Vikublaðið


Vikublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 10
10 VIKUBLAÐIÐ 18. NOVEMBER 1994 Ríkissjónvarpið bauð nýlega upp á tvo Kastljósþætti, þar sem birtist mesti kraftur stofhunarinnar ffá því að Hrafh lagði stofnunina í auðn. Þessir þættir hafa fjallað um annars vegar ofbeldi og klám í tölvuleikjum og hins vegar um það hvernig „venjulegum fjölskyldum" gengur að lifa í þessu þjóðfélagi. Þátturinn um tölvuklámið og -of- beldið sýnir vel hversu samviskulaus- ir „markaðshyggjumenn" eru tilbún- ir til að ganga langt í að „koma vöru sinni til neytandans“. An takmarkana eru þeir til í að gera uppáhalds „markhópinn“ sinn, þ.e. þörn og unghnga, að gerendum í mjög raun- verulegum „leikjum“. Börnin okkar geta brugðið sér í gervi vélsagarslátr- ara eða fangabúðavarðar f Auschwitz. Komið er fram frumvarp ineð mjög óljósu ákvæði um að eftirlit Kvikmyndaeftirlitsins geti náð til tölvuleikja. En það er áreiðanlega ekki í anda ESB og síst í anda ffelsis- hetjanna eins og Hannesar Hólm- steins, sem vill fá að selja ömmu sína, verði hann var við eftirspurn. Hinn kasdjósþátturinn sýndi hina íslensku alþýðufjölskyldu á barmi gjaldþrots. Það er kannski ekki svo að margar fjölskyldur eigi ekki til hnífs og skeiðar. Með verðlag á mat- vöru eins og það er þarf fjögurra manna fjölskylda að jafnaði að ráð- stafa um 50 þúsund krónum á mán- uði í mat. En stærsta vandamálið er kannski ekki hátt verðlag á mat, heldur gegndarlaust okur þegar fólld er „hjálpað" við „öflun húsnæðis“. Hundruðum saman hafa fjölskyld- umar verið að missa íbúðir sínar eft- ir ásókn óbilgjamra kröfuhafa með vextina sína og verðbæturnar að vopni. Munið þið þegar stjómvöld afnámu verðtryggingu launa en skyldu eftir verðtryggingu fjárskuld- bindinga? Einn heimilisfaðirinn í þessum Kasdjósþætti sagði efhislega að þetta væri stefhu stjómvalda að kenna, annað hvort skyldu ráðamenn ekki aðstæður fólks eða þeir væm hrein- lega að vinna fyrir aðra aðila en þá sem afla tekna. Það held ég að Davíð hafi roðnað ef hann á annað borð hefur kært sig um að horfa á þátt um afkomu hinnar íslensku alþýðufjöl- skyldu. Til er á hinn bóginn urmull af fólki sem lifir í vellystingum, en hef- ur samkvæmt skattframtali smánar- laun. Sannkallað kraftaverkafólk, sem þolir ekki hnýsni fjölmiðla og vill leggja bann við að fjölmiðlar reikni út tekjur þess. Þannig er ástandið. Hundmðir og þúsundir fjölskyldna em að berjast gegn gjaldþroti, með lidar ráðstöf- unartekjur að vopni. Pabbi og mamma bæði í starfi og a.m.k. annað þeirra í aukastarfi, þrældómur myrkranna á milli sem skilar þó í besta falli óbreyttu ástandi gagnvart blessuðum fésýslustofnununum. Enginn kraftur eftir og hvort sem er enginn peningur efrir til að fara í leikhús eða út að borða. Þetta fólk er ekki líklegt til að fara á Café Rom- ance og eyða þar þúsundatuguin með Davíð og vini hans. Það á engan aur og hefur enga risnu. Foreldrarnir í hinni íslensku al- þýðufjölskyldu hvílast dauðþreyttir að kveldi eða blaða í gluggapóstin- um. Á meðan em börnin vélsaga- væddir fangabúðaverðir í Auschwitz. f dagsins önn Hið heims- frœga kínverska ríkisjjöl- leikahús á íslandi Mánudagskvöldið 21. nóvember hefjast sýningar kínverska rík- isfjölleikahússins í Iþróttamiðstöð- inni í Vestamannaeyjum. Það er fyrsta sýningin af mörgum um land allt í næstu viku. Með komu kínverska fjölleika- hússins hingað til lands gefst lands- mönnum ungum sem öldnum kostur á að sjá eina merkustu fjölleikasýn- ingu heims. Fimmtíu kínverskir fjöllistamenn munu skemmta áhorfendum ineð alls kyns framandi og áhugaverðum leikatriðum sem ósjaldan eru á mörkum þess framkvæmanlega hvað snerpu varðar. Listrænir tilburðir og snillibrögð þeirra gera áhorfandann hvað eftir annað agndofa. Listamennirnir koma frá Ríkis- fjöllleikahúsinu í Peking og eru á leikferðalagi urn Evrópu en þeir hafa fyrir löngu hlotið alþjóðlega viður- kenningu fyrir kunnáttu og hæfileika sína. Á undanfömuin 35 árain hafa kínverskir fjölleikhópar ferðast þvert og endilagt um veröldina og átt fá- dæma vinsælduin að fagna. Fjölleikar er gamall menningar- arfur Kínverja en þeir eru töluvert ffábrugðnir evrópskum fjölleikum. Eitt aðalsmerki kínverskra fjölieika- manna eru fimleikar en mýkt og lip- urð þeirra þykir með eindæmum. Fimleikar eru einnig ein helsta list- grein Kínverja og á sér um 3000 ára sögu en inn í þá er fléttað sögUm af lífi og störfum Kínverja í gegnum aldirnar. Á sýningu kínverska fjölleikahúss- ins á Islandi eru það litskrúðugir búningar, seiðandi tónlist, töfra- brögð og trúðar, loftfimleikar, dans- ar og heilmargt fleira sem gleðja augu og eyra áhorfandans. Fjöllista- mennirnir höfða því jafnt til barna sem fullorðinna. Það er TKO á Islandi sem stendur fyrir komu fjölleikahússins hingað til lands en hluti ágóðans rennur til styrktar einhverfum á Islandi. Fyrir utan sýninguna í Vest- mannaeyjum verða sýningar á Sel- fossi, Akureyri og þrjár sýningar í Háskólabíó í Reykjavík. Fréttatilkynning Ný geislaplata Birthmark unfinished novels Dúettinn Birthmark, þeir Svanur Kristbergsson og Valgeir Sigurðsson. Ivikunni kom út fyrsta plata hljómsveitarinnar Birthmark „unfinished novels". Birthmark er dúett skipaður Svani Kristbergs- syni og Valgeiri Sigurðs- syni, en nafn hljómsveitar- innar, sem hefur starfað í fimm ár, var fyrir smttu breytt úr „The Orange Empire." Á plötunni koma fram yfir 20 hljóðfæraléikarar, allt ffá jassleikurum til strengja- og blásmrsleikara úr Caput-hópnum. Tón- listinni er best lýst sem popptónlist með margvíslegum ffá- vikum, svo sem tilvísunum í jass, ambient og heimstónlist. Platan var hljóðblönduð og að hluta hljóðrimð í Real World Sudios á Englandi, sem er hljóðver í eigu Peter Gabriel, og var mjög vandað til hennar. Er mál manna sem heyrt hafa affaksmrinn að önnur eins plata hafi ekki verið gefin út á íslandi og hefur hún einnig valdð athygli nokkurra erlendra útgefenda. Listaklúbbur Leikhússkjallarans Kuran - Swing og „Kósý “ rneð tónleika á manudagskvöldið Listaklúbbur Leikhússkjallarans býður enn til menningarveislu á mánudagskvöldið 21. nóvember. Að þessu sinni er það Kuran - Swing kvartettinn með Szymon Kuran borgarlistamann í fararbroddi sem leikur fyrir félaga og gesti klúbbsins. Kuran - Swing mun að mestu leyti halda sig við eigin tónsmíðar, en kvartettinn vinnur nú að nýrri hljómplöm með eigin efni. Kuran - Swing skipa auk Szymon Kuran fiðluleikara, Bjöm Thoroddsen gít- ar, Olafur Þórðarson gítar og Bjarni Sveinbjömsson bassi. Kuran - Swing býður unguin og efnilegum skemmtikröftum úr Menntaskólanum í Reykjavík með sér á tónleikana. Þeir kalla sig „Kósý“ og eru flunkunýtt fyrirbæri í skemmtana- og menningarlífi Reykjavíkur. „Kósý“ skipa þeir Magnús Ragnarsson, Markús Þór Andrésson, Ulfur Eldjárn og Ragnar Kjartansson. Drengirnir koma víða við í laga- vali sínu og má finna íslenskar dæg- urflugur innan um suðræna slagara og franska kaffihúsatónlist. Tónlist- arflumingur sveitarinnar er ákaflega fágaður, útsetningar frumlegar og fjölbreyttar en þó þannig að fólk geti tekið lífinu með ró, hallað sér afrnr í sæmnum og umfram allt haft það „Kósý“. Tónleikamir hefjast kl. 20:30 og em öllum opnir ineðan húsrúm leyfir. Fjölskyldan gegn alnæmi - umræða án fordóma Alnæmissamtökin á íslandi og íþrótta- og tómstunda- ráð Reykjavíkur standa í sam- einingu fyrir átaksverkefni gegn alnæmi sem hlotið hefur nafnið Fjölskyldan gegn alnæmi - um- ræða án fordóma. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst árið 1994 ár fjölskyldunnar og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur gert hið sama. Þema alþjóðlega alnæmisdags- ins í ár er „AJnæmi og fjölskyld- an - fjölskyldan sér um sína“. Flestir þátttakendur í átaks- verkefhinu em unglingar í gmnnskóla og helstu markinið em fræðslu- og forvarnarstarf, en einnig að vekja athygli al- memtings á alnæmi, auka um- ræðu um sjúkdóminn og safna áheitum fyrir Alnæmissamtök- in. Framkvæmd verkefhisins er þríþætt; fræðsluátak í félags- miðstöðvum með þeinadögum seinni hluta nóvember, mara- þondansleikur og áheitasöfnun félagsmiðstöðvanna fyrir Al- næmissamtökin og þann 1. des- ember (alnæmisdaginn) verður haldin fjiilskylduskeinmtun með blandaðri dagskrá þar sem landsþekktir skemmtikraftar troða upp en einnig munu ung- lingar og börn leggja til dag- skráratriði. Bæði maraþondansleikurinn og fjölskyldusamkoman verða í Kolaportinu. Búast má við að 5- 7 hundmð unglingar taki þátt í maraþondansleiknum „Dansað gegn alnæmi" þann 30. nóvem- ber en í tengslum við hann ganga unglingarnir í hús og safiia áheitum fyrir Alnæmis- samtökin. Kunningjakona mín ein er með afkvæmi sitt í Isaksskóla. Hér um daginn þegar hún kom til að sækja dótturina brá svo við að hún kom bílnum ekki að skólanum sök- um sjónvarpsbíla og þríbreiðra límúsína sem slegið höfðu hring um bygginguna. Konunni dauðbrá eðli- lega, lagði bílnum í næsta strætis- vagnaskýli og hljóp til skólans. Sá hún þá hvar vor ástkæri forsætisráð- herra skáskaut sér út um dyrnar og „svaraði spurningum fréttamanna" eins og það heitir á fjölmiðlamáli. Fyrst hélt konan að Davíð hefði verið að draga til baka skerðinguna á framlagi til skólans en fljótlega kom í ljós að svo var ekki. Einhver Lionsklúbburinn hafði með þraut- seigju og elju hugsjónamannsins, sterkir í framan og brennandi í hjartanu gengið milli fýrirtækja og góðborgara síðasta árið og önglað saman fé sem gerði forsætisráðherra og þeim Ijónamönnum kleift að gefa sex ára börnum endurskins- merki. Konan fórnaði höndum og varð hugsað til ferðakoffortsins heima, barmafulls af endurskins- merkjum og endurskinsborðum frá bönkum, tryggingarfélögum, skát- um, Vorboðanum, kvenfélagi prestakallsins og tveim eða þrem góðgerðafélögum karla. Síðar frétti ég af annarri sem hafði staðið frammi fyrir svipuðu vandamáli. Hún er kona lagin í höndum og tók sig til einn daginn og hóf að sauma úr endurskinsborð- um barnanna sinna þriggja. Og þegar upp var staðið hafði hún saumað tvennan alklæðnað á yngsta barnið, stuttbuxur á sjálfa sig og átti þó eftir í sterklega ól á hundinn. Elsta dóttir hennar er veik fyrir hippatímanum og því var herbergis- hurðin hjá henni fjarlægð og hengi sett fyrir. Hengið var hannað úr endurskinsmerkjunum og náðust fjórar umferðir. Svo þykkt varð hengið að ekki sést ljóstýra í gegn og ungabörn ráða engan veginn við að færa það. Og þrátt fýrir þetta er öll fjölskyldan með ólar, borða og merki á þrem til fjómm stöðum í öllum sínum hlífðarfatnaði. Meira að segja er sérstakt merki til að klemma á rófuna á hundkvikindinu þegar farið er út að ganga. Það mun hafa verið þessi ffamleiðsla á endur- skinstólum sem Davíð hafði í huga þegar hann misskildi þetta allt sam- an og taldi íslenskan iðnað í rífandi sókn. En það er svo sem ástæðulaust að gera grín að þessu. Framtak þessara ágætu hugsjónamanna og kvenna hafa sparað áðurnefndri fjölskyldu stórfé og gefið forsætisráðherra færi á að koina fram í sjónvarpi sem besti vinur barnanna. Ekki skyldi van- meta slíkt er nokkrir mánuðir em til kosninga. Og það hefur ómetanlegt mannbætandi gildi að vita af hinum stórhuga hugsjónamönnum ljóna og flóðhesta, safnaðarsystur og stuttbuxaða skáta berjast milli fyrir- tækja í hríðarbyljum og steypiregni í von um einhverju ölmusu til að geta glatt börnin með þessu örygg- istæki. Manni hlýnar að innan. Þó vil ég heldur mælast til að eitthvað verði dregið úr á næstunni. Að öðr- um kosti neyðist ég til að byggja við og það heldur myndarlega.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.