Vikublaðið


Vikublaðið - 18.11.1994, Síða 7

Vikublaðið - 18.11.1994, Síða 7
VIKUBLAÐIÐ 18. NOVEMBER 1994 Vidtalið 7 fyrir því og höfum búið hér síðan. Leikkonurnar Anna Borg leikkona og Stefanía bjuggu hér. Það var víst mjög líflegt samkvæmislíf hjá þeim og það er ekki sem verst hjá okkur. En Anna hefur rist nafnið sitt í eina gluggarúðu í húsinu. Sjáðu, þetta er dýrmæt rúða. Og við erum rík að eiga öll þessi börn, Guðrún átti eina dóttur fyrir, EstherTaliu Casey, sem nú er 16 ára. Það er svo ótrúlegt hvað tíminn er fijótur að líða. Mér finnst svo stutt síðan hún var lítil hnáta, nú er hún komin með kærasta. Svo eigum við Guðrún þrjú börn saman, Szymon Héðin 6 ára, Önnu Kolfinnu 5 ára og Jakob 2 ára. Og daglega upplifi ég þessi kraftaverk, þessi listaverk sem hreyfast í kringum mig, sem eru börnin. Þá skýtur þeirri hugsun stundum niður: Skítt með allt hitt, tónlistina og hvað sem er, ef bara þessi börn fá að njóta lífsins. Ég hef átt við slæmt þunglyndi að stríða og hef gengið á milli lækna síðustu ár til að reyna að ráða bót á því. Ég hef ekki viljað gefast upp. Nú hef ég kynnst Magnúsi Skúlasyni geðlækni og bind miklar vonir við að vinna með honum. Þetta er erfiður sjúk- dómur sem fyllir mann sektarkennd og óöryggi og er hræðilegt álag á fjölskylduna og kannski tónlist mína, en mig langar til að brjóta niður for- dóma með því að reyna að tjá mig um þessi veikindi mín. Og trúin hef- ur hjálpað mér, ég er trúaður mað- ur. Og ég held að tónlistin komi frá guði eða það sem ég kalla guð, Mér finnst ólýsanlegt að fá þessa viðurkenningu sem borgarlistamað- ur. Mig langar að spila og semja meira. Það fer vonandi 'ný orka í gang þegar ég losna út úr þeirri rútínu sem starfið hefur verið, þó ég hafi notið þess, en þá er spennandi að takast á við að vera sjálfs síns herra og vita hvað gerist. Orka skapast líka þegar ég hef mikið að gera. En ég verð að hugsa vel um mína orku. Það er meiri friður inní mér núna. - Það hlýtur að vera mikið starf að vera konsertmeistari? Já, og mikil ábyrgð sem fylgir því. Það er ótrúlegt hvað Sinfóníuhljóm- sveitin er góð, líka miðað við að hún hefur ekki haft neina samkeppni. Það verður gaman að sjá hvað ger- ist eftir að Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands fer að spila. í sinfóníuhljóm- sveit fer mikill tími í undirbúning, æfa nótur og parta. Ég sit ekki bara fyrir framan stjórnandann og spila. Hljómsveitarstjórinn verður að hafa mikið sjálfstraust, undirbúningur hans skiptir miklu og það þýðir ekki að æfa sig bara fyrir framan spegil heldur verður hann að vera í stakk búinn að fást við mannleg samskipti í sinni fjölbreyttustu mynd og fanga athygli samstarfsmanna sinna. Ég er hrifinn af Gunnsteini Ólafssyni, hann er tvímælalaust einn af okkur bestu hljómsveitarstjórum, hann er svo sannur og gefandi og hefur þetta í sér. Við vorum að spila fyrir skölakrakka og hann tók sig til og samdi texta og lék fyrir börnin og var hvorttveggja í senn, stjórnandi og leikari. í tónlist verður maður auðvitað að hafa hæfileika og jafn- framt vera heppinn. Ég held að þetta sé áttatíu prósent komið undir persónuleikanum hvort maður „meikar" þetta eða ekki. Tónlistar- heimurinn er ákaflega grimmur heimur, einsog lífið sjálft getur verið. En lífið snýst ekki um að ná sífellt lengra. Lífið snýst um að finna ham- ingjuna. Ég hef séð fólk sem berst fyrir frægð allt lífið, og án þess að taka tillit tii annarra, en það hefur engan tíma til að vera hamingju- samt. Það er alltaf á leiðinni eitthvað lengra, eitthvað hærra og á bágt með að njóta augnabliksins. - Nú ert þú líka að spila jazz- músík. Ég er í jazzgrúppu sem heitir Kur- an -Swing band. Ólafur Þórðarson átti hugmyndina að nafninu og reyndar hljómsveitinni líka, hann smalaði okkur saman. Þetta er allt honum að kenna. En ég vildi prófa og þetta gekk í fyrsta skipti, maður veit strax hvort samstarf gengur eða ekki, jafnvel þó það sé ekki full- komið í fyrsta sinn. Við erum búnir að vera saman í nokkur ár, þetta er ekki fræg hljómsveit en við erum alltaf að verða betri og höfum óskaplega gaman af þessu. Ég hef alltaf haft gaman af að impróvísera eða spinna einsog sagt er á ís- lensku. í jazzinum getur maður farið frjálslega með og því frjálslegar því betra. Jazzinn er alveg á hinum boganum. Það eru meiri tengsl milli jazz og kammertónlistar en sígildrar, nema að maður gerir hluti í jazzi sem aldrei hafa verið gerðir áður. f sígildri tónlist og kammertónlist reynir maður að vera eins fullkom- inn og maður getur, en þar túlkar maður af nótnablaðinu, jazzinn kemur beint frá nótum hjartans. Mér finnst oft gott að spila jazzmús- ík eftir sinfóniutónleika. Maður verð- ur einsog fugl sem sleppt er úr búri. - En þér hlýtur þá líka að líða vel í búrinu? Já, við skulum bara segja að þetta sé dásamlegt búr. - Og svo ertu líka tónskáld. Einsog þú veist er ekki hægt að skrifa allt. Það er ekki hægt að skrifa niður tónlist. Ef maður er gæfusamur getur maður leikið tón- list eða heyrt hana. Það er hægt að skrifa niður nótur og þagnir en ekki tónlist, tónlist verður til á öðrum stað en á nótnablöðum. Tónlistin ■ mín kemur fyrst í höfðinu og getur verið lengi í kollinum, stundum mörg ár. Venjulega skrifa ég ekkert fyrren eftir á og þá er ég fljótur að skrifa niður. Ég hef verið heppinn að fá verk mín flutt, líka af Sinfóníunni. Það hefur vakið mér mikla gleði, það er frábært að þurfa ekki að geyma þau ofaní skúffu og frábært að fá tækifæri til að heyra hvað maður hefur verið að bulla. - Verk hjá Sinfóníuhljómsveitinni eru bara flutt einu sinni á margra ára fresti og fiestir tónleikar eru þannig. Hvernig tilfinning er það að fá bara að spila þetta eina skipti? Ég verð stundum afbrýðissamur útí leikara sem fá að leika hlutverkið sitt kvöld eftir kvöld. En þó tónleikar séu ótrúlega vel sóttir hér á landi, þá er markaðurinn samt sem áður ekki nógu stór til að leika verk yfir- leitt nema einu sinni. - Atli Heimir sagði einhverntíma Glasnost Auðvitað hlaut að líða að því að innleiddar yrðu hugmyndir í anda glasnosts eða gagnsæi í störfum íslenskra valdamanna. Fáum hefði þó dottið í hug að ráðherra úr Alþýðu- flokknum ætti efdr að verða fyrstur til að fitja upp á slíku, þótt boltinn hafi verið oft hjá framámönnum flokksins að undanförnu. Þeir hafa haldið uppi sýningunni á sviði stjórn- málanna sem verða, líkt og annað í nútímanum, að lúta sýningareðlinu. Allt verður að vera leikrænt fram að lokasýningunni um aldamótin. Þess vegna hafði Jóhanna Sigurðardóttir varla leikið misvirtu, gráhærðu söng- konuna þegar Guðmundur Ami Stefánsson gekk með augnaráð písl- arvottar á sviðið. Eg hafði varla gefið inálefhi hans gaum fyrr en ég heyrði ffamsóknarmanneskju fordæma hann nteð skarpskyggnum íslenskum hætti. Eg spurði hvernig hún sæi sekt hans. Hann er glaseygur, svaraði hún. Sauðaþjófarnir voru þannig. Oft er erfitt að vita á hvaða tíma við íslendingar erum uppi eða í hvaða graut. Eitt er þó víst, við kjós- um oft að vera ineð hugann í sæt- súpunni eða viðbrenndum haffa- graut, en öðru ffemur í santblandi beggja. Þess vegna hlaut hver maður að velta sér með sínuin hætti upp úr ráðherratíð Guðmundar Arna, þang- að til hann bað unt glerkúluna svo allt sæist með aðstoð þess hreinsis sem heitir Ríkisendurskoðun. Hún skilaði greinargerð og Guðmundur steig á sviðið. Guðmundar Árna Sökunt trúgimi og þess hvað ég er íslenskur datt ntér í hug að hann segði eins og persóna í skáldsögu eft- ir Dickens á leiðinni að aftökupall- inuin: „Þetta er það langbesta sem ég hef gert!“ En þótt Guðmundur Ami væri á afsagnarbuxunum var hann ekki á þeim að láta hengja sig. Svo sökum sætsúpuhafragrautslögmálsins snerist ég í trúnni hvað efdr annað við orð hans líkt og við framboðsræður, mig langaði meira að segja að kjósa hann eins og Jóhönnu vegna samstöðu með föllnum, þangað til ég sagði: „Ósköp ertu íslenskur!“ og notaði dómgreindina en lenti á orðurn úr munni bókmenntagangrýnenda: „Loksins! Loksins! Þetta er tíma- mótaverk!" Mér varð hugsað eins og atvinnu- rekanda sem fær verkamann ofan af kaupkröfu: „Þetta er drengilegt!“ Eg talaði við mig í rnynd stjómmála- ffæðings: „Hann brýtur blað í ís- lenskri stjómmálasögu.“ Eg sagði á undan öllum: „Hann er rnaður að meiri!“, líkt og hæfhi ráðherra fælist í því að segja af sér í Rúgbrauðs- gerðinni. Eg hlakkaði til að sjá þingmennina ganga út úr Alþingishúsinu með við- snúna vasa, eins og þeir hefðu fengið tomr á mjaðmirnar og hefðu ekkert að fela, en Jóhönnu sýna í handtösk- una. Aður en útsendingunni lauk hafði ég gengið í gegnum feril allra þeirra íslensku hugsunar- og orða- leppa sent einkennir andlegt kæru- leysi. Síðan slökkti ég á sjónvarpinu með ósk urn að nýju kartöflurnar verði í framtíðinni betri en útsæðið. Þá hvíslaði innri maðprinn að mér: Hvemig í ósköpunum stendur á því að sú þjóð sem leikur stöðugt sama skrípaleikinn skuli ekki hafa verulegt gaman af videysunni í sjálffi sér? aö plötuútgáfa hefði það í för með sér að tóniist væri ofspiluð. Hann stakk uppá því að gefa út hljóm- plötur með t.d. níundu sinfóníunni sem hægt væri að spila bara fimm sinnum. Mér finnst þetta sniðug hugmynd þó hún sé svolítið ógnvekjandi. En þetta eina skipti hlýtur líka að vera ákveðið „kikk"? Já. Maður leggur allt í sölurnar fyrir þetta eina skipti. Kannski þetta eina skipti í heiminum. HÚSBY GG JENDUR Þeim húsbyggjendum, sem þurfa á rafmagnsheim- taug að halda í hús sín í vetur, er vinsamlegast benl á að leggja inn umsókn um hana sem allra fyrst til þess að unnt sé að leggja heimtaugina áður en frost er komið í jörðu. Gætið þess að jarðvegur sé kominn í sem næst rétta hæð, þar sem heimtaug verður lögð, og að uppgröft- ur að húsgrunni, byggirigarefni eða annað hindri ekki lagningu hennar. Heimtaugar verða ekki lagðar ef frost er komið í jörðu, nema gegn greiðslu þess aukakostnaðar sem af því hlýst. Jafnframt bendir Rafmagnsveitan á að inntakspípur heimtauga fyrir einbýlis- og raðhús skulu ná út fyr- ir lóðamörk. Nánari upplýsingar eru gefnar á heimtaugaaf- greiðslu Rafmagnsveitunnar. Suðurlandsbraut 34, í síma 604686. RAFMAQNSVEITA REYKJAVIKUR Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokkl 1992 2. flokki 1993 Innlausnardagur 15. nóvember 1994. 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 829.459 kr. 82.946 kr.' 8.295 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 732.311 kr. 73.231 kr. 7.323 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.451.548 kr. 145.155 kr. 14.515 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.349.248 kr. 134.925 kr. 13.492 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð; 5.954.261 kr. 1.190.852 kr. 119.085 kr. 11.909 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.493.230 kr. 1.098.646 kr. 109.865 kr. 10.986 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.