Vikublaðið


Vikublaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 04.11.1994, Blaðsíða 6
Stjórnmálm VIKUBLAÐIÐ 4. NOVEMBER 1994 Samstarfserfiðleikar að eyðileggja húsaleigubæturnar? Sveitarfélög með aðeins rúmlega helming landsmanna hafa til- kynnt að þau muni greiða tekjutengdar húsaleigubætur á næsta ári í samræmi við húsaleigubótalög ríkisstjórnarinnar. Jóhanna Sigurð- ardóttir fyrrverandi félagsmálaráð- herra segist ekki skilja afstöðu þeirra sveitarfélaga sem ekki ætla að vera með og ekki sjá aðra skýringu en að þetta sé vegna „samskiptaerfið]eika“ í tengslum við boðaða greiðslu sveit- arfélaga í Atvinnuleysistrygginga- sjóð. „Ef það er skýringin þá er af- staðan furðuleg í meira lagi, því hún bitnar fyrst og fremst á hinum verst setm í þjóðfélaginu", segir Jóhanna. Aðeins 22 sveitarfélög hafa til- kynnt félagsmálaráðuneytinu þátt- töku sína. I þessum sveitarfélögum eru 56% landsmanna og munar langmestu um Reykjavík A meðfylgjandi töflu sést að húsa- leigubætur geta verið góð búbót fyr- ir láglaunafólk. Miðað við íjölskyldu sem greiðir leigu upp á 32 þúsund á mánuði sést að ef árstekjumar em 1,2 milljónir krónur eða minna og börnin tvö eða fleiri þá yrðu bæturn- ar 16 þúsund krónur eða helmingur Ieigunnar. Ef árstekjur fjölskyldunn- ar era 1,8 milljónir og börnin tvö yrðu bæturnar 5.811 eða tæplega fimmtungur leigunnar. Svavar Gestsson segir í samtali við Vikublaðið að kerfið ætti ótvírætt að vera við lýði, það sé lífsnauðsynlegt, og yfirstandandi vandi megi ekki verða til þess að eyðileggja það. „Hitt er annað að þetta mál virðist ekki nægilega vel undirbúið og á það bentum við í Alþýðubandalaginu í vor að sum sveitarfélög kynnu að verða treg til þátttöku. Hér í Reykja- vik er útilokað annað en að fara inn í kerfið vegna fjölda þeirra sem hags- muna hafa af slíku kerfi, en ég hygg reyndar að íhaldið í fyrri meirihluta hefði ekki samþykkt þetta. En þessi afgreiðsla stjómvalda er annars í anda þess að nú er verið að skera nið- ur verkamannabústaði og lækka heimildarbætur almannatrygginga“, segir Svavar. Jóhanna er mjög ósátt við gang mála, ekki síst málatilbúnað sveitar- félaganna. „Sérstök undirbúnings- nefnd taldi að sveitarfélögin væra best til þess fallin að sjá um ffarn- kvæmdina. Um leið gætu þau sam- ræmt þetta við aðrar aðgerðir varð- andi niðurgreiðslu og styrki, sem era þegar upp á 240 til 250 milljónir. Með því að samræma þetta á þetta ekki að verða útgjaldaauki fyrir sveit- arfélögin, heldur hrein 400 inilljón króna viðbót frá ríki. Mér finnst furðulegt að hafna kerfi sem færir einstæðum foreldram 17% kjara- bætur og 10% kjarabætur fyrir barnafólk. Mér finnst furðulegt ef samskiptaerfiðleikar við ríkið eigi að Svavar Gestsson þingmaður: „Þetta mál virðist ekki nægilega vel undirbúið og á það bentum við í Alþýðubandalag- inu í vor að sum sveitarfélög kynnu að verða treg til þátttöku." Auglýsing um námskeið og próf vegna löggildingar fasfeigna- og skipasala Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur falið prófnefnd löggiltra fasteignasala að efna til námskeiðs fyrir þá, sem vilja öðlast löggildíngu sem fasteigna- og skipasalar samkvæmt lögum um fasteigna- og skipasölu nr. 34/1986, sbr. lög nr. 10/1987, og reglugerð nr. 519 24. nóvember 1987. Samkvæmt reglugerðinni skal prófið og undirbúningsnámskeið skiptast í þrjá hluta. Prófnefnd og dóms- og kirkjumálaráðuneytið hafa ákveðið að gefa þeim, sem óska eftir að gangast undir próf samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 34/1986, kost á námskeiði og prófum sem hér segir: Próf maí 1995 janúar1996 maí 1996 I. hluti II. hluti III. hluti Námskeið janúar - apríl 1995 september - desember 1995 janúar - apríl 1996 Námskeiðið verður því aðeins haldið að næg þátttaka fáist. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu réttarreglur og fjárhagsleg atriði, sem á reynir í störfum fasteigna- og skipasala, auk þess sem kennd verður skjalagerð. Ekki er skylda að sækja námskeiðið, áður en gengist er undir próf, og einnig getur prófnefnd heimilað þeim, sem ekki óska að gangast undir próf, að sitja námskeiðið og skuiu þeir sitja fyrir, sem hafa starfsreynslu á sviði fasteigna- og skipasölu. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga nr. 34/1386 skal kostnaður vegna námskeiða og prófa greiðast með kennslu- og prófgjöldum. Fjárhæð próf- og kennslugjalda á I. hluta námskeiðsins hefur ekki verið ákveðin, en gera má ráð fyrir því, að sú fjárhæð verði um kr. 100.000. Endanleg fjárhæð ræðst þó af fjölda þátttakenda á námskeiðinu. Þeir, sem hyggjast taka þátt í námskeiðinu og/eða gangast undir próf, skulu fyrir 20. nóvember nk. bréflega tilkynna þátttöku sína til Viðars Más Matthíassonar, hrl., Borgartúni 24, Reykjavík. Innritunargjald, kr. 10.000, skal senda með tilkynningunni, en gjaldið er endurkræft, ef af nám- skeiðinu verður ekki eða ef tilkynnandi fellur frá þátttöku, áður en I. hluti námskeiðsins hefst. Sérprentanir laga nr. 34/1986 og reglugerðar nr. 519/1987 fást í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Arnarhvoli, Reykjavík. Nánari upplýsingar um tilhögun námskeiðsins veitir Sigrún Jóhannesdóttir, lögfræðingur, í dómsmálaráðuneytinu. Reykjavík, 28. október 1994. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. bima á hinum verst stöddu. Til við- bótar má benda á þá nýjung að þess- ar bætur eiga elcki að skerða bótarétt hjá Tryggingastofhun. Sveitarfélög- in gerðu engar athugasemdir á sín- um tíma, en tala um að þetta ætti að afgreiða í gegnurn skattakerfið. Þessi leið var valin vegna þess að með henni er hægt að hafa mánaðarlegar greiðslur, en ekki eina árlega greiðslu eftir skattauppgjör. Þessi sveitarfélög sem ætla að standa fyrir utan heíðu auðveldlega getað tekið þátt í eitt ár og síðan ákveðið að vera fyrir utan“, segir Jóhanna. Hún bendir enn ffernur á að hún heyri að fólk líti þetta mjög alvarleg- um auguin. „Ég heyri af námsfólki sem ætlar að flytja lögheimili sitt til bæja sem ætla að vera innan kerfis- ins. Þar með gætu sveitarfélögin fyr- ir utan misst af tekjum“. Húsaleigubæturnar era hugsaðar til þess að jafna þann aðstöðumun eigenda og leigjenda sem skapast vegna vaxtabóta. Þær verða tekju- tengdar og fara eftir fjölskyldustærð þannig að þær gagnist best tekjulág- um barnafjölskyldum. Grunnbæt- urnar era 7.000 krónur á íbúð og bætast við 4.500 kr. fyrir fyrsta Guðbjartur Hannesson forsetl bæj- arstjórnar Akraness: „Kannski má segja að við séum að sporna við ofurvaldi rík- isvaldsins þegar það er að setja sveitar- félögunum verkefni." Þau ætla að greiða húsaleigu- bætur íbúar Reykjavík 101.824 Hafnarfjörður 16.787 Garðabær 7.495 Seltjarnarnes, 4.437 Selfoss 4.052 Sauðárkrókur 2.717 Grindavík 2.152 Neskaupstaður, 1.619 Dalvík 1.533 Vopnafjörður .. 886 Reyðarfjörður, .. 718 Eyrarbakki ..551 Stokkseyri, .. 534 Þingeyri, ... 499 Fellahreppur ... 430 Hofshreppur ... 406 Tálknafjörður, ... 367 Aðaldælahreppur ... 330 Öxarfjarðarhreppur ... 308 Súðavík ... 229 Arnarneshreppur, ... 226 Sveinsstaðahreppur, .. ... 101 Alls 148.201 (55,9%) Landið allt 264.919 Jóhanna Sigurðardóttir fyrrum fé- lagsmálaráðherra: „Mér finnst furðulegt að hafna kerfi sem færir einstæðum for- eldrum 17% kjarabætur og 10% kjara- bætur fyrir barnafólk. Mér finnst furðu- legt ef samskiptaerfiðleikar við ríkið eigi að bitna á hinum verst stöddu." barna, 3.500 fyrir annað barn og 3.000 fyrir þriðja. Til viðbótar koma 12% þess hluta leiguupphæðar sem liggur á milli 20 og 45 þúsund krón- ur, en bæturnar fara þó aldrei yfir 21 þúsund krónur á mánuði. Þá er þess að geta að leigjendur hjá ríki og sveitarfélögum öðlast ekki rétt á bót- unuin. Þjóðhagsstofrmn hefúr áætlað heildarkostnað ríkis og sveitarfélaga um 650 milljónir króna og að bóta- þegar verði um 5.500 manns, en þá er að sjálfsögðu reiknað með þátt- töku allra sveitarfélaga. Um 7% fólks býr í leiguhúsnæði á almennum markaði. Sveitarfélögin hafa einkum gagn- rýnt að framkvæmdin væri ekki í samræmi við vinnureglur verkaskipt- ingarlaga. í greinargerð Lára Björnsdóttur félagsmálastjóra Reykjavík kemur fram að það sé harla óvenjulegt að lögin gera ráð fyrir sameiginlegri kostnaðarþátt- töku ríkis (60%) og sveitarfélaga (40%) á sama tíma og verið sé að skilja sem mest þarna á milli með nýrri verkaskiptingu. Áætlaður kosmaður Reykjavíkurborgar vegna húsaleigubóta er 125 milljónir á móti 200 milljónum frá ríkissjóði, en þá er ótalinn kostnaður vegna um- sýslu. Samband íslenskra sveitarfélaga hefúr ályktað að réttara væri að út- hluta bótum sem þessum í gegnum skattakerfið, líkt og vaxtabómm. Undir þetta tekur Guðbjarmr Hannesson forseti bæjarstjómar Akranesskaupstaðar, en segir að Akranes verði að óbreyttu ekki með fyrst og fremst vegna þess að fram- kvæmdin feli í sér skref aftur á bak í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. „Fyrir utan að með þessu er lagð- ur á sveitarfélögin nokkur umsýslu- kosmaður. En ég tel að fólk eigi að fá húsaleigubætur og við tökum þetta upp ef það verður hægt að gera það á skynsamlegum granni. Kannski má segja að við séum að sporna við ofur- valdi ríkisvaldsins þegar það er að setja sveitarfélögunum verkefúi“, segir Guðbjarmr. íþg Hversu háar Bótaréttur eftir greiðslu skatta með tilliti til tekna og fjölda barna. Dæmin miðast við húsaleigu að fjárhæð 32.000 á mánuði. Árstekjur Barn- Eitt Tvö Prjú í þús.kr. lausir barn börn börn 1.000 8.400 12.940 16.000 16.000 1.200 8.400 12.940 16.000 16.000 1.400 4.904 7.519 9.298 9.298 1.600 3.742 6.357 8.135 8.135 1.800 1.418 4.033 5.811 5.811 2.000 0 1.708 3.487 3.487 2.200 0 0 1.162 1.162 2.400 0 0 0 0

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.