Vikublaðið


Vikublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 12
Sigríður Kristinsdóttir formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana: SFR gefur tóninn í komandi kjarasamningum Mynd: Ól. Þ. SFR: 9000 kr. kauphækkun Starfsmannafélag ríkisstofh- ana gerir þá kröfu að laun hækki um 9 þúsund krónur við næstu kjarasamninga. SFR leggur áherslu á kjarajöfhun við næstu kjarasamninga og leggur til að neðstu launaflokkar verði lagð- ir niður. I kröfugerð SFR er einnig gert ráð fyrir að kaupmáttur launa verði tryggður á samningstímanum, að tekið verði upp starfsmat, að það fari ffam endurmat starfsheita og ný röð- un í launaflokka, að námskeið verði metin til hækkunar launa, ef þau nýt- ast í starfi. Þá er þess krafist að þrepahækkan- ir ákvarðist af starfsaldri og/eða lífaldri, að vinnuskylda vaktavinnu- fólks verði stytt og skilgreint hvað er vaktavinna, að fólk sem náð hefur 50 ára aldri, eða verið 20 ár í vaktavinnu, verði undanþegið næturvökmm án skerðingar á starfs- og launakjörum. Einnig er gerð krafa um að skatt- leysismörk verði að jafngildi þau sömu og 1988, að felld verði niður tvískömm á lífeyrissjóðsgreiðslum, að lánskjaravísitala verði endurskoð- uð og að breytingar á launum hafi ekki áhrif á hana. Fiskvinnslufólk verður harkalega fyrir barðinu á lögum sem heimila atvinnurekendum að senda það heim svo til að eigin geðþótta. Mynd: Ól. Þ. Fiskverkafólk krefst starfsöryggis á við aðra s Afúndi fiskvinnslufólks innan Verkamannasambands Is- lands sem haldinn var á Hótel Loftleiðum um helgina var skorað á Alþingi að breyta lögum þannig að fiskverkafólk njóti sama starfs- öryggis og aðrar starfsstéttir. Starfsöryggi fiskvinnslufólks hefur lögum verið minna en annarra stétta og nú hafa atvinnurekendur sagt upp kauptryggingarsamningi sem gerir fiskvinnslufólk algjörlega réttlaust. Jafnvel þó fólk hafi sex mánaða upp- sagnarfrest geta atvinnurekendur sent það fyrirvaralaust heim án launa ef þeim býður svo við að horfa. Lögin mæla svo fyrir að heimilt sé að senda fiskvinnslufólk heim þegar hráefhisskormr hamlar vinnslu. „Nú hin síðari ár hefur þessu verið beitt í auknum mæli og túlkun laganna ver- ið verkafólki óhagstæðari en áður. Til dæmis hefúr það verið viður- kenndur hráefnisskortur þegar fiskur er fluttur út eða seldur annað, eins ef rafimagn er tekið af fýrirtæld vegna skulda,“ segir í ályktun fundarins. ,/if fyrrgreindum ástæðum og mörgum öðrum sem ekld verða tald- ar hér, en hægt er að telja ffam ef þörf þyldr, skorar fundur fiskverkafólks innan VMSÍ á Alþingi íslendinga að breyta Iögum nr. 19/1979, áður en þingið verður sent heim í febrúar á næsta ári vegna þingkosninga." Landbúnaður skapar allt að 15.000 manns á íslandi atvinnu. Ekki falla í yfirlið! fyrsti vinningur í LOTTÓ 5/38 - í fyrsta skipti í sögunni. Fimmfaldur MERKISMENN

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.