Vikublaðið


Vikublaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 4. NOVEMBER 1994 3 22% vildu ekki Davíb Heil 22 prósent þeirra sjálfstæðis- manna sem tóku þátt í prófkjöri flokksins í Reykjavík um síðustu helgi vildu ekki hafa Davíð Odds- son forsætisráðherra í fyrsta sæti listans. Aðeins 48 prósent flokks- bundinna sjálfstæðismanna tók þátt í prófkjörinu. Kratablób þykkara en vatn Þegar það fréttist að Sighvatur Björgvinsson heilbrigðismálaráð- Hæ, hó tengdapabbi fékk stöðu hjá Hvata. herra ætlaði að skipa mann sem ekki er Alþýflokksmaður í stjórn sjúkrahúss Blönduóss lyftu menn brúnum og sumir trúðu því að nú hefði skipast um fyrir krötum, þær væru hættir að láta óeðlileg sjónar- mið ráða í embættisveitingum. En Adam var ekki lengi í Paradís því að það koma á daginn að stjórnarfor- maðurinn er tengdafaðir Össurar Skarphéðinssonar umhverfisráð- herra. Fjölskyldutengslin ráða meiru en flokksskírteinið í Alþýðuflokkn- um. Landsbyggbarleib- in í húsbrefa- svindli Á landsbyggðinni er sums staðar til sérstök fjármögnunarleið fyrir þá sem kaupa sér húsnæði. Aðferðin gengur útá það að kaupverð fast- eignar er skráð 30 prósentum hærra en það raunverulega er og með því er hægt að fjármagna kaupin að fullu með húsbréfum. Lög og reglur mæla svo fyrir að ein- staklingar geti fengið húsbréfalán fyrir allt að 70 prósent kaupverðs. En vegna þess að í fámennum byggðarlögum er það oft einn og sami aðilinn sem metur greiðslu- getu kaupenda og hefur milligöngu um viðskiptin þá getur hann möndl- að þannig til að ódýr húsbréfalán dekki öll útgjöld kaupanda. Kratar konulausir Jóhanna Sigurðardóttir hefur tekið með sér svotil allt það fylgi sem Alþýðuflokkurinn naut hjá kvenþjóðinni. Samkvæmt skoðana- könnunum styðja 2,9 prósent kvenna Alþýðuflokkinn en til saman- burðar á Kvennalistinn 2,1 prósent fylgi meðal karla. Börn eru ekki hlutir heldur sjálf- stæðir ein- staklingar Húsfyllir var um síðustu helgi á ráðstefhu Barna- heilla á Hótel Loftleiðum um mannréttindi bama. - Tímamótaráðstefha, segir Arthúr Morthens formaður Barnaheilla sem um þessar inundir fagna 5 ára afmæli sam- takanna. Arthúr Morlhcns lormaöur Itarnahcillu: Verðum aö brcyta viöhorrum okkar til barna. Með starfi Bamaheilla hefur tekist að vekja athygli stjóm- valda á þörfum barna fyrir smðning og aðstoð. Embætti umboðsmanns bama hefur verið stohiað og fyrir tveim árum varð ísland aðili að bamasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Margt er þó enn ógert. - Aðbúnað bama í íslensku þjóðfélagi þarf að bæta á mörg- um sviðum. Við höfum undan- farið mest rætt um barnavemd, forræðismál og fóstrunarmál, segir Arthúr, og við þurfum að breyta viðhorfum Islendinga til barna. Það þarf að taka meira til- lit barna og fullorðnir þurfa að átta sig á því að böm em ekki hlutir sem hægt er að ráðskast með heldur sjálfstæðir einstak- lingar. Formaður Barnaheilla ráð- leggur okkur að byrja á því að hlusta á sjónannið bama og fá þau til að láta í ljós skoðun sína. Krafa kjósenda er sam- staða félagshyggjuafla Sigurður Blöndal sjötugur Sigurður Blöndal fyrrum skóg- ræktarstjóri varð sjötugur í gær, 3. nóvember. Sigurður var skógar- vörður á Hallormsstað 1955-1976 þegar hann tók við stöðu skógrækt- arstjóra en því embætti gegndi hann til ársins 1989. „Sem ffæðari og leiðbeinandi um skógrækt varð Sigurður brátt lands- þekktur á skógarvarðarárunum. Hann er alþýðufræðari í bestu merk- ingu, bregður á leik með sögum um „nafntogaða og einkennilega menn“ eins og þeir vom flokkaðir í þjóðsög- um og endurvaktd trú manna á tilvist Lagarfljótsormsins,“ skrifar Hjör- leifur Guttormsson í afmælisgrein í Austurlandi í gær. Sigurður hefur gegnt fjölda trún- aðarstarfa fyrir Alþýðubandalagið en hann er nú sestur að á Hallormsstað. Sigurður er kvæntur Guðrúnu Sig- urðardóttur og sendir Vikublaðið þeim hjónum bestu kveðjur í tilefni dagsins. Hvers vegna vildi Kristján Ragnarsson formaður Landsam- bands íslenskra útvegsmanna ekki koma á fund Landverndar um nýtingu auðlinda hafsins? spurði Norðmaðurinn Bente Aasjord útvegshagfræðingur sem flutti erindi um smábátaút- gerð á norðurslóðum á ráðstefnu Landverndar um síðustu helgi. - Er hann virkilega svona fanatískur? hélt Bente áfram og sagði að norskir fjölmiðlar myndu örugglega taka eftir því að enginn fulltrúi frá LÍÚ hefði mætt á ráðstefnuna um nýt- ingu auðiinda hafsins. vinstrivængnum. Stefnumál Jó- hönnu Sigurðardóttur og trúverðug- leiki sem stjórnmálamanns hefur afl- að henni verðskuldaðra vinsælda. Það er brýnt að skuldaskil hennar við ráðherra í rfkisstjóm Davíðs Odds- sonar styrki jafiiaðaröflin í heild sinni.“ Og einnig þetta: „íslensk stjóm- mál til vinstri við rniðju einkennast þessi misserin af síaukinni hug- myndalegri samstöðu sem meðal annars hefur valdið því að hin skörpu flokkaskil heyra fortíðinni til. Hvað sem líður viðburðum dagsins telja sí- fellt fleiri að jafnaðarmenn og félags^ hyggjufólk eigi að standa saman í einum heildarsamtökum. Opinn stjórnarfundur Birtingar, félags jafnaðar- og lýðræðis- sinna, skorar á Jóhönnu Sigurðar- dóttur, Kvennalistann og Alþýðu- bandalagið að taka upp viðræður urn eitt framboð í alþingiskosningunum í vor. - Birtingarmenn telja mikilvægt að nýjar aðstæður í íslenskum stjóm- málum 'verði nýttar til samstöðu en leiði ekki til sundmngar. Kjósendur eiga þá kröfu á hendur forystumönn- um jafnaðarsinna, hvar í flokki sem þeir finnast, að þeir standi saman að stefnumótun um brýnustu úrlausn- arefni, segir Björn Guðbrandur Jónsson varaformaður Birtingar. I ályktun Birtingar segir að „ákvörðun Jóhönnu Sigurðardóttur að segja skilið \dð Alþýðuflokkinn og stjómarsamstarf hans við Sjálfstæðis- flokk hefur skapað nýjar aðstæður á Björn Guðbrandur Jónsson varaforniaður Birtingar: Forystumenn jafnaðarsinna verða að hlusta á kröfu kjósenda. f Er Kristján virkilega svona fanatískur? Kvebja til Gubmundar Arna frá fiskvinnslu- konu Aö undanförnu Þefur mönnum verið tíðrætt um embættisglöp Guðmundar Árna Stefánssonar og hversu frjálslega hann hefur hyglað vinum og vandamönnum úr sjóðum hins opinbera, pening- um sem m.a. eru fengnir með skattlagningu á naumar tekjur láglaunafólks, á svitadropana mína og þína! Guðmundur Árni er sennilega hvorki verri né betri en margur annar pólitíkusinn og ég gæti eflaust fyllt mörg fréftabréf af hneykslismálum ráðherra og opinberra embættismanna, ef ég færi að rifja þau upp. En nú er mælirinn orðinn fullur, fólki er farið að blöskra siðblinda þessara manna og flokkræfilsháttur, þegar þeir komast með krumlurnar í okkar sameiginlega sjóð, ríkissjóð. Menn sem géra slíka hluti virðist ekki vera það Ijóst að þeim ber að þjóna sameiginlegum hagsmun- um þegnanna, ef þeir ekki skilja það er þeim ekki treystandi og ættu að fá sér aðra vinnu, ef einhver vill hafa þá! Fiskvinnslukona (Pistilinn birtist í októberhefti Drífandi, fréttabréfi sem gefið er út af Sjómannafélaginu Jötni, Verkalýðsfélaginu Snót og Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja)

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.