Vikublaðið


Vikublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 09.12.1994, Blaðsíða 6
6 VTKUBLAÐIÐ 9. DESEMBER 1994 i i Menningin Foreldrar Guðmundar; Böðvar Jónsson og Kristín Jónsdóttir. Myndina tók Árni Böðvarsson. Bók Silju Aðalsteinsdóttur um Guðmund Böðvarsson skáld er mikil að vöxtum - og gæðum. Hún sameinar fræði- lega umljöllun um verk skáldsins og ævisögu hans fléttaða ljóðum hans og bréíúm, allt stutt af miklu safhi mynda. Sérstaka at- hygli vekur hin vandaða umgjörð bókarinnar og handbragðið á uppsetningu hennar og prentun. Hörpuútgáfan gefúr bókina út. Þetta litla forlag á Akranesi hefúr einkum lagt sig eftir að gefa út bækur sem tengjast Vesturlandi, en eins og allir vita var Guð- mundur Borgfirðingur. Er for- laginu mikill sómi að þessu verki. Við birtum hér tvö brot úr bókinni. Textann hefúr Silja sjálf stytt á stöku stað fyrir blaðið. Móðurmissir Haustið 1914 ofkældist Kristín, móðir Guðmundar, við að setja undir leka í bænum í rniklu vamsveðri aðfaramótt 22. október. Hún var ekki hraust íyrir og tók „þegar sömu nótt sótt rnikla, lungnabólgu með brjósthimnubólgu á hæsta stigi,“ segir séra Magnús á Gilsbakka í húskveðju sinni, „og þrátt fyrir ítrustu tilraunir varð við ekkert ráðið og leiddi sótt þessi Kristínu til bana nálægt nónbili laugardaginn 31. okt. 1914, og var hún þá 50 ára og rúmlega 8 mánaða að aldri. Hún hafði áður fyrir nokkrum árum legið í sama sjúk- dómi sem nú fór með hana.“ Nokkrum árum seinna segir Guðmundur bréfvinu sinni Ragn- heiði dóttur séra Magnúsar frá at- burðum þessa hausts. Bréfið er ódagsett en ber þess merki að vera skrifað 1921 eða 1922, þegarbréf- ritari var 17-18 ára: „Mig hefur lengi langað til að segja þér hvers vegna mamma dó. Það var haustið 1914. Pabbi var far- inn í seinustu leitina og mamma var ein heima með okkur börnin. Svo var það að nóttu til á þriðja dægri efrir að pabbi fór að heiman að óveður gjörði. Rokið reif og sleit í húsin svo hann titraði og kipptist til þessi Iitli gróni torfbær, og þekjan hriplak, því rigningin var eftir rok- inu. Það ýldi í gisnum glugganum og dragsúg og hráslagakulda haust- næturinnar lagði um baðstofúna. Eg man enn hvað mig dreymdi fyrri part næturinnar. Mér þótti mamma vera með okkur börnin úti á einhverri stórri grænni sléttu. Beint fyrir norðan okkur var ein- hver húsaþyrping, eitthvað var það Iíkt fjárhúsunum heima, samt man ég það nú ekki. Allt í einu hrekk ég við af því eitthvert okkar kallar: Sko rokið. Við litum norður fyrir okkur og ég man það enn svo vel - þar sáum við rokið koma, feiknarlega háan bláan vegg sem iðaði og þyr- laðist. Það var reykblátt og nokkrir angar og hnoðrar út.úr því voru komnir rétt til okkar. Mér þótti mamma kalla til okkar og biðja okk- ur að flýta okkur í skjólið, og svo hlupum við upp að húsaþyrp- ingunni, mér þótti ég vera aftastur af börnunum, en mamma þó fyrir aftan mig. Eg sneri mér við í hús- dyrunum, þá var blái reykurinn kominn fyrir neðan mig og sópaði niður sléttuna. - Mömmu sá ég ekld. - Eg vaknaði við það að mér var kalt og að það lak ofan á mig, svo mikið að rúmfötin voru mikið til blaut. Mamma, kallaði ég, góða mamma það lekur svo voðalega ofan á mig. Eg þurfri ekki lengi að kalla. Mamma vakti. Hún hefur sjálfsagt verið að hugsa um pabba - hvort honum mundi ekki líða illa nú - hvort hann hefði nú farið nógu vel útbúinn. - Og mamma bjó um mig annarstaðar þar sem ekki lak. Hún fór aftur uppí, ég heyrði hana liggja andvaka nokkra stund, svo settist hún upp og fór að prjóna. Eg vaknaði ekki fyrr en kominn var bjartur dagur. Þá var mamma búin að vera á fótum - þá var mamma að hátta - hátta í seinasta sinn. Hún sagðist vera svolítið lasin, það hefði slegið að sér í nótt. Við skyldum reyna að hita okkur kaffi ef við vildum. Ekkert okkar skildi að dauðinn var nú kominn, orðinn gestur í Iitla friðsama bænum - og við fórum með ærslum að lífga upp eldinn í gamla hlóðaeldhúsinu. - Og reykinn lagði inn í baðstofuna þar sem mamma mín elskuleg lá í lungnabólgu. Steini bróðir minn fór út á bæi að fá kvenmann. Páll á Bjarnastöðum kom snemma um morguninn og hann fór strax fram að Gilsbakka að fá meðöl hjá pabba þínum. Tveimur dögum seinna kom pabbi heim. Þá var mamma orðin inikið veik. Og hann settist hjá rúm- inu hennar og síðan fór hann ekki þaðan, og í 14 dægur svaf hann sama og ekkert og fór ekki úr fötum þann tíma. - Aumingja pabbi. Aður en ég sofnaði á kvöldin var ég að biðja guð að láta mömmu batna, ég bað hann og dýrkaði eins og mín óþroskaða sál hafði framast vit á. Bræður mínir gjörðu það líka, það veit ég, því við töluðum um að gjöra það allir í einu þegar við vær- um háttaðir. - Á áttunda degi frá því hún veiktist kom pabbi til okkar út á hlaðið og sagði okkur að koma inn. Mömmu langaði til að sjá okkur. Þá skildum við fyrst til hlítar að dauðinn var einhvers staðar ekki langt frá, og við misstum móðinn snöggvast. - Svo fórum við inn. Ég kom seinastur að rúminu hennar. Hún hafði fulla rænu en hún var föl, svo bleikfölt andlit hef ég aldrei séð fyrr né sfðar. - Ég kom til hennar og hún ætlaði að leggja höndina á höfuðið á mér en var svo máttfarin að hún gat ekki lyft henni svo hátt. Hún lagði hana þess vegna ofan á Iitlu óhreinu bamshöndina sem lá á sænginni, og sagði með hvíldum: Vertu alltaf góður drengur. Og nokkru seinna svo lágt að ég varla heyrði það: Vertu nú sæll, elsku barnið initt. - Og dauðinn kom inn um dyrnar og tók hana, en pabbi sat efrir við rúmið og grét. Vesalings pabbi. Það var barið að dyrum. Pabbi hrökk við og fór til dyranna. Það lá vel á gestinum, hann spjallaði um daginn og veginn. Allt í einu sagði hann: Heyrðu annars, hvemig líður konunni þinni? - Henni líður nú vel - sagði pabbi, hún er dáin. Og nágranninn varð svo undar- lega hijóður og hugsandi - hafði sýnilega ekki haldið sorgina svona nærri. En hún var þar, og flögraði eins og vonsviknir sumarfuglar yfir snjónum. En það var þetta sem ég vildi ekki gleyma, af hverju mamma veiktist og dó, og af því skrifa ég systur minni góðu þetta.“ Fylgd Eitt ffægasta kvæði Guðmundar birtist í fyrsta skipti á prenti í Jóla- blaði Þjóðviljans 1948, ogvarð á næsm ámm „annar þjóðsöngur Is- lendinga“, eins og Bjami Benedikts- son frá Hofteigi sagði í afmælisgrein um Guðmund. Þetta er „Fylgd“, sem hefst á þessum lokkandi hend- ingum: Komclii, litli Ijúfur, labbi, pabba stúfur, látum draumsins dúfiir dvelja inni um sinn, heiður er himinninn. Blœrinn faðmar bæinn, býður út í daginn. Komdu kalli minn. Þetta er ættjarðarljóð af nýrri gerð, sprottið af nýrri sjálfstæðis- baráttu sem nú var ekki lengur háð við Dani heldur Bandaríkjamenn. Menn höfðu alltaf gert ráð fyrir því að bandarískir hermenn fæm frá Islandi þegar styrjöldinni lyki, en þeir reyndust tregir til þess. Þegar henni lauk 1945 vildu Bandaríkja- menn semja um að fá að hafa her- stöðvar hér áffam víðsvegar um landið í Iangan tíma. Guðmundur var meðal þeirra sem fannst ffáleitt að láta erlent ríki fá land undir her- stöðvar, af ótta við varanleg áhrif á íslenska menningu og sjálfstæði þjóðarinnar. Margir vom sammála honum, en 1946 var gerður samn- ingur við bandarísk stjórnvöld, svo- nefhdur „Keflavíkursamningur", um afhot Bandaríkjamanna af Keflavík- urflugvelli til efrirlits, þó að megin- hluti hers þeirra færi úr landi. Meðal margra bókmenntaverka sem eiga ræmr sínar beinlínis í andófi gegn þeim samningi era Atómstöðin efrir Halldór Laxness og „Fylgd“ Guðmundar Böðvarssonar. Aðferð þeirra frænda við að koma andófsboðskap sínum til skila er gerólík. Ekld aðeins er verk Halldórs skáldsaga en Guðmundar sjö erindi í ljóði heldur er skáld- sagan full af háði og spéi, þó að einnig sé þar einlægur strengur, en ljóð Guðmundar særir og seiðir les- andann á þann hátt sem átti efrir að einkenna herstöðvaandstöðuljóð Guðmundar alla tíð og gera þau ótrúlega máttug í hógværð sinni. Skáldið er búið að lokka litla stúf með sér út. Veðrið er fjarskalega gott og faðirinn hyggst sýna honum hið víða og fagra land. Eins og fugl fljúgi em þeir komnir upp á háa hæð þaðan sem þeir sjá um heima alla. Allt glitrar og skín: /7éðan sérðu hafið hvítum Ijóma vafið, það á geymt og grafið gidl og perluskel, efþtí veiðir vel. Enframmi á jjölhmi háum, jjarri sævi bláum, sefitr gamalt sel. Glitrar grund og vangur, glóir sund og drangur. Litli ferðalangur láttu vakna nú þína tryggð og trú. — L.ind í lautu streymir, lyng á heiði dreymir, — þetta la?id átt þú. Höfundur magnar ffam í barninu - og þar með lesandanum - ást á landinu með galdri slungnum hend- ingum. Síðan snýr hann sér að fólk- inu og sögunni: „Hér bjó afi og amrna / eins og pabbi og mamma ..." Fólkið lifir skamma stund, en landið verður áfram á sínum stað til að faðma nýjar kynslóðir - ef þess er vel gætt: Efað illar vættir inn um myrkragættir bjóða svika sættir, svo sem löngimi ber við í heimi hér, þá er ei þöifað velja: Pú mátt aldrei selja það úr hendi þér. í Ijóðinu er kölluð ffam mynd af því sem fólki er dýrmætast: fjölskyldunni - föður, móður og barni -, og ættjörðinni, ástríkri og umvefjandi. Og minnir á málara á fyrri öldum sem settu hina heilögu fjölskyldu inn í sitt eigið umhverfi. Hér hljómar enn stefið: þú átt landið og landið á þig. Engir vald- hafar eiga rétt á að ráðskast með það náttúrulögmál. Þetta ljóð höfðaði sterkt til sveit- unga Guðmundar sem lásu það kannski fyrst og fremst sem ástar- játningu til heimahaganna. Þeir áttu líka lykla sém gengu að þessu ljóði og mörgum öðram ljóðum Guð- mundar og aðrir höfðu ekki. Magnús Sigurðsson bóndi á Gils- bakka tekur eitt erindið í „Fylgd“ sem dæmi um hve mikið Guðmundi varð úr nærtækum yrkisefhum lands og ayfsagnar: „Ég er að lesa það í fyrsta sinn nýkomið á prent og kem að vísunni sem byrjar á „Héðan sérðu hafið“. Og skyndilega er ég horfinn áratugi aftur í tímann, þangað sem sjö ára stráklingur hefur fengið að fara með á Gamlajarp að reka stóðið norður á Kjör. Þegar komið er upp á há- Eggjamar segir einhver: „Héðan sérðu hafið.“ Maður nemur staðar og starir með andakt út á Borgar- fjörð, sólglitaðan vamsflöt í fjarska. Síðan er riðið áffam lítinn spöl og skyndilega er brún og Kjarradalur- inn opnast, hin fomu seljalönd Hvítsíðinga. Og um leið og þetta rifjast upp skil ég að skáldið hefur staðið í sömu sporam og ég, við áttum sömu æskuslóðir og urðum fyrir sömu hughrifum. Munurinn bara sá að hann hafði á valdi sínu listina að færa þau í orð sem leiða þetta ljóð svo beina leið til hjart- ans.“ BAMEINSFÉLAGSINS VEITTU STUÐNING - VERTU Ml I þetta sínn voru miöar sendir konum, áéldri ium23ja - 75 ára. Við þökkum öllum þeim sem þegar hafa borgað miðana og minnumhina á góöan málstað og verömæta vinninga Greiöa má í banka, sparisjóði eöa póstafgfþiðslu til hádegis á aðfangadag jóla. Vakin er athygli á því að hægt er að Hringið þá í sí rmeð greiöslukorti (Visa, Eurocard). M) 621414. er keyptur miöi eflir sókn og vörrí gegn krabbameini! J*

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.