Vikublaðið - 18.11.1994, Síða 3
VIKUBLAÐIÐ 18. NOVEMBER 1994
3
Álit á landsfundi
Kvennalistans
Tilvistarkreppa
TSj'ður-
i_Nj staða
landsfundar-
ins staðfesti
það sem
áður hefur
komið fram í
málgagni
Kvennalist-
ans, að flokkurinn er í tilvistar-
kreppu, segir Guðrún Helga-
dóttir þingmaður.
- Ekkert sem koin frain á
landsfundinum kom ntér á óvart.
Kvennalistakonur \dta ekki hvort
þær eiga að halda áfram eða
hætta. Þær treystu sér ekki til að
taka ákvörðun urn það á lands-
fundinum að breyta starfsháttum
sínum. Kvennalistinn þarf að
vinna sig úr þeirri kreppu sem
flokkurinn er í, segir Guðrún.
Kiósa kvrrstöðu
~T7~ venna-
J\jistinn
hefur staðn-
aða pólitík
og framfara-
sinnaðar
konur eins
og Jóna Val-
gerður voru
keyrðar niður á landsfundinum,
segir Margrét Frímannsdóttir
þingmaður.
- Það voru vonbrigði að
Kvennalistinn skuli ekki sam-
þykkja að ganga til samstarfs við
aðra félagshyggjuflokka. Rökin
sein þær beittu gegn samvinnu,
að þær vantreysti Ólafi Ragnari
Grímssyni, eru ekki marktæk.
Kvennalistinn hafði einu sinni
hlutverki að gegna í stjómmál-
um en jafnrétti kynja verður
aldrei náð með því að bjóða fram
lista sem eingöngu er skipaður
öðm kyninu, segir Margrét.
Maöuninn með lanna titilinn
Hann var kjörinn formaður á
aðalfundi um síðustu helgi og ber
engan venjulegan titil. Hann er
„Formaður kjördæmisráðs Al-
þýðubandalagsfélaganna í Reykja-
vík“ og heitir Haukur Már Har-
aldsson.
„Hvort það er ok að bera slíkan
titil? Maður finnur allavega fyrir
smæð sinni gagnvart slíkri langloku.
Eg hygg að það sé ætlast til þess að
ég verði einhvers konar verkstjóri í
samstarfi. Eðli ráðsins samkvæmt
gæti slík verkstjórn ekki átt sér stað
nema í býsna góðu samstarfi við
aðra.“
- Alþýðubandalagsfélögunum hef-
ur eitthvað verið að fjölga í borginni.
Hvað em þau orðin mörg?
„Ekki færri en fimm.“
- Verður þá ekki erfitt að samhæfa
starfið?
„Menn verða allavega að gera sér
grein fyrir aðstæðunum. Eg vona að
ekki sé ætlast til kraftaverka af mér.“
Haukur Már Ilaraldsson. Flokk-
urinn hefur ekki skipt sér nægi-
lega niikið af pólitík.
- Hvernig leggst kosningabarátt-
an í þig?
„Það er erfitt að segja. Það er ó-
neitanlega undarlegt að lesa skoð-
anakannanir sem hver á eftir annarri
sýna að sá flokkur, sem ætti að
blóinstra á tímum annarrar eins rik-
isstjómar og í öðm eins ástandi þar
sem fátæktin tröllríður öllu, haggist
varla frá fylgi sínu í síðustu kosning-
um og fari jafnvel lækkandi. Þetta
sýnir að eitthvað hefur bmgðist og
ég freistast til að álykta að flokkurinn
hafi ekki skipt sér nægilega af pólitík.
Alþýðubandalagið ætti samkvæmt
allri skynsemi að vera kostur númer
eitt hjá því fólki sem nú er að kikna
undan lífskjörunum.“
Haukur Már hefur lært það á lífs-
leiðinni að laga sig að ólíkum að-
stæðum. Ungur lagði hann út á lista-
brautina og lærði m.a. teikningu af
Ragnari Kjartanssyni og högg-
myndalist af Asmundi Sveinssyni.
Síðan uppgötvaði hann að sjó-
mennskan væri hans svið og stóð við
svo búið í nokkur ár. Því næst lá leið-
in í prentsetninguna, en þar kom að
því að honum fannst hyggilegra að
skrifa textann sjálfur en að setja eftir
aðra og hann gerðist blaðamaður,
fýrst á Þjóðviljanum en síðan á Al-
þýðublaðinu. Þá kom til þess að
hann gerðist blaðafulltrúi Alþýðu-
sambandsins og ritstjóri Vinnunnar.
Eftir það tóku við „ffee-lance“
blaðaskrif og útgáfa en 1985 gerðist
hann kennari í prentsetningu við
Iðnskólann í Reykjavík. Þar hefur
hann unað glaður við sitt síðan og
kennir nú líka nemum í ýmsum
deildum ffíhendisteikningu og hár-
greiðsluneinum iðnteikningu. Að
auki gerðist hann rithöfundur á
tímabili og sendi ffá sér bók í Safn til
Iðnsögu Islendinga. Og nú er hann
sem fyrr segir kominn með afar
langan titil. „Að öðru leyti líður mér
best með tærnar upp í loftið við lest-
ur góðra bóka.“
Ánœgð karlanefnd í
herferð gegn ofbeldi
Um áttatíu manns mættu á laugardaginn í Norræna húsið á ráð-
stefriu til að ræða ofbeldi karla með yfirskriffinni „A ég að gæta
bróður míns?“ Karlanefhd Jafnréttisráðs stóð fyrir fimdinum og
hyggur á frekari aðgerðir. A útmánuðum stendur til að efna til her-
ferðar gegn ofbeldi í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, karla-
klúbba og samtök eins og Stígamót og Kvennaathvarfið.
- Við erum mjög ánægðir með það hvernig tókst til með ráðstefhuna.
Aðsóknin var góð, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess hversu veðrið
var gott. Fyrirlestrarnir voru áhugaverðir og umræðurnar góðar, segir
Sigurður Svavarsson formaður karlanefndar Jafnréttisráðs.
Karlar hafa ekki gert rnikið af því að ræða karlaofbeldi þótt konur hafi
fýrir nokkrum árum komið umræðuefiiinu á opinbera dagskrá. Vitanlega
þegja þeir karhnenn fastast sem hneigjast til ofbeldis en hvers vegna halda
hinir sér til hlés?
- Karlmenn hafa almennt verið stikkfrí í umræðunni og þeir sagt sem
svo að fýrst þeir sjálfir þurfi ekki að takast á við ofbeldi sé engin ástæða
fýrir þá að ræða málið, segir Sigurður og leggur áherslu á að ofbeldi sé
mál sem koini okkur öllum við.
- Það er brýnast að taka á heimilisofbeldi en öll urnræða er af hinu góða.
Ekkert skipulagt meðferðarstarf er fýrir karla sem vilja horfast í augu
við ofbeldisverk sín og Sigurður telur nauðsynlegt að úr því verði bætt. A
Brýnast að taka á heiinilisofbeldi, segir Sigurður Svavarsson for-
maður karlanefndar Jafnrcttisráðs.
ráðstefnunni greindi Heidi Greenfield, sem er starfandi félagsráðgjafi í
Kanada, frá góðum árangri meðferðar við ofbeldishneigð.
Karlanefhd Jafhréttisráðs hyggst beita sér fýrir samfýlkingu gegn of-
beldi og hefur leitað eftir samstarfi við verkalýðshreyfinguna, karlaklúbba
á borð við Kiwanis og Rotary og samtaka eins og Stígamót og Kvennaat-
hvarfið.
- Við vonumst til þess að skapa hreyfingu sem stæði fýrir utan karla-
nefhdina og hugmyndin er að herferðin fari af stað snemma í vor, segir
Sigurður.
„Ég er laus við sveiflur í útgjöldum.
Ég borga bara eina fasta greiðslu
mánaðarlega."
Sigurður Sveinsson, handknattleiksmaður
Með greiðsludreifingu Heimilislínunnar er útgjaldaliðum ársins,
einum eða fleiri, dreift á 12 jafnar mánaðargreiðslur.
Sama upphæð er millifærð mánaðarlega af launareikningi yfir á
útgjaldareikning og bankinn sér um að greiða reikningana.
í stað gluggaumslaga færðu sent mánaðarlegtyfirlit
yfir greidda reikninga.
BÚNAÐARBANKI
ÍSLANDS
w
HEIMILISLÍNAN
- Einfaldar fjármálin