Vikublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 4
4
Samfélaglð
VTKUBLAÐIÐ 9. DESEMBER 1994
Ár fjölskyldunnar
ótt nú sé farið að líða á árið
sem tíleinkað er fjölskyldunni
finnst mér ástæða til að spyrja:
Ar íjölskyldunnar, hvað er nú það?
Er ekki hvert ár ár fjölskyldunnar?
Eða tala ekki háæruverðugir lands-
feður svo á tyllidögum að fjölskyldan
sé einn af helstu máttarstólpum heil-
brigðs þjóðlífc? Það má líta svo á að
ástæða þess að árið 1994 er sérlega
tileinkað fjölskyldunni sé sú að ýmis
veikleikaeinkenni fjölskyldunnar
hafa komið í ljós. Vaxandi lausung,
jafnvel upplausn, verður æ meira á-
berandi, hjónabandsbrestir eru tíðir,
fjárhagsvandræði rústa fjölskyldulíf-
ið, unglingavandamál leiða inn á
hættulegar brautir.
Velferð barna á undir högg að
sækja. A yfirborði samfélagsins hefur
lengi allt sýnst slétt og fellt, fánar
velferðar og þjóðarsátta hafa blaktað
við hún og áherslan helst lögð á það
að stílla verði öllum kröfum í hóf,
innan þeirra marka sem gjaldþol
þjóðfélagsins leyfir.
Skálkaskjól ráðamanna
Launakerfið hefur samt sem áður
um áratugi verið svo fjölskyldufjand-
samlegt að það hefur sundrað fjöl-
skyldum. Bæði foreldri hafa neyðst
til að fara á vinnumarkað til að sjá
fjölskyldunni farborða. Þetta fjöl-
skyldufjandsamlega launakerfi hefur
verið allsráðandi jafnt hjá opinberum
stofnunum og fyrirtækjum í einka-
geiranum. Tryggingakerfið gengur
framar öðrum í beitingu misréttis.
Er ár fjölskyldunnar eitthvað öðru-
vísi en nýliðin ár aldraðra, ár barnsins
eða trésins? Enginn sýnilegur árang-
ur varð vegna þeirra. Þess vegna
hneigist maður til að álíta að val á ári
tileinkað vissu málefni sé kærkomið
skálkaskjól fyrir þá ráðamenn þjóðar
sem kjósa að blaðra um málefnin
fremur en vánna þeim gagn.
Það er auðvelt að fimbulfamba á
ári fjölskyldunnar um mikilvægi
hennar, kalla hana kjölfestu þjóðfé-
lagsins, undirstöðu menningar og
mannlífs. Þetta minnir á sjómanna-
daginn þegar „hetjur hafsins" eru
hylltar, en lögleg kjarabarátta þeirra
svo stöðvuð með lögum.
Fjölskyldur lífeyrisþega
hafa gleymst
í öllu blaðrinu er eins og gleymst
hafi að „fjölskylda" er meira en for-
eldrar með misstóran barnahóp.
Fjölskylda er líka einstætt foreldri
með sín börn, líka foreldrar með
uppkomin börn sem líka eiga börn.
Hvað er gert á ári fjölskyldunnar til
að leiðrétta og afnema það ranglæti
sem slíkar fjölskyldur eru beittar?
Ekkert. Þetta eru hinar gleymdu
fjölskyldur, fullorðnu börnin í
öskustónni. Um hvaða ranglæti er
verið að tala? Jú, það er ranglæti sem
Aður fyrr, ekki fyrir löngu, voru
línurnar hreinar. Ef eitthvað fór
úrskeiðis var það auðvitað annað
hvort auðvaldinu að kenna eða mold-
vörpustarfi kommúnista. Nú er öldin
önnur og menn orðnir vitrari, lausir
við æsing og sleggjudóma. Ef ýmis-
legt fer á annan hátt en útreikning-
urinn sagði fyrir um, þá er það engu
sérstöku afli að kenna, ekki einu sinni
andskotanum: Þetta er bara svona.
Þeir sem lærðastir eru og taka aðeins
mið af vísindunum, skella auðvitað
skuldinni á ófullkomnu erfðaffum-
umar.
Það eru ótal gallar í erfðafrurnutn
samfélagsins, segja nútíma
félagsfræðingar og tala viturlega um
fortíðarvanda. Ilann er ný útgáfa
skólagengins fólks á kenningum
presta um erfðasyndina. Nú er aldrei
minnst á hana, bara erfðafrumur.
Sama er hvert skyggnir líta, einhverj-
ir gallar finnast í öllum ffumum og
auðvitað þarf að laga hann. Almenn-
ingur bíður þess vegna eftir að sjá líf
sitt bama við erfðafrumubyltinguna,
á sama hátt og fólk beið eftir lausn
við þjóðfélagsbyltingamar og
tölvubyltinguna. Að hún fór út um
þúfur er ekki hægt að kenna mold-
vörpustarfi kommúnista. Ef erfðaffu-
mubyltingin bætir ekki mannanna
mein verður ómögulegt að vita af
hverju sú allra-meina-bót fór út um
þúfur. Kannski vill mannlífið ekki
láta lækna sig, vegna þess að það er of
vitlaust til þess að hlýta ráðum
boðbera fegurðar og lausna.
Þrátt fyrir vonbrigði á vonbrigða-
öldinni miklu halda leiðtogar og
hreyfingar áffam að lofa óskinni ekki
að leggja upp laupana. Messíasar
spretta fram og reisa sömu en ný-
smíðaða regnaboga til þess að þeir
sem kjósa geti gengið undir þá og
óskað sér Iausn á öllu.
A hverju er regnboginn byggður?
A hvaða undirstöðum rís hann?
Þessu er ekki létt að svara. Hitt er
nokkurn veginn vísindalega sannað
að regnboginn sést sjaldan í sólskini,
heldur í dumbungi, rigningu, þegar
ljósgjafinn er í felum, en fer samt sínu
fram og myndar Ijósbrot sem er ein-
staldega fagurt. Sá sem vill óska sér
einhvers undir regnboganum þarf að
vera hneigður fyrir að hlaupa að settu
marki sem færist undan við hvert
hlaupið spor. Þannig er eðli regn-
bogans. Enda hefur enginn fundið
miðju hans. Hún er vfst alls staðar og
hvergi. Sömu sögu er að segja unt
undirstöðurnar.
Geta menn þá grafið undan regn-
boganum með moldvörpustarfsemi
annað hvort koinmúnista eða auð-
valdsins? Regnbogafræðin segir að
það sé ekki hægt. Þess vegna var von
að kerlingin spyrði rétt einu sinni:
Hvernig getur þá holræsaskatt-
urinn grafið undan regnboganum?
Góðu heilli stóð vatnaffæðingur
við hliðina á henni og svaraði að
bragði:
Regnboginn heldur áfram að vera
leynt eða ljóst í Tjörninni hvað sem á
gengur í Ráðhúsinu, en hann sést
ekki á Iofti nema vamið úr henni gufi
upp við vissar aðstæður, þannig að
ógurlegur drungi myndist yfir borg-
inni. Samt er sólrún jaffian á næsta
leiti.
Kerling varð ánægð með skjótt og
greinargott svar, en hið sanna innræti
kom undir eins upp í henni og hún
sagði:
Það þarf auðvitað að fá íhaids-
samari festingu en þá sem núna er, til
þess að hann megi vera alltaf í sinni
marglitu, aðgreindu dýrð yfir
Reykjavík.
særir meira andlega en jafnvel hlekk-
ir fangelsa særa líkamann.
A effi árum er þeim hjónum, sem
búin eru að skila foreldrahlutverki
sínu og hafa haldið sín hjónabands-
heit, refsað fyrir langa sambúð og
trúfesti með því að skerða ellilauna-
bætur þeirra. Þetta er látið líðast og
ekki sinnt kröfum um breytingar.
Samtök eldri borgara hafa vakið
athygli á þessu ranglæti. Landssam-
band aldraðra gerði ítarlega sam-
þykkt á aðalfundi sínunt 2.-3. júní
1993 og leyfi ég mér að birta hana
hér. Tölurnar geta staðist nú nær
hálfu öðru ári síðar, amk eru hlut-
föllin hin sömu.
Tillaga um jafnrétti til lífeyris
altnannatrygginga.:
Aðalfundur Landssambands aldr-
aðra haldinn 2.-3. júní 1993 telur að
hjón eigi að fá jafnháan lífeyri og
tveir einstaklingar og ekki sæta verri
kjörum en einhleypingar þegar kem-
ur að skerðingu tekjutryggingar.
Enn er það svo að hjón sem bæði
eru komin á lífeyrisaldur fá aðeins
90% af lífeyri tveggja einstaklinga og
tekjutiygging hjóna skerðist fyrr en
tekjutrygging tveggja einhleypinga.
Hjá einhleypingi byrjar tekju-
trygging að skerðast þegar atvinnu-
tekjur ná kr. 17.582 á mánuði, en hjá
hjónum byrjar skerðingin þegar
samanlagðar tekjur þeirra ná 24. 615
á mánuði. Skerðing vegna tekna úr
lífeyrissjóðum er einnig óhagstæð
hjónum. Fundurinn telur að sömu
skerðingarmörk eigi að gilda fyrir
alla lífeyrisþega.
Jafnframt beinir fundurinn því til
Alþingis að 11. gr. laga urn almanna-
tryggingar verði breytt þannig að
grunnlífeyrir hjóna hvors um sig
verði sá sami og lífeyrir einhleyp-
ings.
Dæmi:
Einstaklingur pr. mán.
Ellilífeyrir..................12.329
Tekjutiygging............... 22.648
Heimilisuppbót................7.711
Sérstök heimilisuppbót........5.304
kr. 48.028
1/2 hjón pr. mán.
Ellilífeyrir..................11.096
Tekjutrygging............... 22.684
kr. 33.780x2 = 67.560
Einhleypur maður getur haft
14.248 krónur meira á inánuði í
tryggingabætur en einstaklingur í
hjónabandi. Auk þess skerðist tekju-
trygging fyrr hjá hjónum og nemur
sú skerðing kr. 3.448 hærri upphæð
hjá hvoru hjóna.
Engin viðbrögð ráða-
manna
Það er Ieitt til þess að vita að eng-
in viðbrögð hafii orðið við þessari
samþyldct. Það er sýnilegt að ekki
hafa ráðamenn hlustað á eða lesið
það sem samtök aldraðra láta ffá sér
fara, þó þau telji tugi þúsunda innan
sinna vébanda.
Aldraðir og öryrkjar: Fylkjum liði,
stöndum saman!
Sú spurning hlýtur að vakna hvort
aldraðir og öryrkjar eigi ekki að
mynda „þrýstihóp“ nú þegar líður að
kosningum. Það hlýtur að skipta
máli hvemig atkvæði þessara þús-
unda falla. Oryrkjar og lífeyrisþegar
eiga sín landssamtök, öflug og mikil-
væg, sem era þeim einstaklingum
sem innan þeirra eru félagslega mik-
ilvæg. Þau eru hinsvegar ekki mikils-
metin af ráðamönnum sem hafa á-
kvarðanir um lífskjör meðlima þess-
ara samtaka í hendi sér. Þeim er ekki
boðið til umræðna um kjaramál sín
og eru ekki aðilar að neinum kjara-
málaumræðum. Samþykktir sem þau
gera eru því viljayfirlýsingar og á-
skoranir gagnvart þeim sem hafa
kjör þeirra í sínum höndum.
Eingreiðslukerfið er
óverjandi
Launþegasamtök eiga nú í vök að
verjast vegna launakjara sinna félaga.
Þau hafa getað knúið fram ákvæði í
kjarasamningum sem taka til verð-
bóta vegna rýrnaðs kaupmáttar.
Launagreiðendur hafa kosið að
greiða þessar verðbætur með
svokölluðuin eingreiðslum. Slett er í
launþegana smáupphæð sem á að
sætta þá við smánina sem lága kaup-
ið er. Lífeyrisþegum og öryrkjum er
svo úthlutað smá klessu af slettunni,
, það er fullgott. Með þessu ein-
greiðslufyrirkomulagi er svindlað á
lífeyrisþegum. Lífeyrir þeirra flestra
er miðaður við grunnlaun. Ein-
greiðslur snerta ekki grunnlaun og
því fá h'feyrisþegar ekki hækkun líf-
eyris. Og svo má ekki gleyma tví-
sköttun lífeyristekna.
Þegar nú líður að lokum árs fjöl-
skyldunnar sýnist mér að ekki sé of-
sagt að um algert sýndarfýrirbrigði
er að ræða. Af hálfu yfirvalda er ekk-
ert gert sent bætir hag fjölskyldunn-
ar, ekkert gagnvart fjölskyldum á líf-
eyrisaldri annað en að boðaðar eru
skerðingar á ýsmuin greiðslum til líf-
eyrisþega og öryrkja. 1 skattainálum
er fátt jákvætt. Llækkun skattleysis-
marka sem kratar lofuðu voru svik,
mörkin vora lækkuð stórlega. Fjöl-
skyldur eldra fólks hafa gleymst nú í
lok árs fjölskyldunnar, nema hvað
reynt er að plokka af þeiin eins og
öryrkjum og sjúldingum.
Llvað geta þessar fjölskyldur gert?
Ekki geta þær farið í verkfall, að-
gerðir stéttarfélaga gilda ekki fyrir þá
sem era varnarlausir fýrir áníðslu
stjórnvalda.
Kosningaréttinn höfum
við enn
Eitt vopn eigum við eldri borgarar
og öryrkjar - kjörseðilinn. Eg skora á
öll eldri hjón að nota tímann frain að
kosningum til að hugleiða hvað það
gerir á kjördag. Þá gefast tugum þús-
unda aldraðra og öryrkja, sjúklinga
særðra á sál og líkama möguleikar til
að sýna þeini stjórnarherram sem
vanvirða lífshagsmuni þess með sí-
felldri áreimi og skerðingu á kjöram
að það hefur þennan dag í höndurn
áhrifaríkt vopn.
Stefna núverandi stjórnarflokka
hefur þetta kjörtímabil einkennst af
aðgerðum gegn þeim sem helst
þurfa stuðning þess velferðarkerfis
sem einmitt þetta fólk hefur lagt sitt
til að byggja upp. Þessir flokkar ættu
því ekki að fá eitt einasta atkvæði
eldri borgara eða öryrkja. í lok þessa
árs fjölskyldunnar þurfa allar hina
gleymdu fjöslkyldur sem refsingu
hafa hlotið ekki að þakka neittt með
sínum atkvæðum.
Eldri hjón, eldri einstaklingar:
Fram til baráttu! Notum kjörseðil-
inn, vopnið sem við höfum á kjör-
dag.
Höfundur er ellilífeyrisþegi