri styrk- ingu að tryggja framtíðarrekstur sinn. En viðskiptaheimurinn bíður nú með öndina í hálsinum eft- ir því hver verða örlög þeirra manna sem dirfast að ráðast á hin helgu vé helmingaskiptanna. Blóraböggullinn Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar er löngu rúin öllu trausti. Það var ljóst strax á vordögum að oddvitar stjómarflokkanna töluðust ekki við og ágreiningur ráðherranna opinberaðist í hverju málinu á fætur öðm. Forsætisráðherra heyktist hins vegar á að rjúfa stjómarsamstarfið í sumar, eins og stóð þó til af hans hálfu, heldur var áffam haldið að kröfu Alþýðflokks- ráðherranna og ýmsra áhrifamanna íhaldins. Framhaldið er öllum Ijóst. Utganga Jóhönnu varð til þess að lama Alþýðu- flokkinn. Ofan á allt bættust svo raunir Guðmundar Arna. Með- höndlun formanna stjórnarliðsins á því máli er með slíkum eindæmum að Vilhjálmur Þorsteinsson, stjómarmaður í Fé- lagi frjálslyndra jafnaðarmanna, tekur svo til orða í Alþýðu- blaðinu í gær að segi Guðmundur Ami ekki af sér beri for- manni og þingflokld að taka af skarið. Og hann bætir við: „Eg get ekld varið það fyrir sjálfum mér að vinna með flokki sem lokar augunum fyrir spillingu, bmðli og valdhroka. Slíkur flokkur gerir jafnaðarstefnunni meira ógagn en gagn og slík- um flokki hyggst ég ekki tilheyra.“ Bæði forsætisráðherra og formaður Alþýðuflokksins hafa lýst því yfir í útvarpi síðustu daga að léleg útkoma ríkisstjórn- arinnar í skoðanakönnunum sé málefnum Guðmundar Arna að kenna. Samt telja þeir báðir að hann eigi að sitja áfram og verja hann vantrausti. Formaður Alþýðuflokksins telur greini- lega heppilegt að notast áfram við Guðmund Arna til að geta klínt á hann sökinni af því að þjóðin hafnar Alþýðuflokknum og forysta hans er ekki lengur talin hæf til að gegna ráðherra- embættum. Pólitízkan Vandamálastofnun vill ekki fara Yfirmenn Landmælinga íslands berjast um hæl og hnakka gegn því að stofnunin verði flutt upp á Akra- nes en umhverfisráðuneytið hefur markað stefnu sem gerir ráð fyrir flutningi. Landmælingar eru vand- ræðabarn í kerfínu og hugmyndin gekk útá það að endurskipuleggja stofnunina um leið og hún yrði flutt upp á Skaga. Landmælingar voru í samstarfi við nokkrar aðrar ríkis- stofnanir sem eyða háum fjárhæð- um í kortagerð. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir að opinberar stofn- anir kortlögðu sama landssvæðið margsinnis með tilheyrandi sóun á peningum. En vegna þess að Landmælingar (sland njóta ekki trausts yfirmanna annarra ríkisstofn- ana verður ekkert úr framhaldi verk- efnisins. Þótt fagmenn hafi ekki mikið álit á Landmælingum á stofn- unin hauka I horni á þingi. Egill Jónsson þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og formaður landbúnaðar- nefndar er velunnari Landmælinga enda hefur stofnunin sýnt Agli ákaf- lega fallegar myndir og kort af heimahögum hans á Austurlandi. Yfirmenn Landmælinga kættust þegar Hjörieifur Guttormsson og fieiri þingmenn lögðu fram tillögu um að sérstök þingnefnd rannsaki flutning umhverfisráðherra á emb- ætti veiðimálastjóra til Akureyrar. Ef Össur Skarphéðinsson um- hverfisráðherra fer illa út úr þeirri umræðu heykist hann ábyggilega á því að flytja Landmælingar uppá Skaga. Ekki þjófur, bara krati Bryndís Schram eiginkona utan- ríkisráðherra rennur blóðið til skyld- unnar að verja mælska vestfirska krata með allt niðrum sig. Hún tekur upp hanskann í Morgunblaðinu á sunnudag fyrir flokksbróður og fyrr- um nemanda sinn, Arnór Benónýs- son sem gerði fjármál Listahátíðar Hafnarfjarðar að trúðsatriði í spilling- aruppfærslu Alþýðuflokksins. í aug- um Bryndísar getur Airnór ekki verið þjófur. Enginn hefur sakað Arnór um að hafa stolið tæpri milljón króna en hitt er augljóst að hann umgekkst opinbera fjármuni af svo fullkomnu ábyrgðarleysi að grunur vaknar um saknæmt athæfi. Og Arnór er hreint ekkert sorrí yfir stór- kostlegum útgjöldum sem engin fylgiskjöl sanni að hafi verið rétt- mæt. Hann hafi „rekið hátíð með reiðufé" og því sé næsta normalt að erfitt sé að útskýra hvert peningarnir fóru. Og ábyrgðin? Er hún ekki eitt- hvað ofaná brauð í Alþýðuflokkn- um? Arnór er ekki þjófur, hann er bara krati. Yfirvald án ábyrgbar í Bændahöllinni er ekki allt með felldu. Yfirvaldið þar heitir Fram- leiðsluráð landbúnaðarins og það neitar að verða við ítrekuðum til- mælum umboðsmanns Alþingis, tölvunefndar og landbúnaðarráðu- neytis um að veita Þráni Nóasyni aðgang að opinberum skrám. Þrá- inn hefur í nokkur misseri reynt að fá aðgang að skráðum upplýsing- um um úthlutanir búnaðarsam- banda og Framleiðsluráðs til bænda. Ríkisvaldið hefur veitt Framleiðsluráði umboð til að ráð- stafa fullvirðisrétti en yfirvaldið á Hagatorgi virðist ekki átta sig á því að valdi fylgir ábyrgð sem ekki verð- ur komið við nema að upplýsingar um meðferð valdsins séu aðgengi- legar almenningi. Almenningur, bjargabu okkur! í morgunútvarpi Rásar 2 á mánu- dag bað Guðmundur Oddsson formaður framkvæmdastjórnar Al- þýðuflokksins almenna flokksmenn að láta til sín heyra um málefni Guðmundar Áma Stefánsson- ar félagsmálaráðherra. Hann taldi sjálfan sig ekki þess umkominn að segja álit sitt á frammistöðu flokks- bróður síns. Þetta er sama stef og formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, kyrjaði á blaðamannafundinum þegar hann sendi Guðmundarmál Árna til ríkis- endurskoðanda. Er ekki kominn tími til að forkólfar Alþýðuflokksins manni sig upp í það að hafa skoð- un á pólitískum embættisfærslum ráðherra og fyrrum bæjarstjóra Hafnarfjarðar? Almenningur er fyrir löngu búinn að segja álit sitt. Heibarlegur krati hótar úrsögn „Ég get ekki varið það fyrir sjálfum mér að vinna með flokki sem lokar augunum fyrir spillingu, bruðli og valdhroka. Slíkur flokkur gerir jafn- aðarstefnunni meira ógagn en gagn og slíkum flokki hyggst ég ekki til- heyra,“ skrifar Vilhjálmur Þor- steinsson stjórnarmaður í Félagi frjálslyndra jafnaðarmanna í Alþýðu- blaðið í gær og krefst þess að Guð- mundur Árni Stefánsson segi af sér ráðherradómi en formaður og þing- flokkur taki ella af skarið. Annars er Vilhjálmur hættur í Alþýðuflokkum. Spé og seblar í Háskólanum Bókasafnsfræðingar hafa það í flimtingum að engin skýrsla eða skoðanakönnun komi frá Félagsvís- indastofnun án þess að bera allar höfundarnafn Stefáns Ólafsson- ar forstöðumanns stofnunarinnar. Þetta þykir sérkennilegt. Alla jafna eru slíkir pappírar skráðir á stofnun- ina sem gefur þá út. Það er vandlif- að fyrir Stefán því að þegar skýrslur Félagsvísindastofnunar er komin út úr Háskólanum er þær kynntar sem plögg stofnunarinnar og Háskólans. Síðasta dæmið er svokölluð úttekt á skynsemi þess að íslendingar gangi í Evrópusambandið. Sumum háskólakennurum finnst það ekki við hæfi að stofnanir Háskólans selji framleiðslu sína með þessum hætti og Sigurður Steinþórsson pró- fessor biðst undan því í nýjasta fréttabréfi skólans að Stefán og hans nótar kenni atvinnurekstur sinn við Háskóla íslands. Stefán er undir nokkurri ágjöf í þessu máli því að f Tímanum í gær tekur háskóla- rektor, Sveinbjörn Björnsson, undir gagnifynina.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.