Vikublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 1
I
Fögnuður yílr líiinu
Arni Bergmann lætur hug-
ann reika um auðugar lendur
ljóða Whitmans sem Sigurð-
ur A. Magnússon þýddi.
Sjálfsdýrkun eða hömlulaus
fögnuður yfir lífinu? Bls. 8
Munaðarseggirnir í
bönkunum
Þeir félagar Nóri og Omólfur
hafa kannað leyndardóma
bankaveldisins og fundið mun-
aðarlíf sem hvaða soldán sem er
yrði fullsæmdur af. Bls. 7
GUNNAR HELGI KRISTINSSON
Embættismenn og
stjómmálamenn
Skípulag og vinnubröQö í islenskri sljórnsýslu
Gölluð bók um
siðspiUingu
Páll Vilhjálmsson er ekki par
hrifinn af bók Gunnars Helga
Krisrinssonar um stjórnkerfið
sem hann segir lofá meiru en
hún stendur við. Bls. 5
48. tbl. 3. árg.
9. desember 1994
Ritstjóm og
afgreiðsla:
sími 17500
250 kr.
Ósigur sjúkraliða verður
sigur láglaunastefnuimar
Barátta gegn láglaunastefnu rnasstjórnarinnar bæði utan þings og innan. Dagsbrún vill samúðar-
verkföll. ASÍ mótmælir tvöfeldni ríkisstjórnarinnar. DV afhjúpar Sjálfstæðisflokkinn.
Launastefha ríkisstjómar-
innar kristallast í verkfalli
sjúkraliða. Rfldsstjóm Dav-
íðs Oddssonar mætir nú vaxandi
andstöðu og gagnrýni vegna
Skoðana-
könnun á
Reykjanesi
Kjördæmisráð Alþýðu-
bandalagsins á Reykja-
nesi samþykkti á fundi sínum
á miðvikudag að efha til skoð-
anakönnunar til undirbúnings
skipan framboðslista flokks-
ins.
Kjörnefhd fær það hlutverk að
gera skoðanakönmmina. Flokks-
menn verða beðnir að setja 6
einstaklinga á blað sem þeir vilja
fá í framboð fýrir Alþýðubanda-
lagið. Niðurstöðumar mun
kjörnefhd leggja fýrir útvflckað
kjördæmisráð, þ.e. bæði aðal- og
varamenn.
Skoðanakönmmin fer senni-
lega ffam efrir áramót.
stefhu sinnar í launamálum, bæði
innan þingsins og utan. Dagsbrún
vill hefja samúðaraðgerðir við
sjúkraliða og Alþýðusamband Is-
lands hefur sent frá sér ályktun
þar sem tvöfeldni ríkisstjómar-
innar er harðlega gagnrýnd. Þar
er stefhu stjómarinnar lýst svo að
hún gangi út á að binda almennt
launafólk og þá sérstaklega lág-
launafólkið inn í kjarasamninga
með litlum sem engum launa-
hækkunum, á meðan efnahags-
batinn er nýttur tdl þess að þeir
sem betur mega sín fái launa-
hækkanir og einnig skattalækkan-
ir.
I utandagskrárumræðum á Alþingi
gagnrýndi stjómarandstaðan ríkis-
stjómina fýrir framkomu hennar
gagnvart sjúkraliðuin. Ólafur Ragnar
Grímsson formaður Alþýðubanda-
lagsins sagði að ríkisstjórnin hefði
ekki andmælt upplýsingum fjármála-
ráðuneytísins um að fyrr á þessu ári
hefði ríkisvaldið samið við hjúkrun-
arfræðinga um 15 prósent kaup-
hækkun.
Tveir leiðarahöfundar DV, Jónas
Kristjánsson og Elías Snæland Jóns-
son, tengja hörkuna í sjúkraliðadeil-
unni því að fjármálaráðherra og Ami
Útspil Guðrúnar
vekur athygli
Guðrún Helgadóttir þing-
maður Alþýðubandalags-
ins í Reykjavík efhdi til
blaðamannafundur á þriðjudag
þar sem hún lagði ffam tillögu um
skipan framboðslista Alþýðu-
bandalagsins. Tillagan hefur vak-
ið sterk viðbrögð.
Hugmynd Guðrúnar er að hún
færi sig úr öðru sætí framboðslistans
niður í það fjórða og að Bryndís
Hlöðversdóttir lögfræðingur Al-
þýðusambandsins og Ögmundur
Jónasson formaður BSRB komi ný
inn á listann í annað og þriðja sætíð.
Svavar Gestsson þingmaður skipi á-
ffarn fyrsta sætið.
Guðrún kvaðst vilja leggja sitt af
mörkum tíl að auðvelda nýju fólki að
koma tíl starfa í þingflokki Alþýðu-
bandalagsins. Hún segir að baráttu-
sæti Alþýðubandalagsins í Reykjavík
verði fjórða sætíð og að hún sé tílbú-
in ril að heyja þá baráttu.
Utspil Guðrúnar vaktí ekki óskip-
ta ánægju allra Alþýðubandalags-
manna enda töldu margir að flokk-
Glaðbeitt Guðrún Helgadóttir leggur
fram tilboð um nýskipan á framboðs-
lista Alþýðubandalagsins.
urinn myndi halda prófkjör eða for-
val í Reykjavík. Á fúndi kjördæmis-
ráðs í næstu viku verða framboðs-
málin rædd.
Sjá viðbrögð við útspili
Guðrúnar bls. 3.
Sigfússon fyrrum borgarstjóri
sömdu við hjúkrunarfæðinga í vor.
Jónas segir þá tvímenninga hafa ver-
ið reiðubúna til að „fórna hagsmun-
um þjóðarinnar til að kaupa kosn-
ingasigur í Reykjavík,11 og bætir því
við að þetta sé rneiri spilling en Guð-
mundur Ami Stefánsson gerði sig
sekan um. „Fjármálaráðherra tók í
vor þá skammsýnu ákvörðun að mis-
nota almannafé til að reyna að kaupa
kosningasigur handa fyrrverandi
borgarstjóra,“ segir Jónas og bætir
því við að það sé rangt mál að sjúkra-
liðar hafi hækkað umfram aðrar
stéttir. Á miðvikudag ítrekaði Elías
Snæland þessi viðhorf. „Verkfall
sjúkraliða er til komið vegna alvar-
legra pólitískra mistaka sem ffamin
voru síðastliðið vor... Kannski réð
pólitísk hentístefha gerðum þeirra,
eins og sumir hafa fullyrt,“ segir EIí-
as Snæland.
Samingaviðræðumar við sjúkra-
liðana er prófsteinn á hvort launa-
misréttíð fái að festast í sessi. Al-
þýðusambandið dregur þá ályktun
að sú samdráttar- og kjaraskerðing-
arstefha sem fram kemur í fjárlaga-
firumvarpi stjórnarinnar og launa-
stefnu hennar veiti svar við þessu.
„Ríkisstjórnin og þá sérstaklega fjár-
málaráðherrann verður að gera sér
grein fyrir því að það getur ekki ríkt
nein sátt um þessa nýju launastefhu,“
segir ASI og krefst þess að fordæmin
í samningum við afrnarkaða hópa
gildi gagnvart almennu launafólki og
verði forsenda samninga við sjúkra-
liða.
Almennir félagar í Dagsbrún
kröfðust þess á félagsfundi í vikunni
að forysta félagsins beitt sér fýrir
skyndiverkföllum tíl að sýna sjúkra-
liðum samstöðu.
Alþýðubandalagsfélagið Framsýn. hefur látið prenta fimm þúsund límmiða með áletruninni Styðjum sjúkraliðana. Miðarnir
eru seldir á 300 krónur stykkið og innkoman rennur óskipt í verkfallssjóð sjúkraliða. Sigríður Þorsteinsdóttir varaformaður
Framsýnar segir að stjórn félagsins hafi ákveðið að gangast fyrir þessu átaki þegar verkfall sjúkraliða hafi staðið í þrjár vik-
ur. Límmiðarnir eru til sölu á spítölum, á skrifstofu sjúkraliða og víðar. Á mynd Ólafs Þórðarsonar sést Sigríður afhenda
sjúkraliðum vöndul af límmiðum í síðustu viku.
Forstjóri TR hunsar
eigin upplýsingadeild
Karl Steinar Guðnason for-
stjóri Tryggingastofnunar
ríídsins (TR) hefur fengið
kynningafyrirtækið Myndbæ til að
annast fjölmiðlatengsl fyrir TR.
Þannig beinir Karl Steinar verk-
efhum til aðila út í bæ þótt TR
hafi innan dyra hjá sér fjögurra
manna sérstaka upplýsingadeild
undir forystu Ástu Ragnheiðar Jó-
hannesdóttur.
Hingað til hefur upplýsingadeild-
in og Ásta Ragnheiður séð um tengsl
við fjölmiðla og ekki verið kvartað
undan þjónustunni, þótt meginhlut-
verk deildarinnar sé að svara skjól-
stæðingum stofnunarinnar og öðr-
um fyrirspyrjendum um þjónustu
stofnunarinnar. Karl Steinar hefur
hins vegar tekið þá ákvörðun að gera
fjölmiðlatengslin að sérverkefni og
vísað útboðslaust út í bæ. Myndbær
er fyrirtæki Jóhanns Briem og með
honum starfar Markús Öm Antons-
son fyrmm borgarstjóri.
Jóhann Briem segir að Myndbær
hafi teldð að sér ákveðið verkefhi en
óvíst sé um framhaldið. Á honum
mátti skilja að það væri mat forstjóra
TR að stofhunin hefði þrjá aðila á
kynningarsviði, en þeir væm upp-
teknir við að leiðbeina fólki sem
hringir út af tryggingum. „Stofhunin
vildi reyna aðrar aðferðir en að láta
eigið fólk annast lcynningar og leit-
aði tíl okkar. Mér sýnist að þetta hafi
gefist vel og það er mikfivægt því að
mér sýnist að þessi mikilvæga stofn-
un hafi ekld notið sannmælis hingað
til. Þetta er spuming um breytta í-
mynd,“ segir Jóhann Briem.