Vikublaðið


Vikublaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 4

Vikublaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 4
I 4 Evrépusambandið VIKUBLAÐIÐ 4. NÓVEMBER 1994 Frá Borgarskipulagi Reykjavikur Breyting á landnotkun á lób- inni Laufásvegur 31 Tillaga að breyttri landnotkun á lóðinni Laufásvegur 31 er aug- lýstsamkvæmt 17. og 18. grein skipulagslaga nr. 19/1964. Landnotkun er breytt úr íbúðarsvæbi í verslun og þjónustu, þ.e. skrifstofubyggingu (sendiráb). Uppdrættir með greinargerð verða til sýnis á Borgarskipulagi, Borgartúni 3, 3. hæð, kl. 9-16 alla virka daga frá 1. nóvember 1994 til 13. desember 1994. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi siðar en 28. desember 1994. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir. Borgarskipulag Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík. LANDSPITALINN I þágu mannúðar og vísinda KRABBAMEINS- OG LYFLÆKNINGADEILD 11-E Hjúkrunarfræöingar Nú eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga til umsóknar. Á deild 11-E fer fram hjúkrun sjúklinga með krabba- meins- og illkynja blóðsjúkdóma á öllum stigum. Hjúkrunarmeðferðin beinist að viðbrögðum sjúklinga og aðstandenda við sjúkdómnum og meðferð. Með- ferðin felst í krabbameinslyfjameðferð, geislameðferð og líknandi meðferð. Fyrirhuguð er breyting á skipu- lagsformi hjúkrunar úr hóphjúkrun í einstaklingshæfða hjúkrun. Því er nú kjörið tækifæri fyrir áhugasama hjúkrunarfræðinga sem vilja veita einstaklingshæfða hjúkrun að koma til starfa og taka þátt í starfi sem miðar að því að efla gæði hjúkrunar. Nánari upplýsingar veita Þórunn Sævarsdóttir, deildar- stjóri, s. 601225 og Bergdís Kristjánsdóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, s. 601303/601300. BARNA- OG UNGLINGAGEÐDEILD DALBRAUT12 Hjúkrunardeildarstjóri Laus er til umsóknar staða hjúkrunardeildarstjóra á dagdeild. Staðan veitist frá 1. nóvember eða síðar. Æskilegt er að umsækjandi hafi framhaldsnám í geð- hjúkrun og reynslu af vinnu með fjölskyldur. Einnig eru lausar til umsóknar stöður hjúkrunarfræð- inga á Barna- og ungllingageðdeild, meðal annars á næturvaktir og afleysing deildarstjóra í orlofi, frá 1. janúar 1995 - 30. september 1995. Upplýsingar veitir Anna Ásmundsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, s. 602500. LYFLÆKNINGADEILD 11-A Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðingur óskast á Lyflækningadeild 11-A. Á deildinni eru 18 sjúkrarúm. Aðaláhersla er lögð á hjúkr- un sjúklinga með meltingafæra-, lungna-, innkirtla- og smitsjúkdóma. Vinnuhlutfall eftir samkomulagi. Veitt er góð aðlögun. Upplýsingar gefa Halldóra Kristjánsdóttir, deildarstjóri, s. 601230 og Bergdís Kristjánsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, s. 601303/601300. Litlu sjavanplássin fara halloka í Brussel-Evropu Afleiðingin af samningum við Evrópusambandið er sú að stjórnleysi kemur í stað skipulags í sjávarútvegi og þar með er byggðinni við sjávarsíðuna ógnað, segja þau Bente Aasjord og Gunnar Album. Mynd: ÓI.Þ. Evrópusambandið er ógnun við lidu sjávarþorpin á norsku strandlengjunni. Ymsar breytingar sem Evrópunálgun Norð- manna kallar á eyði- leggja viðkvæmt efna- hagslegt og vistfræðilegt jafnvægi sem er víða for- senda byggðár við sjáv- arsíðuna. Þau Gunnar Album og Bente Aasjord hafa um árabil kynnt sér auð- lindanýtingu og samspil manns og náttúru í norskum útgerðarpláss- um. Þau komu hingað um síðustu helgi til að halda erindi á ráðstefnu Landverndar um nýt- ingu auðlinda hafsins. Gunnar og Bente eru virk í andstöðunni við inngöngu Noregs í Evr- ópusambandið, ES. Þau sækja rökin fyrir and- stöðu sinni í störf sín að náttúruvemdarmálum og ber ekki á öðru en að þar sé af nógu að taka. Norskur sjávarútvegur hefúr frá fornu fari verið byggður upp af ótal lidum einingum. Utanum þennan atvinnuveg þróaðist undir forystu Verkamannaflokksins umgjörð sem í senn tryggði lífsafkomu fólks en var jafh- framt nógu sveigjanleg til að laga sig að síbreytilegum aðstæðum. Víxlverkun náttúrulega sveiflna og tækni- framfara gerir það að verkum að jafnvægið í sjávarútvegs- byggðum er viðkvæmt. Lög frá 1938 sem tóku meðal annars til sölu á fiski og tryggði rétt sjómanna gagnvart kaupendum urðu til þess að ákveðið form samvinnubúskapar varð til utanum við- skipti með fisk. Viðskiptin stunduðu margir aðilar, sjó- menn og fiskkaupendur, sem áttu afkomu sína undir við- gangi byggðarinnar við ströndina. Eftir að Noregur varð aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, varð að fella lögin frá 1938 úr gildi þar eð þau stríddu gegn ákvæðum um viðskiptafrelsi. - Afhám laganna frá 1938 hefur það í för með sér að staða sjómanna versnar en staða fiskkaupenda styrkist. Eg hef þó ekki mestar áhyggjur af breytingum á valda- hlutföllum milli þessara aðila heldur hinu að sjómönnum og fiskkaupendum verði att saman með þeim afleiðing- um að stjórnleysi kemur í stað skipulags, segir Gunnar Album. Gunnar og Bente telja að ákvæði í EES-samn- ingnum muni hafa það í för með sér að utanaðkomandi aðilar muni hasla sér völl í norskum sjávarútvegi sem aft- ur leiðir til þess að auðlindastýring mun ekki í sama mæli og áður taka tillit til þeirra samfélaga sem eiga allt sitt undir fiskveiðum. - Inn í greinina mun koma fólk sem ekki á rætur í strandhéruðunum og meira mun bera á braski með hrá- efnið en áður. Leikurinn virðist líka hafa verið til þess gerður að auðvelda hráefniskaupendum í Evrópu að komast yfir fisk. I minnisblaði sem skrifað var í markaðs- deild danska utanríkisráðuneytisins og barst fjölmiðlum kemur fram að Danir búast við verðlækkun á hráefni til fiskiðjuvera í kjölfar EES-samningsins, segir Bente. Nið- urstaðan verði sú að fjársterkir utanaðkomandi aðilar fleyti rjómann af útgerð fyrir ströndum Noregs. Þau vilja ekki hugsa þá hugsun til enda hvað verði um sjávarplássin í Noregi fari svo að innganga í ES verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í lok mánaðarins. Sjávarútvegssamningurinn sem norsk stjórnvöld gerðu við ES mun hraða þeirri þróun sem EES-samningurinn hratt af stað. En þau vonast til að stórslysinu verði forðað: Bente er þess fullviss að Norðmenn hafni inngöngu í Evrópusam- bandið en Gunnar er meiri efasemdarmaður. Hreinsað í Hafnarfirði egar ég var bam ákvað mamma að létta sér upp einu sinni á ári með því að heimsækja vini í Hafnar- firði, máta á sig peysufötin og drekka átta sinnum molakaffi. Eg fór með. Fyrst heimsóttum við konu með ó- nýta slímhúð. Hún bjó á hanabjálka og lá í rúminu meðan maðurinn snapaði eftír vinnu við höíhina. Kona lifði á engu öðm en haffaseyði. Næst fómm við tíl klæðskera og vomm lögð á bæn hjá saumavél. Að henni lokinni fengum við molakaffi. Síðan drifum við okkur til frænku sem lifði á því að vaska fisk. Hún var svo hrein- leg að við urðum að stikla um gólfið á Alþýðublaðinu og höfðum forsíðuna undir fótunum í eldhúsinu meðan við dmkkum blandið. Dagurinn leið við hjarmæmar um- ræður og molakaffi og endaði í hús- inu fyrir framan Apótekið. Þar bjó klæðskerinn sem virtíst aldrei ætla að ljúka við að sauma peysufötín. Hann sat uppi á borðinu með krosslagða fæmr og talaði innfjálgur með nálina á lofi um „þá miklu fegurð sem væri hægt að finna innan kaþólsku kirkj- unnar“. Móðir hans, gömul kona, kveinaði affur á mótí yfir fótunum sem kólu á manninum hennar í kaup- staðarferð frá Grindavík til Hafna- fjarðar. Systirin stökk alltaf í lokin út í Apótek til að kaupa kreosót og gaf mér brúna flösku. Hún vissi að ég ætti eftir að verða kvefaður og þyrftí að hreinsa lungun. I þessu húsi týndi ég húfunni sem fannst á síðustu stundu undir dívani í rykinu úr vatn- inu áður en við lukum við síðasta molakaffið og náðum í rútuna. Effir þetta varð Hafnarfjörður í mínum huga umvafinn samblandi af kaffihlandi, meðalalykt, hreinsun og endalausu veikindastandi, þangað til litli, hnellni og kankvísi maðurinn í Bæjarbíói fór að sýna ítölsku kvik- myndirnar. Maður fór að sjá þær á síðkvöldum, uppnuminn, effir að hafa horft á leifarnar af sólarlaginu út um gluggana á Hafnarfjarðarvagnin- um. Átakið í kvikmyndamenningu fór auðvitað út um þúfur. Hafnar- fjörður komst ekki á menningarkort- ið á ný fyrr en apótekarinn, sem blandað kreosótið, gaf eigur sínar og reisti Hafnarborg. Það várð Iíklega tíl þess að farið var að huga að listahá- tíðinni sem hefur nú eflaust hóstað úr sér lífinu, því sótararnir í bæjarstjórn- inni hafa fundið við hreinsun fyrstu merki um fjármálaspillingu á íslandi. Listirnar verða jafnan fyrstar fyrir barðinu á siðvæðingunni, hvaða nafni sem hún nefnist. Halda mætti að faldar krónur effir fjársvik hefðu fundist undir hermangsteppinu, þeg- ar önnur stjórn en íhalds og krata komst til valda eða spilling í „kol- krabbanum", þótt hann sé varla á stærð við rækju miðað við auðfyrir- tækin í útlöndum. Þrátt fyrir fróma leit hefur svo ekki verið. Svik hafa varla fúndist nema í bóklialdi Lista- hátíðar í Hafnarfirði. Astin á sann- leika og réttlætiskennd var þess vegna kórónuð í Dagsljósi í sjónvarpinu og því breytt úr sófamýkt í alþýðudóm- stól þegar fjölmiðlamessías spurði æfur yfir glæpnum: Hvaða listamenn hafa étið fyrir reikning upp á tuttugu þúsund krón- ur?

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.